Morgunblaðið - 22.10.2004, Side 4

Morgunblaðið - 22.10.2004, Side 4
Morgunblaðið/Brynjar Gauti FÉLAGARNIR Alexander Svanur Guðmundsson, Jóhann Hilmir Gunn- arsson og Helgi Einarsson, tóku fram hjólin í verkfallinu og styttu sér stundir við leik. Þeir eru nemendur í Melaskóla. Allir sögðust þeir vera orðnir þreyttir á verkfalli kennara og vildu gjarnan fara að komast í skól- ann sem fyrst. Þreyttir á verkfalli 4 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ KENNARAVERKFALLIÐ SAMNINGANEFND sveitarfélag- anna var tilbúin að ganga að tillögu ríkissáttasemjara sem lögð var fram á samningafundi með kennurum í gær. Formaður nefndarinnar telur að aðkoma ríksstjórnarinnar gæti haft afdrifaríkar afleiðingar varðandi aðra starfshópa og að margir sveit- arstjórnarmenn myndu líta á það sem ábyrgðarleysi að ganga lengra til móts við kröfur kennara. „Það var í sjálfu sér umdeilt í okk- ar röðum,“ segir Birgir Björn Sig- urjónsson, formaður samninganefnd- arinnar, um samþykkt hugmynda sáttasemjara í gær. „Það var verið að stilla upp kosti sem var á milli þess sem hafði verið áður og það tók mikið á pyngjuna og sú ákvörðun [nefnd- arinnar] tók verulega á. En engu að síður var niðurstaða okkar sú að við yrðum, vegna þess fórnarkostnaðar sem er í samfélaginu, að segja já.“ Birgir Björn segist ekki geta greint frá tillögu sáttasemjara. Þegar tillagan hafði verið rædd og samþykkt meðal nefndarmanna var gengið á fund sáttasemjara á ný en þá kom í ljós að kennarar voru ann- arrar skoðunar, að sögn Birgis Björns. „Þá treysta þeir sér ekki í það og segja að kennarar myndu fella þetta í atkvæðagreiðslu.“ Hann segir að ljóst sé að sveit- arfélögin séu nú búin að teygja sig eins langt og mögulegt er. „Við erum algjörlega á brúninni. Við vorum nú langt teygð hér áður. En nú höfum við gengið það langt að ég veit að mörgum sveitarstjórnarmanninum finnst að við höfum sprengt alla ramma.“ Hann segist viss um að margir sveitarstjórnarmenn myndu segja það ábyrgðarleysi að ganga lengra. Birgir Björn gerir ráð fyrir því að samninganefnd sveitarfélaganna muni setjast að viðræðum eftir helgina og velta fyrir sér stöðunni. „Það er auðvitað alveg ljóst að það verða ekki til pen- ingar yfir helgina sem breyta þessu. Það á ég erfitt með að sjá. Þeir vaxa ekki svo hratt.“ Hann segir nefndina þó ekki úti- loka neitt. „Það getur vel verið að menn sjái hlutina í nýju ljósi. […] Ég tel að aðkoma sáttasemjara og hans sýn á þessa hluti hafi verið áhugaverð og það hélt ég að yrði til þess að þessu myndi ljúka á þessum fallega degi. Ég gekk nú þannig til þess í dag. Ég gat alveg eins séð það fyrir mér að við myndum ná þessu [í gær]. Við lögðum alveg gríðarlega á okkur til þess að svo mætti vera.“ Birgir Björn tekur fram að samn- inganefnd sveitarfélaganna hafi ekki óskað eftir aðkomu ríkisstjórn- arinnar að deilunni. „Ef við fengjum sérstaka peninga vegna kenn- aralauna, þá kæmi næsti hópur á eft- ir, leikskólakennarar, og fáum við þá sérstaka peninga vegna leikskóla- kennara? Fáum við sérstaka peninga vegna næstu hópa?“ Hann sagðist hræddur um að ef ríkisstjórnin kæmi að málum með auknu fjármagni nú væri hún að setja sig í einkennilega stöðu. „Ég átta mig ekki alveg á því hvernig það getur gert sig.“ Hann segir mikilvægt að samn- ingsaðilar finni lausn sem þeir geta báðir unað við. „Það er aðalatriðið og samningsrétturinn gengur út á það að það gerist þannig.“ Formaður samninganefndar sveitarfélaga „Við erum algjör- lega á brúninni“ Birgir Björn Sigurjónsson EIRÍKUR Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir samninganefnd kennara ekki hafa treyst sér til að ganga að hug- myndum rík- issáttasemjara. Strandað hafi á launaliðnum. „Niðurstaða okkar var sú að við teljum að við hefðum út af fyrir sig getað tekið því sem var á borðinu hvað varðar vinnutímamál, enda var það að mestu leyti frá- gengið áður, en það er launaliðurinn sem strandar á,“ sagði Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasam- bands Íslands. „Það var sameiginleg niðurstaða að hugmyndirnar sem þar voru á borðinu hefðu ekki dugað til þess að hinn almenni fé- lagsmaður hefði sætt sig við það sem í boði var sem grundvöll að samningi og þar af leiðandi ekki tryggja frið í skólunum til næstu ára.