Morgunblaðið - 30.08.2004, Síða 48
48 C MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að er stór stund í lífi
allra, sem á annað borð
ná því takmarki, að
verða pabbi og mamma.
Vissulega getur það
tekið á taugarnar að sinna misjafn-
lega sífrandi ungum, en þær stund-
ir eru fljótar að gleymast þegar
litlu ungarnir geisla af kæti og
brosa slefandi framan í foreldra
sína.
En á hinum þreytandi stundum
barnauppeldis koma efri árin
örugglega aldrei upp í huga þeirra
sem eru ung og ástfangin en stund-
um æði pirruð. Þó eiga þau eftir að
uppgötva þau sannindi að aðeins
eitt er dásamlegra en að vera
pabbi og mamma, það er að vera
afi og amma.
Jón og Gunna voru ekki svo lítil
og húsið þeirra ekki heldur og
þeim þótti bara talsvert vænt um
hvort annað og ekki nóg með það;
þau voru afi og amma svo einhvern
tíma hafði þeim greinilega tekist að
eignast lítil börn við litla tjörn.
Stóru stundirnar voru þegar sól-
argeislarnir komu í heimsókn og
ekki spilltu nöfnin, þar voru þau
komin aftur, þau Jón og Gunna.
Auðvitað þvertóku þau fyrir að það
skipti þau nokkru máli; innst inni
vissu þau betur, en fóru leynt með
það.
Nú var runninn upp enn einn há-
tíðisdagurinn; litli Jón og litla
Gunna voru væntanleg því foreldr-
arnir ætluðu að sjálfsögðu í golf á
þessum stórkostlega sólríka degi.
Eins og alltaf þegar þessa góðu
gesti bar að garði var það þegjandi
samkomulag Jóns og Gunnu að
leggja naggið til hliðar, þetta nagg
sem hafði aukist þó nokkuð eftir að
bæði höfðu hætt að vinna og höfðu
ótakmarkaðan tíma í félagsskap
hvors annars. Ef frómt skal frá
sagt þá kom reyndar naggið oftast
frá kvenleggnum, ekki síst þegar
Jón dottaði í sófanum með Morg-
unblaðið fallandi yfir andlitið, þá
fuku orðalepparnir „Þú þarna,
herra Sófus, ert ekkert að ómaka
þig við að slá blettinn eða fara út
með ruslið, hvað þá að manna þig
upp í að mála gluggana“.
Heyrn herra Sófusar var farin að
daprast en á því voru dagaskipti;
heyrnin batnaði mikið þegar gesti
bar að garði en var afleit þegar þau
voru tvö ein heima.
En nú var von á sólargeislunum
og átakið að ýta nagginu til hliðar
var hafið, átak sem yfirleitt gekk
vel því nú skyldi vera hátíð í bæ.
Friðslit á hátíðarstundu
Svo komu þau rúllandi inn úr
dyrunum, litli Jón og litla Gunna.
Töskum með dóti þeirra kastað á
tröppurnar því foreldrarnir voru að
flýta sér. „Við verðum að flýta okk-
ur, við megum ekki missa þennan
dýrlega dag, við verðum að koma
okkur á teiginn.“
Svo voru þau þotin, það var líka
allt í lagi fannst Jóni og Gunnu,
sólargeislarnir voru komnir.
Auðvitað varð þetta dýrlegur
dagur, mokað í sandkassa, bolti elt-
ur um lóðina, svolítið rifist en gera
það ekki öll systkin? En svo kom
auðvitað að því að þörfin kallaði og
Gunna litla heimtaði að amma
kæmi með sér á klósettið, sem ekki
var nema sjálfsagt.
En þá gerðist það.
Um leið og Gunna litla kom inn á
baðið gretti hún sig og sagði með
hreinskilni barnsins „Oj bara, það
er fýla hérna“. Það var eins og
sprenging hefði orðið. Þarfir
barnsins gleymdust með öllu,
amma Gunna reif upp baðgluggann
og æpti út: „Viltu hundskast hing-
að, Jón, á stundinni.“
Jón vissi af langri reynslu að
þegar þessi staða væri komin upp
var heillavænlegast að hlýða.
Og drattaðist inn.
Hér var nefnilega komið við
auman blett, það var einmitt ólykt
á baðinu sem hafði verið helsti
ásteytingarsteinn naggsins að und-
anförnu. Í fyrstu var óstyrkum
höndum Jóns kennt um ólyktina
svo hann reyndi af veikum mætti
að verja sig: „Ég get svarið að ég
sest alltaf eins og þú heimtaðir.“
En hún var fyrir löngu búin að
segja honum fullum fetum að það
væri eitthvað annað og meira sem
ólyktinni ylli og það yrði að fá ein-
hvern pípulagningamann – „já,
með vit í hausnum“ var hún vön að
bæta við – til að finna orsökina. Afi
og amma strunsuðu hvort í sína
áttina, Jón að símanum til að reyna
að finna pípulagningamann með vit
í hausnum, en Gunna fór að skipta
á nöfnu sinni sem stóð hágrátandi í
eigin polli.
