Morgunblaðið - 22.10.2004, Page 1
Fá›u koss
frá afmælisbarninu
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
N
A
T
24
84
1
0
9/
20
04
.
Fagna fyrsta
vetrardegi
Skólavörðustígurinn mun lifna
við á laugardag | Minnstaður
Bakar fyrir
Norðmenn
Guðrún Rúnarsdóttir með
kökubók í Noregi | Daglegt líf
Kristín Rós fékk viðurkenningu í
Lausanne Arnar og Gecas til FH
Skallagrímur lagði Grindavík
STOFNAÐ 1913 288 . TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
HUGSANLEGT er, að getn-
aðarvarnapillan dragi úr líkum
á, að konur fái hjartasjúkdóma
og sumar tegundir krabba-
meins. Er það niðurstaða um-
fangsmikillar rannsóknar í
Bandaríkjunum á meira en
160.000 konum.
Niðurstaðan gengur þvert á
niðurstöðu fyrri rannsókna, sem
virtust sýna, að pillan yki ein-
mitt hættuna á fyrrnefndum
sjúkdómum.
Nú er talið,
að 10% minni
líkur séu á, að
konur, sem
hafa tekið
pilluna í eitt
ár eða lengur,
fái þá. Á það sérstaklega við
um hjartaáföll, hjartakveisu og
væga heilablæðingu og einnig
krabbamein í legi og eggja-
stokkum. Einn vísindamann-
anna, dr. Rahi Victory, telur
hugsanlegt, að hormónið estro-
gen, sem er í mörgum getn-
aðarvarnapillum, hafi þessi
áhrif og dragi úr bólgum í æð-
um.
Sumir vísindamenn taka þess-
ari niðurstöðu með fyrirvara og
benda á að óhrakið sé að pillan
geti aukið líkur á krabbameini í
brjóstum og í leghálsi.
Pillan sögð vera holl hjartanu
Fíladelfíu. AP.
LJÓST þykir, að kosningabaráttan í
Bandaríkjunum verði sú dýrasta í
sögunni, en áætlað er, að kostnaður-
inn fari yfir 270 milljarða íslenskra
króna.
Kemur þetta fram í mati óháðrar
stofnunar, Center for Responsive
Politics, en hún telur, að slagurinn um
forsetaembættið muni kosta 70 millj-
arða kr. en baráttan um þingsætin,
sem jafnframt er kosið um, 200 millj-
arða kr.
Larry Noble, forstöðumaður stofn-
unarinnar, sagði, að um væri að ræða
30% aukningu frá kosningunum fyrir
fjórum árum og taldi hann, að fjár-
austurinn nú væri varlega áætlaður.
Líklega yrði hann meiri en stofnunin
teldi.
Ein af ástæðunum fyrir auknum
fjárframlögum er, að hópar, sem ekki
tengjast flokkunum beint en styðja
ákveðinn frambjóðanda, hafa aldrei
látið meira til sín taka en nú. Er talið,
að áróður þeirra muni kosta rúmlega
27 milljarða kr. Á Bandaríkjaþingi
hefur verið lagt fram frumvarp um að
takmarka afskipti þessara hópa af
kosningum.
Tvísýn barátta
Fylgi forsetaframbjóðendanna,
þeirra George W. Bush forseta og
Johns Kerrys, virðist vera hnífjafnt. Í
Reuters-könnun, sem birt var í gær,
hafði Bush eitt prósentustig umfram
Kerry á landsvísu en í könnun AP-
fréttastofunnar, einnig frá í gær, var
Kerry með þrjú prósentustig umfram
Bush. Innan við helmingur eða 47%
voru ánægð með frammistöðu Bush
almennt en það hefur aldrei boðað
gott fyrir forseta, sem sækist eftir
endurkjöri, ef sú tala fer undir 50%.
Dýrustu
kosningar
í sögunni
Washington. AP, AFP.
Skoðanakannanir
sýna jafnt fylgi
Keppinautarnir Bush og Kerry.
„VIÐ erum mjög ánægð með þennan úrskurð Hæsta-
réttar og hér ríkir gleði,“ sagði Björn Sigurðsson í Út-
hlíð þar sem hann var að fagna niðurstöðu Hæsta-
réttar í þjóðlendumálinu með sínu fólki á Hótel Sögu í
gærkvöldi. Björn segist telja að úrslit málsins hafi
hangið á bláþræði. „Það sem gerði þarna gæfumuninn
var landamerkjabréf Brynjólfs biskups frá 1646 þar
sem kveðið er á um landamerkin. Í því bréfi klykkir
hann út með að svona hafi landamerkin verið að fornu
hefðarhaldi. [–] Ég sendi Brynjólfi biskupi mínar
bestu kveðjur,“ segir Björn.
