Morgunblaðið - 22.10.2004, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 22.10.2004, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í LJÓSI umfjöllunar sem hefur ver- ið um Torfastaði í fjölmiðlum und- anfarið viljum við koma á framfæri okkar hlið af Drífu, Ólafi og Torfa- stöðum. Öll eigum við það sameiginlegt að hafa verið vistmenn á Torfastöðum allt frá einu ári til nokkurra ára. Starfsemin á Torfastöðum byggist á því að aðstoða brothætta ein- staklinga og byggja þá upp til þess að takast á við lífið og standa á eigin fótum. Það er óhætt að segja að hjónin Drífa og Ólafur hafi bjargað lífi margra einstaklinga. Við sem bjugg- um með þeim lærðum að umgangast hvert annað með virðingu og tillits- semi. Alltaf vorum við sem ein stór fjölskylda og eiga börn Drífu og Ólafs þau Fannar, Björt og Eldur stórt hrós skilið fyrir þolinmæðina sem þau þurftu að sýna okkur og vera alltaf jafnyndisleg í garð okkar, öll þessi ár. Fyrir sum okkar voru Torfastaðir endastoppistöð á erfiðu meðferð- arferli. Eftir að á Torfastaði var komið þurfti ekki að leita lengra. Starf þeirra (Torfastaða) er ómet- anlegt og eigum við velgengni okkar í dag þeim að þakka. Við þökkum þeim fyrir að hafa hjálpað okkur til að verða sterkir einstaklingar sem getum horft björtum augum til framtíðarinnar. Hildur Steindórsdóttir, Rikharð Júlíus, Berglind Leifsdóttir, Kristín Svafarsdóttir, Gunnlaugur Hrafnkell Ágústsson, Kristinn Hallbjörn Þorgrímsson, Sherry Lynn Cormier, Kristinn Bjarni Þorvaldsson, Logi Laxdal, Elín Hreggviðsdóttir, Hugrún Hreggviðsdóttir. Meðferðarheimilið að Torfastöðum Frá fyrrverandi vistmönnum á Torfastöðum: NÚ ER kominn 29. dagur kenn- araverkfallsins og ekkert þokast í samkomulagsátt. Það er búið að gera flestar þær tilfæringar sem deiluaðilar geta gert án þess að kostnaðarauki komi til, eins og það heitir á fínu máli. Nú stendur ekki á neinu nema peningum. Sveitarfélög og ríki virðast vera tvíhöfða þurs sem ekkert hefur með málið að gera og bendir hvor hausinn á annan. Ríkið hefur yf- irstjórn menntamála og skipulag á sinni könnu en sveitarfélögin eiga að framkvæma. Þau eru með bundnar hendur sakir fjárskorts. Við kennarar semjum ekki nema við fáum launahækkanir. Það er alveg ljóst. Sveitarfélög eiga ekki pening til að borga. Ríkið á svo mikinn pening að það ætlar að lækka skatta, en er ekki tilbúið til að auka fé til skólamála. Einkafyr- irtæki græða á tá og fingri og eru mörg hver að kaupa enn fleiri og stærri fyrirtæki í útlöndum. Og því segi ég si svona. Fáum bara Bónus til að kosta matreiðslu- kennsluna, Byko til að kosta smíð- ina og Íslandsbanki getur til dæm- is borgað stærðfræðikennslu o.s.frv. Þá getur ríkið sem hefur ekki ábyrgð á rekstri skólanna áhyggjulaust haldið áfram að lækka skatta á þeim hæstlaunuðu. Þessi góða hugmynd getur sem best dugað heilbrigðiskerfinu líka. Væri til dæmis ekki huggulegt að kúra í eldrauðu og hvítu kókakóla rúmi eða vera vafinn inn í sára- bindi merkt Alcoa! ÁSA BJÖRK SNORRADÓTTIR, Austurgata 41, 220 Hafnarfjörður. Hvar eru peningar? Frá