Morgunblaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ LANDIÐ Hornafjörður | „Þegar þetta er búið tekur svo bara við meiri söngur og gleði, kór og eitthvað fleira,“ segir Þórhildur Ásta Magnúsdóttir sem syngur í sýning- unni Diskó sem verið hefur á fjölunum á Hótel Höfn á Hornafirði fyrir troðfullu húsi undanfarnar helgar og stemmningin verið mikil. Gestir hafa dansað uppi í stólum og veifað kertastjökum í einbeittri diskóstemningunni. Í sýningunni flytja sjö söngvarar og hljómsveit alla heitustu diskósmellina sem hljómuðu í Hollywood við Ármúla og fleiri stöðum á diskótímanum. „Þetta er bú- ið að vera frábært, frábærar móttökur, fullt hús á hverri sýningu, sem eru orðn- ar sex á Hornafirði og svo á Broadway í kvöld,“ segir Þórhildur. Hornfirska skemmtifélagið verður með skemmtidagskrána á veitingahúsinu Broadway í Reykjavík í kvöld. „Ég söng þar í fyrra með skemmtifélaginu og þarna er flott aðstaða. Við eigum von á fólkinu okkar fyrir sunnan og fullt af öðru liði.“ Þórhildur hefur verið í kvennakór Hornafjarðar og segist hafa lent í þessu fyrir tilviljun þegar hún flutti á Höfn fyrir nokkrum árum og datt inn í félags- lífið. „Ég hef ekki lært söng, hef djúpa rödd eins og svörtu týpurnar í diskóinu og get þanið mig hressilega ef svo ber undir. Raining man er eitt af þessum lög- um sem mér þykir ofboðslega gaman að syngja. Það er hernaðarleyndarmál hvað Skemmtifélag Hornafjarðar setur næst á svið, en menn eru byrjaðir að sjóða saman,“ segir hún. Í heild koma um 20 manns að sýningunni. Söngvarar eru Birgir Fannar Reyn- isson, Edda Bjarnadóttir, Hulda Rós Sigurðardóttir, Kristjón Elvarsson, Marí- anna Jóhannsdóttir, Sigríður Bára Steinþórsdóttir og Þórhildur Magnúsdóttir. Leikstjóri er Kristín Gestsdóttir og tónlistarstjóri er Heiðar Sigurðsson. Þórhildur diskópía Diskóið ræður ríkjum í Broadway í kvöld þegar Hornfirska skemmtifélagið mætir með sýninguna Diskó. Þórhildur Ásta syngur Hot Stuff. „Get þanið mig hressilega“ Ísafjörður | „Óvissu er létt af því fólki sem býr í húsum á svæðinu og hægt verður að hefja þar upp- byggingu á ný,“ segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísa- firði. Í fyrradag var vígður mikill snjóflóðavarnargarður við Selja- land í Skutulsfirði en honum er ætlað að verja Seljalandshverfið og Tunguskeið. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra flutti ræðu við athöfn sem efnt var til við garðinn af þessu tilefni. Halldór rifjar upp að uppbygg- ing Seljalandshverfis var hafin þegar stóru snjóflóðin féllu á Vestfjörðum. „Í kjölfar þeirra at- burða breyttust öll viðmið,“ segir Halldór. Við gerð hættumats kom í ljós að húsin í Seljalandshverfi og fyrirhugað byggingasvæði á Tunguskeiði voru á hættusvæði og segir Halldór að yfirvöld hafi staðið frammi fyrir því að kaupa húsin eða verja þau. Niðurstaðan hafi orðið sú að byggja varn- argarð. Framkvæmdir við garðinn hóf- ust þó ekki fyrr en á fyrrihluta síðasta árs. Uppbyggingu garðs- ins sjálfs er lokið en næstu þrjú ár verður unnið að gróðursetningu og fegrun umhverfisins. Kubbur ehf. á Ísafirði sem sameinaðist öðru fyrirtæki í KNH ehf. ann- aðist framkvæmdina. Meira byggt Garðurinn