Morgunblaðið - 22.10.2004, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 39
MINNINGAR
það hvað Halli væri lánsamur að eiga
hana Möddu sem konu. Hún er þol-
inmóðasta og umhyggjusamasta kona
sem hægt er að hugsa sér. Það var al-
veg sama hvað gekk á alltaf var hún
honum jafnblíð, strauk honum aðeins
um vangann og brosti svo fallega til
hans. Minningarnar um Halla og
Möddu fylgja mér eins langt og ég
man. Þegar ég var lítil var sveitin mín
í Garði, sem þau byggðu og bjuggu
þar til þau fluttu inn á Akureyri og
synirnir, Aðalsteinn og Garðar, tóku
við búinu. Alltaf umvafði Halli frændi
„litlu“ frænku sína þegar hún kom í
sveitina. Hann var svo ljúfur og nota-
legur og svo kunni hann líka að spila á
munnhörpu sem mér fannst hann
gera svo vel. Nú seinni árin er það
orðin hefð hjá okkur að skreppa norð-
ur, í það minnsta einu sinni á sumri,
því annars er ekkert sumar. Í þeim
ferðum höfum við haldið meira eða
minna til hjá Halla og Möddu og þau
alltaf bestu gestgjafar sem hægt er að
hugsa sér. Í nokkur ár höfum við líka
alltaf farið í bíltúr um Akureyri með
Halla og Möddu, sem ávallt endaði í
Brynjuís. Í sumar var Halli orðinn svo
veikur að ekkert varð af bíltúrnum,
en í sárabætur var keyptur Brynjuís
og hann borðaður heima í Skarðshlíð-
inni. Í gegnum árin hefur Halli spilað
við litlu Pálínu þegar við höfum komið
í heimsókn, en í sumar treysti hann
sér ekki til að spila við hana en sagðist
myndi spila við hana næst þegar hún
kæmi að heimsækja frænda. Ekki
verður meiri spilamennska hjá þeim í
bráð, en Halli frændi finnur sér
örugglega einhvern til að spila við á
nýjum stað. Þegar ég kvaddi Halla
frænda í sumar var ég nærri viss um
að hann yrði ekki í Skarðshlíðinni
næsta sumar. Þá verður öðruvísi að
koma norður en við komum samt.
Elsku Madda mín, þinn missir er
mikill, þú hefur staðið þig eins og
hetja og átt skilið mikið hrós. Addi,
Kitta, Gæi, Pála Gunna og fjölskyld-
ur, ættingjar og vinir Halla frænda,
Guð gefi ykkur öllum styrk í sorginni.
Elsku Halli frændi, takk fyrir sam-
fylgdina, megi almættið taka þig í
faðm sinn og umvefja alla tíð.
Margrét Ísaksdóttir.
Kynni okkar Hallgríms Aðalsteins-
sonar hófust haustið 1941, en við átt-
um þá samleið frá Akureyri að
Hvanneyri, þar sem við vorum báðir
að hefja nám. Er til Hvanneyrar kom
fengum við vist saman á herbergi og
urðum síðan herbergisfélagar í þrjú
misseri.
Að námi á Hvanneyri loknu fórum
við báðir norður á æskustöðvarnar.
Tveimur árum síðar lágu leiðir okkar
saman að nýju. Þá réðumst við til
vinnu við framræslu með skurðgröfu
á Staðarbyggðarmýrum og unnum
þar saman í þrjú sumur. Við höfðum
lengst af aðsetur á Öngulsstöðum.
Þar var þá margt af ungu fólki, sem
við Hallgrímur blönduðum geði við.
Glaðværð og góður félagsandi var þar
ríkjandi, og er gott að minnast þessa
tíma.
Á þessum árum kynntist Hallgrím-
ur konu sinni, Magneu Garðarsdótt-
ur, sem var ein heimasætan á Öng-
ulsstaðatorfunni, og varð hún upp frá
því lífsförunautur hans. Þau Hall-
grímur og Magnea festu litlu síðar
kaup á landspildu úr landi næstu jarð-
ar við æskuheimili Magneu. Þar
byggðu þau nýbýlið Garð og ráku þar
um aldarfjórðungs skeið notadrjúgt
kúabú, þar sem hver hlutur bar
snyrtimennsku þeirra vitni. Árið 1980
fengu þau sonum sínum tveimur bú
og jörð í hendur og fluttu til Akureyr-
ar. Síðustu árin hittumst við Hall-
grímur ekki oft, en jafnan, þegar ég
átti leið til Akureyrar, reyndi ég að
líta inn til þeirra hjóna í Skarðshlíð-
inni. Þar var gott að koma. Þótt lang-
ur tími væri liðinn frá síðustu heim-
sókn fannst mér eins og ég hefði hitt
þau í gær. Síðast kom ég til þeirra í
vor sem leið. Hallgrímur var þá orð-
inn lasburða, en svo var að sjá sem
hann léti það ekki hafa áhrif á sitt
góða geð. Hann var enn léttur í tali og
með gamanmál á vörum, þegar við
fórum að rifja upp gamlar minningar.
