Morgunblaðið - 22.10.2004, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VIÐRÆÐUSLIT
Upp úr slitnaði í launadeilu grunn-
skólakennara á samningafundi
seinnipartinn í gær. Engar fyrirætl-
anir eru um samningafund fyrr en
eftir hálfan mánuð nema deiluaðilar
ákveði annað.
Samninganefnd kennara mun hitt-
ast eftir helgi til að fara yfir stöðuna.
Telst ekki til þjóðlendna
Hæstiréttur staðfesti í dag þá nið-
urstöðu Héraðsdóms Suðurlands, að
land innan landamerkja jarða bænda
í uppsveitum Árnessýslu teljist ekki
til þjóðlendna. Aftur á móti staðfesti
dómurinn úrskurð óbyggðanefndar
um að Framafréttur, eins og hann er
afmarkaður í niðurstöðu úrskurðar
óbyggðanefndar, teljist til þjóðlendu.
Flytja fyrir sjóherinn
Systurfélag Atlantsskipa, Trans-
atlantic Lines, hefur skrifað undir 1,3
milljarða króna samning við banda-
ríska sjóherinn um flutninga hersins
milli Singapúr og eyjunnar Diego
Garcia í Indlandshafi.
Dýrar kosningar
Áætlað er, að kostnaður við kosn-
ingarnar í Bandaríkjunum, forseta-
kosningarnar og kosningar til þings,
verði að minnsta kosti 270 milljarðar
króna, sá mesti í sögunni. Er það 30%
aukning frá síðustu kosningum. Virð-
ist fylgi frambjóðendanna vera jafnt.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 32
Viðskipti 16 Umræðan 32/34
Erlent 20/21 Bréf 34
Heima 22 Minningar 35/41
Höfuðborgin 24 Dagbók 44/46
Landið 24 Menning 48/57
Austurland 25 Leikhús 48
Akureyri 26 Bíó 54/57
Suðurnes 27 Ljósvakamiðlar 58
Daglegt líf 28/29 Veður 59
Forystugrein 30 Staksteinar 59
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull-
trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl
!
"
#
$
%&' (
)***
Skógarhlíð 18, sími 595 1000
www.heimsferdir.is
Stórkostleg borg í hjarta Evrópu, sem Íslendingum býðst nú að kynn-
ast í beinu flugi frá Íslandi. Budapest er nú orðinn einn aðal áfanga-
staður Íslendinga, enda hefur hún að bjóða einstakt mannlíf, menn-
ingu og skemmtun.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Helgarferð 28. október til
Budapest
frá kr. 19.990
Verð kr. 19.990
Flugsæti til Budapest 28. okt.
með sköttum, m.v.
2 fyrir 1 tilboð. Netverð
Topphótel í hjarta Budapest
frá 2.900 kr. per nótt, per mann.
Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir
auglýsingablað frá Fræðslumiðstöð-
inni í fíknivörnum.
FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Reykjavík-
ur mun bjóða upp á dagvist fyrir
fötluð börn fyrir hádegi í frí-
stundaheimilum borgarinnar frá
og með deginum í dag – í umsjón
stuðningsfulltrúa skólanna. For-
eldrar fatlaðra barna höfðu áður
lýst yfir mikilli óánægju með að
börn þeirra nytu ekki þjónustunn-
ar meðan á verkfalli gunnskóla-
kennara stæði.
Að sögn Arthurs Morthens, for-
stöðumanns þjónustusviðs
Fræðslumiðstöðvarinnar, nær
þjónustan til um sjötíu fatlaðra
barna og byggist ákvörðunin á lög-
um um málefni fatlaðra sem heim-
ila stuðning og þjónustu við þann
hóp. Ákvörðunin er tekin með vitn-
eskju og samþykki Kennarasam-
bands Íslands og undanþágunefnd-
ar, að hans sögn.
Flestir fá þjónustuna frá
og með mánudeginum
Fyrstu nemendurnir fá þjón-
ustuna frá og með deginum í dag
en aðrir frá og með mánudeginum.
Miðað er við að stuðningsfulltrúar
og starfsfólk skóla komi að stuðn-
ingi við þá nemendur sem þeir
hafa sinnt í dagvistarþjónustu
skólanna, og fer hún fram í frí-
stundahúsnæði ÍTR milli 8 og 13.
Ekki er um kennslu að ræða, að
sögn Arthurs, og engin kennslu-
gögn eru notuð.
Búið er að senda út viðmiðunar-
lista til skólastjórnenda með nöfn-
um um sjötíu barna en að sögn
Arthurs hafa þeir heimild til að
bæta nöfnum á listann telji þeir að
fleiri börn eigi þar heima, skv. lög-
um um málefni fatlaðra. Að sögn
Arthurs er það háð samkomulagi
við fulltrúa ÍTR í hverju frístunda-
heimili fyrir sig hvort barnið fái
áframhaldandi þjónustu yfir dag-
inn, enda ekki víst að alls staðar
komist öll börn að á frístundaheim-
ilunum eftir hádegi.