Ásu Björk Snorradóttur: HÆSTVIRTUR mennta- málaráðherra. Verkfræðimenntun á Íslandi hef- ur verið mikið í umræðunni und- anfarnar vikur. Ýmsir frammámenn og konur hafa látið í ljós álit sitt og komið hefur fram nokkur gagnrýni á þá menntun sem boðið er upp á í verk- og tæknifræði. Þorgerður Katrín! Er ekki kominn tími til að spyrja okkur stúdenta álits? Við fögnum allri samkeppni Samkeppnin er að okkar mati einn þeirra miklu drifkrafta sem auka hvers konar framfarir. Þetta á að sjálfsögðu einnig við um verkfræði- menntun á Íslandi og því fögnum við allri samkeppni sem mun færa stúdentum aukið val. Við hlökkum til samkeppninnar og við getum fullvissað alla landsmenn um að verkfræðideild Háskóla Íslands er tilbúin í samkeppnina. Við sem nemendur í verkfræði teljum okkar kennara hafa mikla yfirburði og reynslu varðandi rannsóknir og við að mennta verðandi verkfræðinga. Erum við eftirbátar annarra þjóða? Í fréttum ríkissjónvarpsins 19. október sl. sagðir þú meðal annars: ,,Við Íslendingar höfum aðeins ver- ið eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að tæknimenntun og verk- fræðimenntun.“ Einnig sagðir þú að sameining Háskólans í Reykjavík og Tækniháskólans væri: ,,tækifæri til þess að rífa okkur aðeins upp úr meðaltalinu og vera meðal fremstu þjóða í tækni- og verkfræðimálum.“ Þessi ummæli getum við ekki sætt okkur við. Við teljum námið í verkfræðideild HÍ mjög krefjandi og erfitt en jafnframt mjög skemmtilegt. Verkfræðinemar sem hafa farið utan til náms við virta háskóla svo sem MIT, Caltech, Stanford, DTU hafa staðist full- komlega samkeppni við nemendur annarra landa. Okkur finnst einnig mikilvægt að benda á að margir af fyrirmönnum þjóðarinnar hafa hlot- ið menntun sína í okkar deild. Má þar m.a. nefna borgarastjóra Reykjavíkur, bankastjóra og for- stjóra stórfyrirtækja. Við teljum að þessir einstaklingar hafi staðið sig afburða vel í sínum störfum og þökkum við það að miklu leyti góð- um grunni sem verkfræðimenntun HÍ hefur veitt í gegnum tíðina og gerir enn. ,,Verkfræðideild Háskóla Íslands veitir fyrsta flokks menntun“ Ýmsir aðilar sem sótt hafa verk- fræðideild heim á undanförnum ár- um hafa lýst yfir ánægju með mikl- ar kröfur og metnað. Til stuðnings vísum við meðal annars til þess að árin ‘92-‘93 fékk Verkfræðideild HÍ mjög jákvæða umsögn frá ABET sem er alþjóðlegur úttektaraðili fyrir verkfræðiháskóla. Meðal þess sem sagt var um deildina var: ,,Gæði námsins og kröfur eru fylli- lega sambærileg við þá verkfræði- menntun sem veitt er í Bandaríkj- unum. Nemendur standa mjög vel að vígi á alþjóðlegum mælikvarða.