Sunnudagsblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 6
450
SUNNUDAGSBLAÐIÐ
Séð yfir borgina Haifa.
sterkar hömlur á frekari inn-
flutning Gyðinga til Palestínu og
á kaup á landi handa Gyðingurn.
STOFNUN (SBAELSRÍKIS.
í heimsstyrjöldinni síðari röt-
nðu Gyðingar í miklar raunir fyr
ir tilverknað nazista í þeim lönd
um. þar sem þeir náðu undirtök-
um. Heimshrayfing Gyðinga taldi
einu réttlátu lausnina vera þá, að
Gyðingum yrðu sköpuð skilyrði
til landnáms í Palestínu, en Ar-
abaríkin beittu sér gegn því af
öllu afli. Brezka stjórnin treysti
sér að lokum ekki til þess lengur
að hafa á hendi umboðsstjórn í
landinu og fól málið í hendur Sam
einuðu þjóðunum. ' Meiri hluti
nefndar, sem Sameinuðu þjóðirn
ar fólu að rannsaka Palestínu-
vandamálið, mælti 1. september
1947 með því, að Palestínu yrði
skipt í sex landsvæði, þrú Gyð-
ingalandsvæði og þrjú Araba-
landssvæði. Sjöunda landssvæðið.
Jerúsalem, ásamt næsta nágrenni,
þar á meðal Betlehem, skyldi vera
undir alþjóðastjórn, en öll skvldu
svæðin vera ein efnahagsheild og
utanríkismál vera sameiginleg.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna samþykkti þessa tillögu með
meira en tveim þriðju hlutum at-
kvæða 29. nóvember 1947. Full-
trúar Gyðinga féllust á
þessa ráðstöfun fyrir sitt
leyti, en fulitrúar Araba höfn
uðu henni og lýstu því yfir,
að þeir myndu hindra framkvæmd
hennar með valdi. Brezka stjórnin
tilkynnti, að umboðsstjórn henn-
ar myndi ljúka 15. maí 1948. Að
kvöldi þess dags var stofnun ísra-
elsríkis lýst yfir. En samtímis réð
ust herir frá Egyptalandi, Traps-
jórdaníu, Sýrlandi og Lrbanon á-
samt herflokkum frá írak inn í
Palestínu frá norðri, austri og
suðri. í fjórar vikur var barizt
grimmilega. En 11. júní var kom-
ið á eins mánaðar vopnahléi að
tilskipun Sameinuðu þjóðanna. Þá
hófust bardagar að nýju. Gyð-
ingar reyndust sigursælli í þar-
dögunum. Eftir 10 daga orustu
var vopnahléi aftur komið á. —
Næsta vetur blossuðu enn upp
bardagar, en í febrúar til júní 1949
tókst að koma á vopnahléi miili
ísraels og næstu nábúa þess,
Egyptalands, Sýrlands, Líbanons
og Jórdaníu, fyrir forgöngu Sam-
einuðu þjóðanna. Núverandi landa
mæri ísraelsríkis eru þau, sem
kveðið var á um í þessum vopna-
hléssáttmálum, þ. e. a. s- þau,
sem mörkuð voru af stöðu herj-
anna, þegar vopnahlé var ákveð-
ið. Endanlegur friður hefur ekki
verið saminn enn. En landamæra
skærur héldu áfram og vopnahléð
reyndist óstöðugt. ísraelsmenn
töldu sjálfstæði sitt og öryggi ó-
tryggt cg hófu hernaðaraðgerðir
í októberbyrjun 1956 til þess að
friða landamæri sín. Lögðu þeir
undir sig Sinaíeyðimörkna og
Gasasvæðið og rufu einangrun
Agabaflóans. Samkvæmt fyrir-
mælum Sameinuðu þjóðanna dré
ísraelsstjórn þó her sinn til baka
frá þeim landssvæðum, sem hún
hafði hernumið, en eftirlitssveitir
Sameinuðu þjóðanna tókust á
hendur að halda uppi lögum og
reglu á nokkrum umdeiidum
landssvæðum, þ. á. m. við Aga-
baflóann, en Egyptar tóku aftur
við stjórn á Gasasvæðinu. Súes-
skurðinum er enn lokað fyrir
skipum ísraelsmanna.
Gjörið vo ve> að fletfa á bls. 458.