Bjargráðið fannst
Engum sögum fer af innbúi höf-
uðs þess pípulagningamanns sem
Jón náði í. Eftir að hann hafði lýst
ólyktinni, sem öðru hvoru gaus upp
á baðinu, var spurt á hinum enda
línunnar: „Heyrirðu stundum
svona glop, glop hljóð eftir að það
hefur runnið úr handlauginni eða
baðkerinu?“ Jú, það stóð heima,
þetta hljóð var lóðið. Þá fékk Jón
skýringu á því hvað orsakaði hljóð-
ið. Eftir að vatnið er unnið úr
handlauginni eða baðkerinu mynd-
ast undirþrýstingur í frárennsl-
isrörinu, vatnið er á leiðinni niður
eins og stimpill, ekki meira vatn að
hafa úr tækjunum og þá sogast
vatnið úr lásnum og loft streymir
inn, enginn undirþrýstingur leng-
ur. En eftir stendur vatnslásinn
tómur og fnykur úr skólplögninni á
greiða leið upp í baðið Þá er best
að slá botninn í söguna af Jóni og
Gunnu og sólargeislunum þeirra.
Pípulagningamaðurinn kom og
snaraði litlu áhaldi úr plasti á frá-
rennslið frá handlauginni, þetta
áhald nefnist vakúmventill, á góðri
íslensku undirþrýstingsventill.
Hann er þeirrar náttúru að þegar
undirþrýstingur verður í frárennsl-
isrörum hleypir hann lofti inn í
lögnina og þá tæmist enginn vatns-
lás og nú finnur Gunna litla enga
fýlu á baðinu hjá afa og ömmu.
Og naggið verður að finna sér
aðrar forsendur.
Sólargeislinn sem varð friðarspillir
Gráa áhaldið á myndinni er ventillinn sem bjargaði heimilisfriði hjá Jóni og
Gunnu. Kannski er þörf á slíku áhaldi víðar?
Lagnafréttir
eftir Sigurð Grétar Guðmundsson
pípulagningameistara/
sigg@simnet.is
Víkurbraut 46, Grindavík
Sími 426 7711
Fax 426 7712
www.es.is
EignamiðlunSuðurnesja
Vantar allar gerðir eigna á skrá
Verðmetum samdægurs
Sigurður V. Ragnarsson,
löggiltur fasteignasali
Snjólaug Jakobsdóttir,
sölumaður
Dalbraut 3 - e.h. - Grindavík
Góð 4ra herb. 93,2 ferm. íbúð á 2. hæð í
tvíbýli. Sérinngangur. Nýjar flísar á eld-
húsi, holi, þvottaherb. og baði. Gler og
gluggar voru teknir í gegn fyrir 6 árum.
Nýtt þak. Stærð íbúðarinnar kemur á
óvart og er gólfflötur stærri en segir til í
FMR. Verð kr. 9.300.000.
Gerðavellir 9 - Grindavík
Gott endaraðhús, sem skiptist í stofu,
borðstofu, sjónvarpshol og 3 svefnherb.
(möguleiki á 4 svefnherb.). Góðar inn-
réttingar, allt nýlegt á baði, nýr þakkant-
ur, loft viðarklædd. Verð kr. 14.700.000.
Vesturbraut 6 - Grindavík
Einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið er
149 fm, ásamt 54 fm bílskúr. Hugguleg
eign, sem var töluvert endurnýjuð á ár-
unum 1998-2001, m.a. eldhús og bað-
herb. Rúmgóð eign. Mikið útsýni. Verð:
16.200.000.
Gerðavellir 48A - Grindavík
Gott 88,6 ferm. parhús, sem skiptist í
stofu, sjónvarpshol og tvö svefnherb.
Geymsluris yfir húsinu. Bílskúrsréttur.
Skipt hefur verið um neysluvatnslagnir.
Möguleiki á skiptum fyrir stærri eign.
Verð 9.000.000.
Arnarhraun 15
Nýlegt fallegt parhús ásamt bílskúr. Fal-
legar innréttingar. Hiti í gólfum á bað-
herb., forstofu og þvottaherb. Halogen-
lýsing. Verð: 15.500.000.
Borgarhraun 8 - Grindavík
Mjög hugguleg eign. Húsið er 119,4
ferm. ásamt 32,2 ferm. bílskúr. Húsið
skiptist í stofu, hol, gang og 3 svefnherb.
