Morgunblaðið - 22.10.2004, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 41
MINNINGAR
✝ Árni Magnússonfæddist í Guð-
laugsvík við Hrúta-
fjörð 12. ágúst 1914.
Hann lést á Garð-
vangi í Garði 16.
október síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Magnús Guðbrandur
Árnason, f. 5. júní
1884 í Holti á Brim-
ilsvöllum í Fróðár-
hreppi, d. 22. febr-
úar 1963, bóndi í
Tröð, og Ragnheiður
Helga Skarphéðins-
dóttir, f. 10. júní
1893 í Guðlaugsvík í Bæjarhreppi í
Strandasýslu, d. 27. maí 1975.
Systkini Árna eru Margrét Hulda
Magnúsdóttir, Jaðri í Ólafsvík, f.
20. febrúar 1918, giftist Sigurði
Brandssyni frá Fögruhlíð í Fróð-
árhreppi, f. 14. október, 1917, d.
31. maí 1996. Ragna Jenný Magn-
úsdóttir, f. 1. janúar 1924 d. 1. apr-
íl 2002, giftist Alfonsi Sigurðssyni,
frá Eskifirði, f. 17. desember 1916.
Karl Magnússon, f. 30. mars 1928,
kvæntur Hallfríði Eiðsdóttur, f.
27. júlí 1924. Þau búa í Tröð í
Fróðárhreppi. Karl var áður
kvæntur Láru Ágústsdóttur frá
Kötluholti í Fróðárhreppi, f. 8.
nóvember 1935. Þau skildu.
Skarphéðinn Magnússon, f. 15.
dóttir, f. 1994, og Heiðrún Björk
Ingibergsdóttir, f. 1996. Barnsfað-
ir þeirra er Ingibergur Kristjáns-
son. Núverandi sambýlismaður
Sólveigar er Sigurður Hafsteinn
Guðfinnsson og eiga þau saman
Bríeti Björk, f. 2003. Kristín, f.
1982, sambýlismaður hennar er
Daníel Þorgeirsson en börn þeirra
eru: Árni Ágúst, f. 2001, og Katrín
Júlía, f. 2003. Guðjón, f. 1986. 3b)
Kolfinna Björk Bombardier, f. 21.
apríl 1960, d. 27. október 1992.
Hún giftist Kjartani Hafsteini
Kjartanssyni, f. 1956. Þeirra börn
eru: Hafdís Lára, f. 1977, barns-
faðir hennar er Guðmundur Georg
Jónsson en þeirra börn eru Kol-
finna Björk, f. 1996, og Sindri
Freyr, f. 1997. Þau slitu sambúð.
Vilhjálmur Árni, f. 1981. Signý
Sara, f. 1984, d. 1985. María Ósk, f.
1986. 3c) Tína Gná Róbertsdóttir,
f. 27. ágúst 1966, gift Gunnari Þór
Sæþórssyni, f. 1965. Þeirra börn
eru: Sæþór Björn, f. 1984, Margrét
Jóna, f. 1989, og Guðríður Lára, f.
1992. 4) Vilhjálmur Grétar Árna-
son, f. 1. maí 1942, d. 18. desember
1968.
Árni ólst upp á bænum Tröð í
Fróðárhreppi þar sem hann stund-
aði almenn landbúnaðarstörf. Eft-
ir að hann kynntist Láru hófu þau
búskap, fyrst í Duus-húsum og síð-
ar að Garðavegi 5 í Keflavík. Árni
réðst til starfa hjá Keflavík hf, og
vann þar alla sína starfsævi við al-
menn fiskvinnslustörf og smíðar.
Útför Árna fer fram frá Kefla-
víkurkirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
nóvember 1930, d. 3.
júní 1946.
Árni Magnússon
giftist Láru Þórðar-
dóttur, f. 30. júní
1919, d. 22. nóvember
1955. Foreldrar henn-
ar voru Þórður Valdi-
mar Marteinsson
fæddur í Haga, Barða-
strandarhreppi 1. maí
1879, d. 7. maí 1929,
og Ólafía Ingibjörg
Elíasdóttir, f. í Siglu-
nesi í V-Barðastrand-
arhreppi 26. septem-
ber 1885, d. 1. ágúst
1970. Árni og Lára eignuðust sex
börn, tvö létust í frumbernsku en
fjögur komust til manns. Þau
voru: 1) Hafsteinn Árnason, f. 10.
júlí 1938, d. 10. nóvember 1963. 2)
Lýður Brynjólfur Árnason, f. 9.
september 1939, d. 11. desember
1959. 3) Guðrún Árnadóttir, f. 8.
október 1940, d. 2. júlí 1971. Börn
hennar eru: 3a) Lára Þórðardótt-
ir, f. 5. október 1958, gift Einari
Sveini Guðjónssyni, f. 1953. Börn
þeirra eru: Guðrún Árný, f. 1975.
