Morgunblaðið - 22.10.2004, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nú þarf nánast að skreðarasauma fyrir hvern og einn, vigta og mæla í bak og fyrir áður en
rekanum er kastað, séra minn.
Dýrara er í lang-flestum tilvikumað hringja frá Ís-
landi til annarra Norður-
landa en þaðan og hingað.
Þá greiða Norðurlanda-
þjóðirnar mun lægri sím-
gjöld sín í milli en Íslend-
ingar þurfa yfirleitt að
greiða þegar þeir hringja
til Norðurlandanna.
Þetta er meðal þess sem
fram kemur í skýrslu nor-
rænna samkeppnisyfir-
valda um norræna fjar-
skiptamarkaðinn. Þar
segir m.a. að verð millilandasím-
tala á Norðurlöndum hafi almennt
lækkað verulega frá því fjarskipta-
markaðurinn opnaðist. Þrátt fyrir
lækkunina sé enn umtalsverður
munur á verði símtala innan land-
anna og milli landa. Jafnvel séu
símtöl um stuttan veg yfir landa-
mæri miklu dýrari en sé hringt um
mun lengri veg innan sama lands.
Munurinn á verði innanlands-
símtala og símtala milli Norður-
landanna er talinn mjög augljóst
merki þess að fjarskiptamarkaður
Norðurlandanna sé ekki einn, held-
ur skiptur. Þrátt fyrir að verð fast-
línusímtala milli landa hafi lækkað
umtalsvert, er smásöluverð símtala
milli tveggja Norðurlanda allt frá
tvöfalt og upp í áttfalt hærra en verð
innanbæjarsímtala. Þessi mikli
verðmunur, ekki síst þegar talað er
um skamman veg milli nágranna-
byggða – en yfir landamæri – er tal-
inn þröskuldur í vegi aukinna sam-
skipta milli íbúa Norðurlandanna.
Eins virkar hann hamlandi á við-
skipti yfir landamæri og eykur
kostnað. Þá hefur þetta áhrif á sam-
eiginlegan vinnumarkað, þegar fólk
býr í einu landi og starfar í öðru. Há
símgjöld eru þannig talin draga úr
norrænni samþættingu.
Í skýrslunni er m.a. borið saman
verð í löndunum fimm á þriggja
mínútna símtali í fastlínusíma á
hæsta taxta í júní síðastliðnum. Hún
sýnir að Íslendingar þurfa yfirleitt
að borga meira fyrir það að tala við
nágrannaþjóðirnar, en þær að tala
við okkur. Undantekningin er að
ódýrara er að hringja héðan til Dan-
merkur en frá Danmörku og hing-
að.
Skýrsluhöfundar telja að verð-
samanburður milli Norður-
landanna fimm sýni að enn sé svig-
rúm til lækkunar símgjalda.
Íslendingar mega vel una við það
sem þeir greiða fyrir innanlands-
símtöl í fastlínusíma og farsíma,
samanborið við það sem sumir ná-
granna okkar þurfa að greiða.
Þannig er t.d. gjald fyrir notkun
fastlínusíma (fastagjald og notkun-
argjald) um 40% hærra í Noregi en
hér á landi.
Norðurlöndin eru í fremstu röð á
heimsvísu hvað varðar útbreiðslu
fastlínusíma, farsíma og Netað-
gangs, einkum með breiðbands-
tækni. Mikil aukning á útbreiðslu
farsíma og breiðbandsnotkunar
eru þökkuð aukinni samkeppni á
þessum sviðum.
Óskað eftir athugasemdum
Stefán Holm, sérfræðingur á
samkeppnissviði Samkeppnis-
stofnunar, er einn höfunda skýrsl-
unnar. Hann segir að henni verði
dreift til fjarskiptafyrirtækja hér á
landi, líkt og annars staðar á Norð-
urlöndum, og óskað eftir athuga-
semdum þeirra.
„Framtíðarsýn skýrslunnar er
að skapa samnorrænan fjarskipta-
markað þar sem fólk á ekki að taka
sérstaklega eftir því í verðlagningu
að það sé að hringja innan Norður-
landanna. Við munum ræða það við
fjarskiptafyrirtækin hvernig hægt
verður að koma þessu á. Í skýrsl-
unni er ekki dregin dul á að þetta
sé háleitt markmið og líklega langt
í að það náist.“
Stefán sagði að leitað yrði skýr-
inga hjá norrænu símafélögunum á
því hvers vegna millilandasímtöl
séu svo dýr sem raun ber vitni.
Hann sagði að vissulega væri Ís-
land langt úti í hafi og með fáar og
dýrar tengingar við útlönd. Það
væri því spurning hvort mikið svig-
rúm væri til að lækka verð símtala í
fastlínusíma héðan til annarra
landa til mikilla muna.
Samkeppnisyfirvöldin gefa ýmis
ráð um hvernig stuðla megi að
samnorrænum virkum fjarskipta-
markaði þar sem regluverk verður
einfaldað og bætt í því skyni að
stuðla að aukinni tækniþróun og
verðlækkun.
Fréttaskýring | Norræn samkeppnis-
yfirvöld skoða símann
Millilandasím-
töl dýrust hér
+
!
!"#
!$
!
%&
!
%"!
!
!!&
"!
#$
% $
$
!"#
!
$
!"#
!$
'
!