Hæstiréttur kvað í gær í tveimur dómum upp úr um
að land innan landamerkja nokkurra jarða í upp-
sveitum Árnessýslu skyldi ekki teljast þjóðlenda en
komst á hinn bóginn að þeirri niðurstöðu að Fram-
afréttur og afréttur norðan vatna skyldi teljast þjóð-
lenda. Niðurstaða Hæstaréttar í málunum tveimur,
sem er í öllum meginatriðum í samræmi við úrskurði
óbyggðanefndar, telst vera fordæmisgefandi fyrir þau
landsvæði sem óbyggðanefnd á eftir að fjalla um.
Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir mikilvægt
að niðurstaða Hæstaréttar um tiltekin grundvall-
aratriði í þessu máli liggi nú fyrir. „Ég tel ekki að
þetta sé neinn ósigur fyrir ríkið. Tilgangurinn var
ekki síst að fá það á hreint í eitt skipti fyrir öll hvernig
þessum málum væri háttað,“ segir Geir./6
„Sendi Brynjólfi biskupi
mínar bestu kveðjur“
Morgunblaðið/Kristinn
„Hér ríkir gleði.“ Björn Sigurðsson, bóndi í Úthlíð, og vandamenn fagna hæstaréttardómi í þjóðlendumálinu.
SAMNINGANEFND kennara treysti sér ekki til
að samþykkja tillögu sem fara átti bil beggja og rík-
issáttasemjari lagði fram á samningafundi í gær.
Segja þeir stranda á launaliðunum. Samninganefnd
sveitarfélaga samþykkti tillögurnar fyrir sitt leyti
og segir formaður nefndarinnar að nú séu sveit-
arfélögin búin að teygja sig eins langt og mögulegt
er. Upp úr slitnaði í viðræðum deilenda í gær og
hefur ríkissáttasemjari ekki boðað til næsta fundar
fyrr en eftir tvær vikur, eða 4. nóvember nk.
Forsvarsmenn foreldrasamtakanna Heimilis og
skóla segja viðræðuslitin mikil vonbrigði. „Þetta er
hræðilegt,“ segir Elín Thorarensen hjá samtökun-
um. Hún segir foreldra komna í þrot með úrræði.
„Maður skilur ekki hvernig hægt er að bjóða börn-
um landsins upp á þetta miðað við þær umræður
sem verið hafa undanfarna daga. Og það á að bjóða
þeim meira af þessu sama.“
Þórólfur Árnason borgarstjóri lýsti yfir þungum
áhyggjum af stöðu deilunnar í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi. „Ég lagði fram tillögu í [gær]-
morgun þar sem ég reyndi að fara bil beggja. Það
skilaði ekki árangri og reyndust ekki forsendur fyr-
ir áframhaldandi viðræðum á þeim grunni eða nein-
um öðrum grunni því það voru engar aðrar tillögur
uppi,“ sagði Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemj-
ari við Morgunblaðið.
Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninga-
nefndar launanefndar sveitarfélaganna, segir að
tillögur sáttasemjara hafi verið umdeildar meðal
nefndarmanna sinna en engu að síður hafi niður-
staðan verið sú að samþykkja þær. Hann segir
samninganefnd sveitarfélaganna ekki hafa óskað
eftir aðkomu ríkisstjórnarinnar að deilunni.
Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands
Íslands, er á öðru máli og segir að ríkisstjórnin
verði að taka ábyrgð og deilan leysist ekki nema
með auknu fjármagni, sem koma verði frá ríkinu.
Morgunblaðið leitaði eftir viðbrögðum ráðherra í
gær vegna málsins en enginn þeirra gaf færi á sér.
Kennaradeila í hnút
Næsti samningafundur eftir tvær vikur „Þetta er hræðilegt,“ segir
fulltrúi Heimilis og skóla Borgarstjóri lýsir yfir þungum áhyggjum
Kennaradeilan/4
Sveitarfélögin
eru nú búin að
teygja sig eins
langt og mögu-
legt er í sáttaátt
í kjaradeilu
kennara, að
sögn Birgis
Björns Sig-
urjónssonar, formanns samninga-
nefndar sveitarfélaga. „Við erum
algjörlega á brúninni. Við vorum
langt teygð hér áður. En nú höf-
um við gengið það langt að ég veit
að mörgum sveitarstjórnarmann-
inum finnst að við höfum sprengt
alla ramma.“
Ábyrgðarleysi
að ganga lengra
Eiríkur Jónsson,
formaður Kenn-
arasambandsins,
segir að eina
lausnin sem nú
blasi við sé að
ríkisstjórnin
komi að málum
með auknu fjár-
magni. „Hún þarf að koma að
þessum málum með því að við-
urkenna að skiptingin milli ríkis
og sveitarfélaga er röng og hefur
verið það lengi og það er tími til
kominn að ráðherrarnir axli sína
ábyrgð. Þeir hafa ríka ábyrgð í
þessu máli og þeir geta leyst
[deiluna] með því að koma af al-
vöru inn í þetta mál með pen-
inga.“
Ríkið komi
með peninga
Íþróttir í dag