Morgunblaðið - 22.10.2004, Page 52
52 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
!
HÉR er á ferðinni rómantísk mynd
með þeim Jennifer Lopez, Susan
Sarandon, Stanley Tucci og sjarmör
allra tíma, Richard Gere, í aðal-
hlutverkum. Um er að ræða end-
urgerð á japanskri mynd frá árinu
1996 en Gere leikur vinnusjúkan lög-
fræðing sem á yfirborðinu lifir hinu
fullkomna lífi. Hann finnur engu að
síður fyrir tómarúmi og dag einn
ákveður hann að skella sér í dans-
tíma, aðallega vegna þess að hann
kom auga á íðilfagran kennarann.
(Lopez). Brátt fær lögfræðingurinn
þó mikinn áhuga á dansinum og
sækir tímana grimmt en leynir því
um leið fyrir fjölskyldunni. Konan
hans (Sarandon) fer að gruna hann
um framhjáhald og sendir á hann
einkaspæjara. En sálartetur lög-
fræðingsins er að skríða saman
hægt og örugglega vegna dansins og
hann fer að endurmeta líf sitt vegna
þessa nýfengna áhuga.
Dansinn bjargaði lögfræðingnum: Gere í hlutverki sínu.
Frumsýning | Shall We Dance?
Dömufrí
ERLENDIR DÓMAR
Roger Ebert Metacritic.com 45/100
New York Times 60/100 (skvt.
Metacritic)
Variety 60/100 (skvt. Metacritic)
JONATHAN
Demme er einn af
virtustu leik-
stjórum samtímans
og á að baki þrek-
virki eins og Phila-
delphia og Silence
of the Lambs. Í
þessari endurgerð
af sígildri mynd
John Franken-
heimer frá 1962
(sem meðal annars
skartaði Frank Si-
natra, Janet Leigh
og Angela Lans-
bury) fær Demme
Denzel Washington
til liðs við sig á
nýjan leik.
Segir af varaforsetaefni í
Bandaríkjunum (leiknum af Liev
Schreiber) sem er fyrrum stríðs-
hetja úr Persaflóastríðinu. Félagi
hans þaðan, Ben Marco (leikin af
Washington) glímir á meðan við
martraðir úr stríðinu og fer að
gruna að ekki sé allt með felldu í
kringum varaforsetaefnið. Manch-
uriansamsteypunni og móður
varaforsetaefnisins (Meryl Streep)
er a.m.k. umhugað um að Marco
sé ekki að fetta fingur út í þessi
mál og upphefst nú hin æsilegasta
atburðarás.
Stál í stál: Washington og Streep.
Frumsýning | The Manchurian Candidate
Samsærið mikla
ERLENDIR DÓMAR
Roger Ebert Metacritic.com 73/100
New York Times 90/100 (skvt.
Metacritic)
Variety 90/100 (skvt. Metacritic)
Svolítið ólíkt Addams-fjölskyldunni: Christina Ricci í The Gathering.
ERLENDIR DÓMAR
Variety gefur myndinni góða umsögn, segir hana hryllingsmynd hins hugsandi
manns. Þar sem myndin hefur ekki verið gefin út í Bandaríkjunum né í Bret-
landi hefur engin gagnrýni birst í stærri miðlum. Þýskar og franskar kvik-
myndavefsíður, svo og fagblöð og vefsíður um hryllingsmyndir gefa yfir höfuð
jákvæða dóma.
ÞESSI hrollvekja er eftir breska
leikstjórann Brian Gilbert sem á
að baki ólíkar myndir eins og
gamanmyndina Vice Versa (1988)
með Judge Reinholdt, Wilde sem
segir sögu ljóðskáldsins Oscar
Wilde sem leikinn er af Stephen
Fry og dramað Not Without My
Daughter með Sally Field.
Það er Christina Ricci sem fer
með aðalhlutverkið í myndinni en
hún leikur bandaríska stúlku sem
er á ferðalagi um England. Hún
kemur að smábæ þar sem hún
lendir í bílslysi með þeim afleið-
ingum að skammtímaminnið
skaddast. Fjölskyldan sem olli
slysinu býður henni að búa hjá
sér á meðan hún jafnar sig en
henni er ómögulegt að muna
hvað hún ætlaði sér að gera í
bænum. Á sama tíma fer hún að
sjá hryllilegar sýnir og ókunnugt
fólk og æði vafasamt fer að of-
sækja hana. Lykillinn að baki
þessum undarlegu atburðum ligg-
ur í sýnum stúlkunnar og einnig í
gamalli kirkju sem var grafin
upp í bænum fyrir ekki svo
löngu.
Frumsýning |
The Gathering
Ógn hins
óþekkta