Morgunblaðið - 22.10.2004, Side 55

Morgunblaðið - 22.10.2004, Side 55
VINCE VAUGHN BEN STILLER www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Kr. 500 COLLATERAL Fór beint á toppinn í USA!  Mbl. Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal. Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16 ára. Nýjasti stórsmellurinn frá framleiðendum Shrek. Toppmyndin í USA í dag. Sýnd með íslensku og ensku tali. j i ll i l i i í í í l li Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára. Kvikmyndir.is  DV Kvikmyndir.is JAMIE FOXXTOM CRUSE Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 B.i. 16 ára. Frá leikstjóra Silence of the Lambs Bakvið martraðir hans leynist óhugnalegur sannleikur DENZEL WASHINGTON MERYL STREEP Hverfisgötu ☎ 551 9000 Nýr og betri Þú missir þig af hlátri... punginn á þér!  Ó.Ö.H. DV S.V. Mbl. „Ég anda, ég sef, ég míg ... Tónlist“ Bubbi Morthens Til heljar og til baka með atómbombunni Bubba Morthens Sýnd kl. 6 og 10. Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára. THE HUNT FOR THE BLOOD ORCHID Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 DodgeBall www.regnboginn.is ÞÆR ERU MÆTTAR AFTUR...ENN BLÓÐÞYRSTARI! KYNGIMAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA. 28.10.04 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 55 Nánasti ráðgjafi GeorgeW. Bush Bandaríkja-forseta heitir Karl Rove. Rove þessi er ekki mikið í fjölmiðlum og fæstir vita því hver hann er; engu að síður eru menn sammála um að hann á stóran þátt í þeim frama sem Bush hefur náð í stjórnmálum. Kvikmynda- gerðarmennirnir Michael Shoob og Joseph Mealey ganga raunar svo langt að kalla Rove „heilann í Bush“ í heimildarmynd sem Háskóla- bíó hefur verið að sýna und- anfarna daga. Og ef marka má myndina Bush’s Brain virðist heilinn í Bush reiðubúinn til að beita ýmsum óprúttnum brögðum til að ná fram mark- miðum sínum. Mynd þeirra Shoobs og Mealeys er byggð á bókinni Bush’s Brain: How Karl Rove Made George W. Bush Presid- ential sem út kom í fyrra. Morgunblaðið spurði Joseph Mealey um tengsl þeirra Shoobs við höfunda bókarinnar, Jim Moore og Wayne Slater. „Fæðingu myndarinnar má rekja aftur til innrásar Banda- ríkjanna í Írak,“ segir Mealey. „Ég var óánægður með þá ákvörðun, eins og fleiri, og skildi ekki hvers vegna fólk lét segja sér að tengsl væru á milli árásanna á Bandaríkin 11. september 2001 og Saddams Husseins þegar menn vissu betur. Og þá las ég grein í Los Angeles Times eftir Jim Moore, annan höfund bók- arinnar, og fannst sem þar væri að finna mikinn sannleik; að menn voru að selja fólki hugmyndina um stríð á mjög svo pólitískum forsendum [s.s. að stríð í Írak myndi tryggja endurkjör Bush]. Ég setti mig því í samband við hann og mér til mikillar undrunar reyndust báðir höfundar reiðubúnir í samstarf.“ Mealey segir að Moore og Slater hafi hjálpað mjög til við gerð myndarinnar og báðir eru þeir meðal viðmælenda í Bush’s Brain. „Bæði Jim Moore og Wayne Slater hafa stundað blaðamennsku í Texas í meira en tuttugu ár. Þeir þekkja George Bush ágætlega og þeir þekkja Karl Rove vel. Karl Rove hringir alltaf reglu- lega í Wayne Slater til að kvarta yfir einhverju, þ.á m. þessari mynd. Þeir unnu rann- sóknarvinnuna sem stuðst er við í myndinni.“ Mealey fullyrðir að Rove hafi frá unga aldri átt þann draum æðstan að verða ráð- gjafi Bandaríkjaforseta, heil- inn að baki valdamanninum. „Hann hóf afskipti af stjórn- málum mjög snemma og með því að beita vafasömum að- ferðum tókst honum að tryggja sér embætti leiðtoga repúblikana í háskólum lands- ins. Það kann að hljóma ómerkilegt en það þýðir þó að viðkomandi fer til starfa á að- alskrifstofu Repúblik- anaflokksins. Þar bar einmitt saman fundum Roves og George Bush eldri og Rove hitti síðan Bush yngri á þeim vettvangi. Nokkru síðar, þegar Rove hafði opnað ráðgjafarskrif- stofu í Texas, hitti hann Bush yngri á ný og komst að þeirri niðurstöðu að Bush væri af réttum ættum, hefði rétt útlit, sambönd og fjármagn og að Rove gæti gert hann að for- seta Bandaríkjanna. George W. Bush vildi ekki verða stjórnmálamaður, vissi raunar ekkert hvað hann vildi gera með líf sitt. En Karl Rove sá til þess að hann varð forseti og Bush tekur engar ákvarð- anir án þess að Karl Rove ráði þar einhverju um. Það á meira að segja við um þá ákvörðun að efna til hernaðaraðgerða.