Morgunblaðið - 22.10.2004, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 53
EKKI verður annað sagt en að þessi
fyrsta útgáfa Karls Davíðs Lúðvíks-
sonar, Dirty Mood Booster, komi
skemmtilega á
óvart, grípandi
og dægilegt,
hæfilega fram-
sækið draum-
kennt popp.
Útsetningar á
plötunni eru fjöl-
breyttar þótt þær haldi sig á sömu
slóðum framan af, stundum full-
mjúkar, „God’s Children“ hálf valí-
umleg, en undir lok plötunnar koma
prýðilegir sprettir sem koma í veg
fyrir að hún verði leiðigjörn. Þannig
er skemmtileg stígandi í fimmta lagi
plötunnar, „To Lo“, en einnig er það
sjötta, „AA“ skemmtilega poppað
með þungri undiröldu. Áttunda lagið,
sem heitir því viðeigandi nafni „Jimi
Sky“, brýtur stemmninguna líka
skemmtilega upp og svo kemur á eft-
ir þunglyndisleg strengjaballaða af
bestu gerð, en það og næstu tvö lög á
eftir eru mjög áþekk að stemmningu,
eru tengd og eins og renna saman
þar til fjarar út í brak og bresti í
„Spirals“ – einkar skemmtileg flétta.
Á köflum skriplar á skötu í fram-
burðinum, til að mynda í fyrsta er-
indi upphafslagsins, „In Your
Dreams“ þegar hann raular við
kassagítarundirleik, en um leið og
fleiri hljóðfæri slást í hópinn skiptir
það ekki máli. Textarnir eru líka mis-
jafnir, stundum klaufalega orðaðir,
en allajafna gera þeir það sem þarf,
skreyta og skapa tregablandna
stemmningu.
Síðasta lagið er svo „God’s Childr-
en“ endurtekið, en án söngs – eig-
inlega óþarft því Spirals endar svo
skemmtilega.
Það býr mikill metnaður í þessari
plötu og ekki bara í handgerðu og
óneitanlega býsna frumlegu umslag-
inu. Lögin eru mörg vel samin, sum
hreint afbragð, laglínur grípandi og
útsetningar vel heppnaðar. Ekki
skortir Karl Davíð tónlistarhæfileika
og vonandi að hann haldi áfram á
þeirri braut sem hann hefur markað
sér.
Mikill
metnaður
Tónlist
Íslenskar hljómplötur
Karl Davíð Lúðvíksson kallar sig Dirty
Mood Booster. Ekki kemur fram í um-
slagi (vasa) plötunnar hver gerði hvað en
þó að Árni Bergmann lagði honum lið við
útsetningar og stýrði upptökum. Karl
Davíð gefur sjálfur út. 61,29 mínútur.
Dirty Mood Booster – Narcoleptic Dream
Árni Matthíasson
LOVE Guru er kynlegur kvistur í íslensku
tónlistarlífi og einhver sá skemmtilegasti sem
fram í sviðsljósið hefur stigið í lengri tíma.
Hann er partíhetja af bestu sort, syngur og
rappar um það eitt að njóta lífsins og allra
þeirra lystisemda sem það hefur upp á að
bjóða. Þetta er náttúrlega eitt stórt djók og
það fyndið djók. Þá má ekki vanmeta þátt Dj
Young á plötunni en hann er greinilega lúnk-
inn tónlistarmaður, naskur á að grafa upp og
splæsa saman grípandi stefjum, laglínum og
hljóðbútum. Þetta væri ekki næstum því eins
mikið gaman ef góðra
laga hans nyti ekki við.
En Love Guru er eins og
fyrr segir fyndinn, ekki
bara konseptið sem slíkt,
þessi samfestingsklæddi,
löðrandi sveitti foli, held-
ur hafa flestir textar
hans, eins innantómir og bullkenndir þeir eru
á yfirborðinu, að geyma lúmskan ádeilubrodd,
misjafnlega föst og rætin skot á galtóma og
gegndarlausa partímenningu hnakkakyn-
slóðar þessa lands. Við erum að tala um leir-
burð af bestu sort: „Party krakkar og FM
hnakkar yeah/allir hér inní húsinu/haldið ykk-
ur frá búsinu/fáið ykkur frekar rúsinu (sic)/
allir út á gólf.“ („1,2, Selfoss“). Love Guru er
líka ekki bara innantómt partídýr. Hann hef-
ur tilfinningar, samvisku og notar tækifærið
til að færa ungviðinu hollan boðskap og góðan
á tungumáli sem það skilur: „Við ættum að
syngjog (sic) tralla eins og Richie Scopí (sic)/
Hoppa og dansa eftir lögunum hans Moby/
Koma hreint fram eins og snillingurinn Koby/
Þú hefur það betra en fólkið í Næróbí.“
(„Hjálpumst að“)
Kaldhæðnin felst svo í því að það er einmitt
þessi hnakkakynslóð sem fallið hefur hvað
kylliflatast fyrir steypunni. Og skýringin er
einföld. Lögin eru – þrátt fyrir allt djókið –
alveg bullandi grípandi og skemmtileg.
Love Guru er miðpunkturinn, nýtur að-
stoðar ágætis söngkvenna af yngri kynlóð-
inni, sem krydda viðlögin hæfilega og Dj
Young sýður svo allt saman á vel smellinn
máta.
En þegar allt kemur til alls ristir þessi
músík ekki djúpt og það er nú einu sinni svo
með alla brandara, að þeir eru fyndnastir í
fyrsta sinn og eiginlega bara fyndnir einu
sinni, skiptir þar engu hve fyndnir þeir eru.
Þetta Love Guru partí endist því trúlega
skemur en gott hnakkapartí. En mikið
skrambi er þetta samt feitt partí.
Hrista rassinn, hér kemur bassinn
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Party hetja - 100% grúv er plata gerð af Love Guru og
Dj Young. Fram koma auk þeirra Hreimur, Þóra Sif og
Kristín Ýr, Mc Augost og Eva Maria, Tinna Marina,
Nylon, Litli, B.T., Svansie, The Bet, Pétur Jóhann
Sigfússon o.fl. Hljóðblöndum og mastering Dj Young.
Útgefandi MSK.
LOVE GURU - Party hetja
Skarphéðinn Guðmundsson
Love Guru er löðrandi sveitt partíhetja.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið