Sunnudagsblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 10

Sunnudagsblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 10
454 SUNNUDAGSBLAÐIÐ Nýja yfirvaldið í Smávík en fiuttist að Áslæk vorið 1902. Stofnendur þess voru, Guðmund- ur Jónsson, Efra-Seli, Haraldur Sigurðsson, Hrafnkelsstöðum, Jón Jónsson, Syðra-Seli, Magnús Jóns spn, Bygðáiþolti pg Magnús Magn ússon, Hvítárhoiti. Það kom fljótt í liós að allir bændur vildu eignast vagn. Þeir sáu fljótt hve mikill vinnusparn- aður og þægindi voru að þeim. Það var aisiða á fystu árum vagn- anna, að vinnumenn gerðu það að skiiyrði fyrir að ráða sig til bænda, að vagn væri til á heim- ilinu. En bændur áttu ekki pen- inga til að kaupa sér vagn fyrir. Það var ekki fyrr en eftir að smjör búin komu að bændur fengu pen- inga í hendur. Þá voru tvær teg'- undir vagna í boði. Sú ódýrari kostaði 125 krónur, en hin 135 krónur með aktýgjum. Það má geta þess, að eftirspurnin eftir vögnunum frá Kristni var orðin það mikil sumarið 1921, að eitt sinn vann hann á verkstæðinu samfleytt í 54 klukkustundir. Enda sagði Kristinn mörgum ár- um síðar. Eitt er það sem ég get ekki skilið, að þrátt fyrir nýju og hraðvirku tækin, sem leikur einn er að vinna með verkið á þriðjung vinnutímans á móts við í gamla daga, þá skuli fólkið þrátt fyrir þetta vera hundóánægt með tilveruna. Þegar Kristinn var sjötugur að aldri hafði hann stundað vagna- smíðar í 36 ár. Var hann þá að því spurður hve marga vagna hann héldi að hann hefði smíðað. Sagðist hann ekki geta sagt það með fullri vissu, en taldi sig ekki segja of mikð þótt hann fullyrti, að þeir væru orðnir eins margir og býlin í landinu. Þeir brautryðjendur sem hér hefur verið minnzt á, Kristinn, Sigurður og Tryggvi eru allir gengnir til hinstu hvíldar, en öll íslenzka þjóðin stendur í þakldæt- ÞEGAR Munkerud lögreglu- þjónn féll fyrir aldurstakmarkinu, og Olsen tók við lögregluþjóns- starfinu, hafði það í för með sér hreina og klára byltingu í lífi margra Smávíkinga. Munkerud hafði í fjörutíu ára staifi sínu sem vörður laganna verið milt og ljúflynt yfirvald og vildi helzt af öllu hliðra sér hjá öllum illdeilum og lifa í sátt og samlyndi við þorps búa. (Þetta eru bara iilar tungur) áleit hann, ef einhver klögumál voru borin fyrir hann, og það voru aðeins fá tilfelli þar sem ’hann hafði orðið að beita valdi gagn- vart lögbrjótum á sínum langa starfsferli. Afleiðing þessa var sú, að þegar Olsen tók við lögregluþjónsstarf- inu, var Smávíkingum ekki fylli- lega ljóst, hvað var rétt og rangt í ýmsum efnum eða hvað samrýmd ist lagaþókstafnum í fvllsta skiln- ingi. Olsen var allt önnur mann- gerð en Munkerud, og hann hugs- aði sér að láta nú að sér kveða og bæla niður margvísleg lögbrot og siðleysi í þorpinu. Þremur dögum eftir að Olsen lögregluþjónn hafði klæðst lög- reglubúningnum, gaf að líta langa tilkynningu í eina blaði Smávíkur „Dagblaðinu", þar sem yfirvaldið skýrði frá margháttuðum brevting um og tilskipunum, sem fara yrði eftir í framtíðinni. Meðal annars: — ,,að bannað væri að vera í parís á götum og strætum, hund- ar skyldu teymdir í bandi og að- eins um ákveðin svæði, og sala á öli aðeins leyfð á opinberum stöð- isskuld við þessa menn fyrir það ,,Grettistak“ er þeir lyftu á sín- um tíma. um, er yfirvöldin hefðu löggilt til slíkra veitingasölu“. Tilskipunin kom eins og reiðar- slag yfir vesalings Smávíkinga, og menn spurðu með sjálfum sér, — hvað kæmi næst! En þrír voru þeir Smávíkingar, sem ekki óraði fyrir því, að til- koma Olsens í lögregluþjónsem- bættið, myndi á nokkurn hátt breyta lífsvenjum þsirra. Enginn þeirra keypti ,,Dagblaðið“, og þar af leiðandi höfðu þeir heldur ekki lesið tilskipun yfirvaldsins, og eng in þeirra hafði hitt Olsen persónu lega. Þessir þrír náungar bjuggu hver í sinni hvítmáluðu stofu frá því er þeir hættu sjómennsku, og' héldu vináttuni gegnum þykkt og þunnt. Þetta voru þeir Ulrik, Benedikt og Elías, allir uppgjafa skipstjórar frá skútutímunum. — Ein af þeirra föstu venjum var bundin laugardagskvöldnum, fen þá mættust þeir alltaf á smákrá einni úti á Smánesi, sem skarst út í voginn sunnan við bryggjuna. Þarna voru þeir vanir að sitja og rabba um gamla daga, og stundum spiluðu þeir á spil og gutluðu i sig úr einni brennivínsflösku. Enginn — og allra sízt Munke- rud lögregluþjónn, hafði amast hið minnsta við þessari iðju þeirra — og þeii- höfðu fengið að vera í friði og ró á kránni — allt þar til er Olsen varð vörður laganna. Strax fyrsta laugardagskvöldið eftir embættistökuna, gerði hann sér ferð út á Smánes og skipaði Ulrik, Benedi'kt og Elíasi að hypja sig burtu í rauðum log- andi hvelli. — „Þetta er engin setustofa fyrir fylii- byttur og fjárhættuspilara“, sagði hann byrstur og greip

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.