Morgunblaðið - 22.10.2004, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 22.10.2004, Qupperneq 54
54 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Mjáumst í bíó! Kr. 450 Sýnd kl. 4. Ísl. tal. VINCE VAUGHN BEN STILLER DodgeBall punginn á þér!  Ó.Ö.H. DV  S.V. Mbl. Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Kvikmyndir.is  DV Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5, 8 og 11. B.i. 16 ára. B.i. 16 ára. Bakvið martraðir hans leynist óhugnalegur sannleikur DENZEL WASHINGTON MERYL STREEP Frá leikstjóra Silence of the Lambs kl. 5, 8 og 11. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára. Snargeggjuð gamanmynd frá hinum steikta Scary Movie hóp THE HUNT FOR THE BLOOD ORCHID THE HUNT FOR THE BLOOD ORCHID „Ég anda, ég sef, ég míg ... Tónlist“ Bubbi Morthens Til heljar og til baka með atómbombunni Bubba Morthens , f, í ... li t i t il lj til t i t ÞÆR ERU MÆTTAR AFTUR...ENN BLÓÐÞYRSTARI! KYNGIMAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA. ÞÆR ERU MÆTTAR AFTUR...ENN BLÓÐÞYRSTARI! KYNGIMAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA. „Ég anda, ég sef, ég míg ... Tónlist“ Bubbi Morthens Til heljar og til baka með atómbombunni Bubba Morthens V.G. DVS.V. Mbl. Ó.H.T Rás 2 28.10.04 28.10.04 Ein þeirra hljómsveitasem spila á tónlist-arhátíðinni miklu, Iceland Airwaves, í ár er Sign. Forsprakki sveit- arinnar, sem varð til uppúr Músíktilraunum árið 2001, er Ragnar Zolberg Rafnsson. Sveitin stígur á svið klukkan 22 á Gauk á Stöng í kvöld á sérstöku Kerrang! K-Club kvöldi. Þar verð- ur rokkið í fyr- irrúmi og spila fleiri íslenskar sveitir á borð við Hoffman, Manhattan, Mínus og Drep þarna í kvöld. Ekki má heldur gleyma Bretunum í Yourcodenameis:milo. „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Ragnar Zolberg, sem hefur vakið athygli fyrir magnaða sviðsframkomu og tónlistarhæfileika. „Við er- um búnir að vera duglegir að spila okkur saman sem band,“ segir hann en nýir meðlimir komu inn fyrir tveimur mánuðum. Þá bætt- ust við gítarleikarinn Arnar G. og bassaleikarinn Silli, þekktur úr Stripshow, en einnig er í hljómsveitinni Egill, bróðir Ragnars, sem spilar á trommur. Sjálfur spilar hann á gítar og syng- ur. „Ég hef verið með Arnari áður í hljómsveit og svo hef- ur Egill verið að spila með honum Silla. Við erum allir samrýndir.“ Sign verður með fjögurra laga plötu til sölu á tónleik- unum. „Hún er fyrst og fremst hugsuð sem kynning- arplata og aðallega út af Airwaves,“ segir hann en platan verður einnig til sölu á tónleikum sveitarinnar á næstunni.    Sign spilaði líka á Air-waves í fyrra. „Þá vor- um við á Grand Rokki með allt annað band. Við erum með flottara band núna og fengum alveg frábært slott. Það er mikill munur á okk- ur frá því í fyrra því við er- um komnir með þessa tvo nýju meðlimi,“ segir Ragnar sem er aðal lagasmiður sveitarinnar. „Ég kem með hugmyndirnar en svo þróast þær á því að spila saman og æfa. Þá kemur alltaf eitt- hvað nýtt.“ Sign hefur gefið út tvær plötur, Vindar og breytingar árið 2001, og Fyrir ofan himininn árið 2002 en hún er að verða uppseld. „Við vorum að frétta það um daginn og það kom okkur mjög á óvart.“    Líka vakti athygli þegarRagnar gaf út fyrstu sólóplötu sína, Upplifun, þá 12 ára gamall. Hann hafði þá þegar látið í sér heyra á Músíktilraunum með hljóm- sveitinni Rennireið, sem komst í úrslit. Það má segja að hann hafi fengið tónlist- ina í vöggugjöf en hann er sonur hins víðkunna tónlist- armanns Rafns Jónssonar, sem lést í sumar. Plata með Rabba, Fuglar geta ekki flogið á tunglinu, kom út í vikunni, og kemur Ragnar mikið við sögu. Hann semur flest laganna með pabba sínum auk þess að syngja og spila á gítar. „Það var æðislegt að gera þetta með honum og ég lærði rosalega mikið af því. Líka sem hljóðfæraleikari, ég var að spila allt öðruvísi tónlist en ég er vanur að gera og syngja hana líka,“ segir Ragnar en meirihluti lag- anna vartekinn upp í því fornfræga hljóðveri Abbey Road í London og segir hann það hafa verið skemmtilega upplifun. Ragnar er spenntur fyrir Iceland Airwaves. „Það er alltaf gaman á tónleikum. Maður nær aldrei að sjá allt. Það er ekkert eitt sem ég er mest spenntur fyrir. Ég hlakka bara mest til þess að spila.