Með Hallgrími Aðalsteinssyni er
genginn mætur maður, sem gæfa var
að fá að kynnast og eiga samleið með.
Eftirlifandi konu hans og fjöl-
skyldu votta ég innilega samúð.
Bjarni Arason.
Hinsta kveðja frá móður
og systkinum
Á kertinu mínu ég kveiki í dag
við krossmarkið helgi og friðar
því tíminn mér virðist nú standa í stað
en stöðugt þó fram honum miðar.
Ég finn það og veit að við erum ei ein
að almættið vakir oss yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Við flöktandi logana falla nú tár,
það flýr enginn sorgina lengi.
Hún braut allar vonir, hún braut allar
þrár,
hún brýtur þá viðkvæmu strengi,
er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns.
Nú birtir, og friður er yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör
sem gist hefur þjáning og pínu.
Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl
sem eygir í hugskoti sínu,
að sorgina við getum virkjað til góðs,
í vanmætti sem er oss yfir,
ef ljósið á kertinu lifir.
(Kristján Stef. frá Gilhaga)
Í dag er til moldar borin frænka
mín Guðrún Björgvinsdóttir. Mig
langar til að minnast góðra stunda
sem ég átti með henni þegar ég var
barn og unglingur.
Ég átti mitt annað heimili hjá for-
eldrum Guðrúnar, Ástu móðursystur
minni og Bögga manni hennar. Þar
bjuggu líka afi, amma og Nonni
frændi.
Á loftinu á Herjólfsgötu 6 áttu þau
hvort sitt herbergið Guðrún og
Gunnar Jónas bróðir hennar. Það
var aðeins árið á milli þeirra systkina
sem voru um margt ólík því Guðrún
hafði frekar hljótt um sig en náði því
fram sem hún ætlaði sér, en Gunnar
var ærslabelgurinn. Honum leiddist
ekki að stríða systur sinni sem hefur
líklega verið á viðkvæmum aldri fyr-
ir slíku. Ég skynjaði mikla hlýju milli
þeirra systkina og það var öllum
mikill harmur þegar Gunnar fórst í
sjóslysi með m.b. Þráni í nóvember
1968 aðeins 18 ára. Ég minnist þess
vel, þá aðeins 12 ára, hve góð mér
fannst Guðrún vera við mömmu sína
á þessum erfiða tíma. Þá hafði fjölg-
að á Herjólfsgötunni, lítil Lilja hafði
fæðst og fullorðna fólkið gat faðmað
hana í sorg sinni. Í febrúar fæddist
þeim Ástu og Bögga lítill drengur
sem var afskaplega líkur eldri bróð-
ur sínum og var skírður Gunnar.
Það var líflegt á Herjólfsgötunni
þar sem þrjár kynslóðir áttu saman
GUÐRÚN ÞÓRDÍS
BJÖRGVINSDÓTTIR
✝ Guðrún ÞórdísBjörgvinsdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 16.
febrúar 1949. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans 14.
október síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Ásta Finnboga-
dóttir, f. 1927, og
Björgvin Þórðarson,
f. 1924, d. 2001.
Systkini Guðrúnar
eru Gunnar Jónas, f.
1950, d. 1968, Lilja,
f. 1967, og Gunnar, f.
1969.
Árið 1972 giftist Guðrún Gísla
Tómasi Ívarssyni, f. 1949, og eign-
uðst þau þrjár dætur, Ástu Guð-
rúnu, f. 1970, Elvu Björk, f. 1973,
og Helenu Sif, f. 1976.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
heimili. Ég sótti mikið
þangað og fylgdist með
Guðrúnu stóru frænku
minni þroskast í unga
konu
Ég sat löngum inni í
herberginu hennar
þegar hún var annað
hvort í skólanum eða
síðar farin til vinnu og
drakk í mig andrúms-
loftið sem ríkti þar.
Guðrún var þægileg-
ur og góður unglingur
og sýndi mér alltaf góð-
vild og skilning og aldr-
ei skammaði hún mig
fyrir forvitnina Hún var glaðvær og
hafði smitandi hlátur en gat verið
snögg í tilsvörum.
