Morgunblaðið - 22.10.2004, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 37
MINNINGAR
um eða þau léku sér í boltaleikjum í
grasivöxnum Djúpadalnum.
Síðustu mánuði talaði Sigurbjörg oft
um það hvað hún hefði átt gott líf og
hvað hún væri þakklát fyrir það. Hún
þakkaði guði fyrir góða heilsu en hún
hafði ávallt verið heilsuhraust nema
þetta eina ár sem hún hafði fengið
berkla og þurfti að fara frá ungum
börnum og dvelja á Vífilsstöðum.
Sigurbjörg hugsaði vel um heilsufar
sitt. Hreyfði sig mikið utandyra og
borðaði holla fæðu. Hún var ung í anda
og fannst gaman að vera innan um
ungt fólk. Þegar máttinn tók að þverra
og hún treysti sér ekki til að fara út að
ganga eða í sundlaugarnar gekk hún
upp og niður stigann í húsinu sem hún
átti heima í, hún bjó á níundu hæð.
Fyrsta gekk hún niður á þriðju hæð,
síðan þá fjórðu, svo þá fimmtu, það er
að segja eftir því sem styrkur hennar
leyfði. Sigurbjörg var þrautseig kona
sem tók því sem að höndum bar og gaf
ekkert eftir fyrr en hún hafði unnið
sinn persónulega sigur.
Þótt okkur fyndist eins og Sigur-
björg yrði eilíf þá hlaut hún að sinna
hinsta kallinu eins og aðrir. Ég kveð
tengdamóður mína með söknuði og
þakka henni óendanlega hlýju og vin-
áttu. Eftir sitja minningar um stóra og
hugrakka konu sem kunni að lifa lífinu
og elska þá sem voru í kringum hana.
Hildur.
Það sem kemur fyrst í huga minn
þegar ég kveð jafnyndislega mann-
eskju og tengdamóðir mín var, er
kraftur, lífsgleði og jákvæðni, Sigur-
björg mín, þú gafst mér mikið.
Það er erfitt að taka eitthvað sér-
staklega fyrir því af mörgu er að taka,
maður minnist allra heimboðanna sem
þú hefur boðið til, sérstaklega aðfanga-
dagskvölds, öll fjölskyldan kom í mat
til þín, ennfremur fyrir allar veislur
sem þú hefur séð um fyrir mig og mína
fjölskyldu, skírnir, fermingar, gifting-
ar og afmæli. Ég minnist áranna í
Vestmannaeyjum þegar farið var út í
Klauf á sunnudögum með tengdaföður
mínum Ágústi þeim góða manni og
vini, fór hann þá að synda í sjónum og
gerði grín að okkur hinum sem þorð-
um ekki vegna kuldans. Á meðan varst
þú heima og eldaðir sunnudagssteik-
ina. En við Ágúst spiluðum bridge
saman í Krummaklúbbnum eftir að við
fluttum á höfuðborgarsvæðið. Einnig
minnist maður ferða til Kanaríeyja,
Svíþjóðar og dvalar í sumarbústaðnum
í Öxarfirði, Bjargarlundi. Þá var oft
tekið í spil, það er að segja bridge og
þar varst þú í essinu þínu ásamt Evu
systur þinni, og ekki skemmdi það fyr-
ir að þér fannst það eðlilegt að dekra
við karlmennina. Oft var spurt: Gunna,
ertu búin gefa Sigga kaffi og meðlæti,
og þú varst ekki ánægð þegar sagt var:
Hann getur fengið sér það sjálfur.
Ég þekki og hef þekkt margan
dugnaðarmanninn en engan hef ég
þekkt duglegri en þig og allt gerðir þú
með glöðu geði því þú gafst af sjálfri
þér og baðst ekki um endurgjald og þú
færðir gleði og styrk inn í líf okkar. Ég
er þakklátur fyrir þessi 43 ár sem við
urðum samferða.
Megi algóður Guð taka á móti þér og
gefa börnum og barnabörnum styrk í
sorg þeirra.
Sigurður Njáll Njálsson.
Hér sit ég og hugsa um þig, amma
mín, og hversu stór hluti af lífi okkar
þú varst. Ég á aldrei eftir að gleyma
þegar við vorum tvö saman í Bjarg-
arlundi, hvað þú hugsaðir vel um mig
og hversu vel okkur kom saman. Ég
minnist þess líka þegar þú gekkst með
mér upp að álfasteininum og sagðir
mér frá álfunum og öllum ævintýrun-
um sem þú last fyrir mig áður en ég fór
að sofa.
Það var gaman að fá að taka þátt í
því að byggja Bræðralund, litla húsið
okkar bræðranna, útbúa brú yfir
Þverá og láta bátana sigla niður ána.
