Morgunblaðið - 22.10.2004, Síða 12

Morgunblaðið - 22.10.2004, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ENGAR áætlanir eru uppi um stór- fellda uppbyggingu í fiskeldi hér á landi og því eru spár um útflutnings- verðmæti fiskeldisafurða óraunhæf- ar. Engu að síður er gert ráð fyrir töluverðri aukningu í fiskeldi á allra næstu árum. Þetta kemur fram í skýrslu Fiskeldisnefndar ráðuneyta sjávarútvegs og landbúnaðar um stöðu og framtíðaráform í íslensku fiskeldi eftir Valdimar Inga Gunn- arsson. Skýrslan var kynnt í gær. Inntak skýrslunnar er lýsing á umfangi fiskeldis á íslandi eftir teg- undum og framleiðsluaðferðum, greinargerð um úthlutun starfs- og rekstrarleyfa og umfjöllun um fram- tíðaráform í fiskeldinu, einkum frá sjónarhóli fiskeldisfyrirtækja. Í skýrslunni kemur fram að gera má ráð fyrir töluverðri aukingu í fiskeldi á Íslandi á næstu árum og leiða stóru sjávarútvegsfyrirtækin þessa þróun. Á kynningarfundinum í gær kom fram að samanlagt verðmæti eldisaf- urða nam um 2 milljörðum króna á síðasta ári. Í spá stýrihóps um aukið verðmæti sjávarfangs (AVS-hóps- ins) er miðað við að verðmæti eld- isafurða verði komið upp í 6 millj- arða króna árið 2007 og 36 milljarða árið 2012. Segir í skýrslunni að hugs- anlega spái þetta fyrir árið 2007 en spáin fyrir árið 2012 sé aftur á móti óraunhæf, þar sem nú liggi ekki fyrir áætlanir um stórfellda uppbyggingu í fiskeldi hér á landi. Aukning í laxi, þorski og bleikju Áætlað er að framleiðslan verði um 15 þúsund tonn árið 2006, að því er kemur fram í skýrslunni. Meiri óvissa er um framleiðsluna árið 2009, líklegast þykir að þá verði framleidd um 20 þúsund tonn en að framleiðsl- an geti farið upp í um 40 þúsund tonn. Gert er ráð fyrir að lax, bleikja og þorskur muni standa undir mestri framleiðsluaukningu fram til ársins 2009. Gert er ráð fyrir að helming- urinn af framleiðslunni árið 2009 komi úr laxeldi en markaðsverð á eldislaxi mun hafa mikil áhrif á þró- unina. Áætlað er að framleiðsla í þorskeldi geti verið komin upp í 4.500 tonn á árinu 2009 og mun fram- leiðslan að stærstum hluta koma úr áframeldi á villtum þorski. Þá hefur markaðsverð á bleikju verið hátt að undanförnu og hefur áhugi forsvars- manna stærri fyrirtækja vaknað á bleikjueldi. Áætlað er að framleidd verði um 4.500 tonn af eldisbleikju hérlendis árið 2009. Í skýrslunni er m.a. lagt til að öll gagnasöfnun frá fiskeldisfyrirtækj- um verði færð á rafrænt form og einni stofnun fengið það verkefni að halda utan um lykiltölur í fiskeldi en eins og staðan er í dag þarf fyrirtæki sem er bæði með eldi á ferskvatns- og sjávarfiskum að gefa upp fram- leiðslutölur og aðrar upplýsingar úr eldinu til tveggja stofnana. Þá kemur fram í skýrslunni að ferli leyfisveitinga til fiskeldis hér á landi er flókið, þar sem þrjú ráðu- neyti og fjórar stofnanir, auk heil- brigðiseftirlits sveitarfélaganna, koma við sögu. Segir að leyfisveit- ingakerfið sé flókið og hægvirkt og dæmi um að umsóknir hafi verið í vinnslu í meira en ár. Er í skýrslunni lagt til að eitt fagráðuneyti hafi yf- irumsjón með útgáfu leyfa til fisk- eldis til að tryggja markvissari stjórnun, samhæfingu og yfirsýn. Jafnframt þyrfti að einfalda úthlut- un leyfa til fiskeldis. Engin áform um stórfellt fiskeldi á næstu árum Morgunblaðið/Sverrir Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra kynntu skýrslu um stöðu og framtíðaráform fiskeldis í gær. ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra sagði mikinn feng að skýrslunni, mikilvægt væri að vita hvernig fiskeldi hefði þróast, bæði hér á landi og erlendis. Jafnframt væri mikilvægt að vita um áhrif eldis á villtar tegundir, ekki aðeins út frá líffræðilegu sjónarmiði held- ur einnig markaðslegu. Vitnaði Árni til verðhruns á villtum laxi í Alaska í kjölfar aukins laxeldis. Sagði hann þannig gott að velta því fyrir sér hvaða áhrif aukið þorsk- eldi, jafnvel eldi á fleiri hundruðum þúsunda tonna, muni hafa á mark- aðsstöðu villta íslenska þorsksins. Sagði Árni þó vandasamt að spá fyrir um þessi áhrif. Sagðist Árni sjá fyrir sér að fiskeldi hér á landi verði fjölbreytt í framtíðinni og varaði við því að einblína á eina tegund. Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra sagði engan vafa á því í sínum huga að hægt yrði að auka verðmæti fiskeldis hér á landi í framtíðinni. Hann minnti hins veg- ar á að hagsmunir fiskeldis og þeirra sem nýta hina villtu laxa- stofna hér við land fara ekki alltaf saman. Til þeirra þyrfti að taka til- lit, enda mikil verðmæti fólgin í lax- og silungsveiði hér á landi og jafn- vel meiri en áður var talið. Sagði Guðni að þess vegna þyrfti að rann- saka enn betur sjúkdóma og erfða- blöndun sem fylgt geta fiskeldi. Ekki ein- blína á eina tegund ÚR VERINU HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness frestaði refsingu manns sem var dæmdur fyrir líkamsárás gegn eig- inkonu sinni, m.a. með þeim rökum að hann hefði lagt hendur á hana í mikilli reiði og að gögn bentu frekar til þess að hún kynni að hafa valdið bræðinni og árásinni með því að tjá honum eða gefa í skyn að hún héldi fram hjá honum með öðrum manni. Í ljósi aðstæðna og atvika í málinu þótti dómnum rétt að fresta refsingu mannsins í þrjú ár. Hrædd og grátandi Maðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið konuna hálstaki og hrint henni til og frá með þeim afleiðing- um að hún hlaut tognun í hálsvöðv- um og hné auk áverka í andliti og hársverði. Konan greindi frá því að maðurinn hefði beitt hana ofbeldi allt frá því skömmu eftir að þau giftust 1999. Að morgni 1. október 2003 hefði hún komið snemma heim og þá hefði maðurinn ráðist að henni, slegið hana í höfuðið og sakað hana um að vera með öðrum mönnum. Það hefði hún ekki verið þó að hann héldi því fram. Maðurinn hefði síðan vakið hana aftur til að ræða um sambandið og síðan skyndilega orðið brjálaður, tekið hana hálstaki og rifið utan af henni fötin. Maðurinn hefði farið fram en síðan aftur ráðist að henni og gert tilraun til nauðgunar. Í dómnum segir að frásögn konunnar sé trúverðug og styðjist við fram- burð vitna og áverkaskýrslu. Lýsing mannsins var með allt öðr- um hætti. Hann sagði að þau hefðu átt í samförum en hætt þegar hún hefði sagt frá því að hún hefði verið með öðrum manni. Við þetta hefði hann misst stjórn á skapi sínu og lagt hendur á hana í bræði sinni. Hann myndi ekki nákvæmlega hvað hann hefði gert en sagðist hafa tekið hana hálstaki og „tuskað hana til,“ eins og segir í dómnum. Einhverjar stympingar hefðu átt sér stað og hún hefði kastað í hann hlutum. Hann neitaði að hafa veitt henni þá áverka sem ákært var fyrir. Í niðurstöðum dómsins segir að af gögnum málsins þyki ljóst að upphaf átakanna megi rekja til erfiðleika í sambúð þeirra. Taldi dómurinn sannað að áverkarnir á konunni hefðu stafað af árás mannsins. „Stormasamt“ Þá segir í dómnum að við refsimat yrði að líta til þess að samkvæmt frá- sögn konunnar hefði sambúð hennar og ákærða verið stormasöm allt frá því að þau giftust og iðulega komið til átaka milli þeirra, án þess að séð yrði að það hefði leitt til kærumála. Í þessu tilviki hefði maðurinn lagt hendur á hana í mikilli bræði og hnígi gögn málsins frekar að því, að konan „kunni að hafa valdið því“. Þeim beri saman um að maðurinn hafi haldið að hún héldi fram hjá honum með öðrum manni og mað- urinn hafi um morguninn viljað hafa við hana samfarir, en horfið frá því í miðjum klíðum til að hringja í yfir- mann á vinnustað hennar. Þetta styddi frásögn hans um að hún hefði þarna tjáð honum eða gefið í skyn að hún væri með öðrum manni. Konan kærði manninn viku eftir árásina. Dómarinn sagði konuna hafa verið seina til að kæra og ekki gert það fyrr en í framhaldi af því að hún fékk ekki son þeirra tekinn frá ákærða með lögregluvaldi. Guðmundur L. Jóhannesson kvað upp dóminn. Arnþrúður Þórarins- dóttir, fulltrúi sýslumanns, sótti en Brynjar Níelsson hrl. var til varnar. Héraðsdómur frestar refsingu manns sem dæmdur var fyrir líkamsárás Telur að konan kunni að hafa valdið árásinni Morgunblaðið/Sverrir SIF Konráðsdóttir hrl. segir að í dómnum birtist forneskjuleg við- horf og margt í honum veki upp spurningar. Dómarinn