er um 700 metra langur og fer í átján metra hæð, þar sem hann er hæstur. Í honum eru um 370 þúsund rúmmetrar af efni se samsvarar 25 til 30 þúsund stórum bílförmum. Verksamn- ingur hljóðaði upp á 270 milljónir kr., fyrir utan gróðursetningu. Halldór segir að verkið hafi reynst umfangsmeira en áætlað var og nú stefni í að heildarkostn- aður, með gróðursetningu næstu árin, fari langleiðina í 400 millj- ónir. Ísafjarðarbær greiðir 10% kostnaðar á móti Ofanflóðasjóði. Við hönnun mannvirkisins var lögð áhersla á gangstígagerð og gerð útivistarsvæðis sem gæti lað- að fólk að. Þannig er reynt að vega upp á móti neikvæðum áhrif- um framkvæmdarinnar. Halldór telur að þegar búið verður að koma gróðri af stað á garðinum og nágrenni hans og snyrta umhverfið muni uppbygg- ing Seljalandshverfis hefjast á nýjan leik. Þar eru tilbúnar götur og lagnir fyrir nokkra byggð. Þá bendir hann á að byrjað sé á nokkrum íbúðarhúsum á Tungu- skeiði. „Nú höfum við töluvert af góðu byggingalandi í Skutuls- firði,“ segir Halldór og bætir því við að meiri eftirspurn sé eftir lóð- um á Ísafirði en verið hafi, þótt hún sé ekki jafn mikil og víða ann- ars staðar. Telur hann að fréttir af aukinni eftirspurn eftir hús- næði og hækkandi fasteignaverð bendi til þess að meira verði byggt á Ísafirði en verið hafi um skeið. Snjóflóðavarnagarður við Seljaland á Ísafirði vígður „Óvissu létt af íbúunum“ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Garður vígður Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, flutti ávarp við vígslu snjóflóðavarnagarðsins við bæinn Seljaland í Skutulsfirði. Miðborg | Áformað er að opna tvo fundar- og veitingasali á 3. og 4. hæð í verslunarhúsinu Iðu í Lækjargötu, oft nefnt „Top Shop-húsið“, í næsta mánuði. Vinna við salina, sem eru 100 og 120 manna, er langt á veg komin en samhliða eru framkvæmd- ir að hefjast við eldhús í kjallara hússins, sem mun leggja til veitingar í salina og á veitingastað á annarri hæð. Rekstraraðili veitingasalanna og veitingastaðarins, Axel Óskars- son, segir eftirspurn eftir veitinga- og fundasölum í hjarta borgarinnar og er bjartsýnn á reksturinn. Marimekko opnað á næsta ári Að sögn Arndísar Bjargar Sigur- geirsdóttur, eins af sex leigutökum í húsinu – sem er í eigu Fasteigna- félagsins Stoða, mun sjöundi rekstr- araðilinn bætast í hópinn í byrjun næsta árs þegar sérvöruverslun með Marimekko-vörur og fatnað opnar þar. Þar með verður allt húsið komið í fulla notkun en 3. og 4. hæðin hafa verið ónýttar frá því húsið var byggt og verslunarrekstur ekki gengið sem skyldi, en skemmst er að minnast þegar verslanirnar Top Shop og Jap- is hættu rekstri í húsinu. Að sögn Arndísar Bjargar virðist fólk almennt ánægt með að búið sé að vekja upp líf í húsinu að nýju og ánægja er meðal verslunarrekenda með viðstökurnar. „Top Shop-húsið“ tekið í fulla notk- un um áramót Eftirspurn er sögð vera eftir veitinga- og fundarsölum í hjarta borgarinnar Morgunblaðið/Golli Breytingar Iðnaðarmenn hafa í nógu að snúast við að breyta verslunar- húsnæðinu við Lækjargötu í fundar- og veitingasali. Miðborg | Skólavörðustígurinn mun lifna við á morgun, laugardag, en í tilefni af