Morgunblaðið - 22.10.2004, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 47
MENNING
SÝNING á verkum þeirra fjögurra
listamanna sem eru í úrslitum til
hinna virtu bresku Turner-
myndlistarverðlauna var opnuð í
Tate Britain-safninu í London í gær.
Listamennirnir sem eiga verk á sýn-
ingunni eru Kutlug Ataman, Jeremy
Deller, Langlands & Bell og Yinka
Shonibare. Verðlaunin eru árlega
veitt breskum listamanni undir
fimmtugu, og er verðlaunaféð 40.000
pund, eða rúmar fimm milljónir
króna. Þau verða veitt í desember.
Sýning fjórmenninganna í ár er
afar pólitísk í efnistökum og sagðist
Stephen Deuchar, safnstjóri í Tate
Britain-safninu, fagna þeirri þróun í
Turner-úrslitasýningunum. Þannig
er minna um líkamsvessa en á fyrri
sýningum og meiri pólitísk meðvit-
und, að því er dagblaðið The Guard-
ian greinir frá „Pólitísk tengsl eru
mjög sláandi í ár. Það er gott að sjá
listamenn líta út fyrir listheiminn og
sitt líf,“ sagði Deuchar.
Langlands & Bell
Ben Langlands og Nikki Bell hafa
unnið saman síðan 1978. Þeir eiga
þekktasta verkið á sýningunni í
Tate, en einn hluti þess hefur verið
fjarlægður af sýningunni. Það er
myndband tekið í réttarsal í Kabul,
þar sem afganskur stríðsherra sem
um þessar mundir kemur fyrir rétt í
London kemur fyrir. Í verki þeirra
er einnig gagnvirk stafræn end-
ursköpun á herbúðum Osama bin
Laden í Afganistan.
Kutlug Ataman
Kutlug Ataman er myndlist-
armaður og kvikmyndagerðarmaður
fæddur í Istanbúl árið 1961. Verk
hans byggist á sexskiptri mynd-
bandsinnsetningu, þar sem sex ein-
staklingar í Suðaustur-Tyrklandi
tala um líf sitt áður fyrr, sem endaði
á ofbeldisfullan hátt.
Yinka Shonibare
Yinka Shonibare er fæddur í
London árið 1962, en fluttist til Lag-
os í Nígeríu aðeins þriggja ára að
aldri. Hann býr þar enn og lýsir
sjálfum sér sem póst-nýlendu-
blendingi. Shonibare leitast við í
verkum sínum að ögra fyrirfram-
gefnum forsendum með því að má út
mörkin milli staðlaðra hugmynda
um vestræna hámenningu og hefð-
bundinna skilgreininga á afrískri
list.
Jeremy Deller
Samvinna og þátttaka eru lyk-
ilatriði í listsköpun Jeremy Deller.
Meðal verka hans á sýningunni nú
er heimildamyndin Memory Bucket,
sem greinir frá pílagrímsför gegnum
Texas að búgarði George Bush, og
uppáhalds hamborgarabúllu hans og
skrúðgöngu sem hann stóð fyrir
gegnum spænsku borgina San Seb-
astian.
Áhorfandi skoðar verk Yinka Shonibare sem er kallað „The Swing (after
Fragonard)“ á Turner-verðlaunasýningunni í Tate Britain í London.
Myndlist | Turner-úrslitasýning opnuð í Tate Britain
Pólitísk í efnistökum
ingamaria@mbl.is
AP
NÝTT eða kannski réttara sagt
stækkað og endurbætt orgel var
vígt í Laugarneskirkju í desember
2002 en þá vantaði í orgelið nokkrar
raddir eða pípuraðir sem nú eru
komnar á sinn stað þannig að org-
elið stendur nú fullklárað með sín-
um 28 röddum og er mikil prýði í
vesturendanum bæði fyrir auga og
eyra. Laugarneskirkja fór þá leiðina
að endurnýja og stækka orgelið í
stað þess að fá alveg nýtt hljóðfæri,
enda pípurnar úr gamla orgelinu
með fallegan tón sem fellur vel inn í
kirkjuna. Gamla orgelið var 19
raddir sem flestar halda sér
óbreyttar eða eru fluttar til um átt-
und og hefur síðan níu röddum ver-
ið bætt við og góð heildarmynd á
raddavalinu og tónumfangi hvers
verks orgelsins fyrir sig. Það var
Björgvin Tómasson orgelsmiður á
Blikastöðum sem annaðist þessa
breytingu og nýsmíði og er full
ástæða til að óska Laugarneskirkju
og Björgvini til hamingju með vel
heppnað verk.
Fyrstu tónleikar á fullbúið org-
elið voru haldnir sunnudaginn 17.
október s.l. og féll sá heiður í hlut
Eyþórs Inga Jónssonar, annars
organista Akureyrarkirkju. Eyþór
sagði frá verkunum og í stórum
dráttum hvernig hann nýtti orgelið í
hverju verki fyrir sig og komst allt
sem hann sagði vel og skilmerkilega
til skila. Eyþór innsiglaði tónleikana
með tveimur verkum eftir Jón Nor-
dal, Forspil um sálm sem aldrei var
sunginn hljómaði fallega í upphafi
og í lokin hljómaði hin glæsilega
Tokkata sem Jón samdi til minn-
ingar um Pál Ísólfsson. Tokkatan er
stórglæsilegt
orgelverk sem
naut sín vel á
orgelið í stór-
glæsilegum flutn-
ingi Eyþórs og
var í raun há-
punktur tón-
leikanna. Annað
verk sem mig
langar að nefna
er Passacaglían í d-moll BuxWV 161
eftir Dietrich Buxtehude sem Ey-
þór flutti á mjög hógværan máta og
notaði eingöngu veikari raddir
hljóðfærisins sem með sínum hljóm-
fagra sjarma gáfu verkinu fallegan
og sannfærandi heildarsvip. Tón-
leikarnir í heild voru vel fluttir með
fjölbreyttu og vel völdu raddavali,
músikalskri túlkun sem var alltaf
samkvæm sjálfri sér nema í hinni
frægu d-moll Tokkötu og fúgu
Bachs BWV 565 sem var ekki í góðu
jafnvægi. Sem sagt mjög góðir tón-
leikar á hljómfagurt og kraftmikið
Björgvinsorgel Laugarneskirkju.
TÓNLIST
Laugarneskirkja
Eyþór Ingi Jónsson, orgelleikari. Verk eft-
ir Jón Nordal, Sweelinck, Scheidemann,
Buxtehude, Bach og Frescobaldi. Sunnu-
dagurinn 17. október 2004 kl. 17.00.
ORGELTÓNLEIKAR
Eyþór Ingi Jónsson
Jón Ólafur Sigurðsson