“ Því hefðu kennarar ekki treyst sér til að ganga að hugmyndum sáttasemjara. „Þegar maður lagðist yfir þetta heildstætt sá maður að innihaldið var ennþá of rýrt og það einangrar sig við launaliðina.“ Eiríkur segir að ekki megi líta svo á að hugmyndir sáttasemjara hafi verið tilboð í sjálfu sér. „Hann lagði þetta fram undir þeim formerkjum að ef þær yrðu ekki grundvöllur að samningi yrðu þær teknar til baka. […] Sú hugmynd er ekki lengur á borðinu sem formleg tillaga.“ Eiríkur segir að á mánudag muni samninganefnd kennara hittast og ræða málin. „Við erum ekki að hitt- ast til að gera eitthvert tilboð, held- ur fyrst og fremst hittast í róleg- heitunum, fara yfir stöðuna og meta upp á nýtt og skoða hvort við sjáum einhverjar lausnir.“ Eiríkur segir að eina lausnin sem nú blasi við sé að ríkisstjórnin komi að málum með auknu fjármagni. „Það er tími til kominn að ráðherr- arnir axli sína ábyrgð. Þeir hafa ríka ábyrgð í þessu máli og þeir geta leyst [deiluna] með því að koma af alvöru inn í þetta mál með peninga.“ Formaður KÍ Strandar á launaliðnum Eiríkur Jónsson „ÞETTA eru gríðarleg vonbrigði, að þeir séu sendir heim í hálfan mánuð og sjá því ekki fram á lausn fyrr en eftir tvær til þrjár vikur,“ sagði Elín Thorarensen hjá Heimili og skóla í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Þetta er hræðilegt.“ Eftir langa samningafundi und- anfarna daga segir Elín að vissu- lega hafi gætt ákveðinnar bjartsýni um að lausn væri í sjónmáli. „Mað- ur var kannski barnalegur að leyfa sér að vera bjartsýnn á að það væri kominn skriður á viðræðurnar.“ Hún segir að vonast hafi verið eftir málamiðlunartillögu rík- issáttasemjara og því hafi verið mikil vonbrigði að aðilar deilunnar höfnuðu henni. „Ég hélt að það gæti hugsanlega leyst hnútinn en það eru mjög mikil vonbrigði að það gekk ekki upp.“ Hún segir stöðu barna og for- eldra orðna mjög slæma. „Maður skilur ekki hvernig hægt er að bjóða börnum landsins upp á þetta miðað við þær umræður sem verið hafa undanfarna daga um þau áhrif sem þetta er farið að hafa á líðan þeirra. Og það á að bjóða þeim meira af þessu sama. Foreldrar eru komnir í þrot.“ Elín segir að á næstu dögum muni fulltrúar samtakanna setjast niður og ræða sín mál og hvernig starfinu verði háttað í ljósi þess- arar nýju stöðu deilunnar. „Við munum halda áfram að láta í okkur heyra, það þýðir ekkert annað.“ Samkvæmt könnun á heimasíðu Heimilis og skóla, sem um 200 manns hafa tekið þátt í, eru 26% barna á grunnskólaaldri ein heima allan daginn í verkfallinu og sami fjöldi er einn heima hjá systkini. Af þessu hafa samtökin miklar áhyggj- ur og heyra á foreldrum að þeir hafa orðið miklar áhyggjur af börn- um sínum. Hún segir ömurlegt til þess að hugsa að yngstu börnin séu skilin eftir ein heima en verkfallið hafi auðvitað slæm áhrif á eldri börnin líka. „Unglingunum er farið að líða illa heima eftir svona langan tíma,“ segir Elín. „Foreldrar hafa þungar áhyggjur af því að ungling- arnir séu mjög einangraðir, þeir eru minna að leika sér með jafn- öldrum sínum og eru jafnvel einir fyrir framan sjónvarpið eða í tölv- unni.“ Hún segir foreldra sem hafi haft samband við samtökin m.a. tala um að börn þeirra séu farin að mæta sjaldnar í frístundastarf, t.d. íþrótt- ir, vegna þess að rammann vanti. Jón Halldórsson, þjálfari hjá Val, sagði í samtali við Morgunblaðið að börnin væru enn dugleg að mæta á æfingar hjá félaginu en verkfallið hefði þau áhrif að nýliðun væri lítil sem engin. Skólarnir hefðu alltaf verið sá vettvangur sem félögin hefðu notað til að kynna sitt starf og það væri nú ekki fyrir hendi með fyrrgreindum afleiðingum. „Gríðarleg vonbrigði“ Elín Thorarensen hjá Heimili og skóla Viðræðuslit í kennaradeilu Upp úr slitnaði með samningsaðilum í launadeilu grunnskólakennara síðdegis í gær eftir að ljóst var að tillögu ríkissáttasemjara að lausn deilunnar var hafnað af hálfu kennara. Ekki hefur verið boðaður fundur í deilunni fyrr en eftir tvær vikur eða 4. nóvember.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.