vetrarkomu ætla kaupmenn við götuna að bjóða upp á ýmiskonar skemmtun og veitingar fyrir þá sem leið eiga um. Verslanir opna kl. 11, en segja má að dag- skráin hefjist um kl. 13, og standi fram á kvöld, segir Eggert Jóhannsson feldskeri, einn af kaupmönnunum við Skólavörðustíginn. Frá kl. 16 verður gestum boðið upp á heita kjötsúpu til að fá yl í kroppinn, og ætlar Siggi Hall að elda kynstrin öll af súpu ofan í gesti og gang- andi í boði Markaðsráðs kindakjöts. „Þetta gengur allt út á að ekkert af þessu á að vera of formlegt, heldur á að vera gaman fyrir fólk að koma á stíginn,“ segir Eggert. Hann segir að Skólavörðustígurinn njóti ákveðinnar sérstöðu, þar séu smærri verslanir en víða annarsstaðar, og mikið af handverks- fólki sem sé að selja eigin vörur. „Við erum líka einn af fáum verslunarkjörnum sem eftir eru á landinu sem getur boðið upp á veður, sem við teljum mikinn kost“ segir Eggert. Dagskráin á morgun verður ekki formleg og niðurnjörfuð, heldur standa þeir sem vilja fyr- ir uppákomum á þeim tíma sem hentar. Þann- ig verður verslunin 12 tónar með nokkur tón- listaratriði, Birna Þórðardóttir stýrir fjölda- göngum um Skólavörðustíginn, Ófeigur gullsmiður býður upp á tangó, auk þess sem boðið verður upp á tískusýningar hjá Eggert feldskera, Sjöfn Har og Maríu Lovísu fata- hönnuði, svo fátt eitt sé nefnt. Miðilslaus skyggnulýsing „Svo verður skyggnulýsing fyrir framan hjá mér klukkan 19, en þá erum við ekki að tala um miðilsfund,“ segir Eggert. „Við erum að taka saman myndir sem Björn Blöndal hefur ljósmyndari hefur tekið undanfarin ár, hann hefur verið duglegur að fylgjast með því sem ég er að gera. Hann ætlar að setja upp mynd- varpa og varpa myndunum upp á Hvíta band- ið, húsið sem er beint á móti Eggert feld- skera.“ Eggert segir að þegar sé búið að ákveða að halda hátíð á Skólavörðustígnum árlega á fyrsta vetrardag í framtíðinni, en þetta er í fyrsta skipti sem kaupmenn taka sig saman um að halda svona upp á daginn. Eggert segir að ef vel takist til komi vel til greina að halda upp á sumardaginn fyrsta með svipuðum hætti, þó að engin ákvörðun hafi verið tekin um það. Fagna fyrsta vetrardegi Morgunblaðið/RAX Vetrarhátíð Sérstök stemmning verður á Skólavörðustígnum á morgun, fyrsta vetrardag. Skemmtun fyrir alla á Skólavörðustíg Hafnarfjörður | Fræðsluráð Hafn- arfjarðarbæjar hefur ákveðið að skipa starfshóp með það hlutverk að fara yfir stöðuna eftir verkfall grunnskólakennara, og á hópurinn að skoða með hvaða hætti megi lág- marka áhrif verkfallsins á fram- vindu náms og námsárangur nem- enda. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði, sem og foreldrar og forráðamenn barna í grunnskólum bæjarins hafa áhyggj- ur af því hvaða áhrif verkfallið kem- ur til með að hafa á framvindu nem- enda í námi, segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Á síðasta fundi fræðsluráðs var því samþykkt að fela fræðslustjóra að mynda hóp hagsmunaaðila strax að loknu verkfalli. Í hópnum munu verða verða aðilar frá fræðsluráði, foreldrum, kennurum og skólastjór- um, ásamt fræðslustjóra. Meta stöðuna eftir verkfall
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.