Sambýlismaður hennar er Vil-
mundur Rúnar Halldórsson, f.
1976, en börn þeirra eru Sara
Dögg, f. 1999, og Einar Sveinn, f.
2002. Sólveig Rós, f. 1977, börn
hennar eru Lára Björk Ingibergs-
Mig langar að minnast með nokkr-
um orðum tengdaföður míns Árna
Magnússonar sem er látinn á tíræð-
isaldri. Árni var elsta barn foreldra
sinna. Tveimur árum eftir fæðingu,
snemma vors 1916, fluttust foreldrar
hans vestur í Fróðárhrepp, en Magn-
ús faðir Árna átti ættir að rekja þang-
að. Þetta fyrsta ferðalag hins unga
sveins var viðburðaríkt. Haldið var
yfir Laxárdalsheiði þar sem ungu
hjónin hrepptu vonskuveður en kom-
ust þó klakklaust yfir til Búðardals.
Frá Búðardal var siglt til Ólafsvíkur
og þaðan inn að Tröð í Fróðárhreppi
en þar hóf fjölskyldan búskap. Í
Fróðárhreppi ólst Árni upp í föður-
húsum og vann við landbúnað og undi
hag sínum vel. Ekki var að merkja að
þessi fyrsta reynsla Árna af ferðalög-
um hafi dregið úr ferðahug hans enda
voru ferðalög innanlands hans helsta
ástríða.
Árni kvæntist Láru Þórðardóttur
og fluttu ungu hjónin fljótlega til
Keflavíkur þar sem Árni réðst til
vinnu í Keflavík hf., eða HF eins og
Keflvíkingar kölluðu fyrirtækið. Þar
vann hann allan sinn starfsaldur við
fiskvinnslu og smíðar. Meðal eldri
Keflvíkinga var Árni reyndar aldrei
kallaður annað en Árni í HF en það er
viðhengi sem nokkrir aðrir starfs-
menn þess fyrirtækis fengu við nafn
sitt. Að mörgu leyti voru meiri byrðar
lagðar á Árna en marga aðra sam-
ferðamenn hans. Hann og Lára eign-
uðust sex börn, tvö létust í frum-
bernsku en fjögur komust til manns
en öll létust þau í blóma lífsins úr arf-
gengri heilablæðingu, sama sjúkdómi
og Lára móðir þeirra lést úr 1955.
Eitt barna þeirra, Guðrún, eignaðist
þrjár dætur, þær Láru, Kolfinnu og
Tínu Gná. Guðrún giftist aldrei og bjó
alla tíð ein með dætur sínar hjá Árna
föður sínum. Er Guðrún dó 1971 gekk
Árni þeim systrum, Láru og Kol-
finnu, sem nú er látin úr arfgengri
heilablæðingu, í föðurstað enda köll-
uðu þær hann aldrei annað en pabba.
Tína sem var ársgömul fór í fóstur til
frænku Árna, Jónu Lárusdóttur og
manns hennar Björns Sveinssonar.
Eftir að hafa séð eftir börnum sínum
sex og eiginkonu tók Árni sér fyrir
hendur að ala upp barnabörn sín tvö,
þær Láru og Kolfinnu. Honum fórst
það verk vel úr hendi. Áður en Árni
var allur átti hann eftir að horfa á eft-
ir dótturdóttur sinni, Kolfinnu, og
dóttur hennar yfir móðuna miklu.
Árni Magnússon var alveg einstak-
ur maður. Eins og áður sagði mátti
hann horfa upp á sína nánustu falla
hvern af öðrum í valinn fyrir hinni óg-
urlegu ættarfylgju sem arfgeng
heilablæðing er. Þrátt fyrir þetta
gafst hann aldrei upp og hélt trú sinni
á lífið. Hann var víðlesinn og ljóðelsk-
ur og fékkst sjálfur við kveðskap á
yngri árum. Árni var ættrækinn mað-
ur og á sínum mörgu ferðalögðum um
landið lagði hann mikla áherslu á að
sækja heim ættmenni sín. Það kom
líka í ljós þegar á reyndi að Árni átti
marga góða að. Í raunum sínu átti
hann m.a. drjúgan stuðning hjá
systkinum sínum Margréti, Rögnu og
Karli en þau systkin voru alla tíð
mjög samrýnd.