Nýtt parket á stofum. Eldhúsinnrétting
nýleg og mjög falleg, nýjar flísar á gólfi,
nýleg eldavél og vifta. Baðinnrétting ný-
leg, veggir og gólf nýlega flísalagt. Hurð-
ir spónlagðar. Búið er að endurnýja
skolplagnir. Nýlegt járn á þaki. Góður
staður. Verð: 15.000.000.
Leynisbraut 6 - Grindavík
Sérlega vandað og snyrtilegt einbýlis-
hús, ásamt bílskúr. Geymsla í bílskúr. 4
svefnherb. Í eldhúsi er nýleg innrétting.
Stór sólpallur á lóð, sem er girt og rækt-
uð. Parket nýlega lakkað. Góður staður.
Verð: 19.800.000.
Ránargata 3 - Grindavík
Mjög gott einbýlishús, sem skiptist í
stofu, hol, sólstofu, 3 svefnherb. (mögu-
leiki á 4). Húsið er 180,1 ferm. og bílskúr
36,8 ferm. Í eldhúsi er nýleg og góð inn-
rétting, eldavél, ofn og háfur, parket á
gólfi. Mjög góð og nýleg sólstofa inn af
stofu, þaðan er útgeng á lóð og heitan
pott, flísar á gólfi og hiti. Heitur pottur er
í sérsólstofu. Glæsilegt og eigulegt hús.
Nánari upplýsingar á skrifstofu.
Kári Fanndal Guðbrandsson,
Sigrún Sigurpálsdóttir,
lögg. fasteignasali.
S. 562 1200 F. 562 1251
4ra herbergja og stærra
Snæland - 4 svefnherb.
Höfum í einkasölu 5 herbergja enda-
íbúð á efstu hæð í þessu fallega húsi á
frábærum stað í Fossvoginum. Íbúðin
er góð stofa, 4 svefnherbergi, hol, eld-
hús og baðherb. Stórar suðursvalir.
Hús í mjög góðu lagi. Kjörið tækifæri
fyrir þá sem þurfa 4 svefn-
herb./vinnuherb. Verð: 16,5 millj.
Raðhús - einbýlishús
Hlíðarvegur
Einstaklega vel staðsett hús við Hlíðar-
veg. Húsið er hæð og ris, 152,1 fm og
bílskúr sem er 44,8 fm. Bílskúrinn er
innréttaður sem 3ja herb. íbúð. Eignin
er öll í útleigu og eru leigutekjur góðar.
Góður garður með stórum sólpöllum.
Frábær staðsetning. Verð: 24,9 millj.
Atvinnuhúsnæði
Tangarhöfði
Atvinnuhúsnæði, tvær hæðir, samt.
594,5 fm. Mjög góður staður. Húsnæði
sem býður uppá ýmsa nýtingamögu-
leika. Laust.
Smiðjuvegur Atvinnuhúsnæði,
götuhæð og önnur hæð, samt. ca 335
fm. Á götuhæðinni er upplagt lagerhús-
næði og uppi skrifstofu/þjónusturými.
Laust. Verð: 16 millj.
Sumarhús
Sumarbústaður
Nýr 60 fm sumarbústaður á fallegum
stað í Hvítársíðu, Borgarfirði. Húsið er
ófrág. inni en fullb. utan. Mikið útsýni.
Kjörið tækif. fyrir fjölsk. sem vill og
getur klárað húsið að innan eftir sínu
höfði. Verð: 5,0 millj. Tilboð óskast!
Sumarhús Sumarhús í landi
Hraunborga, Grímsnesi. Húsið er
hæð og manngengt svefnloft. Húsið
er á rólegum stað, falleg lóð.
2 herbergja
3ja herbergja
Gullteigur
3ja herb. björt og góð risíbúð í þessu
gullfallega húsi. Frábær staður. Ath.
möguleiki að fá keyptan bílskúr með
þessari íbúð.
Laugavegur
Höfum í einkasölu einbýlishús sem er
kjallari/jarðhæð og hæð, 77,4 fm. Bíl-
skúr. Húsið er mjög mikið endurnýjað,
t.d. eldhús, baðherb., gólfefni, þak, raf-
magns- og vatnslagnir. Hugguleg bak-
lóð með góðri aðkomu. Þetta er
draumaeign unga fólksins, sérstak-
lega ef það á hund. Laust. Ath. Húsið
stendur á eignarlóð og það má
stækka það mikið eða byggja nýtt.
Verð: 12,5 millj.
Snorrabraut 2ja herbergja
54,6 fm íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi.
Íbúðin er rúmgóð stofa, gott svefn-
herb. (inn í bakgarð), eldhús, bað-
herb. og gangur. Góð íbúð. Verð:
9,0 millj.