Morgunblaðið - 22.10.2004, Side 27

Morgunblaðið - 22.10.2004, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 27 MINNSTAÐUR KJÖTSÚPa ÍSLENSK 1. dag vetrar Gerðu það að hefð að elda kjötsúpu á fyrsta vetrardag. Eldaðu kjötsúpu í stórum potti og hóaðu í vini og vandamenn. Íslenska grænmetið gefur kraft og bragð, hikið ekki við að nota það grænmeti semykkur lystir. 1 kg súpukjöt 1,8 l vatn 1msk salt, eða eftir smekk 1–2msksúpujurtir ½ laukur, saxaður smátt 500ggulrófur 500g kartöflur 250ggulrætur 100ghvítkál (másleppa) nýmalaður pipar hrísgrjón1½dl haframjöl½dl (másleppa) Kjötið e.t.v. fituhreinsað að hluta og síðan sett í pott, vatninu hellt yfir og hitað að suðu. Froða fleytt ofan af, saltað og súpujurtum, lauk og hrísgrjónum hrært saman við. Soðið í um 40mínútur. Ámeðan eru gulrófurnar afhýddar og skornar í bita, kartöflurnar afhýddar og skornar í helminga eða fjórðunga, ef þær eru stórar, og gulræturnar skafnar og skornar í bita. Sett út í og soðið í 15 mínútur til viðbótar. Kálið skorið í mjóar ræmur, sett út í og soðið í um 5 mínútur, eða þar til allt grænmetið er meyrt. Um leið er haframjölið sett ef á aðnotaþað. Smakkaðog bragðbættmeðsalti og pipar, ef þarf. Kjötið er ýmist borið fram í súpunni eðameðhenni á sérstöku fati. Ýmislegt annað grænmeti má hafa í súpuna, svo sem blómkál, sellerí eða grænkál. Ágætt er að sjóða rófurnar og kartöflurnar sér í potti. Ef afgangur verður þá er gott að muna að mörgum finnst kjötsúpan langbest þegar hún er hituð upp í annað eða þriðja sinn. Verði ykkur aðgóðu! F í t o n / S Í A F I 0 1 0 5 3 3 Sérfræðingar Kanebo verða í Hygeu Kringlunni með kynningu á spennandi nýjungum í dag föstudag kl. 13-19 og morgun laugardag kl. 13-17. Hægt er að panta tíma í förðun í síma 533 4533 og húðgreiningartölvan verður í boði. INTERNATIONAL GOÐSÖGNIN UM SILKI Kringlunni THE SILK frá Kanebo Krem og púður sem unnið er úr dýrindis silki SUÐURNES Grindavík | „Sjómennskan og garð- urinn fara vel saman. Ég nota fríin til að vinna í garðinum,“ segir Árni Valur Þórólfsson sjómaður en garð- ur hans og Ástu Fossárdal, konu hans, fékk viðurkenningu Umhverf- isnefndar Grindavíkur. Nefndin verðlaunaði þrjá garða og komu viðurkenningarnar í hlut Jennýjar Jónsdóttur og Reynis Jóhannssonar og Svanhildar Káradóttur og Brynjars Bergmanns Péturssonar, auk Árna og Ástu. Einhverjir kynnu að halda að sjómaður hefði lítinn tíma til að vinna í garðinum en Árni notar landlegur til þess. „Sá tími hefur dugað til að gera beðin klár og halda þeim við. Garð- urinn er mitt helsta áhugamál og ég er flestum stundum í garðinum. Gárungarnir segja að konan reki mig út í garð en staðreyndin er sú að ég hef mjög gaman af þessu og nota fríin í garðinn. Það er stund- um svekkjandi þegar mikil suð- austan rok koma og eyðileggja gróðurinn en ég hef búið til mikið skjól í garðinum og þá hef ég líka notað frekar plöntur sem þola seltu og vind,“ segir Árni. 40 hlöss af mold Hann hóf ræktunarstarfið árið 1979 og minnir að það hafi verið á Ári trésins. „Alla vega var mikil vakning í gróðursetningu það árið. Við settum 40 vörubílahlöss af mold í garðinn því hér var bara hraun. Flestir héldu því fram að hér í Grindavík væri ekki hægt að rækta neitt en það er búið að afsanna það,“ sagði Árni. Umhverfisnefnd veitti einnig við- urkenningu til Þorbjarnar- Fiskaness fyrir glæsilegar end- urbætur á húsnæði og snyrtilegt umhverfi. Þá veitti nefndin Ómari Ólafssyni og Berglindi Benón- ýsdóttur, Bjarmalandi, viðurkenn- ingu fyrir fallega endurnýjað gam- alt hús. Veittar viðurkenningar fyrir fallega garða og umhverfi Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Haust í garðinum Árni Valur Þórólfsson hefur gaman af garðstörfunum. Nú er orðið vetrarlegt í garðinum. Vinnur í garðinum í landlegum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.