Ekki er hægt að tala um þennan
kafla í lífi Árna Magnússonar án
þessa að minnast á og þakka séra
Birni Jónssyni sem var sóknarprest-
ur í Keflavík á þessum árum. Björn
veitti Árna mikinn styrk og um-
hyggju í sorgum hans og var tíður
gestur á Garðavegi 5 þessi ár. Tengsl
sálusorgara og sóknarbarns urðu
mér ljós þegar dótturdóttir mín var
skírð í fyrrahaust. Árni var þá orðinn
nokkuð lasburða og átti erfitt með
ferðalög en þegar hann frétti að séra
Björn hefði verið fenginn til verksins
ljómaði hann allur og sagði að í þessa
athöfn myndi hann mæta. Þegar ég
sótti hann snemma dags var hann
löngu ferðbúinn og hlakkaði mikið til
að sjá vin sinn og fyrrum sálusorgara.
Séra Björn hafði ekki hugmynd um
að í þessari athöfn væri borin til
skírnar barnabarnabarn Árna Magn-
ússonar en þegar honum varð það
ljóst varð honum að orði að eitthvað
innra með sér hefði knúið sig til að
taka að sér þessa athöfn. Fagnaðar-
fundir vinanna voru innilegir og Árni
var sérstaklega ánægður með þennan
dag.
Leiðir okkar Árna lágu fyrst sam-
an í HF Keflavík en það var svo árið
1974 að ég kynntist Árna nánar þegar
við Lára dótturdóttir hans hófum
sambúð. Árni tók ekki annað í mál en
að við byggjum hjá honum á Garða-
veginum. Þegar hann frétti að við
vildum kaupa hjónarúm taldi hann
það óþarfa. Honum yrði það leikur
einn að smíða slíkan grip fyrir okkur
sem og hann gerði. Árni var smiður
góður og byggði fjölskyldu sinni snot-
urt hús að Garðavegi 5 í Keflavík. Víst
er að hann bjó að þeirri reynslu þegar
hann endurbyggði foreldrahús sín að
Tröð eftir bruna um 1960.
Árni var prúðmenni og ljúfmenni
sem vildi öllum liðsinna. Þau þrjátíu
ár sem ég var svo lánsamur að eiga
samfylgd með honum heyrði ég hann
aldrei tala illa um nokkurn mann og
ég held að hann hafi aldrei átt neina
óvildarmenn.
Árni hafði gaman af að fara í lax og
var góður veiðimaður. Hann sagði
mér af mörgum veiðiferðum sem
hann fór með frænda mínum laxa-
Bjössa frá Akranesi en það var áður
en laxveiðar urðu ríkra manna hobbí.
Árni var einnig með bíladellu og gerði
út leigubíl með vini sínum Didda í HF
um tíma. Áhugi Árna á bílum hélst til
dauðadags og þótti honum fátt
skemmtilegra eftir að hann fluttist á
dvalarheimilið Hlévang í Keflavík en
að fara á rúntinn með Matta vini sín-
um. Matta og hans fjölskyldu ber að
þakka þá rækt sem þau sýndu Árna
hin síðari ár. Einnig ber að þakka
þeim ágætu hjónum Sigurði Alfons-
syni, frænda Árna, og Vigdísi konu
hans fyrir þá umhyggju og vinskap
sem þau sýndu Árna á síðustu árum.
Þau hjón voru óþreytandi í að sel-
flytja Árna í fjölskylduhóf vítt og
breitt um landið. Þegar gera þurfti
dagamun var Siggi mættur með nikk-
una og hélt uppi fjörinu.
Árni Magnússon var tiltölulega
heilsuhraustur maður þótt ekki væri
hann bindindismaður, t.d. reykti
hann alltaf mikið. Fyrir örfáum árum
veiktist hann hastarlega af salmón-
ellu og náði hann sér aldrei eftir það
áfall. Eftir þau veikindi fór heilsu
hans smátt og smátt hrakandi. Tólfta
ágúst síðastliðinn varð Árni níræður
og hélt hann upp á daginn á dvalar-
heimilinu Garðvangi. Á þessum sól-
ríka og fagra degi komu fjölskyldan
og vinir saman og samglöddust góð-
um dreng. Siggi þandi nikkuna og
Árni lék á als oddi. Ég efa hins vegar
ekki að þá vissi hann þegar að hverju
stefndi.