Ég minnist líka allra gönguferðanna
með þér og margs fleira sem gerði
daginn skemmtilegan.
Eftir annasaman daga kom ég heim
þreyttur með grasgrænu í buxunum
og blautur í fæturna og þú brostir til
mín, gafst mér pönnukökur og mjólk,
sendir mig svo í sturtu og í hrein föt.
Þá tóku við björt kvöldin þar sem ég
las með þér eða horfði á sjónvarpið í
hinum mestu rólegheitum. Þú varst
þannig persóna að það var ekki hægt
annað en líða vel nálægt þér.
Skemmtilegasta kvöldi ársins eydd-
um við heima hjá þér með stórfjöl-
skyldunni, en það var aðfangadags-
kvöld. Stemmningin sem þú skapaðir
þessi kvöld er ógleymanleg og nánast
fullkomin. Aðfangadagskvöld rann
upp og þú varst búin að eyða að
minnsta kosti tveim dögum í að gera
allt eins og þú vildir hafa það. Skreyta
íbúðina og búa til matinn, sem var sá
besti sem ég hef nokkurn tímann
smakkað enda rjúpurnar oftast að
norðan. Það vildi svo óheppilega til að
eitt aðfangadagskvöldið var ég með
hlaupabólu og leið alls ekki vel. Það
kvöld varð ég eftir hjá þér en fjöl-
skylda mín fór heim. Þrátt fyrir að
hafa stritað seinustu tvo sólarhringa
við að gera kvöldið eins og það var þá
vaktir þú með mér alla nóttina og sagð-
ir mér sögur og barst á mig krem. Þú
varst alltaf svo hugulsöm og yndisleg.
Ég var hreykinn af því fyrir þína
hönd hversu heilsuhraust þú varst.
Fólk gapti þegar ég sagði frá því að þú
keyrðir sjálf norður á Volvoinum, kom-
in vel yfir áttrætt, margir héldu að þú
værir allavega tíu árum yngri en þú
varst í raun.
Allar minningarnar sem ég á um þig
eru svo fallegar. Þú varst alltaf að
hugsa um okkur og alla í kring um þig.
Þú sagðir mér oft hvað þú elskaðir
mig mikið og ég sagði það við þig á
móti.
Ég á alltaf eftir að minnast þín sem
einnar þeirrar yndislegustu mann-
eskju sem ég hef kynnst.
Darri.
Amma mín var mörgum kostum bú-
in. Hún var kraftmikil og hörkudugleg.
Hún stundaði sund og gekk mikið.
Þegar illa viðraði fór hún í stigana og
gekk þar. Hún var listakokkur, skipu-
lagði og stjórnaði veislum eins og höfð-
ingi. Hún stóð upp og hélt ræður eins
og ekkert væri. En það eru samt aðrar
minningar um hana sem mér eru ofar í
huga. Þegar ég var lítil fékk ég oft að
gista hjá ömmu og afa í Stóragerði.
Oftast fékk Helga frænka líka að gista
um leið. Við frænkurnar áttum það til
að vera fjörugar saman en amma gerði
aldrei neitt mál úr því. Við lékum okk-
ur oft í náttkjólunum hennar ömmu
sem voru ekta prinsessukjólar. Hún
hafði aldrei áhyggjur af því að við
myndum skemma neitt og leyfði okkur
t.d. að leika með stytturnar sínar en ég
efast um að margar ömmur hefðu leyft
það. Þegar ég varð sjálf foreldri sá ég
sömu hlýjuna og umburðarlyndið
gagnvart mínum börnum.
Það er eiginlega ekki hægt að skrifa
um ömmu mína án þess að minnast á
sumarbústaðinn en þangað var farið
reglulega með alla fjölskylduna og allt-
af var tekið á móti manni sem kon-
ungborin væri. Eini galli við þessar
sumarbústaðarferðir var að maður
kom alltaf tveimur kílóum þyngri
heim.
Elsku amma mín, ég elska þig og
sakna þín sárt en ég veit að afi er alsæll
að fá þig loksins til sín.
Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást
að hugir í gegnum dauðann sjást.
Vér hverfum og höldum víðar,
en hittumst þó aftur – síðar.
(Jóhannes úr Kötlum)
Sigurbjörg Margrét
Sigurðardóttir.
Mig langar til að minnast ömmu
minnar Sigurbjargar í örfáum orðum
hér. Frá því ég man eftir mér hefur
hún verið í lífi mínu og auðgað það með
kærleik sínum og vinsemd. Amma mín
var afar fórnfús kona sem gafst aldrei
upp þó að á móti blési. Hún var mér og
öðrum mikil hjálparhella enda leituðu
margir til hennar um huggun og upp-
lyftingu. Það segir mikið um hana að
jafnvel í banalegunni veitti hún mér og
öðrum ró og styrk. Hún bjó yfir svo
miklum sálarstyrk að hún gat gefið af
sjálfri sér þrátt fyrir að vera þrotin að
kröftum. Það er því með miklum sökn-
uði sem ég kveð ömmu mína en ég
mun minnast hennar það sem ég á eft-
ir ólifað.