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur býður þjónustu stuðningsfulltrúa í verkfalli
Um 70 fötluð börn fá
dagvist fyrir hádegi
RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært
32 ára gamlan mann fyrir að koma
ekki til hjálpar ungri konu sem
hafði tekið of stóran skammt af
kókaíni og e-töflum. Stúlkan lést af
þessum völdum.
Maðurinn var ásamt konunni
staddur í íbúð á Lindargötu í
Reykjavík þegar hún veiktist lífs-
hættulega síðdegis mánudaginn 25.
ágúst 2003. Hún lést seinna af völd-
um banvænnar kókaín- og e-töflu-
eitrunar. Fíkniefnaneytendur munu
hafa vanið komur sínar í umrædda
íbúð.
Ákært er fyrir brot gegn 221.
grein almennra hegningarlaga en
þar segir að „láti maður farast fyrir
að koma manni til hjálpar, sem
staddur er í lífsháska, þótt hann
gæti gert það án þess að stofna lífi
eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra
í háska, þá varðar það fangelsi allt
að 2 árum, eða sektum, ef máls-
bætur eru.“ Sakborningar í líkfund-
armálinu eru m.a. ákærðir fyrir
brot gegn sömu lagagrein.
Þetta mun vera í fyrsta skipti
sem ákært er fyrir slíkt brot í
tengslum við ofneyslu fíkniefna hér
á landi.
Maðurinn mætti ekki fyrir dóm
þegar málið var þingfest fyrir Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær en hann
hefur við yfirheyrslur hjá lögreglu
neitað sök.
Lést eftir ofneyslu kókaíns og e-taflna
Ákærður fyrir
að hjálpa ekki
SANDFOKIÐ í vikunni var mjög öflugt og gekk langt
á haf út, líklega marga tugi kílómetra, að sögn Björns
Sævars Einarssonar veðurfræðings. Á meðfylgjandi
gervitunglamynd, sem tekin var í mun minna roki 5.
október sl., má sjá hvernig sandfokið nær lengst út á
haf í norðanátt sem þá var ríkjandi, líkt og nú í vik-
unni. „Þarna sjáum við landið fjúka burt,“ segir Björn
um myndina. Að hans sögn spila margir þættir saman
sem verða þess valdandi að sandfokið nær sér á strik
líkt og gerst hefur undanfarna daga. Enginn snjór
liggur yfir landinu á þessum stað, en ef svo hefði verið
hefði hann heft jarðveginn. Þá var mjög þurrt á svæð-
inu, en að sögn Björns hefur blautur jarðvegur þó lítið
þol í roki líku því sem verið hefur. Hann er fljótur að
þorna í hávaðaroki og fjúka burt, lengst út í hafsauga.
Fínn sandur lá yfir Vestmannaeyjabæ eftir sand-
fokið undanfarna daga. Meðan á rokinu stóð var
skyggni lélegt í Eyjum og mistur lá yfir bænum á eft-
ir. Að sögn lögreglumanns sem Morgunblaðið ræddi
við voru mikil óhreinindi víða eftir rokið, illa sást út
um glugga og bílar voru þaktir fínu ryki. Við sand-
fokið bættist selta af sjónum sem gerir það að verkum
að sandurinn loðir betur við hús og bíla.
„Datt helst í hug eldgos“
„Það hefur verið mikið líf og fjör á þvottaplaninu
hjá okkur og barist um slöngurnar,“ segir Svanhildur
Guðlaugsdóttir, stöðvarstjóri hjá Esso í Vest-
mannaeyjum. Hún segir biðröð hafa myndast á tíma-
bili á þvottaplaninu. Það var að hennar sögn ekki fyrr
en í gær sem rykið settist almennilega þegar fór að
rigna en þétt mistur lá yfir bænum eftir sandrokið.
„Manni datt helst í hug eldgos, það var svo drunga-
legt í bænum,“ segir Svanhildur. Hún segir íbúa hafa
verið að spúla hús sín, allt frá þaki og niður, und-
anfarna daga, enda hafi rykið sest á allt sem á vegi
varð.
„Sjáum land-
ið fjúka burt“
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson,
formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga, segir að sveit-
arfélögin ættu að bjóða foreldrum
upp á dagvistun fyrir grunn-
skólabörn meðan á verkfalli kenn-
ara stendur en ítrekar að stíga
þurfi varlega til jarðar í þeim efn-
um, enda séu öll skref í þá átt afar
viðkvæm í kjaradeilunni.
Fram kom í gær að dæmi væru
um að sex og sjö ára börn væru ein
heima og eftirlitslaus allan daginn.
„Þetta er í raun óþolandi staða og
ég tel að sveitarfélögin eigi að gera
allt sem í þeirra valdi stendur og
þau hafa vilja til að gera, til að
skapa slík úrræði, en við verðum
náttúrlega líka að átta okkur á því
að við erum í kjaradeilu og á meðan
kjaradeilan stendur yfir eru öll
skref, meðal annars í þessa áttina,
afar viðkvæm.“
Sveitarfélögin
bjóði dagvistun