Morgunblaðið - 22.10.2004, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 11
FRÉTTIR
Ný sending af
Calla blómum
og rósum
Laugavegi 63 • sími 551 2040Silkitré og silkiblóm
www.1928.is
Rýmum fyrir nýjum sendingum
Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • Opið kl. 11-18
Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 • Opið kl. 11-18
50% afsláttur
af völdum
vörum
ALVARLEG skemmdarverk voru
unnin í kirkjugarði Keflavíkur við
Aðalgötu um síðastliðna helgi eða
seinna, að því er talið er. Svo virðist
sem einhver eða einhverjir hafi
gengið berserksgang í kirkjugarðin-
um og velt við um 20 legsteinum og
brotið tvo. Auk þess voru skemmdir
unnar á skrautmunum við leiði, lukt-
um og blómavösum. Krossar voru
rifnir upp og steinplötur með áletr-
uðum nöfnum hinna látnu voru
brotnar. Lögreglan í Keflavík hefur
tekið málið til rannsóknar en enginn
hafði verið tekinn til yfirheyrslu
vegna málsins í gær. Vísbendingar
eru þó á vettvangi sem gætu leitt
lögregluna á rétt spor. Skemmdar-
verk hafa verið unnin áður í kirkju-
garðinum en aldrei í eins miklum
mæli og nú. Er málið litið alvarleg-
um augum.
Umsjónarmaður kirkjugarðsins,
Elías Guðmundsson, sagði skemmd-
arverkinhafa uppgötvast í gær og
hefði aðkoman verið mjög ljót.
Greinilegt væri að farið hefði verið
um allan garð í þeirri ætlun að valda
skemmdum. Ýmist hefðu legsteinar
verið brotnir með bareflum eða með
öðrum hætti. Þyrfti að kosta miklu
til við lagfæringarnar.
Alvarleg skemmd-
arverk í kirkju-
garði Keflavíkur
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Sumir legsteinanna í kirkjugarðinum voru mjög illa farnir eins og sjá má.
FLESTIR þeir þingmenn sem þátt
tóku í umræðu utan dagskrár á Al-
þingi í gær, um áfengisauglýsingar,
voru á því að endurskoða þyrfti laga-
ákvæði sem kveða á um bann við
slíkum auglýsingum. Skoðanir voru
þó skiptar um niðurstöðu slíkrar
endurskoðunar. Varaþingmenn
Sjálfstæðisflokksins, þau Ásta Möll-
er og Böðvar Jónsson, voru t.d. á því
að taka bæri mið af öðrum löndum í
þeim efnum, þar sem auglýsingar á
léttum vínum og bjór væru leyfðar
við ákveðnar aðstæður, en bannað
væri að beina þeim að börnum og
ungmennum.
Gunnar Örlygsson, þingmaður
Frjálslynda flokksins, sagði ómögu-
legt að banna áfengisauglýsingar á
„nýrri fjarskiptaöld“ eins og hann
orðaði það, en Magnús Þór Haf-
steinsson, samflokksmaður hans,
kvaðst efast um að ástæða væri til að
breyta núgildandi ákvæðum um
bann við áfengisauglýsingum.
Þingmenn Vinstrihreyfingarinn-
ar-græns framboðs sögðu mögulegt
að fara þá leið að reyna að „stoppa
upp í öll þau göt sem sem kynnu að
opna leiðir fyrir áfengissala til að
fara á bakvið landslög,“ eins og Ög-
mundur Jónasson orðaði það. Þing-
flokkurinn myndi fljótlega leggja
fram þingmál í þá veru.
Aðrir þingmenn voru ekki eins af-
dráttarlausir um það hvað leiðir
mætti fara en sögðu þó ljóst að lögin
um bann við áfengisauglýsingum
væru brotin nánast daglega. „Það
hefur borið mikið á dulbúnum aug-
lýsingum þar sem óáfengir drykkir
eru auglýstir upp,“ sagði Siv Frið-
leifsdóttir, þingmaður Framsóknar-
flokksins. Í slíkum auglýsingum
væri greinilega ætlunin að koma
áfengum drykkjum á framfæri.
Oft kært framkvæmdina
Málshefjandi umræðunnar var
Mörður Árnason, þingmaður Sam-
fylkingarinnar. Hann sagði í upphafi
ræðu sinnar að á Íslandi væru óá-
reittar auglýsingar, um allar tegund-
ir áfengis, í sjónvarpi, í dagblöðum, í
tímaritun og á almannafæri utan-
húss. Þá sagði hann athyglisvert að
ýmsum auglýsingum, sérstaklega
bjórauglýsingum, væri ætlað að
höfða til ungs fólks. Spurði hann
heilbrigðisráðherra, Jón Kristjáns-
son, m.a. að því hvort hann teldi í lagi
að áfengi væru auglýst á Íslandi eins
og almenn neysluvara. Um það sagði
Jón: „Heilbrigðisráðherra er ekki
þeirrar skoðunar að áfengi eigi að
auglýsa eins og hverja aðra vöru
enda gengur það gegn lögum. Það er
bannað á Íslandi að auglýsa áfengi.
