Morgunblaðið - 22.10.2004, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Classic Rock
Ármúla 5 • S: 568-3590
Idol-keppnin á breiðtjaldi
og boltinn í beinni.
Föstudaginn 22. okt.
&
Laugardaginn 23. okt.
svaka stuð
alla helgina
!
"#$$
%&'&(&&
)** $
HELGIN
Bókin Kjendisenes bestekaker sem er kökuupp-skriftabók eftir GuðrúnuRúnarsdóttur er nýkomin
út í Noregi og hefur vakið mikla at-
hygli. Guðrún hefur búið í Noregi í
sex ár ásamt eiginmanninum Haf-
steini Sigurðssyni kokki og þremur
sonum á aldrinum 4–14 ára. Guðrún
er faglærður þjónn en hefur alltaf
verið sérstaklega áhugasöm um kök-
ur og eftirrétti. Hún hefur unnið sem
þjónn á veitingastöðum á Íslandi og
Noregi og einnig bakað kökur á veit-
ingastöðum. Undanfarin ár hefur
hún unnið með börnum, bæði í
grunnskóla og á leikskóla. Á síðasta
ári fannst henni nóg komið, hún stóð
á krossgötum, og langaði virkilega að
breyta öllu og gera eitthvað annað og
meira spennandi. Eftir að hafa kom-
ist í kynni við konur sem mynda hóp
að nafni Embla og eru hluti af sam-
tökum sem styðja konur sem vilja
hefja eigin atvinnurekstur, keypti
bókaforlagið Orion hugmynd hennar
að kökuuppskriftabók á hálftíma fyrr
á þessu ári.
Alin upp við heimabakstur
„Ég kynntist ljósmyndara og graf-
ískum hönnuði í þessum hópi og þær
unnu bókina með mér,“ segir Guð-
rún. Guðrún hefur alla tíð bakað mik-
ið og er alin upp við heimabakstur.
Eftir að hún hætti að vinna sem
þjónn byrjaði hún að baka kökur fyr-
ir fólk í Kongsberg eftir pöntun. Hún
hefur haft nóg að gera í kringum há-
tíðir eins og jól, páska, þjóðhátíð-
ardaginn, fermingar og fleiri veislur
og í byrjun þessa árs ákvað hún að
safna uppskriftunum saman í bók.
„Norðmenn eru ekki eins flinkir og
við Íslendingar að prófa nýjar upp-
skriftir, heldur halda sig í þessu
gamla góða. Því langaði mig að
breyta með þessari bók. Bókin er ein-
föld og allt hráefni er auðvelt að nálg-
ast og oft á tíðum það sem maður á í
ísskápnum eða í bakstursskúffunni.
Þetta hef ég fengið mikið lof fyrir, því
fólki fallast hendur af að sjá þessar
svaka kökur í öðrum bókum sem
engum nema konditorimenntuðu
fólki tekst að laga,“ segir Guðrún.
Uppskriftirnar í bókinni eru
fjölbreyttar og Guðrún kynnir þar
m.a. íslenskar kleinur og „brúnkök-
una hennar ömmu “ en jafnframt
aðrar framandi og spennandi upp-
skriftir. Hún segir að Norðmenn spái
mikið í mat og þyki gott að borða en
virðist ekki nota jafnmikinn tíma og
Íslendingar í bakstur og elda-
mennsku.
Bakað í sjónvarpinu
Fjallað hefur verið um bókina í
norskum fjölmiðlum, m.a. svæð-
isblaðinu í Kongsberg þar sem fjöl-
skyldan býr og í vinsælum útvarps-
þætti á NRK. Nú stendur til að
Guðrún baki í beinni í morgunþætti
sjónvarpsstöðvarinnar TV2 með
þekktum sjónvarpskokki, Wenche
Andersen.
„Ég er mjög ánægð með bókina og
það er gaman að hún skuli vekja
svona mikla athygli af því að hluti af
söluhagnaðinum rennur til samtaka í
Noregi sem kallast Rådet for psykisk
helse sem eru svipuð og Geðhjálp á
Íslandi. Ég var ákveðin í því að
styrkja gott málefni með bókinni og
til þess að bókin vekti meiri athygli
en ella, hafði ég samband við þekktar
konur og bað þær að gefa uppáhalds-
kökuuppskriftina sína í bókina,“ seg-
ir Guðrún. Í vikunni var einmitt
landssöfnun í Noregi til styrktar geð-
sjúkum og í tengslum við hana voru
boðin upp tíu eintök af bók Guðrúnar
árituð af þeim þekktu konum sem
gáfu uppskriftir. Allar eru þær
norskar nema Vigdís Finnbogadóttir
sem er mjög virt og vinsæl í Noregi
og Dóra Þórhallsdóttir uppistandari
sem búsett er í Noregi.
