Morgunblaðið - 22.10.2004, Síða 36
36 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gróa SveinbjörgGuðmundsdóttir
fæddist á Árnastöð-
um í Seyðisfirði 1.
ágúst 1911. Hún lést
á líknardeild Landa-
kotsspítala fimmtu-
daginn 14. október
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðmundur Jóns-
son, f. á Brunna-
stöðum í Vatns-
leysustrandarhreppi
í Gull. 3. ágúst 1871,
d, 15. desember
1937, og Auðbjörg
Valgerður Árnadóttir, f. á
Krókvelli í Gerðahreppi í Gull.
23. október 1874, d. 8. apríl
1958. Systkini Gróu voru Dreng-
ur Guðmundsson, f. 1898, d.
1898; Kjartan Ágúst Guðmunds-
son, f. 1899, d. 1919; Jón Guð-
mundsson, f. 1902, d. 1977; Guð-
björg Guðmundsdóttir, f. 1904,
d. 1984; Skafti Guðmundsson, f.
1905, d. 1930; Bjarni Guðmunds-
son, f. 1907, d. 1957; Gísli Guð-
mundsson, f. 1910, d. 1980; Guð-
rún Guðmundsdóttir, f. 1913, d.
1997; og Ágústa Guðný Guð-
mundsdóttir, f. 1920, d. 1987.
Börn Gróu eru: 1) Sverrir
Briem, f. 1930, d. 1977, húsa-
smiður í Reykjavík. Faðir hans
var Páll Jakob Kristinsson
Briem, f. 1912, d. 2000. Börn
Sverris eru Þórarinn Valur
Sverrisson, f. 1955, móðir hans
er Margrét Björg Þórarinsdótt-
ir, f. 1930; Hrefna Sigríður
Sverrisdóttir, f. 1969, móðir
Sigrún Hrefna Guðmundsdóttir,
f. 1947. 2) Ragnheiður Guð-
mundsdóttir, f. 1932. Faðir Guð-
mundur Steingrímur Þorgríms-
son, f. 1897, d. 1944,
búfræðingur og verkamaður á
Siglufirði. Maki Ragnheiðar var
Óskar Jóhannesson, f. 1921, d.
1994, bóndi frá
Svínhóli í Dölum.
Börn Ragnheiðar
og Óskars eru Guð-
mundur Ómar Ósk-
arsson, f. 1952;
Heimir Már Óskars-
son, f. 1954; Auð-
björg Vordís Ósk-
arsdóttir, f. 1958;
Jóhannes Halldór
Óskarsson, f. 1963;
Ólafur Óskarsson,
f. 1966; og Alvar
Óskarsson, f. 1969.
3) Lúðvík Vignir
Ingvarsson, f. 1939,
var ættleiddur. Sambýlismaður
Gróu var Ragnar Pálsson, f.
1899, d. 1973. Börn þeirra: 4)
Guðmunda Ragnarsdóttir, f.
1941, maki Helge Pettersen, f.
1933. Börn þeirra Hafdís Rut, f.
1959; Ole Ragnar, f. 1961; Jan
Helge, f. 1967; Gro Marie, f.
1972. 5) Skafti Axel Ragnars-
son, f. 1943, sambýliskona Edda
Sigurðardóttir. Barn hans
Skafti Ragnar Skaftason, f.
1967, móðir hans er Erla Vil-
borg Adolfsdóttir, f. 1948. 6)
Sigríður Pálína Ragnarsdóttir,
f. 1944, maki Douglas Malcom
Nicolson, f. 1955. Börn Sigríðar
með Sveini Valgeiri Jónsyni, f.
1943, skildu, Jón Valgeir
Sveinsson, f. 1965; Heiðrún
Björg Sveinsdóttir, f. 1967;
Ragnar Már Sveinsson, f. 1971.
7) Klara Margrét Ragnarsdóttir,
f. 1950, maki Sveinbjörn Krist-
inn Stefánsson, f. 1949. Börn
þeirra Einar Kristinn Svein-
björnsson, f. 1971; Elínborg
Sveinbjörnsdóttir, f. 1973; Krist-
ín Gróa Sveinbjörnsdóttir, f.
1975.
Útför Gróu Sveinbjargar fer
fram frá Hvítasunnukirkjunni
Fíladelfíu, Hátúni 2 í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Það er svo skrítið að komið sé að
kveðjustund ömmu, hún var búin
að vera til svo lengi. Hún var svo
sterkur hluti af fjölskyldunni. Það
var eins og hún ætti alltaf að vera
til, vera eilíf. Í barnsminningu
minni var hún ekki venjuleg amma
með fléttur og í peysufötum, eins
og aðrar ömmur sem ég hafði séð.
Amma var alltaf pæja í háhæluðum
skóm með varalit. Þegar hún var
að koma vestur með rútunni vorum
við krakkarnir látin fylgjast með
hvenær við sæjum til hennar, svo
að pabbi væri kominn á réttum
tíma að sækja hana. Þegar hún
kom fannst mér hún svo fín og ein-
hver ævintýrablær á heimilinu
fyrst á eftir.
Ég man líka þegar ég var að
fara með mömmu til Reykjavíkur,
þá var alltaf pláss hjá ömmu, þótt
hún byggi oft mjög þröngt og hefði
ekki mikið að bjóða. Ömmu fannst
erfitt að vera fátæk, því hún hafði
unun af að gefa öðrum. Hún vildi
vera rausnarleg og gaf oft meira
en hún átti. Hún var sérstaklega
dugleg að breyta gömlum flíkum
og gera þær eins og keyptar úr
tískubúð. Það var kannski gömul
kápa sem hún setti á loðkraga og
nýja hnappa, þá var hún orðin ný.
Amma vildi vera fín og líta vel út.
Margir töluðu um hvað hún væri
alltaf glæsileg til fara. Henni
fannst gaman að fara í veislur og
klæða sig uppá. Hún var oft lengi
að hafa sig til. Það var gaman að
fylgjast með því hvað hún var mik-
il pjattrófa. Sérstaklega seinni ár-
in.
Ég kynntist ömmu betur eftir að
ég varð fullorðin. Sérstaklega eftir
að hún flutti á Njálsgötu 75 þar
sem hún bjó um árabil. Þar átti
hún gott heimili sem hún leigði af
sinni góðu trúföstu vinkonu Mörtu
Jónsdóttur. Þangað var gott að
koma og þar gisti ég og fjölskylda
mín þegar við vorum í Reykjavík.
Amma átti ekki auðvelt líf þegar
hún var yngri. Hún talaði þó alltaf
hlýlega um æsku sína og sagði oft-
ast bara frá því jákvæða. Það var
ekki auðvelt hlutskipti að vera ein-
stæð móðir með tvö börn fyrir sjö-
tíu árum. Hún þurfti að stíga mjög
þung spor, sem fáir geta ímyndað
sér hvað hafa verið erfið. Suma
hluti gat hún aldrei talað um án
þess að tárast, þótt öll þessi ár
væru liðin og hún orðin gömul
kona. Hún leið fyrir fátækt sína og
oft var þröngt í búi og mörg lítil
börn á heimilinu sem þurfti að
fæða og klæða. Amma var stolt og
skapmikil en samt viðkvæm. Ef-
laust hafa þessi erfiðleikar mótað
skapferli hennar og sjálfsmynd.
Hún fann huggun og kjark í
trúnni á Guð. Hann létti byrðarnar
sem hún bar. Hún var óþrjótandi
að boða okkur afkomendum sínum
trúna á hann. Hún bað fyrir okkur
öllum, að við mættum eignast lif-
andi trú á Jesú Krist frelsara okk-
ar. Amma var einstök, hún gat ver-
ið snögg upp á lagið en gat verið
mjög skemmtileg. Hún hafði ótrú-
legt minni, gat þulið endalaust ljóð
og vísur, sungið gömul lög með
rómantískum textum sem enginn
hafði nokkurn tíma heyrt. Hún
hafði mikinn áhuga á ættfræði og
svo síðast en ekki síst ljósmyndum,
sérstaklega fjölskyldumyndum af
hennar fólki. Örugglega eiga allir
minningar um það að skoða
myndaalbúmin hennar.
