Morgunblaðið - 22.10.2004, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 45
DAGBÓK
Verkfall
ÉG er stúlka í 7. bekk sem er orðin
þreytt á þessu eilífðar verkfalli. Er
ekkert verið að hugsa um okkur
börnin sem þurfum að dúsa heima
daginn út og daginn inn og höfum
ekkert að gera? Amma segir að hér
sé fólk bara að hugsa um sjálft sig og
enga aðra en í þessu máli er það
bara þannig að á meðan kallarnir í
sveitarstjórnunum eru að reyna að
semja við Kennarasambandið eru
krakkar sem kannski ætla í Harvard
eða Yale en til að komast inn í þá
verður maður að hafa gott og mikið
vit í kollinum, en það fáum við ekki
með því að dúsa heima og læra ekki
neitt. Sumum finnst kannski gaman
að vera í „fríi“ en öðrum ekki.
Er ekki hægt að fá gamla kennara
til að kenna þeim sem vilja læra,
svona á meðan.
Jóhanna María Skarphéðinsdóttir,
7. ÁEJ.
Umslag fannst í Hagkaupum
UMSLAG með peningum fannst sl.
miðvikudag í Hagkaupum í Skeif-
unni. Upplýsingar í síma 847 3700.
Giftingarhringur í óskilum
GIFTINGARHRINGUR, karl-
manns, fannst í Laugardalslaug fyr-
ir 3 vikum. Upplýsingar í síma
697 9209.
Bleikt stelpuhjól í óskilum
BLEIKT stelpuhjól er í óskilum við
Verðlistann á Laugalæk. Upplýs-
ingar á staðnum eða í síma 553 3755.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Lagadeild, félagsvísindadeild og við-skipta- og hagfræðideild Háskóla Ís-lands standa í dag fyrir ráðstefnu umrannsóknir í félagsvísindum. Ráð-
stefnan er haldin í Lögbergi og Odda og hefst
hún klukkan níu að morgni og stendur til klukk-
an fimm síðdegis.
Þetta er í fimmta skipti sem opin ráðstefna um
rannsóknir í félagsvísindum er haldin í Háskól-
anum. Á ráðstefnunni verða 28 málstofur en hver
málstofa varir í tvær klukkustundir. Alls verða
haldnir 111 fyrirlestrar um nýlegar íslenskar
rannsóknir, en þeir eru gefnir út í ráðstefnurit-
um sem verða til sölu frá og með ráðstefnudeg-
inum. Ritin eru þrjú, eitt fyrir lagadeild, annað
fyrir viðskipta- og hagfræðideild og það þriðja
fyrir félagsvísindadeild.
Friðrik H Jónsson, forstöðumaður Fé-
lagsvísindastofnunar segir stöðu rannsókna á
sviði félagsvísinda vera afar sterka hér á landi.
„Það sést meðal annars á því að þessi ráðstefna
um rannsóknir í félagsvísindum er haldin á
hverju ári. Það væri ekki hægt nema af því að á
Íslandi eru mjög margir góðir og mjög virkir
fræðimenn á sviði félagsvísinda,“ segir Friðrik
og bætir við að mikilvægi félagsvísinda fyrir ís-
lenskt samfélag sé mjög mikið og jafnvel meira
en fólk geri sér grein fyrir. „Þetta mikilvægi
birtist á ýmsan hátt. Má til dæmis nefna mjög
öflugt starf félagsvísindadeildanna í Háskóla Ís-
lands, mjög mikla aðsókn stúdenta í slíkt nám í
Háskólanum og loks að á undanförnum árum
hafa bæði Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á
Akureyri sett á stofn nýjar deildir í félagsvís-
indagreinum. Það hefði ekki verið gert nema af
því að nægilegt framboð er af góðum fræðimönn-
um til að sinna kennslu í þessum greinum og eft-
irspurn er eftir menntun í félagsvísindum er mik-
il bæði meðal stúdenta og úti í samfélaginu.“
Hvar liggja helstu áherslurnar?
„Það er ómögulegt að svara þessar spurningu.
Til þess er fræðasviðið of vítt. Góð leið til að fá
yfirlit um þá miklu fjölbreytni og grósku sem er í
rannsóknum í félagsvísindum á Íslandi er að gefa
sér tíma til að heimsækja heimasíðu ráðstefn-
unnar, (http://www2.hi.is/page/radstefna) og fara
yfir allt sem þar er að finna.“
Hvað má gera betur hér á landi hvað varðar
rannsóknir?