"
#$
%
Ódýrt að hringja innan-
lands og í farsíma á Íslandi
Norræn samkeppnisyfirvöld
kynntu í vikubyrjun skýrslu um
fjarskiptamarkaðinn í Dan-
mörku, Finnlandi, Íslandi, Sví-
þjóð og Noregi. Tilgangur grein-
ingarinnar er að benda á hvernig
stuðla megi að aukinni sam-
keppni í norræna fjarskiptageir-
anum og benda á helstu ann-
marka hans frá norrænu
sjónarhorni. Samkvæmt skýrsl-
unni er enn langt í land að einn
sameiginlegur norrænn fjar-
skiptamarkaður myndist.
gudni@mbl.is
GSM-símagjöld eru lág á Íslandi.
Norðurlöndin verði einn fjarskipta-
markaður þar sem sama verð gildir
VERIÐ er að skipuleggja mótmæli
gegn Kárahnjúkavirkjun sem fara
eiga fram í júlí næsta sumar í kjöl-
far fundar helstu iðnríkja heims
(G-8) í Skotlandi. Þar er búist við
fjölda mótmælenda, svo sem verið
hefur í kringum fundi G-8 á und-
anförnum árum og mun hugmyndin
vera sú að fá mótmælendur til að
koma til Íslands til að andmæla
virkjuninni.
Á vefnum killingiceland.org, sem
rekinn er af umverfisverndarfólki af
ýmsu þjóðerni, kemur fram að mót-
mælin eigi að fara fram við Kára-
hnjúka og að efnt verði til ráðstefnu
á Íslandi í tengslum við mótmælin.
Á vefnum segir m.a. að það sé
ekki aðeins Alcoa sem stefni nátt-
úru Íslands í hættu, heldur bíði
fleiri fyrirtæki, svo sem Rio Tinto
Zinc (RTZ), í röðum eftir ódýrri raf-
orku til iðnaðarframleiðslu frá öðr-
um virkjunum sem fyrirhugaðar séu
á hálendi Íslands. Segir að stuðn-
ingur alþjóðlegra umhverfissinna og
þátttaka þeirra í mótmælum og ráð-
stefnu þeim tengdum næsta sumar,
muni geta haft afgerandi áhrif í bar-
áttunni gegn eyðileggingu hálendis
Íslands. Það sé ekki of seint að
koma í veg fyrir Kárahnjúkavirkj-
un, þar sem hún sé þegar orðin á
eftir áætlun og langmestu umhverf-
isáhrifin verði með tilurð Hálslóns á
seinni hluta framkvæmdatímans.
Náttúruverndarsamtök
Íslands koma hvergi nærri
Ólafur Páll Sigurðsson, sem bú-
settur er í London, hefur staðfest að
hann sé einn af þeim sem eru að
skipuleggja mótmælin næsta sum-
ar, en vill ekki gefa neitt upp að svo
stöddu um hverjir standa nákvæm-
lega fyrir aðgerðinni. Ólafur, sem er
framkvæmdastjóri Náttúruvaktar-
innar, stóð meðal annarra að mót-
mælum gegn Kárahnjúkavirkjun í
Tate Modern safninu sl. vor.
Árni Finnsson hjá Náttúruvernd-
arsamtökum Íslands sagði samtökin
hvergi koma að fyrirhuguðum mót-
mælum og vildi ekki tjá sig um Kill-
ing Iceland samtökin.
Mótmælendum stefnt
gegn Kárahnjúkavirkjun
Ljósmynd/VIJV
Kárahnjúkastífla í snjóham. Stefna á erlendum náttúruverndarsinnum til
fjalla til að mótmæla virkjuninni næsta sumar.
Kárahnjúkavirkjun. Morgunblaðið.
„ÞAÐ SEM við viljum fyrst halda í
heiðri eru skoðanir annarra,“ segir
Sigurður Arnalds hjá Landsvirkjun
um fyrirhuguð mótmæli næsta
sumar við Kárahnjúka. „Það er al-
veg ljóst og hefur verið lengi að það
eru mjög margir Íslendingar sem
eru andvígir þessari virkjun sem
verið er að byggja og mjög margir
af þeim taka þetta málefni með
miklum tilfinningahita. Þannig er
þetta. Það sem menn kannski
gleyma í hita leiksins hér heima og
ekki síður erlendis, er að við erum
búin að ákveða að ráðast í þessa
virkjun til framdráttar efnahag
landsmanna og fyrir því var gríð-
arlega mikill lýðræðislegur meiri-
hluti. Mikill meirihluti þingmanna
samþykkti frumvarp um virkjunina
á sínum tíma eftir ferli um mat á
umhverfisáhrifum, sem fór sína leið
og er byggt á lögum þar um,“ segir
hann.
„Hvað útlendinga varðar hefur
mér fundist í gegnum tíðina að þeir
séu gjarnan með ranghugmyndir
um meint náttúruspjöll af þessum
framkvæmdum og mjög oft rekum
við okkur á að útlendingar halda að
náttúruspjöllin séu meiri en þau
raunverulega eru, án þess þó að við
séum neitt að draga úr hver þau
eru. Það byggist fyrst og fremst á
því að þær upplýsingar sem fást
héðan að heiman á heimasíðum til
dæmis, eru mjög einhliða og gjarn-
an ýktar. Hvað þessi meintu mót-
mæli varðar og það að fá þetta fólk
til Íslands, hefur mér skilist að mót-
mælin erlendis á þessum fundum
helstu iðnríkja heims hafi verið
mjög öfgafull. Þar hafi verið mjög
öfgafullir mótmælendur og mikið
gengið á. Ég spyr nú bara, ef við
fáum marga af því sauðahúsinu
hingað til Íslands, s.s. öfgafulla og
jafnvel ofbeldishneigða mótmæl-
endur, er það eitthvað sem er til
framdráttar málstað náttúruvernd-
arsinna á Íslandi? Ég leyfi mér að
efast um það.“
Margir taka þetta mál með
miklum tilfinningahita