“ ’Það var æðislegt aðgera þetta með honum og ég lærði rosalega mikið af því.‘ AF LISTUM Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Ragnar Zolberg er söngv- ari, gítarleikari og laga- smiður rokksveitarinnar Sign, sem spilar á Iceland Airwaves í kvöld. Signað á Airwaves Morgunblaðið/Sverrir KVIKMYNDIN Sterkt kaffi (Silný kafe) er frumsýnd hér- lendis í kvöld en þetta tékknesk/ íslenska samvinnuverkefni hefur fengið góðar viðtökur. Íslend- ingar sem koma við sögu fyrir ut- an leikstjórann og handritshöf- undinn Börk Gunnarsson eru Stefanía Thors aðstoðarleikstjóri, sem fer einnig með aukahlutverk í myndinni og pabbi hennar, Thor Thors. Að öðru leyti er tékkneskt leikaralið í myndinni. Stefanía, sem hefur búið í Tékklandi síðastliðin átta ár, var stödd þarlendis þegar Morg- unblaðið ræddi við hana og komst því ekki á formlega frumsýningu í gærkvöldi. „Mig langaði að koma heim en við fundum ekki ódýran miða,“ segir hún. „Myndin fjallar um mannleg samskipti, samskipti milli fólks sem er í sambandi,“ seg- ir Stefanía en myndin er mikið byggð upp á samtölum. Stefanía aðstoðaði Börk við að setja íslenskan texta á myndina. „Ég var að hjálpa til við að gera íslenskan texta við myndina. Það var svolítið erfitt því Tékk- arnir tala hratt. En það heppnaðist vel, betur en enski textinn.“ Kostnaður við myndina hljóðaði upp á um 30 milljónir íslenskra króna og þykir það ekki mikið. „Það sem er skemmtilegast við þessa mynd er orkan sem var í kringum hana. Fólk var ekki að hugsa um peningana heldur hafði áhuga á að gera hana. Það var afskaplega skemmtilegur hópur sem vann að þessari mynd,“ segir Stefanía en vel gekk að gera myndina. „Það kom reyndar eitt skondið upp á. Pabbi er með lítið hlutverk í myndinni. Hann er ekki leikari en Börkur píndi hann til að vera með. Ég var eitt skipti send til að sækja hann. Allt settið var tilbúið og við vorum að bíða eftir honum en hann var ekki mættur. Mér tókst að vekja hann með því að henda steini í gluggann. Þegar það loksins tókst var hann bara á sloppnum og að fara að fá sér kaffi og sagði við mig – ég held ég sé bara hættur við. Ég sagði honum að það væri ekki hægt. Við vorum þá búin að taka allt upp sem við þurftum með honum og vantaði bara eina senu. Það tók mig klukkutíma að tala hann til,“ segir Stefanía og hefur greinilega gaman af því að rifja þetta upp. Hún hefur þekkt Börk í nokkur ár. „Við erum svo fáir Íslendingarnir hérna úti. Ég kynntist honum um leið og hann kom hingað út, fyrir þremur eða fjórum árum. Við eigum marga sameiginlega vini,“ segir Stefanía sem er leiklistarmenntuð. Hún fór upphaflega til Tékklands í meistaranám í leiklist og er því vanari að vera hinum megin við myndavélina. Myndin hefur fengið góðar viðtökur frá því hún var frumsýnd í apríl í Tékklandi. „Á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary var klappað mikið í lok myndarinnar og líka í miðri mynd, sem er mjög óvenjulegt. Það hefur gengið mjög vel með myndina.“ Stefanía er ekkert endilega á leiðinni til Ís- lands aftur. „Mér finnst ég eiga voða mikið heima í Tékklandi en það kemur alltaf upp heimþrá í mér af og til. Sérstaklega núna, það er haust og mig langar í rok og óveður. Ég er bara úti á peysunni hérna.“ Frumsýning | Stefanía Thors er aðstoðarleik- stjóri kvikmyndarinnar Sterkt kaffi Sterkt kaffi í tökum: Frá vinstri eru Stefanía Thors aðstoðarleikstjóri, Kajsa Elramli leikkona og Börkur Gunnarsson leikstjóri. Tékkar tala hratt ingarun@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.