Elsku amma mín, þakka þér fyr-
ir öll árin. Þakka þér fyrir hvað þú
varst gjafmild. Litlu langömmu-
börnin þín héldu að þú værir svo
rík, af því að þú vildir alltaf vera
að gefa þeim peninga til að gleðja
þau. Þú varst ekki rík af verald-
legum hlutum. Þú varst rík af þín-
um góðu börnum, barnabörnum og
langömmubörnum, í þeim er þinn
fjársjóður.
Ég er þakklát fyrir það að Guð
tók þig til sín, svo að þú þyrftir
ekki að þjást lengur. Nú hvílir þú
örugg og áhyggjulaus hjá honum.
Þitt barnabarn
Auðbjörg Vordís
Óskarsdóttir.
GRÓA SVEINBJÖRG
GUÐMUNDSDÓTTIR
✝ Sigurbjörg Mar-grét Benedikts-
dóttir fæddist 2. apríl
1916. Hún lést á líkn-
ardeild Landspítal-
ans 13. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar eru Krist-
björg Stefánsdóttir
bóndi og Benedikt
Kristjánsson, bóndi
og oddviti á Þverá í
Öxarfirði í Norður-
Þingeyjarsýslu og
fyrrverandi skóla-
stjóri á búnaðarskól-
anum Eiðum. Systk-
ini Sigurbjargar eru Stefán, Rósa,
Kristján, Eva, og Sigurveig.
Hinn 27. júní 1937 giftist Sigur-
björg Ágústi V. Matthíassyni, f.
30.7. 1914 á Jaðri í Vestmannaeyj-
um, d. 21.1. 1988. Hann var sonur
Matthíasar Finnbogasonar, f. 25.4.
Sigurður Náll Njálsson. Börn
þeirra eru: a) Ágúst Vilhjálmur,
maki Elma Jóhannsdóttir. Börn
þeirra eru: Einar Páll, Guðrún
Jenný, Guðjón Vilhjálmur, Alex-
ander Fannar. Fyrir á Elma Guð-
mund Kristin Vilbergsson. b) Sig-
urbjörg Margrét, maki Björgvin
Sigurðsson. Börn þeirra eru: Sig-
urður Gunnar, Finnur Emil og Al-
dís Helga. c) Fannar, sambýliskona
hans er Íris Tebe. Barn þeirra er
Daniela. Fyrir á Íris soninn Alex-
ander Ísak Tebe. 3) Kristbjörg.
Dóttir hennar er Helga Friðriks-
dóttir, maki Knútur Bjarnason.
Dætur þeirra eru: Högna Krist-
björg og Melkorka. 4) Egill, maki
Hildur Einarsdóttir. Synir þeirra
eru: Darri og Andri. 5) Matthildur
Ágústsdóttir, sambýlismaður Guð-
brandur Siglaugsson. Sonur Matt-
hildar er Stefán Þór Björnsson.
Sambýliskona hans er Svava Hin-
riksdóttir. Sonur þeirra er Hektor,
en fyrir á Svava soninn Hinrik
Bjarkason.
Útför Sigurbjargar verður gerð
frá Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
1882 í Presthúsum í
Mýrdal og Sigríðar
Ólafar Þorsteinsdótt-
ur, f. 29.1. 1989 á Vil-
borgarstöðum í Vest-
mannaeyjum, d. 18.11.
1947. Börn Sigur-
bjargar og Ágústs eru:
1) Sigríður Rósa, f.
5.10. 1937, d. 13.9.
1997, maki Kurt Haug-
land. Börn þeirra eru:
a) Arnfinn Ágúst,
maki Karen Haugland.