telji t.d. að komið hafi til átaka á milli þeirra en í dómn- um sé þó ekkert sem bendi til þess, annað en framburður mannsins. Hann hafi t.a.m. ekki haft áverka. Maðurinn hafi játað að hafa tekið konuna hálstaki og tuskað hana til en samt sem áður neiti hann því að hafa valdið umræddum áverkum. Konan hafi á hinn bóginn alltaf sagt að maðurinn hefði ráðist á sig, en ekki að komið hafi til átaka þeirra á milli. Þá segi í dómnum að „í þessu tilviki leggi ákærði hendur á kær- anda [þ.e. konuna] og hníga gögnin frekar að því, að kærandi kunni að hafa valdið því“. Sif spyr hvað dómarinn eigi hér við, hvort hann telji konuna hafa valdið bræðinni eða árásinni. Dóm- urinn sé m.a. óskýr að þessu leyti. Það sé auk þess undarlegt að telja langan tíma líða frá árás til kæru. Aðeins hafi liðið ein vika sem sé ekki mikið þegar um sé að ræða hjón eða fólk sem þekkist vel. Álit dómarans um að málið tengist for- ræðismáli sé þar að auki ekki rök- stutt. Sif segir að ákvörðun dóm- arans um að fresta refsingunni sé umhugsunarefni, langalgengast sé að dæma skilorðsbundna refsingu í málum þar sem um fyrsta ofbeld- isbrot er að ræða. Sif telur eðlilegt að dómnum verði áfrýjað til Hæsta- réttar enda komi umdeilanlegar forsendur að baki dómnum. Það sé ekki heldur í takt við dómafordæmi Hæstaréttar og sjónarmið í sam- félaginu að menn sem séu dæmdir fyrir heimilisofbeldi sleppi án refs- ingar. Það geti varla verið góð skilaboð frá réttarkerfinu að refs- ingar vegna líkamsárása sem framdar eru innan veggja heimilis- ins séu ekki eins alvarlegar og aðr- ar árásir. Sif bendir auk þess á að refsingar fyrir líkamsárásir skv. 217. gr., eins og maðurinn var dæmdur fyrir, verða aldrei mjög þungar en ref- sihámark er eitt ár. Í 218. grein þar sem fjallað er um meiri háttar lík- amsárásir sé hámarksrefsingin á hinn bóginn þrjú ár en hljótist af bani er hámarksrefsing 16 ár. Sif segir að mörkin milli ákvæð- anna tveggja gefi tilefni til að end- urskoða lögin. Í dag sé of mikið til- lit tekið til eðli og tegundar áverka en ekki hversu langvarandi og harkalegt ofbeldi brotaþoli hefur mátt þola og hverjar hinar andlegu afleiðingar ofbeldisins eru. Forneskjuleg viðhorf birtast í dómnum Sif Konráðsdóttir TIL greina gæti komið að Bjarg- ráðasjóður bætti að einhverju leyti fjártjónið sem varð í stórbrunanum á Knerri á mánudagskvöld. Það yrði þó með þeim hætti að bætt yrði óbeint tjón þ.e. vegna ófæddra lamba þess fjár sem hefði átt að setja á til undaneldis en brann inni. Bjarg- ráðasjóður mun hins vegar ekki bæta tjón vegna þess sláturfjár sem brann inni. Samkvæmt 9. grein laga um Bjargráðasjóð er það hlutverk búnaðardeildar sjóðsins m.a. að bæta tjón á búfé og afurðum búfjár. Birgir Blöndal, aðalstarfsmaður sjóðsins, segir þó þetta ákvæði með þeim fyrirvara að sjóðurinn bæti ekki tjón sem almennt er tryggt fyr- ir innan búgreinar, nánar tiltekið með sérstakri búfjártryggingu. Það er val bænda hvort þeir kaupi slíka tryggingu en allt að einu kemur Bjargráðasjóður ekki inn á það svið, nema um sé að ræða óbeint fjártjón eins og að framan var getið. Bjargráðasjóður gæti bætt óbeint fjártjón FUNDUR sjómanna og útvegs- manna hófst í Höfðaborg, húsa- kynnum ríkissáttasemjara, klukkan tíu í gær og stóð fram eftir degi. Engar fregnir voru af fundinum um miðjan dag í gær. „Það er ekk- ert að frétta,“ sagði Sævar Gunn- arsson, formaður Sjómanna- sambands Íslands. „Menn trúa því að við sitjum bara og horfum í augun hver á öðrum, en það er ekki það sem við erum að gera,“ sagði hann og sagði að reynt yrði áfram til þrautar að finna lausn á deilunni. Reynt til þrautar ÁTJÁN ára piltur var stöðvaður á 164 km hraða á Laugarvatnsvegi í gær og hefur lögreglan á Selfossi ekki séð annan eins ofsaakstur í þó nokkurn tíma. Pilturinn var einn í bíl sínum þegar lögreglumenn mættu honum og hlýddi hann strax skipunum um að stöðva. Hann gaf engar skýringar á aksturslaginu. Fékk hann að halda ökuskírteini sínu en verður kallaður fyrir lög- reglu bráðlega. Ók á 164 km hraða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.