Heilbrigðisráðherra treystir því að
þeim lögum sé framfylgt í samræmi
við vilja Alþingis [...].“ Ráðherra
sagði undir lok umræðunnar að hlut-
verk heilbrigðisráðuneytisins í þess-
um málum væri að sjá um forvarnir.
Ræddu bann við áfengisauglýsingum
Vilja endur-
skoða lögin
MENNIRNIR þrír sem höfðu uppi
hótanir á ritstjórnarskrifstofum
DV í fyrradag komu til skýrslutöku
hjá lögreglunni í Reykjavík á til-
settum tíma í gær.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins segja mennirnir að er-
indi þeirra hafi ekki tengst umfjöll-
un blaðsins um handrukkun heldur
hafi þeir viljað ræða um myndbirt-
ingar blaðsins af einum þeirra.
Reynir Traustason blaðamaður
kærði atvikið í gærmorgun og
stefnir lögreglan að því að ljúka
rannsókn málsins í dag.
Sögðust vilja
ræða um myndir
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær karl-
mann í tveggja mánaða skilorðs-
bundið fangelsi fyrir að kýla annan
mann og sparka í höfuð hans liggj-
andi með þeim afleiðingum að hann
kjálkabrotnaði og sprungur komu í
þrjár tennur. Hæstiréttur taldi
sannað að ákærði hefði orðið þess
valdandi að hinn maðurinn féll í
götuna en hins vegar þótti ekki
óyggjandi að það högg sem ákærði
játaði að hafa veitt hinum hefði
valdið fallinu, eða högg með
krepptum hnefa í andlit.
Málið dæmdu hæstaréttardóm-
ararnir Garðar Gíslason, Árni Kol-
beinsson og Ingibjörg Benedikts-
dóttir. Verjandi ákærða var Páll
Arnór Pálsson hrl. og sækjandi
Bragi Steinarsson vararíkissak-
sóknari.
Fangelsi fyrir
líkamsárás
DÓMPALLUR á félagssvæði hesta-
mannafélagsins Harðar á Varmár-
bökkum í Mosfellsbæ brann til kaldra
kola í fyrrakvöld. Eldsins varð vart
um tíuleytið og var húsið alelda þegar
slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom
á staðinn. Tilkynning um eldinn barst
slökkviliði rétt upp úr tíu.
Vindur og vatnsskortur tafði nokk-
uð slökkvistarfið en einn og hálfan
tíma tók að ráða niðurlögum eldsins.
Guðmundur Björgvinsson formaður
Harðar sagði dómpallinn gersamlega
ónýtan og sömuleiðis ýmislegt dót í
eigu félagsins sem var í steyptum
kjallara en trégólf var í dómpallinum.
Sagði Guðmundur að byggingin hefði
verið tryggð en þó væri ljóst að tjónið
yrði ekki bætt að fullu. Eldsupptök
eru ókunn en formaðurinn taldi mjög
líklegt að um íkveikju væri að ræða
því ekki hefði verið rafmagn á bygg-
ingunni og ekki geymd þar eldfim
efni.
Morgunblaðið/Vakri
Guðmundur Björgvinsson, formaður hestamannafélagsins, t.v., og Haukur
Níelsson, starfsmaður Mosfellsbæjar, könnuðu skemmdirnar í gær.
Eldsvoði í Mosfellsbæ
Dómpallur brann
til kaldra kola
ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri
sagði það skipta Reykjavík máli
hvernig öðrum sveitarfélögum vegn-
aði á fundi borgarstjórnar á þriðju-
dag.
„Við erum að borga 1,6 milljarða
til annarra sveitarfélaga. Á sama
tíma þurfum við að búa við yfirlýs-
ingu meðal annars frá félagsmála-
ráðherra að það séu nú sum sveit-
arfélög sem nýti sér ekki einu sinni
skattstofninn. Ef Reykjavíkurborg
myndi nýta sér hámarksútsvar yrðu
árlegar viðbótartekjur á bilinu 6 til
700 milljónir – ef við færum 12,70% í
13,03%,“ sagði Þórólfur.
Brýndi borgarfulltrúa
„Það er ekki helmingur af því sem
við erum að borga núna í jöfnunar-
sjóðinn. Og svo er sagt að það sé
okkar mál að hækka útsvarið þegar
við erum að gjalda þess núna hve af-
koma annarra sveitarfélaga er slök,“
sagði borgarstjóri. Hann sagði einn-
ig að efla yrði sveitarstjórnarstigið á
landinu.
Þórólfur sagði ekki rétt gefið á
milli sveitarstjórnarstigsins og rík-
isins og ánægjulegt væri að heyra
oddvita Sjálfstæðisflokksins stað-
festa það.
Brýndi hann borgarfulltrúa til að
beita sér fyrir leiðréttingu á tekjum
sveitarfélaga í sínum pólitísku flokk-
um á Alþingi.
Borgarstjóri
gagnrýnir þingmenn
Borgin
geldur fyrir
slaka afkomu
sveitarfélaga