Stefán Þór Björnsson.
Nú er hún amma mín dáin, blessuð
sé minning hennar.
Hún amma var engin venjuleg
manneskja því hún var einstaklega góð
manneskja og heilsteypt. Ég held að
ég geti fullyrt það að engin lifandi eða
liðin manneskja geti sagt neitt annað,
amma var einfaldlega frábær mann-
eskja.
Ég var mjög ungur þegar ég gisti
hjá ömmu og Ágústi afa yfirleitt 10 til
30 daga á ári og fór með í veiðitúra, á
ég ekkert nema frábærar minningar.
Það var alltaf gott að koma í heim-
sókn til ömmu því að hún var alltaf
tilbúin með góðgæti, það var oft þörf á
því stoppa hana af þegar hún var að
bjóða lostæti til hægri og vinstri. Síð-
ustu árin spiluðum við mikið bridds í
sumarbústað hennar í landi Þverár í
Öxarfirðinum þar sem hún ólst upp.
Við spiluðum oftar en ekki saman og
með keppnisskapinu sem amma hafði
unnum við oftast, föður mínum til mik-
illar skapraunar, en hann var yfirleitt
mótherjinn.
Sem betur fer náði amma háum
aldri, þannig að við sem erum í eldri
kantinum af barnabörunum fengum
notið hennar í dágóðan tíma en samt
átti ég von á því að hún yrði 100 ára eða
vonaði að hún myndi ná þeim aldri.
Takk fyrir allar þær góðu minning-
ar sem þú gafst mér og skildir eftir í
hjarta mínu og huga.
Ég og fjölskyldan kveðjum þig með
söknuð í hjarta og vonum að þið afi
hafið sameinast á ný.
Þinn
Ágúst.
Í stórbrotnu umhverfi Axarfjarðar
þar sem Jökulsá brýst út sandana og
flýtur oft yfir bakka sína í leysingum,
Ásbyrgið í suðri og Kópasker í norðri
og Axarfjörðurinn framundan, þar
sem Þveráin rennur tær frá austur-
hlíðum fram í Axarfjörðinn. Í þessu
stórkostlega umhverfi átti stórbrotin
kona, Sigurbjörg Benediktsdóttir, sín-
ar æskustöðvar og uppvöxt. Frá Ax-
arfirði fór hún 1935 til Vestmannaeyja
og giftist yndislegum manni, Ágústi
Matthíassyni frá Litlu-Hólum. Þar
eignuðust þau sín fimm börn Sigríði,
Guðrúnu, Kristbjörgu, Egil og Matt-
hildi. Hélt Sigurbjörg þar einstaklega
myndarlegt heimili í rúm 30 ár. Vin-
átta okkar og Egils sonar þeirra mót-
aðist í Eyjum og hefur aldrei fallið
skuggi þar á. Síðan hefur heimili
þeirra verið mitt annað heimili í yfir 40
ár. Nokkru fyrir fráfall Ágústs 1988
voru þau farin að sækja aftur í faðm
æskuslóða hennar við Axarfjörðinn og
þar hefur hún dvalið hvert sumar í bú-
staðnum sínum Bjargarlundi í Þver-
árlandi síðustu tuttugu árin, og nú síð-
ast í sumar. Þar hélt hún úti allan
tímann fáheyrðri risnu fyrir ástvini
sýna, gesti og gangandi, og brosti því
meira sem gestirnir voru fleiri og ann-
irnar meiri. Fyrir henni voru ekki til
vandamál aðeins misstór verkefni sem
þurfti að leysa, stundum að lengja dag-
inn, en vol og víl voru ekki til í hennar
orðabók. Reisn, dugnaður og festa
voru hennar fylgidyggðir í svo ríkum
mæli, að jafnvel þegar hún fékk sinn
örlagadóm um sjúkdóm þann sem hún
vissi sjálf að yrði ekki sigraður, þá var
uppgjöf hvergi nærri. Síðustu vikurn-
ar sagði hún jafnan: „Ég er búin að
eiga 88 yndisleg ár, getur nokkur ætl-
ast til meira?“ Þá varð okkur mörgum
vafalaust hugsað: Það er sælt að geta
þakkað sína vegferð og kvatt sáttur
eftir farsælt og hamingjuríkt líf.
