Sunnudagsblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 9
SUNNUDAGSBLAÐIÐ
453
er ékki einungis bráð nauðsyn-
legt að leggja gangstig meðfram
öUu Bankastræti, og einnig gang-
brú yfir lækinn ofan á Lækjar-
götu, heldur einnig halda gang-
stignum áfram inn Laugaveg inn
að Rauðará fyrir það fyrsta. á-
samt setja þar bekki hér og hvar
meðfram gangstignum fyrir
þreytta að setjast á, til þess að
hvíla sig. Það er ekki neinni
framsýni eða fyrirhyggj u að þakka
þó ekki hafi orðið slys fyrir gang-
andi fólk á þeim vegi þegar hann
hefur verið troðfullur bæði af ríð-
andi og gangandi, konum og körl-
um og klyfjuðum hestum, enda
hafa hinir gangandi, ekki ósjald-
an orðið að bjarga sér frá líf-
tjóni eða limlestingum á götunni
með því að hröklast út af vegin-
um út í urðina, sem er öldungis
óboðlegt hinum ungu dömum og
piHum sem leita þangað til þess
að lyfta sér udd, á þessari Löngu-
línu Reykjavíkur, og til þess að
sýna sig og sjá aðra. Þó eru slík
urðar-hlaup óaðgengilegri fyrir
hinar eldri frúr og ,,gentlemen“
bæjarins, sem ganga þar um til
þess að njóta útsjónarinnar yfir
höfnina og ieyjarnar og anda að
sér hinni heilnæmu hafgolu. Bent
skal á það um leið, að ótilhlýði-
legt virðist, að láta grjótið liggja
upp á miðjan veginn eða næstum
yfir um hann, svo umfarendur
komist varla leiðar sinnar.
Um Suðurgötuna var ritað á
þessa leið:
Fáa lifandi menn mun reka
minni til, að þeir hafi séð lög-
regluna nokkurn tíma koma suð-
ur undir Melkot á embættisgöngu
hennar, og kemur það ef til vill
af því, að bæjarsjóður þyrfti þá
að leggja þeim til skinnsokka til
þess að vaða þar í kúamykjunni,
sem sú gata er þakin af.
Meðal annarra orða, hvenær
skyldi Reykjavíkurbúar komast á
það menningarstig, að finna van-
sæmi fýrir sig og bæinn í því, að
iáta reka kúahjarðir sínar kvel
og morgna, gaulandi og grenjandi,
eins og básúnur til þess að boða
siórtíðindi, og gjörandi öll sín
stykki um aðalgötur bæjarins?
Þetta ástand allt saman var
ein af orsökunum til þess, að fram
sýnir menn höfðu komið auga
á að íslendingar mæítu til með
Kristinn Jónsson
vagnasmiður.
að eignast vagna. Maður hafði
verið sendur til útlanda á stvrk
til þess að læra vagnasmíði, en
hann hvarf frá því. Tryggvi
Gunnarsson barðst fyrir því sí og
æ, að gerðar yrðu akbrautir sem
víðast, og viðkvæðið var jafnan
hjá honum: „Það þarf að gera
þetta vagnfært“. Smíði Ölfusár-
brúarinnar sem Tryggvi stóð fyrir
táknaði tímamót í samgöngumál-
um suðurlandsundirlendisins.
Tryggvi Gunnarsson tapaði 6000
krónum á verkinu, sökum þess að
hann gerði meira en stóð í samn-
ingnum. Hann sagði að þetta
þyrfti að gera,. og svo sá hann
um að það yrði gert, þó það þýddi
fé úr hans eigin vasa.
Kristinn Jónsson fluttist til
Reykjavíkur í byrjun árs 1904.
Sigurður ráðunautur Sigurðsson
frá Langholti fékk Kristinn til að
hefja vagnasmíðina, sem hófst í
apríl 1904. Þá hófst vagnaöld á
ísiandi. Sunnlenzkir bændur voru
að fá veg ýfir „Fjallið“ og kom-
ust ,,klakklaust“ af í kaupstaðinn.
Kristinn sagði síðar fi’á komu
sinni til Reykjavíkur á þsssa leið:
Mér rann til rifia að sjá vinnu-
brögðin. Allt var borið á bakinu.
Konur báru kol og salt við upp-
skipun og eins var farið með alla
stykkjavöru. Þetta leiddi til upp-
hafs vagnaldarinnar, sem hófst
með „Kerruöldinni". Þegar Krist-
inn var eitt sinn að því spurður
hvar hann hefði lært að smíða
vagnhjól, því ekki hafði hann ver-
ið sendur á ríkisstyrk til náms-
dvalar erlendis, þá svaraði bann
jafn góðlátlega og vant var: Mað-
ur tekur bara sundur eitt hjól og
sér hvérnig það er gert. Og svo
er bað búið.
Þetta ber ekki að skilia á þann
veg að Kristinn hafi haft neinn
ýmugust á menntun. Hann lærði
sína iðn eins og þá var siður,
enda höfðu fæstir á þeim tíma að-
stöðu til að leita sér framhalds-
menntunar erlendis. En Kristinn
var glöggskyggn á að finna út,
hvernig vinna mætti verkið á sem
einfaldastan og þó um leið á full-
komnastan hátt. End.a má hæta
því við, að Kristinn var landskunn
ur fyrir vandvirkni sína.
Sigurður, ráðunautur frá Lang-
h'o.lti kvnnti sér búnaðarfram-
kvæmdir erlendis. Með heimkomu
háns hefst nýtt tímabil í búnaðar-
sögu íslands. Hann var upphafs-
maður að stofnun smjörbúanna
og ritaði fyrstu greinina um það
mál í 13. árgang Búnaðarritsins.
Fyrsta smjörbúið var stofnað árið
1900 að Seli í Hrunamannahreppi,