Morgunblaðið - 22.10.2004, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 22.10.2004, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Sneiddur ostur í n‡jum umbú›um Endurlokanlegar umbúðir LITLU munar á vinsældum þeirra þriggja blóma sem landsmenn vilja að verði fyrir valinu um þjóðarblómið. 7.000 einstaklingar tóku þátt í vali milli sjö blóma á mbl.is og samkvæmt þeirri niðurstöðu eru blóðberg, gleym-mér-ei og holta- sóley þau þrjú blóm sem valið stendur um. Úr- slitin verða kynnt í Salnum í Kópavogi í dag kl. 15.30 og eru allir sem áhuga hafa velkomnir. Viðstaddir úrslitastundina verða m.a. forseti Íslands og landbúnaðarráðherra en ráðuneyti hans átti frumkvæði að vali blómsins. „Við áttum von á því að eitt blóm nyti áber- andi hylli en það virðist ekki vera mjög afger- andi,“ sagði Tryggvi Felixson, framkvæmda- stjóri Landverndar, um blómin þrjú sem að hans sögn báru höfuð og herðar yfir blómin sem valið á mbl. stóð um. Tuttugu blóm voru upphaflega kynnt til sög- unnar sem hugsanleg þjóðarblóm en kynning á framtakinu, sem var í höndum Landverndar, hófst í apríl. Holtasóley Þrjú blóm keppa um titilinn BlóðbergGleym-mér-ei BILUN í háspennustreng varð til þess að rafmagnslaust varð í Hlíðunum í Reykjavík í um klukkustund í gær- kveldi. Fór rafmagn meðal annars af veitingahúsinu Perlunni og truflun varð á sjónvapsútsendingu vegna þess að endurvarpsmöstur við Veðurstof- una duttu út um tíma. Ekki var í gær- kvöldi vitað hvað orsakaði bilunina í strengnum. Vegna rafmagnsleysis þurfti lög- reglan að stjórna umferð við gatnamót Miklubrautar og Lönguhlíðar. Morgunblaðið/Kristinn Rafmagnslaust í Hlíðunum ÞEIR léku af innlifun gítarleikari og bassa- leikari nýrokkssveitarinnar Jan Mayen á Airwaves-tónleikunum á Grand Rokki í gær- kvöldi. Þetta er í sjötta sinn sem Iceland Airwaves-hátíðin er haldin en hún hefur orðið vinsælli með hverju árinu. Morgunblaðið/Árni Torfason Jan Mayen á Grand Rokki SYSTURFÉLAG Atlantsskipa, Trans- atlantic Lines, hefur skrifað undir 1,3 millj- arða króna samning við bandaríska sjóher- inn um flutninga hersins milli Singapúr og eyjunnar Diego Garcia í Indlandshafi. Samningurinn tekur gildi nú í desember og er til fimm ára. Hefur Transatlantic Lines fest kaup á 370 gámaeininga skipi sem mun annast þessa flutninga en kaupverð þess er um 500 milljónir. Transatlantic Lines er einnig með samning við varnarliðið vegna flutninga þess milli Íslands og meginlands Evrópu en þetta er hins vegar fyrsti samn- ingurinn sem fyrirtækið fær við bandaríska sjóherinn. Eigendur Atlantsskipa og Transatlantic Lines og Atlantsolíu einnig eru þeir Guð- mundur Kjærnested og Bandaríkjamaður- inn Brandon Rose. „Þetta styrkir stoðir Transatlantic Lines sem um leið hlýtur að styrkja stoðir okkar þegar heildarmyndin styrkist,“ segir Birgir Örn Birgisson, markaðsstjóri Atlantsskipa. Hann segir þetta mjög mikilvægan samn- ing, ef menn standi sig vel geti það opnað frekari tækifæri til vaxtar og möguleika á frekari samningum við bandaríska sjóher- inn. „Það að þeir leiti aftur og aftur til okk- ar segir að við hljótum að vera að gera hlutina þannig að þeim líki. Við erum virki- lega ánægðir með þennan samning.“ Fyrr á árinu endurnýjuðu Transatlantic Lines og flutningadeild bandaríska land- hersins samning um flutninga varnarliðsins milli Íslands og Bandaríkjanna og er sá samningur einnig til fimm ára. Gera 1,3 milljarða samning við sjóher Bandaríkjanna FYRIRHUGAÐ er að reisa 1.200 fermetra heilsulind við Laugarvatn og verður vilja- yfirlýsing þess efnis undirrituð á morgun í Menntaskólanum að Laugarvatni. Mun menntamálaráðherra undirrita viljayfirlýs- inguna fyrir hönd ríkisins. „Þetta verður al- vöru [heilsulind] með öllu sem því fylgir,“ segir Hafþór Guðmundsson, talsmaður hollvinasamtaka gufubaðs á Laugarvatni. Hann segir vel hafa gengið að fá fjárfesta að framkvæmdinni. Áætlaður kostnaður við byggingu verði á bilinu 250–300 milljónir króna þegar upp verði staðið. Hlutafjárlof- orð er nú þegar orðið 150 milljónir. Hafþór segist búast við því að framkvæmdir hefjist eftir áramót og heildarskipulagið verði tilbúið fyrir sumarið 2006. Í viðræðum við Bláa lónið Í húsinu verður að finna veitingastofu, aðstöðu fyrir minjagripasölu auk þess sem boðið verður upp á þjónustu sem tengist gufuböðum s.s. nudd og jóga. Allt kalli þetta á gríðarlegar skipulagsbreytingar en verið sé að hanna svæðið við vatnið upp á nýtt þar sem gert sé ráð fyrir samtenginu við Íþróttafræðisetur Kennaraháskóla Íslands, íþróttahúsið, sundlaugina og Íþróttamiðstöð Íslands. Að sögn hans eru hollvinasamtökin í við- ræðum við forsvarsmenn Bláa lónsins og sá möguleiki fyrir hendi að rekstur heilsulind- arinnar verði tengdur rekstri Bláa lónsins. 300 milljóna kr. heilsulind reist á Laugarvatni LÖGREGLU verður gert kleift að sekta sakborn- inga á vettvangi, innheimta sektina á staðnum og ljúka málinu þar, samkvæmt frumvarpi til laga um breytingu á lögum um meðferð opinberra mála sem Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumála- ráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag. Að sögn Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra lagaskrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, er þarna um einföldun á sektarinnheimtu að ræða. Sett verða ákveðin skilyrði fyrir því að hægt sé að innheimta sektir á staðnum: Sektin fari ekki fram úr 50 þúsund krónum og hinn seki gangist ský- laust við brotinu. „Þetta á í raun við um einföld- ustu umferðarlagabrot,“ sagði Ragna. „Þá fær hinn brotlegi sektarboð á staðnum, greiðir það og er laus allra mála.“ Ef meintur brotamaður neitar sök eða þyki einhver vafi leika á um réttmæti sektar mun mál hans fara hefðbundna leið. Ekki þurfi að leita dómþola uppi Einnig er lagt til í frumvarpi dóms- og kirkju- málaráðherra að breyting verði gerð á birtingu sektardóma. „Ef dómþoli mætir ekki við upp- kvaðningu dóms er uppkvaðningin nægileg birt- ing. Það á ekki að þurfa að leita hann sérstaklega uppi til að birta honum dóminn. Hann veit að það er mál í gangi og fær fyrirkall til að mæta við dómsuppkvaðningu. Ef hann gerir það ekki, er þetta heimilt.“ Lögregla geti innheimt sektir á staðnum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.