Kæra Sigurbjörg, að leiðarlokum
viljum við, ég og fjölskylda mín, þakka
þér ástríki þitt og ég er þess fullviss að
gengnir ástvinir hafa beðið þín með op-
inn faðminn á sama hátt og þinn faðm-
ur hefur umvafið samferðamenn þína
alla tíð.
Henrý Þór og fjölskylda.
Elsku frænka ég náði ekki að segja
þér allt sem mig langaði að segja þér
áður en yfir lauk því eins og svo mörg-
um fannst mér þú sigrast á þessum
veikindum. Það er ekki svo langt síðan
að þú sast við eldhúsborðið hjá
mömmu og pabba brosandi að venju,
kysstir mig og strákana á kinnina,
hnarreist og tignarleg að vanda. Nú lif-
ir þú í minningu okkar.
Glæsilegt heimi Sigurbjargar
frænku við Stóragerði er í minningu
minni frá því ég var strákur sem lítið
konungsríki, þar bjuggu þau Sigur-
björg og Ágúst. Þangað var oft sem í
ævintýri að koma. Gústi sagði manni
sögur og Sigurbjörg veitti af sinni ein-
stöku list kökur og kræsingar og sem
ungum snáða þótti mér mikið til koma.
Oft leið mér sem ég væri kominn inn í
stofu til ömmu og afa því Sigurbjörg
var hlý og gefandi og Gústi einstaklega
barngóður. Seinna byggðuð þið ykkar
konungsríki fyrir norðan í Öxarfirði
þar sem fólk sótti Sigurbjörgu heim
því gestrisin var hún með eindæmum
og átti marga vini. Sigurbjörg hlúði að
öllu, hvort heldur það var mannfólkið í
kringum hana, sumarbústaðurinn eða
heimili hennar. Hún var kvenskörung-
ur, hélt risavaxnar veislur hjá Sjálfs-
björg, ræktaði skóg fyrir norðan og ól
upp stóra fjölskyldu sem hún var stolt
af og láir henni enginn. Ég veit að það
verður missir að hafa ekki Sigurbjörgu
lengur meðal okkar.
Ég kann þér bestu þakkir fyrir hve
traustur og góður vinur þú varst for-
eldrum mínum, hve kærleiksrík þú
varst sonum mínum og elskuleg við
mig frá fyrstu tíð. Guð geymi þig
elskulega frænka.
Við sendum börnum, barnabörnum
og fjölskyldum samúðarkveðjur.
Olgeir Olgeirsson og fjölskylda.
Fleiri minningargreinar um
Sigurbjörgu Benediktsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Jóna
Hannesdóttir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
ÍSAK SIGURGEIRSSON,
er lést í Hvammi, dvalarheimili aldraðra, Húsa-
vík, laugardaginn 16. október sl., verður jarð-
sunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn
23. október nk. kl. 11.00.
Kristrún Ísaksdóttir, Erlendur S. Baldursson,
Sigurbjörg Ísaksdóttir, Sigurbjörn Finnbogason,
Tryggvi Ísaksson, Hrefna M. Magnúsdóttir,
Sigurgeir Ísaksson, Sveininna Jónsdóttir,
Sigvaldi Gunnarsson, Lilja Jónasdóttir,
afabörn, langafabörn
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, sonur og afi,
GUNNAR MOGENSEN,
Markarvegi 3,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 19. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Hulda G. Mogensen,
Elsa Mogensen, Páll Guðmundsson,
Mogens Gunnar Mogensen, Margrét Líndal Steinþórsdóttir,
Guðrún Þóra Mogensen, Árni Sigurjónsson,
Petra Björk Mogensen, Sveinbjörn Sveinbjörnsson,
Petra Louise Mogensen
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
BENEDIKT INGÓLFSSON,
Ölduslóð 30,
Hafnarfirði,
andaðist á Hrafnistu Hafnarfirði fimmtudaginn
14. október.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 4b.
Jarðarförin hefur farið fram.
Jóhanna Sigurjónsdóttir,
Guðrún Benediktsdóttir, Gísli Sveinbergsson,
Kristín Benediktsdóttir, Friðjón Sæmundsson,
Ingólfur Benediktsson, Hildur Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐNI JÓN GUÐBJARTSSON
fyrrverandi stöðvarstjóri,
Ljósafossi,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, miðvikudaginn
20. október.
Halldóra Salóme Guðnadóttir, Sigurður Ingi Sveinsson,
Íris Bryndís Guðnadóttir, Jón Birgir Jónsson,
Kristjana Samper, Baltasar Samper,
Ásgeir Guðnason, Bryndís Símonardóttir,
Sigþrúður Þórhildur Guðnadóttir, Árni Mogens Björnsson,
Ragnheiður Gunnhildur Gaihede, Ove Gaihede,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.