Morgunblaðið - 22.10.2004, Side 32

Morgunblaðið - 22.10.2004, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN S yngurðu?“ spurði Þór- hallur Guðmundsson miðill konuna sem stödd var í þætti hans, Lífsauganu á Stöð 2, í síðustu viku. Konan kvaðst ekki gera það. Miðillinn hafði skilaboð í samræmi við svarið á reiðum höndum, enda tengdur við handanheima. Best færi á því að hún héldi sig við raulið. Hlátrasköll gullu við meðal áhorf- enda. Fyrir þá sem ekki hafa séð þætti Þórhalls, er uppskriftin að svonefndum skyggnilýs- ingum hans einhvern veginn svona: Þórhallur kemst í sam- band við látið fólk, sem á ým- islegt sameiginlegt. Flest er fólkið gamalt og ber algeng nöfn eins og Jón, Guðrún eða Anna. Við svo búið auglýsir Þórhallur eftir áhorfanda í saln- um sem kannast við Jón eða Gunnu. Það bregst sjaldnast að einhver gefur sig fram og segist þekkja viðkomandi. Þá streyma þokukenndar upplýsingar frá miðlinum, gjarnan um gömul hús, brakandi stiga, mynstraða gólfdúka, bollastell og pönnu- kökur. Að lokum sendir hinn framliðni kveðjur og ráðleggur áhorfandanum í salnum að fara vel með bakið á sér og hætta að hafa áhyggjur og taka hlutina inn á sig. Þess ber að geta að þættirnir eru teknir upp fyr- irfram og efni þeirra greinilega klippt til fyrir útsendingu. Eflaust er ég ekki ein um að eiga bágt með að skilja hvers vegna sjónvarpsáhorfendum (eða að minnsta kosti áskrif- endum Stöðvar 2) er boðið upp á slíkt fyrir áskriftargjald sitt. Í þáttum Þórhalls er beitt brögð- um sem þekkt eru meðal miðla og eru gjarnan kölluð „cold reading“ á ensku. Þórhallur gætir þess vel að láta áhorf- endum ekki í té miklar upplýs- ingar. Hann setur fram ágisk- anir og tilgátur og spyr spurninga. Fólkið í salnum sér svo um að fylla í eyðurnar. Og það er ótrúlegt að fylgjast með trúgirni áhorfendanna. Fólk virðist reiðubúið að gera ýmsar málamiðlanir svo því megi tak- ast að laga orð Þórhalls að veruleika sem það man eftir, eða rámar að minnsta kosti í. Var stiginn í gamla húsinu í sveitinni teppa- eða dúklagður? Það eru spurningar á borð við þessar sem Þórhallur fær fólk til þess að velta fyrir sér. Meiri- hluti gesta í þáttum Þórhalls er fólk sem komið er á miðjan ald- ur. Flest fólkið í salnum hefur því misst föður, móður eða aðra nákomna ættingja. En ætli fólk að taka Þórhall eða aðra miðla trúanlega hlýtur það fyrr eða síðar að velta fyrir sér þeim boðskap sem þeir flytja. Látna fólkið sem kemur að máli við Þórhall hefur merki- lega lítið að segja. Það væri fengur að því að fá að heyra frá fólki sem gæti veitt upplýsingar um mikilvæg mál, til dæmis óleystar morðgátur. Hvar er Geirfinnur þegar við þurfum á honum að halda? Þá væri gam- an að fá sýn Bríetar Bjarnhéð- insdóttur á jafnréttismál nú- tímans. Átti hún von á því að kynbundinn launamunur yrði enn til staðar árið 2004? Og hvað með John Lennon, er hann að semja ný lög sem fáum að heyra á himnum? Og svo mætti áfram lengi telja. En nei, þetta fólk mætir víst ekki í þáttinn hans Þórhalls. Og fyrst jafnréttismál ber á góma. Af hverju eru þættir Þór- halls kenndir við konur með því að sýna þá á degi sem Stöðin kýs að kalla stelpuztöð? Er með þessu verið að ýja að því að konur séu gjarnari en karlar að trúa á vitleysu? Ef til vill er ástæða þess að Stöð 2 kennir þáttinn við stelpuztöðina sú að menn vilja gefa til kynna að fyrst og fremst sé þar skemmtiefni á ferð. Eflaust finnst einhverjum í góðu lagi að sjónvarpa þætti sem þessum, vegna þess að um glens og grín sé að ræða. Sjálf- ur segir Þórhallur um þátt sinn á vefsíðu Stöðvar 2 að gefin verði „létt og skemmtileg“ inn- sýn í hluti á borð við skyggni- lýsingar og fleira. Þá sagði í dagskrárkynningu á þættinum í Morgunblaðinu í vikunni að hvort sem fólk leggi trúnað á náðargáfu Þórhalls eður ei dylj- ist engum að hér sé frábært af- þreyingarefni á ferð! Mér þykir leitt að spilla gamninu. En ég fæ ekki séð að það geti talist siðferðilega rétt að gera látnu fólki upp hugsanir og orð og gamna sér svo yfir því frammi fyrir