“ Þó að nokkuð sé liðið frá heimsókn bandarísku sérfræðinganna hafa kröfurnar við deildina aukist og áhugi nemenda vaxið mikið sem sést glögglega þegar skoðaðar eru tölur um fjölda nýnema við verk- fræðideild. Frá ’94 til ’04 hefur fjöldi nýnema aukist um 144%. Þetta hlutfall endurspeglar mikið traust nema á námi við deildina. Rannsóknir á heimsmælikvarða Undanfarin ár hefur verið lögð mik- il áhersla á að efla rannsóknatengt meistara- og doktorsnám við deild- ina. Mikið er lagt upp úr hagnýtum rannsóknarverkefnum í þágu ís- lensks þjóðfélags og eru mörg rannsóknarverkefni deildarinnar einstök í heiminum. Samkvæmt skilgreiningu Carnegie-stofnunar- innar í Bandaríkjunum er HÍ eini háskóli landsins sem flokkast getur sem alþjóðlegur rannsóknarháskóli á næstu árum. Háskóli Íslands er eini skóli landsins sem útskrifað hefur doktorsnema í verkfræði og eru engin teikn á lofti um að aðrir háskólar muni gera það á komandi árum. Jafnréttisstefna Við viljum einnig benda á hversu vel verkfræðideild hefur tekist til í að auka hlut kvenna í deildinni und- anfarin ár. Deildin tók þátt í átaks- verkefni um jafnara námsval kynjanna árið 2001 þar sem konur voru hvattar í verk- og tölv- unarfræði. Á árunum 2001 til 2004 fjölgaði konum hlutfallslega um 27,3% í verkfræðideild en á sama tíma fjölgaði konum í háskólanum öllum um aðeins 1,6%. Þessar tölur sýna glögglega árangur deild- arinnar í því að glæða áhuga ungra kvenna á verkfræði. Hvar er Háskóli Íslands í umræðunni? Þú hefur talað um mikilvægi þess að efla og bæta verkfræðimenntun á Íslandi. Furðu vekur að í ræðu þinni á ráðstefnu um menntun verk- og tæknifræðinga 23. sept- ember sl. var ekki minnst einu orði á verkfræðideild. Þér var aftur á móti tíðrætt um sameiningu HR og THÍ í framtíðaráformum rík- isstjórnar um verkfræðimenntun. Við spyrjum því: Hvar er verk- fræðideild Háskóla Íslands í þínum framtíðaráætlunum? Engin meðalmennska! Okkur þykir augljóst að í verk- fræðideild HÍ ríkir engin með- almennska. Hér stundum við metn- aðarfullt nám og lærum öguð vinnubrögð. Síðast en ekki síst lær- um við að rökstyðja mál okkar ásamt því að beita og miðla þekk- ingu á hagnýtan og skilvirkan hátt. Við óskum því eftir rökstuðningi þínum á ummælum þeim sem féllu í seinni fréttum sjónvarps sl. þriðju- dagskvöld um meðalmennsku í verkfræðinámi. Að lokum viljum við skora á hæstvirtan menntamálaráðherra að heimsækja verkfræðideild Háskóla Íslands til að kynna sér betur það frábæra starf sem þar fer fram. Opið bréf til menntamálaráðherra Andri H. Kristinsson, Hulda Hallgrímsdóttir og Kenneth Breiðfjörð skrifa menntamálaráðherra opið bréf ’Okkur þykir augljóstað í verkfræðideild HÍ ríkir engin meðalmennska. Hér stundum við metn- aðarfullt nám og lærum öguð vinnubrögð. ‘ Kenneth Breiðfjörð Höfundar eru formenn nemendafélaga í verkfræðideild Háskóla Íslands. Hulda Hallgrímsdóttir Andri H. Kristinsson VIKAN 18.–24 október er Evr- ópsk vinnuverndarvika en hún er nú í fyrsta skipti helguð einni starfsgrein, þ.e. byggingariðnaði. Hér á landi hófst vik- an formlega með morgunverðarfundi, sem Vinnueftirlitið stóð að í samvinnu við aðila vinnumarkaðar- ins, mánudaginn 18. október. Íslenskur bygging- ariðnaður hefur lengi verið drifkraftur í ís- lensku efnahagslífi. Þegar vel gengur og mikið er undir fylgir oftast uppgangur í ís- lensku samfélagi. Miklar tækni- framfarir hafa orðið á síðustu ár- um og hafa afköst aukist að sama skapi. Þessu hefur fylgt sífellt styttri framkvæmdatími og aukið álag á