Morgunblaðið - 22.10.2004, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 33
UMRÆÐAN
Í FYRRI grein minni um fisk-
veiðistjórnun sem birtist í Morg-
unblaðinu, og einnig má lesa á lands-
mal.is, ræddi ég þann vanda sem
stjórnmálamönnum er á höndum
þegar þeir ákveða aðgang að auðlind-
inni sem við eigum öll saman. Ég
nefndi líka nauðsyn þess að við skoð-
um stjórnunaraðferðir
frá nýju sjónarhorni –
óbundin af fyrri aðferð-
um sem ekki hafa
reynst vel. Einnig þá
sérstöðu sem fiskiðn-
aður, sem heild, hefur
einn iðngreina: Að fá
hráefni sitt fyrir það
eitt að sækja það.
Mér er að sjálfsögðu
ljóst að ég hef nokkuð
einfaldað þessa mynd.
Sjálfstætt fiskverk-
unar- eða frysti-hús
þarf t.d. að greiða fyrir
fisk uppúr skipi. Út-
gerð skipsins fékk hann hinsvegar
fyrir lítið meira en kostnaðinn við að
sækja hann – nema hún hafi keypt
kvótann af einhverjum sem fékk
hann að gjöf, kannski af því hann átti
einhverntíma skip sem veiddi ókeypis
fisk. Hinn raunverulegi eigandi
aflans, hinn venjulegi Íslendingur,
fær hinsvegar ekkert. Stundum er
talað um óbeinan hagnað, t.d. störf í
þjónustugreinum og fiskvinnslu, en
þar er fólki ekki greidd hlutdeild í
verðmæti þess sem verið er að fram-
leiða, heldur laun fyrir vinnuframlag
– og mest er það erfiðisvinna ef ég
man rétt.
Stöldrum nú aðeins við og skoðum
málið frá grunni með opnum huga
fyrir nýjum leiðum. Skoðum heild-
armyndina frá sjónarhóli okkar eig-
endanna, hvers einasta Íslendings
sem byggir þetta land: Ef við öll,
saman, eigum þessar
birgðir af mat og hráefni
sem fiskurinn í sjónum
er, er þá ekki eðlilegt að
hver sá sem tekur af
birgðunum greiði raun-
verð fyrir? Eru það ekki
eðlilegir viðskiptahætt-
ir? Er það virkilega rétt-
látt að birgðunum sé
skipt á milli fárra út-
valdra án þess að fyrir
komi full greiðsla til eig-
endanna? Hér er um
mikil verðmæti að ræða.
Í áratugi hafa stjórn-
málamenn úr öllum
flokkum haft tækifæri til að stjórna
nýtingu auðlindarinnar af réttlæti og
sanngirni. Öllum hefur þeim mistek-
ist hrapalega og leiðir þeirra löngu
fullreyndar. Með fyrirgreiðslupólitík,
atkvæðaveiðum og hrossakaupum er
nú svo komið að lítill hluti þjóð-
arinnar er uppnefndur sægreifar en
við hin erum á leið að verða leiguliðar
í eigin landi.
Eina sanngjarna leiðin er að þeir
sem vilja veiða fisk greiði fyrir það
markaðsverð – beint til okkar eig-
endanna. Að settum einföldum
reglum um sanngjarnan aðlög-
unartíma og nánari framkvæmd,
verði kvóta útdeilt jafnt til allrar
þjóðarinnar sem þannig fengi óskor-
aðan, staðfestan eignarétt og arð af
honum.
Auk hins augljósa réttlætis sem í
þessu felst, verður þá líka eðlilegra að
kostnaður við t.d. landhelgisgæslu,
veiðieftirlit og hafrannsóknir sé
greiddur af ríkissjóði – peningum
allra landsmanna.
Einföld framkvæmd
Þegar fiskifræðingar hafa ákveðið
leyfilegt aflamark hverrar tegundar,
á næstu vertíð, er hverjum ein-
staklingi sent veiðileyfi sem nemur
hans hlutdeild í því magni sem til ráð-
stöfunar er, á gefnu tímabili. Það er
einfalt í okkar tölvuvædda þjóðfélagi.
Leyfin skiptast jafnt milli allra Ís-
lendinga, frá vöggu til grafar.
Leyfin og sala þeirra verða ekki
skattstofn.
Leiði hið nýja fyrirkomulag til
tekjutaps ríkissjóðs miðað við núver-
andi stöðu má hugsanlega bæta það
með sölu kvóta fyrir skiptingu. Slíkur
kvóti yrði ófrávíkjanlega seldur hæst-
bjóðanda með formlegu útboði og að-
eins að því marki sem þarf til að bæta
nettótap ríkissjóðs. Hugsanlega eru
þó aðrar leiðir til þess.