Aðrar þekktar konur sem gefa
uppáhaldsuppskriftina sína eru
Björg Bondevik forsætisráðherrafrú
Noregs, stjórnmálakonur, leikarar
og tónlistarmenn. Einnig Hanne
Krogh sem var hluti af dúettinum
Bobbysocks sem vann Evróvisjón
söngkeppnina á sínum tíma og marg-
ir Íslendingar muna eftir.
Draumur forsetans
Indæl kaka sem er borin fram volg
með ís eða þeyttum rjóma.
Frá Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrver-
andi forseta Íslands.
Bökubotn:
250 g hveiti
200 g smjör 30 g sykur
1⁄4 tsk lyftiduft
1 eggjarauða
1 msk vatn
Fylling:
2 eggjarauður
1 bolli sykur
2 bollar fínt skorinn rabbarbari
(skiptið stilkunum gjarnan
langsum til að bitarnir verði
eins litlir og hægt er)
2 kúfaðar msk hveiti
Marengs: 11⁄2 msk sykur
3 eggjahvítur
1 tsk vanillusykur
Hveiti, lyftiduft, sykur og smjör er
hnoðað saman og eggjarauðu og
vatni blandað út í. Hnoðið deigið vel
saman og búið til kúlu. Hyljið með
plastfilmu og látið deigið í ísskáp í
30–60 mínútur. Fletjið deigið út og
setjið í kringlótt smurt bökuform.
Látið deigið koma upp fyrir kantana
á forminu því það dregst saman við
baksturinn. Bakið við 150°C í u.þ.b.
10 mínútur eða þar til bakan verður
ljósbrún. Á meðan bakan er í ofn-
inum er rabbarbarafyllingin und-
irbúin. Hrærið eggjarauðurnar
saman við sykurinn. Blandið
rabbarbara og hveiti lauslega
saman og hrærið saman við egg-
in og sykurinn rétt áður en
botninn er bakaður, því það er
mikilvægt að sykurinn bráðni
ekki alveg. Dreifið fyllingunni
yfir bökubotninn og bakið við
150°C í u.þ.b. 20 mínútur eða
þar til rabbarbarinn er orðinn
mjúkur. Þá er marengsinn búinn til.
Stífþeytið eggjahvítur, sykur og
vanillusykur í marengs, sem svo er
smurt eða sprautað ofan á rabb-
arbarafyllinguna. Bakið við 125–
150°C í u.þ.b. 20 mínútur.
Veislukringla Bjargar
Frá Bjørg Bondevik, sem er gift
Kjell Magne Bondevik, forsætisráð-
herra Noregs.
Þessa kringlu bjó ég til í fyrsta skipti
fyrir mörgum árum, hún er ennþá
jafnvinsæl.
Deig:
50 g ger
200 g smjör
5 dl mjólk
2 tsk kardemomma
2 dl sykur 1 tsk salt
u.þ.b. 900 g hveiti
Fylling: 150 g mjúkt smjör
100 g sykur
100 g malaðar möndlur
1 tsk kardemomma
1 egg eða eggjahvíta
3–4 epli
1 egg til að pensla
50 g perlusykur til skrauts
Gerið er mulið í skál. Bræðið
smjörið í potti og bætið mjólk og
kardimommu við, hitið að 37°C. Setj-
ið þetta út í skálina. Blandið þurr-
efnum í og hnoðið deigið vel saman
og látið hefast þangað til deigið hefur
tvöfaldað stærð sína. Á meðan deigið
er að hefast, er fyllingin búin til.
Blandið saman smjöri, sykri, möl-
uðum möndlum, kardimommum og
eggi í jafna, þykka blöndu.
Skrælið eplin og skerið í þunnar
skífur eða búið til eplamauk. Epla-
mauk er það besta, því það á að rúlla
deiginu upp. Gott er að vera búinn að
undirbúa eplamaukið. Þegar deigið
hefur hefast að fullu, er því skipt í
fjóra jafnstóra hluta. Fletjið hvern
fjórðung út þannig að úr verði lengja.
Smyrjið fyrst möndlublöndu og svo
eplum á deigið. Rúllið deiginu upp og
fléttið síðan tveimur og tveimur
lengjum saman og mótið krans. Látið
deigið hefast að nýju þar til krans-
arnir eru léttir og fínir (verið þol-
inmóð). Penslið þá að því loknu með
þeyttu eggi og stráið perlusykri yfir.
Bakið við 220°C í u.þ.b. 15 mínútur.
Helst á að bera kringluna fram volga.
MATARKISTAN | Íslensk kona gefur út kökuuppskriftabók í Noregi
Vön heimabökuðum
kökum frá barnæsku
Guðrún Rúnarsdóttir: Hráefnið í kökurnar er auðvelt að nálgast.
Veislukringla Bjargar.
Draumur forsetans.
steingerdur@mbl.is