“ Pólitískar heimildarmyndir Joseph Mealey hefur ekki leikstýrt áður en hefur verið kvikmyndatökumaður í tvo og hálfan áratug. Hann segir meðleikstjóra sinn, Michael Shoob, hins vegar hafa leik- stýrt áður, þó ekki pólitískri heimildarmynd. „Við höfum verið sakaðir um að vera hluti af hinni vinstrisinnuðu Holly- wood sem ekkert vilji fremur en níða af George W. Bush skóinn. En hvorugum okkar var kunnugt um að það væru margar myndir um stjórnartíð Bush í bígerð, eins og þó var raunin, þegar við frumsýndum okkar. Þessar myndir spretta einfaldlega upp úr þeim jarð- vegi sem skapast hefur í Bandaríkjunum,“ segir Meal- ey og bætir við: „George Bush má eiga það að hann hefur stuðlað að því að fólk spáir meira í stjórnmálin en áður.“ Mealey segir að mynd þeirra hafi nú verið sýnd í bíó- húsum í a.m.k. fimmtán stór- borgum í Bandaríkjunum. Hún hafi þó auðvitað alls ekki verið sýnd eins víða og mynd Michaels Moores, Fahrenheit 911, „enda er hann sérfræð- ingur í þessu“. Bush’s Brain sé einnig kom- in út á DVD-mynddiski og hún verði send út á Sundance- rásinni, sjónvarpsrás sem leik- arinn Robert Redford á og rekur, kvöldið fyrir kjördag. Mealey segist ekki vera rannsóknarblaðamaður og Michael Moore sé það ekki heldur. „Við grófum ekkert nýtt upp,“ segir hann. „Allt sem kemur fram í þessum myndum hefur birst í einu formi eða öðru í fjölmiðlum og það á við líka um Fahrenheit 911. Munurinn er bara sá að enginn blaðamaður hefur tengt hlutina saman með þess- um hætti. Það er það sem við höfum gert: við höfum sett hlutina í ákveðið samhengi.“ Mealey segist sammála því að mikill munur sé á Fahren- heit 911 og Bush’s Brain. Mynd þeirra Shoobs sé hefð- bundnari heimildarmynd sem einfaldlega byggist á viðtölum við fólk sem þekki til viðfangs- efnisins. „Ég ætla ekki að leyna því að ég er sammála því sem fram kemur í Fahrenheit 911,“ segir Mealey. „En við ákváð- um að þessi mynd okkar þyrfti að vera þannig að hún vekti menn til umhugsunar, alveg sama hvar þeir stæðu í stjórn- málum. Við lögðum okkur fram um að predika ekki yfir fólki. Og repúblikanar sem hafa séð myndina hafa margir sagt okkur að þeir hafi orðið fyrir áhrifum, sumir hafa jafn- vel sagt að þeir ætli ekki að kjósa Bush aftur.“ Athygli vekur sú staðreynd að í reynd sést aðalpersóna Bush’s Brain, Karl Rove, lítið í myndinni og þegar hann er í mynd virðist sem þar fari bara býsna vingjarnlegur gaur. „Já, það er rétt. Hann virðist mein- laus. Og Moore og Slater sem þekkja hann segja hann vin- gjarnlegan í viðkynningu, gáf- aðan mjög og að áhugavert sé að taka hann tali. En eins og Jim Moore hefur sagt hefur hann þessa myrku hlið einnig. Hann sýnir enga vægð í póli- tískri baráttu.“ Mealey segir það aftur á móti rangt, sem svo margir virðast halda, að George W. Bush sé heimskur. Titill myndar þeirra Shoobs vísi alls ekki til þess. „Engu að síður er það svo að hann hefur snilling sér við hlið; Karl Rove veit hvað þarf til að vinna og hann gerir hvað sem þarf til að vinna. Bush er því engan veg- inn heilalaus, langt því frá. Hann hefur eigin heila og svo annan sér við hlið.“ Kvikmyndir | Joseph Mealey er höfundur myndar um ráðgjafa Bandaríkjaforseta Bush skortir ekki heila Karl Rove, pólitískur ráðgjafi Bush Bandaríkjaforseta, er viðfangsefni heimildarmyndar, Bush’s Brain, sem nú er sýnd í Háskólabíói. Davíð Logi Sigurðsson ræddi við annan leikstjóra myndarinnar, Joseph Mealey. AP david@mbl.is Kvikmyndin Bush’s Brain hefur vakið tals- verða athygli en hún er nú sýnd í Háskólabíói. Skrítinn skuggi. Karl Rove á hægri hönd Bush forseta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.