Sunnudagsblaðið - 27.04.1958, Side 5

Sunnudagsblaðið - 27.04.1958, Side 5
SUNNUBAGSBLAÐIÐ 225 í uiim við sér þar sem hún stóð úli fyrir Waldorf Astoria. Í3iðar gat Ma'rion vart skilið hvernig hún hefði öðlazt kjark til þess að gera það sem hún gerði. Kannski var það því að kenna, að höfuðverkurinn kvaldi hana á ný, og að hún væri þess vegna ekki fulikomlega með sjálfri sér? Það eina sem hún vissi fullkomlega Var það að hún vildj taia í fuliri alvöru við þennan herra Nobody, sem tók sjálfan sig og einkamál sín of hátíðlega, og hafði orðið raunveruleg örsök bess að hún gekk nú um atvinnuiaus. En senni lega átti hann alltof margar millj- ónir til þess að skilja það hvaða þýðingu 300 doliara mánaðarlaun höfðu fyrir unga stúlku, sem hafði ekkert annað til að byggja á. — Og Marion tók lyftuna upp að í- búð númer 1102 og drap þar harka lega á dvr. Fríður, ungur dökkhærður mað- ur með leyndardómsfullt augnráð opnaði fyrir henni. — Er það herra Nobody, spurði Marion hikandi. Maðurinn kinkaði kolli. — Var það mjög áríðandi síma- hringin, sem þér áttuð von á í gær? — Já, mjög'. — Svo áríðandi að ung stúlka verði að missa lifibrauð sitt vegna hennar? Það var langt síðan nokkur hafði leyft sér að tala í þessum dúr við herra Nobody, og hann horfði rannsakandi á ungu stúlk- una, sem virtist svo örvæntingar- full. — Viljið þér koma inn fyrir? spurði iiann stuttlega. Þegar Marion var sest í mjúk- an hægindastól inni í hinnj íburð armiklu íbúð fann hún sig' hrsedda, en héðan varð ekki aft- ur snúið, — teningnum liafði verið hastað. — Þér megið ekkí álíta, að cg sé köjtpin hingað til þess að biðja um hjálp og misskun: sagði hún kotroskin, — enda þótt það sé yðar vegna, sem ég hefi tapað at- vinnu minni. Ég hugsaði.mér að- eins að með því að segja vður frá því, gæti það orðið aðvörun fyrir yður í framtíðinni, að liugsa ofurlítið um annað fólk, sem ekki hefur verið svo hepplð i lífinu sem þér sjálfir. . . . Hann horfði einungis á hana. — Þetta símasamtal stóð ekki í sambandi við nein viðskiptamál, sagði hann að lokum. — Ég ætlaði aðeins að koma á íramfæri af- mælisósk við einu manneskjuna í heiminum, sem nokkru lét sig varða um mig í þá daga meðan ég var iatækur. ÞaÓ er amma mín, gömul Indíánakona. Ég hefi aldrei gleymt að hringja til hennar og óska henni til hamingju á af- mælisdaginn hennar. — Marion hafði getað búizt við öllu öðru fi’á honum, en þessum einföldu mannlegu tilfinningum. r— Ó, fyrirgefið, sagði húii, — mig tekur þella mjög sárt, én ég var með svo hræðilegan höfuð- verk í gær. Maðurinn horfði lengi hugsandi á Marion. Svo sagði hann: — Vitið þér hver ég' er? — Já, þér eruð herra Nohody. Það nafn nota ég' einungis, þegar ég vil vera i friði og ró. Ég lieiti Enrieo Tasduro.

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.