Sunnudagsblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 5
SUNNUDAGSBLAÐIÐ
449
Frá Jerusalem; húsið efst á myndinni til vinstri er Hótc-I
Davíðs konungs, þarsm Gylfi Þ. Gíslason og kona hans bjuggu
meðan þau dvöldu í borginni.
ingar afiur á dögum KýrosarPersa
kóngs, endurskipulögðu þjóðlíf
sitt og byggðu sér annað musteri.
Síðar lagði Alexander mikli land-
ið undir sig, en arftakar að ríki
hans urðu Egyptar og Sýrlending
ar. Þegar Gyðingar höfðu verið
sviptir sjálfsforræði, gerðu þeir
uppreisn gegn vaidhöfum landsins
og var stjórnað af höfðingjum og
konungum Makkabea frá árinu
142 til 37 fyrir Krist. En um þetta
leyti voru Rómverjar að leggja
undir sig heiminn, og þeir náðu
tökum á Gyðingalandi. Gyðingar
sýndu mótþróa, þangað til must-
erið var eyðilagt árið 70 og veru-
legur liluti landsins eyddur árin
132—135. Rómverjar hugðust yf_
irbuga Gyðinga fullkomlega og
breyttu nafni landsins í Sýría Pal-
estína, og á Palestínunafnið rót
sína að rekja til þess.
Gyðingum fækkaði mjög í Land
inu lielga á næstu öldum eftir að
Eómverjar brutu á bak aftur upp-
reisn þeirra. Allfjölmennar Gyð-
ingabyggðir komust á fót í Aust-
ur-Evrópu og Vestur-Evrópu og
Asíu, en Gyðingarnir litu að veru
legu leyti á sig sem útlaga og
horfðu saknaðar- og vonaraugum
til landsins, er feðnr þeirra höfðu
orðið að yfirgefa. Hópar fóru til
heimkynna feðranna í píiagríms-
ferðir eða til þes að nema land.
Arabar gerðu innrás í Palestínu
636, Krossfarar 1099, Tatarar
1244 og Tyrkir 1517, en alltaf
héldu þeir tiltölulega fáu Gyðing-
ar, sem bjuggu í landinu, áfram
að skoða það sem sitt land og Gyð
ingar í öðrum löndum að dreyma
um endurheimt þess. Á 19. öld
fjölgaði Gyðingum í Palestínu
verulega, og upp kom meðal þeiri'a
sterk hreyfing' í þá átt að efla
heilbrigt þjóðlíf sitt með því að
hverfa aftur til moldarinnar. Við
lok aldarinnar höfðu um 20 ný-
býlahverfi Gyðinga verið stofnuð.
Samtímis jókst þeirrj liugmynd
mjög fylgi meðal Gyðinga um
gjörvallan heim að koma aftur
á fót þjóðarheimili Gyðinga á hin-
um fornu slóðum. Árið 1897 stofn
aði Theodór Herzl ’heimshreyfingu
Síonista á þingi í Basel. Var það
markmið hreyfingarinnar að koma
á fót í Palestínu heimili fyrir Gyð-
inga. og skyldi það njóta alþjóð-
legrar verndar. Straumur inn-
flytjenda óx til Palestínu, inn-
fiytjendurnir námu land, hófu
ið.uekstur, byggðu borgir og þorp.
Komið var á fót þjóðarsjóði Gyð-
inga, sem Gyðingar hvarvetna
lögðu í og hafa skyldj það hlut-
verk að kaupa land í Palestínu
og skyldi það vera eign Gyðinga-
þjóðarinnar. Þegar fyrri heims-
styrjöldin braust út, voi'u 85 þús-
und Gyðingar í Palcstínu og litu
þar á sig sem þjóðarheild og
bjuggu á um 50 svæðum, þar á
meðal í um 40 nýbýlahverfum.
í heimsstyrjöldinni fyrri eða árið
1917 gaf brezka stjórnm út Bal-
four-yfirlýsinguna svoköiiuðu, þar
sem hún lýsti fylgi við stofnun
þjóðarheimilis fyrir Gyðinga í
Palestínu. Bretar höfðu hernum-
ið landið í átökum við Tyrki, og
eftir heimsstyrjöldina fól þjóðá-
bandalagið brezku stjórninni um-
boðsstjórn í Palestínu, sem þá tók
einnig til Transjórdaíu. Eftir því
sem Gyðingum í Palestínu fjoig-
aði, óx andstaða Araba í landinu
og nágrannalöndum gegn þessari
þróun. Það kom til hverrar upp-
reisnarinnar á fætur annarri af
hálfu Araba. Að lokum fór svo,
að 1939 lagði brezka stjórnin