Sunnudagsblaðið - 09.02.1958, Side 16
76
SUNNUDAGSBLAÐIÐ
HÆTT AÐ LAUNA
1.RÍBIJRA.
Elísabet Bretadrottning
hefur tilkynnt að hætt
verði að veita verðlaun
fýrir þríburafæðingar
innan Bretaveldis, en það
vár gömul hefð frá dög-
um Viktoríu drottningar,
að veita þeim foreldrum,
sem fæddust þríburar,
þrjú sterlingspund sem
verðlaun eða bætur, og
gekk þessi ráðstöfun í
gildi 184.9. í tilkynning-
unni frá Buckinghamhöll
segir svo, að Elísabet
drottning hafi ákveðið að
afnema þennan styrk,
méð því að þrjú ound séu
nú orðin harla lítils virði
borið saman við það. er
þau voru á dögum Vikt-
oríu drottningar.
HELMINGUR MANN-
RVNS í FJÓRUM
LÖNDUM.
Talið er. að fólksföld-
i«n á iörðunni sé nú um
2500 milljónir. Þar af býr
helmingurinn í fjórum
ríkium. það er Kína 582
milliónir, Indlandi, 383
milljónir. Sovétríkiunum
202 miljónir og Banda-
ríkjunum 169 milljónir.
—o—
SPUTNIKTRYGGING.
Húseigandi einn í Lund
únum var fyrsti maður
Veraldarihnar til þess að
kaupa sér tryggingu gegn
eyðileggingu vegna Sputn
ik-hraps, eftir að trygg-
ingarfélagið Llloyds til-
kynnti að það tæki að sér
slíkar tryggingar. Afgjald
af Sputnink-tryggingunni
er mjög lágt eða aðeins
20 krónur fyrir 10 000
króna tryggingu. — Ame-
rískur vísindamaður. Jam
es A. Colleman hefur
reiknað það út, að mögu-
leikarnir fyrir því að flýs
úr Sputnik hæfi ameríska
borgara (ef þær á annað
borð kæmust niður úr
gufuhvolfinu) séu þrír á
móti 100 000 000!
—o—
NFOANSJÁVAR-
SJÓNVARP.
Amerískir vísindamenn
hafa fundið aðferð til
þess að fiskimenn geti
með nokkurs konar neð-
ans.iávar-sjónvarpi fylgzt
með því. hvort fiskur sé
kominn í net þeirra og þá
einnig um hvers konar
fisk er að ræða. Með þess-
um hætti spara fiskimenn
irnir sér mikinn tíma og
erfiðvþar sem þeir þurfa
ekki að draga netin fyrr
en þeir eru búnir að fá í
þau það mikinn afla, sem
þeir eru ánægðir með. —
Ekki er nánar greint frá
gerð þessarar fiskisjár,
eða neðansjávarsjónvarps
eins og það er kallað.
Þessi Iétti búningur, sem stúlkan er í, er
úr orlonefni. ÞaÖ er auðvelt að þvo hann
og nann þornar á augabragði og krunipast ekki. Fyr-
ir þær sem iðka það að spretta á i'ætur, þegar morg-
unútvarpið byrjar og liðka sig eftir nóttina meðan
niorgunlögin eru leikin, er þessi búningur einkar
hentugur.
r----------------------1.— 1 -------->
SUNNUDAGSBLAÐIÐ
ÚTGEFANDI: Sunnudagsblaðið hJ.
RITSTJÓRI: Ingólfur Kristjánsson.
Stórholti 17. Sími 16151. Box 1127.
AFGREIÐSLA: Hverfisgötu 8—10. Sími 14900.
Prentsmiðja Alþýðublaðsins.
V_________________;______