Fyrir nokkrum dögum, þegar við
hjónin sátum við banabeð Árna, var
honum umhugað um að koma til skila
óskum um útför sína. Hann vildi fá að
hvíla hjá sínu fólki og að sinn gamli
sálusorgari séra Björn Jónsson sæi
um athöfnina. Hann vildi hins vegar
engin ræðuhöld. Mér varð að orði að
þá þyrfti hann annan prest. Þá brosti
sá gamli og sagði að það væri líklega
rétt. „Við verðum þá að leyfa Birni að
ráða þessu.“ Þetta var í síðasta sinn
að ég sá Árna brosa en það var aldrei
langt í brosið hjá honum. Árni Magn-
ússon lést að morgni laugardagsins
16. október saddur lífdaga og hvíld-
inni feginn.
Guð blessi minningu Árna Magn-
ússonar.
Einar Sveinn Guðjónsson.
Elsku pabbi minn. Nú þegar komið
er að kveðjustund vil ég þakka þér
fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig með
þessum bænaversum sem þú kenndir
mér þegar ég var lítil stelpa.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson)
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaður Jesú mæti.
(Höf. ók.)
Sofðu rótt, elsku vinur. Þín
Lára.
ÁRNI
MAGNÚSSON
Fleiri minningargreinar
um Árna Magnússon bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Sigurður
Alfonsson.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Síðumúli 35 — Til leigu
1. hæð á besta stað. Alls um 380 fm.
Hægt að skipta í smærri einingar.
Upplýsingar í símum 553 8099 og 824 6099.
HÚSNÆÐI ÓSKAST
Íbúð óskast til leigu
Óskum eftir að taka á leigu íbúð á höfuðborgar-
svæðinu með minnst tveimur svefnherbergjum,
með eða án húsgagna, frá 15. nóvember 2004
til 31. janúar 2005.
Áhugasamir hafi samband í síma 585 9000.
ÓSKAST KEYPT
Þorláksbiblía
Óskum eftir að fá til skoðunar Þorláksbiblíu
fyrir fjársterkan safnara.
Bókin ehf. - Antikvariat
Klapparstíg 25-27,
símar 552 9720/867 9832.
TIL SÖLU
Veitingastaður á Akureyri
Til sölu eða leigu 36 sæta glæsilega innréttaður
veitingastaður á Akureyri.
Góð velta og mikil sóknarfæri.
Tilvalið fyrir ungt fólk með metnað að skapa
sér skemmtilegt vinnuumhverfi.
Upplýsingar í síma 892 8583.
Veitingahús
Til sölu eða leigu er 200 fermetra húsnæði fyrir
veitingahús í Tryggvagötu 4—6.
Tilvalið fyrir kokk og þjón að opna sinn eiginn
veitingastað með litlum tilkostnaði. Eldunar-
tæki, stólar, borð og borðbúnaður til staðar.
Upplýsingar í síma 892 8583.
I.O.O.F. 12 18510228½ Ma.
I.O.O.F. 1 18510228 Fl.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Í kvöld kl 20.30 heldur Bjarni
Sveinbjörsson erindi „Para-
mahansa Yogananda boðberi
Kriya Yoga“ í húsi félagsins í Ing-
ólfsstræti 22. Á morgun laugar-
dag kl. 15-17 er opið hús, með
fræðslu og umræðum kl. 15.30 í
umsjón Erlings Þorsteinssonar:
„Armageddon og hvað svo.“
Á sunnudögum kl. 10.00 er hug-
leiðingarstund með leiðbeining-
um fyrir almenning.
Starfsemi félagsins er öllum opin.
www.gudspekifelagid.is
mbl.is
ATVINNA
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og
útfarar bróður okkar, mágs og frænda,
PÁLS KRISTJÁNSSONAR,
Lönguhlíð 20,
Bíldudal.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Patreksfjarðar.
Jóna Kristjánsdóttir,
Teitur Kristjánsson, Margrét B. Aðalsteinsdóttir
og frændsystkini.