Börn þeirra eru: Björn
Vilhjálmur, Karl Jó-
hann og Tove María. b)
Anna Björg Haugland, börn henn-
ar eru: Matthias Claes Torson og
Terese Anna María Torson. c)
Kristín Greta, maki Hakon Rose.
Börn þeirra eru: Carolina Silla
María, Markus Lars Erik og Patrik
Kurt Erik. 2) Guðrún Helga, maki,
Það er komið að leiðarlokum, og
ekkert nema góða minningar fylla
hugann.
Mamma var svo sannarlega
Mamma með stóru M. Þegar ég var
strákur var ég afar uppátækjasamur,
en það var nánast alveg sama hvað
óskunda ég gerði af mér, aldrei heyrði
ég styggðaryrði frá henni og pabba.
Hún hafði endalausa þolinmæði með
mér og talaði við mig í yfirveguðum
tóni og reyndi þannig að hafa hemil á
kraftmiklum strák sem þurfti að fá út-
rás. Þannig augum leit hún þessi
strákapör.
Mamma hafði einstaklega góða
nærveru. Hún var góðviljuð og velti
sér ekki uppúr vandamálunum heldur
stafaði frá henni jákvætt andrúmsloft
og þessi endalausa orka. Ef eitthvað
þurfti að framkvæma, stórt eða smátt,
eyddi hún litlum tíma í að tala um hlut-
ina heldur framkvæmdi strax. Ég hef
aldrei kynnst manneskju sem var svo
gjörsamlega laus við verkkvíða eins og
hún var. Þessir eiginleikar eru dýr-
mætir.
Þegar líða tók á ævina mildaðist hún
enn meira og frá henni kom þessi
endalausa hlýja og væntumþykja, sem
beindist ekki aðeins að okkur sem
næst henni stóðum heldur einnig að
vinum og öðrum samferðamönnum.
Það var stórkostlegt hvað hún náði
góðu sambandi við barnabörnin,
barnabarnabörnin og tengdabörnin
sem löðuðst að henni en þau reyndust
henni ekki síður vel.
Við áttum það sameiginlegt að Öx-
arfjörðurinn, hennar æskuslóðir, skip-
aði stóran sess í hugum okkar og eydd-
um við oftast lunganum úr fríum okkar
á þeim slóðum og var stutt á milli okk-
ar þar. Það var alveg sama hver kom í
heimsókn í Framnes til okkar Hildar,
mamma vildi alltaf bjóða okkar gest-
um til sín líka og skipti þá engu hversu
stór hópurinn var, alltaf var búið að
dekka upp borð og boðið til dýrindis
veislu.
Það leið varla sá dagur að við
mamma töluðumst ekki við í síma og
var þá talað um alla heima og geima en
hún fylgdist með öllu af lifandi áhuga.
Mamma, ég mun sakna þín.
Egill.
Hvað skiptir máli í sjálfu sér? Þessi
spurning leitaði á tengdamóður mína
síðustu ævidagana, þegar hún gerði
sér grein fyrir að hverju stefndi. Sig-
urbjörg var í lifanda lífi ekki mikill
pælari sem glímdi við rök tilverunnar
hvern dag, miklu fremur lét hún verk-
in tala og í þeim kom fram heilsteypt
lífsviðhorf hennar, ákveðni og góð-
lyndi. En niðurstaða tengdamóður
minnar við spurningunni um hvað
hefði skipt hana mestu máli í lífinu var
hvað hún átti góð börn og ágæta af-
komendur. „Hvaða máli skipta met-
orðin ef maður hefur ekki hlúð að
börnunum sínum og eignast þau að
vinum?“ sagði hún.
Í sjálfu sér kom þessi niðurstaða
hennar ekki á óvart vegna þess að Sig-
urbjörg hefur alla tíð lagt mikla rækt
við fólkið sitt, ekki aðeins börnin,
tengdabörnin, barnabörnin og barna-
barnabörnin heldur einnig þá sem hún
skynjaði að þurftu á henni að halda en
þá var hún fljót að rétta út trausta
hönd sína.