alþjóð. Í lok þáttarins birt- ast gjarnan myndir af fólkinu sem komst í samband við Þór- hall og ættingjarnir eru stund- um klökkir yfir endurfundunum og skilaboðunum. Eitt er víst. Ekki vil ég láta gráðugan miðil nota mig með þessum hætti, eftir að ég verð „farin“, svo ég nýti mér orð úr safni miðla. Reyndar grunar mig að nafnið vinni með mér. Þótt Elva Björk hafi vissulega verið dálítið í tísku síðustu ára- tugi telst það varla nógu al- gengt til þess að gagnast miðl- um. En eflaust kemur að því að Aron, Alexander og Birta spjalla við afkomendur sína eða fjarskylda ættingja um leð- ursófa, parket, kartöfluflögur og fleira ámóta spennandi hjá miðlum framtíðarinnar. Stuðkveðj- ur frá fram- liðnum Látna fólkið sem kemur að máli við Þórhall hefur merkilega lítið að segja. Það væri fengur að því að fá að heyra frá fólki sem gæti veitt upplýsingar um mikilvæg mál, til dæmis óleystar morð- gátur. Hvar er Geirfinnur þegar við þurfum á honum að halda? VIÐHORF Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is DAGUR Sameinuðu þjóðanna er haldinn hátíðlegur víða um heim til að minnast stofndags Samein- uðu þjóðanna (SÞ) 24. október 1945. Íslendingar hafa tekið þátt í starfsemi SÞ á margvíslegan hátt, bæði á hinum pólitíska vettvangi Allsherjarþingsins og innan hinna ýmsu sér- stofnana samtakanna. Umfangsmesta starf- semin á Íslandi í nafni SÞ hefur verið rekstur Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSÞ) frá 1979 og Sjávarútvegsskóla HSÞ frá 1998. Undanfarin ár hafa um og yfir 40 háskóla- menntaðir starfsmenn frá þróunarlöndunum útskrifast árlega eftir 6 mánaða sér- fræðiþjálfun á Íslandi við rann- sóknir og vinnslu jarðhita og sjáv- arafla. Alls hafa 422 nemendur frá 51 landi útskrifast úr skólunum tveimur. Í mörgum löndum í öllum heimsálfum eru nemendur útskrif- aðir á Íslandi í forystusveit við sjálfbæra nýtingu jarðhita og fiskistofna viðkomandi landa. Jarðhitaskólinn og Sjávarútvegs- skólinn hafa fengið mikinn stuðn- ing stjórnvalda og almennings á Íslandi og er starfsemi skólanna orðin snar þáttur í þróunaraðstoð Íslands. Í tilefni dags SÞ er saga starf- semi HSÞ á Íslandi rakin hér í stuttu máli. Háskóli Sameinuðu þjóðanna var stofnaður 1975 til að efla rannsóknir, þekkingu og skilning á vandamálum sem SÞ fjalla um. Eitt aðalmarkmiðið var að bæta hag þróunarlandanna með því að veita þeim aðild að alþjóðlegum rannsóknarsetrum og starfs- þjálfun fyrir sérfræðinga á ýmsum sviðum. Stjórnstöð háskólans var opnuð í Tókýó, en í stað þess að byggja skólahús og rannsóknarstofur úti um allan heim voru aðildarlönd SÞ hvött til að opna dyr háskóla sinna og rannsóknarstofnana og taka þannig þátt í starfsemi HSÞ. Ísland var eitt af fyrstu aðild- arlöndum SÞ til að sinna kalli HSÞ og bauðst til að reka ann- aðhvort jarðhitaskóla eða sjáv- arútvegsskóla á vegum HSÞ hér- lendis. Matsnefnd á veg- um SÞ taldi að- stæður til skólahalds hér betri á sviði jarð- hitafræða og að mikil þörf væri á uppbygg- ingu þekkingar í nýt- ingu endurnýj- anlegra orkulinda í þróunarlöndunum. Þetta var í miðri ol- íukreppunni sem hófst 1973. Eftir al- þjóðlega ráðstefnu á Íslandi og mikla und- irbúningsvinnu var komist að samkomulagi í árslok 1978 um stofnun Jarðhitaskóla HSÞ á Íslandi. Ríkisstjórnin fól Orkustofnun að sjá um rekstur Jarðhitaskólans og semja við HSÞ þar um. Orku- stofnun varð með þessu ein af tengdastofnunum (associated in- stitution) HSÞ. Háskóli Íslands hefur tekið virkan þátt í starfsemi Jarðhitaskólans frá upphafi, svo og orkufyrirtæki og verk- fræðistofur. Á fundi í utanríkisráðuneytinu 1994 vakti fulltrúi HSÞ máls á því hvort Ísland gæti ekki einnig komið á fót sjávarútvegsskóla á Íslandi eins og rætt var 1976. Árið 1997, eftir ítarlega úttekt á þörfum fyrir slíkan skóla al- þjóðlega og hvernig skólanum væri best komið fyrir á Íslandi, fól ríkisstjórnin Hafrannsóknastofnun að sjá um rekstur sjávarútvegs- skóla og semja við HSÞ þar um. Sjávarútvegsskólinn hóf starfsemi 1998 og hefur dafnað mjög vel í náinni