„Félagsvísindi, eins og önnur fræði hér á landi,
myndu alveg þola auknar fjárveitingar til rann-
sókna. En aðalatriðið er þó bara að reyna að
gera betur í dag en í gær. Þegar á heildina er lit-
ið er félagsvísindamönnum á Íslandi að takast
það.“
Vísindi | Fimmta ráðstefnan um rannsóknir í félagsvísindum í Háskóla Íslands
Mikil fjölbreytni og gróska
Friðrik H. Jónsson
er fæddur á Siglufirði
1951. Hann lauk kenn-
araprófi frá Kenn-
araskóla Íslands, 1972,
BA prófi í sálfræði frá
HÍ 1976, MSc í fé-
lagssálfræði frá Lond-
on School of Econo-
mics, 1977 og
doktorspróf frá Há-
skólanum í Sheffield,
1986.
Friðrik hefur kennt við HÍ frá 1983 og er nú
dósent í félagssálfræði í sálfræðiskor og for-
stöðumaður Félagsvísindastofnunar.
Friðrik er kvæntur Guðnýju Á. Steinsdóttir
og eiga þau tvö börn.
1. e4 d5 2. exd5 Dxd5 3. Rf3 Rf6 4. d4
Bf5 5. Be2 e6 6. O-O Be7 7. Rh4 Bg6 8.
c4 Dd8 9. Rc3 c6 10. Be3 Rbd7 11. Hc1
Rg4 12. Bxg4 Bxh4 13. d5 Re5 14. Be2
cxd5 15. cxd5 O-O 16. Db3 exd5 17. Hfd1
b6 18. Hxd5 De7 19. Hd4 Hac8 20. Hcd1
Bf5 21. Rd5 De6
Staðan kom upp á Ólympíu-
skákmótinu sem stendur nú yfir í Calviu
á Mallorca. Rússinn Vadim Zvjaginsev
(2650) hafði hvítt gegn David Monell
(2263) og stóð frammi fyrir þeirri
ákvörðun hvort það gengi upp að taka
biskupinn á h4. 22. Hxh4! Bc2 23. Db4!?
23. Da3 hefði reyndar einnig gengið upp
vegna 23...Bxd1 24. Re7+ og hvítur
vinnur. 23... Rc6 það hefði verið snoturt
ef hvítur hefði fengið eftir 23... Bxd1 að
leika 24. Re7+ Kh8 25. Hxh7+! Kxh7
26. Dh4+ og drottning svarts fellur út-
byrðis. Eftir textaleikinn hefur hvítur
léttunnið tafl. 24. Dd2 Bxd1 25. Bxd1
Hfd8 26. Bb3 Ra5 27. Hd4 Rxb3 28.
axb3 h6 29. h3 He8 30. b4 Df5 31. Rc3
Hc6 32. Hd5 Dc8 33. Hd7 Hg6 34. Dd5
Hf8 35. Bf4 De8 36. Kh2 De1 37. Bg3
Hg5 38. De4 Da1 39. De2 Hg6 40. Hd1
He6 41. Hxa1 og svartur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
GUÐFRÆÐI- og heimspekideildir
Háskóla Íslands standa fyrir Hug-
vísindaþingi í dag og á morgun. Á
þinginu, sem fer fram í Aðalbygg-
ingu Háskólans, velta um sextíu
fræðimenn af öllum sviðum hugvís-
inda fyrir sér íslenskri og erlendri
menningu í nútíð og fortíð.
Meðal umræðuefna verða lýð-
ræði, hugmyndir um þátttöku-
lýðræði og kosningarétt barna auk
tengsla við umhverfisvernd. Sérstök
málstofa verður haldin um banka-
kerfið og þátt þess í nývæðingu at-
vinnulífsins. Tvær málstofur verða
helgaðar kristni og kvennahreyf-
ingu og önnur helguð tengslum list-
sköpunar og trúar. Þá verður fjallað
um málvitund og þjóðernisvitund
Vestur-Íslendinga auk þess sem
tekist verður á um hvort Sonator-
rek Egils Skallagrímssonar og
kvæði Gísla Súrssonar eru heiðinn
eða kristinn kveðskapur lagður í
munn heiðinna manna. Auk þess
verður sjónum beint að riddarabók-
menntum í einni af málstofunum á
þinginu.
Einnig verður á ráðstefnunni
gerð grein fyrir nýjum rannsóknum
á Jónsbók og fjallað um íslenskt mál
að fornu og nýju auk þess sem kast-
ljósinu verður beint að þýsku á Ís-
landi, táknmáli og erlendum málum
og ýmsar hliðar á tengslum mál-
anna við íslensku.
Þingið hefst kl. 13 í dag í Hátíð-
arsal Aðalbyggingar Háskólans og
stendur til kl. 17 á morgun. Aðgang-
ur er ókeypis og eru allir velkomnir.
Fræðasamfélag | Hugvísindaþing
Háskólans hefst í dag
Morgunblaðið/Kristinn
Háskóli Íslands er miðstöð rannsókna í hugvísindum á Íslandi.
Menning í sínum
breiðasta skilningi