Sigurbjörg átti ekki langt að sækja
rausnarskapinn. Á æskuheimili henn-
ar var mikill áhugi á öllu sem heyrði til
félagsmála og framfara. Benedikt faðir
hennar var farsæll forystumaður sveit-
arfélagsins og Kristbjörg móðir henn-
ar var traust kona sem hafði lært ljós-
myndun á Seyðisfirði. Hjá þeim lærði
Sigurbjörg eflaust þá samheldni sem
einkenndi samskipti foreldra hennar
og samlíðan með meðborgurunum.
Ein fyrstu kynni mín af skyldmenn-
um Egils voru þegar hann fór með mig
í heimsókn til afa síns og ömmu sem
dvöldu á heilsuhælinu í Hveragerði eða
Heilsustofnun NLFÍ eins og það heitir
nú. Kristbjörg var þá tæplega áttræð
en Benedikt kominn fast að níræðu.
Bróðir Benedikts, Jónas læknir, stofn-
aði heilsuhælið á sínum tíma og voru
þau Kristbjörg og Benedikt þar af og
til sér til hressingar eftir að þau fluttu
til Reykjavíkur. Þegar ég kom inn í
herbergið þeirra sá ég hvar Kristbjörg
sat í stól og las upphátt úr skáldsögu
meðan Benedikt, sem sat á rúm-
stokknum og var næstum orðinn
blindur, prjónaði vettlinga af kappi, en
hann var afkastamikill á því sviði. Ég
man að mér fannst svolítið skrítið en
skemmtilegt að sjá karlmann prjóna.
Ég dáðist að handbragði hans enda
vettlingarnir afar vel prjónaðir. Bene-
dikt vildi lítið um það ræða, en sagði að
það hefði verið mikið happ að hafa lært
þessa iðn en prjónaskapurinn stytti
honum stundir á ævikvöldinu.
Sigurbjörg ólst upp á Þverá hjá for-
eldrum sínum en þurfti snemma að
fara að vinna fyrir sér. Á unglingsár-
unum var hún send til Húsavíkur til
frænda síns Bjarna Benediktssonar
athafnamanns og gekk þar í skóla
ásamt því að hjálpa til á heimili hans. Á
nítjánda ári flutti hún til Vestmanna-
eyja. Þar átti hún bróður, Helga Bene-
diktsson, kunnan athafnamann. Í
Vestmannaeyjum kynntist hún manni
sinum, Ágústi V. Matthíassyni, sem þá
var starfsmaður Einars Sigurðssonar
útgerðarmanns. Til er skemmtileg
saga í fjölskyldunni af því hvernig
fyrstu kynnum þeirra Sigurbjargar og
Ágústs var háttað. Tengdafaðir minn
hélt því alla tíð fram að af hans hálfu
hefði það verið ást við fyrstu sýn, en
hún hefði gefið honum lítinn gaum.
Sagan segir að ungir synir Helga Ben.
hafi eitt sinn farið út í búð og hitt
Ágúst sem var innanbúðarmaður og
gaf hann þeim sælgæti gegn því að
þeir tryggðu að Sigurbjörg frænka
þeirra gæfist honum. Þegar drengirnir
komu heim spurði Sigurbjörg, sem var
að gæta þeirra, hvar þeir hefðu fengið
sælgætið. Þegar hún heyrði hvernig
það var til komið sendi hún þá um-
sviflaust til baka til að skila góðgætinu.
En þeir borðuðu það á leiðinni. Hélt
Ágúst því fram að þar með væri kom-
inn á bindandi samningur um þetta
efni, því orð skulu standa. En hvað sem
því líður þá giftust þau Ágúst og Sig-
urbjörg og óhætt er að fullyrða að
hjónaband þeirra í 51 ár hafi verið afar
farsælt og fallegt, byggt á gagn-
kvæmri ást og virðingu.
Fljótlega eignuðust þau sitt fyrsta
barn, Sigríði Rósu og fjögur fylgdu á
eftir á fimm ára fresti, Guðrún Helga,
Kristbjörg, Egill og Matthildur.
