Sunnudagsblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 4
448' SUNNUDAGSBLAÐI& ÍSRAEL OG ÍSLAND. En nú kom í Ijós að það var býsna mikið, sem hann vissi um sögu og nútíma vandamál íslend- inga. „Annars skal ég segja yður það alveg hreinskilnislega", sagði hann, ,,að ég hef alltaf verið van- trúaður á, að í raun og veru sé hægt að halda uppi sjálfstæðu menningarríki með færra fólki en um það bil fjórum milljónum manna. Þess vegna verður íbúatal an hér í ísrael að tvöfaldast frá því sem nú er. Og mér finnst tilvera ykkar, eitt hundrað og siötíu þús- unda, sem sjálfstæðs ríkis vera næstum ótrúlegt ævintýri.“ Ég sagði, að saga okkar og raunar hinna Norðurlandáþjóðanna á síð ari öidum leiddi í ljós, að þessi skoðun hans væri ekki á rökum reist, það væri ekki stærð þjóðar, sem skærj úr um gstu hennar til að lifa menningarlífi í sjálfstæðu ríki, heldur andlegur þroski henn ar, menning hennar, sjálfstæðis- vilji hennar, landfræðileg lega og' hugarfar grannríkja, enda væru lífskjör í ýmsum smáríkjum, svo sem á Norðurlöndum, sambæri- leg því, sem bezt gerðist með stór- þjóðum. En hann sat fastur við sinn keip og sagði, að í þeim heimi tækni og vígbúnaðar, sem við nú byggðum, yrði þjóð að ná vissri lágmarksstærð, til þess að geta hagnýtt sér kosti tækninnar og verið örugg um sjálfstæði sitt. „En hvað ykkur snertir“, bætti hann við brosandi, „vona ég, að það, að bið hafið einungis gjöfulan sjéinn að næsta nágranna, hjálpi vkkur til þess að varðveita sjálf- stæði ykkar og menningu. Við er- um tæpar tvær milljónir“, sagði hann. ,,En norðan við landamæri okkar, austan við þau og sunnan við þaú ‘eru ríki, sem hafa ekki viljað viðurkenna tilverurétt okk- ar, og íbúar þeirra er j 40 milljón- David Ben-Gurion, hinn aldni og mikilsmethi forsætis. ráðhcrra Israclsríkis. ir. Þess vegna verðum við að eyða of fjár í her og vígbúnað, en ef við þyrftum ekki að kosta her eins °g þið, þá skvlduð þið sjá, hvað við gætum gert“, sagði hann og fórnaði upp höndunum. „Þá skyld um við á skömmum tíma breyta ísrael í aldingarð, eins og Landið helga var á Krists dögum. SAGA LANDSINS HELGA. Það landssvæði, sem nú er kall að Ísrael, hefur á ýmsum skeiðum sögunnar verið nfefnt ýmist Kana- anland, Palestína eða Landið helga. Þess er fyrst getið sem sögulegrar og landfræðilegrar heildar, þegar ísraelsmenn koma til landsins um 1350 f. Kr. undir forustu Jósúa og minnast loforðs Jahve til Abra'hams: ,,Og ég mun gefa þér og niðjum þínum eftir þig það land, sem þú nú býrð í sem útlendingur, allt Kanaanland til ævinlegrar eignar, og ég skal vera Guð þeirra“, eins og segir í fyrstu Mósebók. í næstu tvær aldir var sljórnarfar óstöðugt í landinu og átök við ei ienda óvini, en þá var konungdæmi komið á fót, og gerðist Sál konungur Jands ins. Davíð konungur, eftirmaður hans, efldi ríkið og treysti það og gerði Jarúsa'em að höfuðborg þess Saiémon byggði síðan hið mikla musteri j Jerúsalem og skipulagði ríkisvaldið, en eftir hans dag var ríkinu skipt í konungsríkin Júda cg ísrael. Ætt Davíðs réð ríkjum í Júda, þangáð til Babyloníumenn lcgðu það undir sig og musteri Salómons var eyðilagt árið 586 fyrir Krist. Á þessu skeiði lifðu og störfuðu spámenn Gyðinga. — Þetta tímabil er eitt af mestu blómaskeiðum mannlegs anda. — Bcðskapur spámannanna varð hornsteinn þriggja mikilla trúar- bragða, kristindóms, Múhammeðs- trúar og Gyðingatrúar. Eftir tveggja kynslóða útlegð og undirokun 1 Babylon sneru Gyð-

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.