samvinnu við Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, Há- skólann á Akureyri og Háskóla Ís- lands. Námið er byggt upp á svipaðan hátt og í Jarðhitaskólanum og er gott samráð milli skólanna. Skólarnir hafa báðir skapað sér sess sem alþjóðleg fræðslusetur á sviðum sem eru mikilvæg fyrir ís- lenska þjóð. Aðsókn að skólunum er mjög mikil frá öllum heims- hornum. Háskólaráð HSÞ hefur í sam- þykktum sínum farið mjög lofsam- legum orðum um skólana og mikið framlag Íslands til þróun- araðstoðar í sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins og jarðskorp- unnar. Til tals hefur komið að Ísland taki að sér þriðja skólann, í land- græðslu, og e.t.v. fleiri skóla. Einnig hefur verið rætt um að yf- irstjórn skólanna á Íslandi verði sameinuð undir einum hatti í UNU Institute for Sustainable Use of Natural Resources (Auðlindastofn- un Háskóla Sameinuðu þjóðanna), en að Jarðhitaskólinn verði áfram í Orkugarði í sambýli við Orkustofn- un og Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) og Sjávarútvegsskólinn í Sjávarútvegshúsinu. Á þennan hátt væri hægt að nýta áfram sérfræðiþekkingu og rannsóknaraðstöðu hjá rannsókn- arstofnununum en jafnframt tefla fram í nafni Íslands og HSÞ einni alþjóðlegri öndvegisstofnun í kennslu á sjálfbærri nýtingu nátt- úruauðlinda. Við upphaf nýrrar aldar horfir alþjóðasamfélagið í auknum mæli til þess árangurs sem Íslendingar hafa náð í að nytja fiskistofna sína og endurnýjanlegar orkulindir. Samstarfið við HSÞ er kjörinn vettvangur fyrir Íslendinga til að miðla af reynslu sinni til þurfandi þjóða um víða veröld. Dagur Sameinuðu þjóðanna: Starfsemi Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Ingvar Birgir Friðleifsson fjallar um Dag Sameinuðu þjóðanna ’Alls hafa 422 nem-endur frá 51 landi út- skrifast úr skólunum tveimur. ‘ Ingvar Birgir Friðleifsson Höfundur er forstöðumaður Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin til- viljun að hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum er öflugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjón- ustumiðstöðva er bætt aðgengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan mis- jafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatns- orku til álframleiðslu verði í fram- tíðinni fyrst og fremst unnin í til- tölulega fámennum, en vatnsorkuauðugum, löndum...“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörð- un um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til kynna sér ítarlega fyrirliggjandi skipulagstil- lögu bæjaryfirvalda ...“ Gunnar Finnsson: „Hins vegar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvallarbreytinga er þörf...“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggis- mál í landbúnaði falla undir vinnu- verndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlitsins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílíkum vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nemendur með, nema síður sé.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Hafsteinn Hjaltason: „Landa- kröfumenn hafa engar heimildir fyr- ir því, að Kjölur sé þeirra eignarland, eða eignarland Biskupstungna- og Svínavatnshreppa.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýjasta útspil Landsvirkjunar og Alcoa, er að lýsa því yfir að Kárahnjúka- virkjun, álbræðslan í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerðar- menn til að lesa sjómannalöginn, vinnulöggjöfina og kjarasamn- ingana.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Vilj- um við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluaðferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Ólafur F. Magnússon: „Sigurinn í Eyjabakkamálinu sýnir að um- hverfisverndarsinnar á Íslandi geta náð miklum árangri með hug- rekki og þverpólitískri samstöðu.“ Gunnlaugur Jónsson: „Sú stað- reynd að stúlkan á um sárt að binda má ekki valda því að rangar fullyrð- ingar hennar verði að viðteknum sannindum.“ Á mbl.is Aðsendar greinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.