Nokkrum árum eftir að þau giftu sig
tók Ágúst á leigu ásamt félögum sínum
Hraðfrystistöðina í Vestmannaeyjum
og stofnaði síðar Fiskiðjuna. Á heimili
þeirra Sigurbjargar og Ágústs var allt-
af mikill gestagangur og segja kunn-
ugir að heimili þeirra hafi nánast verið
eins og hótel. Þau höfðu yndi af því að
fá til sín fólk, gera vel við það og eiga
með því skemmtilegar stundir.
Þau Sigurbjörg og Ágúst voru hvort
með sínu móti. Sigurbjörg kunni þá list
að búa til góðan mat, var dugnaðar-
forkur sem bretti upp ermarnar þegar
á þurfti að halda. Ágúst hafði góðan
húmor og var vel að sér í viðskiptum.
Bæði voru þau glaðsinna og minnist ég
þess þegar ég kynntist þeim hvað mér
fannst þau jákvæð og bjartsýn, það var
aldrei neitt vol og væl á þeim bæ, þrátt
fyrir áföll í lífinu.
Þegar ég kynntist tilvonandi
tengdaforeldrum mínum voru þau ný-
flutt til Reykjavíkur að fóta sig áfram á
nýjum vettvangi, komin vel á miðjan
aldur. Tengdamóðir mín hafði ekki
unnið utan heimilis en setti fljótlega á
laggirnar hreinsun sem hún starfrækti
í nokkur ár. Rúmlega sextug réðst hún
sem matráðskona við Sjálfsbjargar-
heimilið í Hátúni og vann þar til sjötíu
og fimm ára aldurs. Sigurbjörg naut
starfsins og nýtti sér kunnáttu sína og
áhuga á eldamennsku. Segja má að
starfið hafi verið henni eins konar hug-
sjón, lagði hún sig fram um að gera allt
sem heimilislegast svo vistmenn gætu
átt þar góða daga. Sigurbjörg rak eld-
húsið af hagkvæmni án þess að það
kæmi niður á gæðunum um leið og hún
var fólkinu á heimilinu hlýr og góður
vinur.
Af sama áhuga starfaði hún í marga
áratugi innan Oddfellow-reglunnar,
þar sem hún kom ýmsum góðum mál-
um í höfn. Til þess að verða hæfari til
þeirra ábyrgðarstarfa sem hún valdist
til innan reglunnar fór hún um sjötugt
á Dale Carnegie-námskeið til þess að
öðlast meiri færni í að koma fram á op-
inberum vettvangi. Var gaman að
fylgjast með því hvað Sigurbjörg átti
auðvelt með að halda skemmtilegar
ræður við hin ýmsu tækifæri.
En umfram allt var tengdamóðir
mín hin stóra móðir, miðja fjölskyld-
unnar, sem hélt okkur öllum saman.
Hjá henni áttum við svo ótal margar
skemmtilegar stundir hvort sem það
var á heimili hennar í Stóragerði og
síðar Hraunbænum eða í sumarbú-
staðnum fyrir norðan. Eftir að hún
hætti að vinna tók hún sig venjulega
upp á vorin með sitt hafurtask og flutti
norður þar sem hún átti sumarbústað í
Þverárlandi, á æskuslóðunum. Hún
kom ekki til baka fyrr en líða tók á
ágústmánuð. Í Bjargarlundi, eins og
hún nefndi sumarbústaðinn, heimsóttu
fjölskylda og vinir hana og dvöldu þar
við linnulaus veisluhöld. Þeir sem
kunnu að spila brids tóku slaginn fram
á nótt en Sigurbjörg var ágætis brids-
spilari.
Ungviðið í fjölskyldunni fékk stund-
um að vera lengur hjá henni sem er
þeim ógleymanlegt. Þá var gengið með
ömmu upp með ánni að huldusteinin-
SIGURBJÖRG
BENEDIKTSDÓTTIR