Hverjum einstaklingi – eða fjár-
haldsmanni hans, t.d. þegar um börn
er að ræða – er frjálst að ráðstafa sín-
um hlut að vild.
Einkarekin þjónustufyrirtæki sem
hafa milligöngu um sölu og kaup
veiðileyfa, líkt og fasteignasölur ann-
ast fasteignaviðskipti, munu spretta
upp.
Eigendur geta einnig selt beint eða
gegnum banka sinn. Líklegt má telja
að flestir selji leyfi sín hæstbjóðenda
en aðrir valkostir eru líka fyrir hendi:
Sumir vilja e.t.v. eingöngu selja þau í
heimabyggð sinni eða æskubyggð til
að viðhalda þar útgerð og atvinnu –
jafnvel selja á hálfvirði, eða gefa. Ein-
hverjir e.t.v. friða sinn fisk eða róa
sjálfir. Ráðstöfunarréttur hvers eig-
anda er óskoraður.
– Flóknara er þetta nú ekki.
Þjóðarhagur
Undirrituðum er ljóst að hér er boðuð
fiskveiðistjórnun sem við fyrstu sýn
rýrir hlut þeirra sem einir hafa setið
að auðlindinni. Einnig völd stjórn-
málamanna beint og óbeint.
Ýmsir munu jafnvel freistast til að
nota slagorð eins og „rugl“, „van-
þekking“ og „óframkvæmanlegt“ til
að slá ryki í augu almennings.
Hinsvegar munu þeir útgerð-
armenn sem eru tilbúnir að reka fyr-
irtæki sín vel, sjá það tækifæri sem í
frelsinu felst og kosti þess að versla á
sanngjarnan hátt eftir eigin þörfum.
Framsýnir, heiðarlegir stjórn-
málamenn munu sjá það réttlæti sem
þessi aðferð færir þjóðinni og jafn-
framt fagna því að sitja ekki undir
þrýstingi og ásökunum um að hygla
„sínum mönnum“, eða auðgast sjálfir.
Þeir sem vinna við sjávarútveg og
fiskvinnslu geta með leyfum sínum
haft áhrif á eigið starfsöryggi.
Kjósendur munu gleðjast og styðja
vel þá stjórnmálamenn sem hafa
djörfung til að koma þessum breyt-
ingum á.
Þetta verður fengur öllum lands-
mönnum; þeim sem það vilja, í bein-
hörðum peningum – en öllum í rétt-
læti og jafnrétti.
Ný nálgun í fiskveiðistjórnun
Baldur Ágústsson skrifar
um stjórnun fiskveiða ’…er nú svo komið aðlítill hluti þjóðarinnar er
uppnefndur sægreifar
en við hin erum á leið að
verða leiguliðar í eigin
landi.‘
Baldur
Ágústsson
Höfundur er fyrrv. forstjóri og fram-
bjóðandi í forsetakosningum 2004.
baldur@landsmal.is.
Gildi jafnréttislaga
Fanný Gunnarsdóttir
Formaður Jafnréttisráðs
Gerð jafnréttisáætlana
Ingunn H. Bjarnadóttir
Sérfræðingur á Jafnréttisstofu
Jafnréttisáætlanir á markaði
María Ágústsdóttir
Viðskiptalögfræðingur
Fyrirtæki og jafnrétti
Ragnar Árnason
Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs
Samtaka atvinnulífsins
Jafnréttisstefna Reykjavíkurborgar
Hildur Jónsdóttir
Jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar
Jafnréttisáætlanir í fyrirtækjum
Lind Einarsdóttir
Framkvæmdastjóri starfsmannasviðs ALCAN
Ávarp félagsmálaráðherra
Árni Magnússon
Fundarstjóri:
Þórhallur Vilhjálmsson
Varaformaður Jafnréttisráðs
jafnréttisáætlanir
Grand Hótel
26. okt. kl. 14.00 – 16.30
M Á L Þ I N G U M
Skráning fer fram á www.jafnretti.is eða á Jafnréttisstofu í síma 460 6200
Árni Magnússon
Lind Einarsdóttir
Hildur Jónsdóttir
Ragnar Árnason
María Ágústsdóttir
Ingunn H. Bjarnadóttir
Fanný Gunnarsdóttir
Þórhallur Vilhjálmsson
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
13
7
5
2