Það var náið samband milli
mæðgnanna Ástu og Guðrúnar þó
ekki hafi tíðkast hástemmdar játn-
ingar um væntumþykju innan fjöl-
skyldunnar en elskuna milli þeirra
var auðvelt að skynja.
Árin liðu, Guðrún stofnaði fjöl-
skyldu og eignaðist þrjár fallegar
dætur. Gosið í Eyjum breytti ýmsu
og langt varð á milli okkar í mörg ár .
Örlögin höguðu því þannig að eftir
að Guðrún veiktist af sjúkdómi sín-
um, lágu leiðir okkar saman. Margt
hafði breyst en þarna var samt sama
Guðrún sem sýndi mikið æðruleysi í
veikindastríði sínu og barðist með
órtúlegri bjartsýni.
Eftir að hún lagðist inn á Líkn-
ardeild Landspítalans fékk ég tæki-
færi til að sitja með henni nokkrar
dagstundir og þá rifjuðum við upp
dýrmætar samverustundir þegar
tíminn leið oft hægt og orðin óþörf.
Ég vil að leiðarlokum þakka Guð-
rúnu fyrir alla góðvild sem hún sýndi
mér sem barni. Ég bið góðan Guð að
varðveita stelpurnar hennar, Ástu
Guðrúnu, Elvu Björk, Helenu Sif,
fjölskyldur þeirra, sem og ástvini
hennar alla.
Ásdís Lilja.
Að leiðarlokum er við hæfi að
kveðja með ljóði þjóðskáldsins okk-
ar.
Ég kveiki á kertum mínum
við krossins helga tré.
Í öllum sálmum sínum
hinn seki beygir kné.
Ég villtist oft af vegi.
Ég vakti oft og bað.
Nú hallar helgum degi
á Hausaskeljastað.
Í gegnum móðu’ og mistur
ég mikil undur sé.
Ég sé þig koma, Kristur,
með krossins þunga tré.
Af enni daggir drjúpa,
og dýrð úr augum skín.
Á klettinn vil ég krjúpa
og kyssa sporin þín.
Ég fell að fótum þínum
og faðma lífsins tré.
Með innri augum mínum
ég undur mikil sé.
Þú stýrir vorsins veldi
og verndar hverja rós.
Frá þínum ástareldi
fá allir heimar ljós.
(Davíð Stefánsson.)
Tomma og fjölskyldu votta ég samúð
mína.
Sigurður Arngrímsson.
Minningarkort
570 4000
Pantanir á netinu: www.redcross.is
Rauði kross Íslands bregst við neyð jafnt innanlands
sem utan og veitir aðstoð er gerir fólk hæfara til að
takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum.
Þegar á reynir
Rauði kross Íslands
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ODDUR JAKOB BJARNASON,
Engjavegi 20,
Ísafirði,
verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugar-
daginn 23. október kl. 14.00.
Ingibjörg Jónsdóttir,
Helga Oddsdóttir,
Jón B. Oddsson, G. Valdís Ólafsdóttir,
Guðrún Oddsdóttir, Hörður Þór Ástþórsson,
Oddný Kristín Oddsdóttir, Hákon Þorleifsson,
Viðar Ingi Oddsson, Björg Leósdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til ykkar allra, sem sýnduð
okkur stuðning, samúð, hlýhug og vináttu við
andlát og útför ástkærrar litlu dóttur okkar og
systur,
BIRTU SÆVARSDÓTTUR,
Dverghömrum 28,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki
Barnaspítala Hringsins, deild 22-E, fyrir alla þeirra aðstoð og nærgætni.
Einnig viljum við þakka starfsfólki barnadeildar Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri fyrir einstaka umhyggju í okkar garð.
Sigríður María Jónsdóttir,
Sævar Guðmundsson,
Sonja Sævarsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför
HJÁLMARS SVEINSSONAR.
Guð blessi ykkur öll.
Soffía Sigurbjörg Jóhannsdóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og langafadrengur.
Ástkær móðir mín og amma,
HELGA ÁSGEIRSDÓTTIR,
Bergstaðastræti 45,
andaðist miðvikudaginn 20. október.
Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 25. október kl. 15.00.
Elísabet og Róbert.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför
PÉTURS JÓHANNESSONAR,
Grundarbraut 4a,
Ólafsvík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks St. Franciskus-
spítalans, Stykkishólmi, fyrir góða umönnun.
Frændfólk og vinir.
Elskuleg móðir okkar,
INGIBJÖRG SALÓME DANIVALSDÓTTIR,
Borgarvegi 2,
Njarðvík,
lést aðfaranótt fimmtudagsins 21. október.
Jarðarför auglýst síðar.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.