starfsmenn. Þrátt fyrir miklar tæknilegar framfarir hefur ekki tekist að draga úr hárri slysa- tíðni og er hún með því hæsta sem þekkist sé byggingariðnaður bor- inn saman við aðrar starfsgreinar. Byggingariðnaður hefur mátt búa við dauðsföll nánast á hverju ári og stundum fleiri en eitt. Margt hefur þróast til betri vegar síðustu ár. Vaxandi vitund stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja skilar sér í betri líðan starfs- manna og bættum rekstri fyrirtækjanna. Almennt hefur markvisst innra eftirlit í fyrirtækjunum skort; eftirlit sem er vakandi yfir hættum sem skap- ast á síbreytilegum vinnustöðum. Slíkt eft- irlit þarf að byggjast á mótaðri stefnu fyr- irtækisins sem tekur bæði til stjórnenda og starfsmanna. Samiðn og Samtök iðnaðarins, í samstarfi við Vinnueftirlitið, hafa síðustu mánuði staðið fyrir tilraunaverk- efni sem gengur undir heitinu TR- mælir. Hugmyndin er fengin frá Finnlandi og byggist á að koma upp innra eftirliti, skipulögðum skoðunarferðum og reikna út ör- yggisstuðul fyrir vinnustaði í hverri viku. Farnar eru vikulegar skoðunarferðir um vinnustaðinn og sex efnisatriði skoðuð út frá öryggi og vinnubrögðum starfsmanna. Skoðunarmaður, sem er starfs- maður fyrirtækisins, fer um vinnu- staðinn og skoðar notkun persónu- hlífa, vinnupalla, fallvarnir, vélar og búnað, lýsingu og umgengni. Matið er sjónrænt og hvert atriði er metið annaðhvort rétt eða rangt eftir því hvort það uppfylli kröfur í reglum um öryggi. Að lokinni skoðunarferðinni er öryggisstuðull vinnustaðarins reiknaður út og hann merktur inn á þar til gerða töflu sem er öllum starfsmönnum aðgengileg. Verk- stjóri fær ennfremur afrit af eyðu- blaðinu þar sem fram kemur hvernig einstaka þættir standa. Á eyðublaðinu kemur m.a. fram hvort eitthvað í vinnuumhverfinu kalli á aðgerðir strax. Þessi einfalda aðferð hefur reynst mjög vel í Finnlandi og á þeim vinnustöðum sem hún hefur verið reynd hér á landi hefur hún gefið skjótan og góðan árangur. Til þess að TR-mælirinn skili ár- angri þurfa stjórnendur sem og starfsmenn að vera virkir. For- senda árangurs er að stjórnendur og starfsmenn móti sameiginlega stefnu um öryggismálin og séu til- búnir að fylgja stefnunni eftir. Sé stefnan skýr er TR-mælirinn tæki sem getur tryggt framgang stefn- unnar. Mikilvægt er að stjórn- endur fylgist með og séu tilbúnir að grípa inn í og veita stuðning ef með þarf. Tilraunaverkefnið með TR- mælinn mun standa fram að ára- mótum. Við sem höfum verið að vinna með TR-mælinn erum sannfærð um að hann getur komið að gagni við að fækka slysum á bygging- arvinnustöðum. TR-mælirinn er einfaldur, ódýr og skilar góðum ár- angri. Hann kallar á samvinnu og ábyrgð allra; starfsmanna og stjórnenda. TR-mælirinn er ódýr, einfaldur og skilvirkur Þorbjörn Guðmundsson skrifar í tilefni af Evrópsku vinnuverndarvikunni ’Mikilvægt er að stjórn-endur fylgist með og séu tilbúnir að grípa inn í og veita stuðning ef með þarf. ‘ Þorbjörn Guðmundsson Höfundur er framkvæmdastjóri Samiðnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.