Sunnudagsblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 7

Sunnudagsblaðið - 07.09.1958, Blaðsíða 7
SUNNUDAGSBLAÐIÐ 451 ÞANN 2. október næstkomandi mun ameríski dómstóllinn — Curt of Claims — taka til meðferðar 40 ára gamalt mál, hið svokáHaða Ilannevigs-mál, og fialla um skaða bótakröfu norsks útgerðarmanns að upphæð 30 miljónir norskra kr. Tveir norskir hæstarmálafærsiu menn, C. A. Torstenson og Jens Evensen hafa gert útdrátt úr máls skjölunum, sem eru 10 þykk bindi og 40 stórar skjalamöppur, og þó er þetta aðeins lítill hluti allra þeirra málskjala, sem hrúgast hafa upp í máli þessu þau fjörutíu ár, sem það hefur siaðið vfir. Hannevig-málið á upptök sín í fyrri heimsstyrjöldinni, eða nán- ar tiltekið 3. ágúst 1917, þagar Bandaríkin settu lög, er heimil- uðu herstjórninni að taka í sína þjónustu skip og skipasmíðastöðv- ar sem voru í einkaeign. Þetta var liður í hernaðaraðgerðum Amer- íkumanna, þegar allt kapp var lagt á það að vinna styrjöldina, og þörf in fyrir flutningaskipin var hvað mest. Einn af þeim, sem þá missti skip sín með þessum hætti var norski útgerðarmaðurinn og kaup- sýslumaðurinn Christoffer Hanne- vig. En hann fékk aldrei þær skaða hætur, sem hann krafðist fyrir skip sín sem þannig voru gerð upptæk samkvæmt hinum nýju lögum. Þar sem Ameríkumenn sáu algerlega um rekstur skip- anna og launagreiðslur í sambandi við rekstur þeirra til stríðsioka, vildu þeir ekki fallast á neinar skaðabætur eða endurnýingu flotans, og þegar Hannevig loks fékk skip sín afhent á ný, skorti hánn rekstrarfé til þess að geta haldið þeim úti. Hann fór í skaða bótamál við Bandaríkin, og þau 30 ár, sem hann átti eftir ólifað barðist hann fyrh- rétti sínum af oddi og egg, en varð ekkert ágengt Hann andaðist 1950. Norsk yfirvöld studdu Hannevig í skaðabótakröfum hans, og árið 1926 fóru þáverandi ráoherra, — Gade og V/. Morganstierne full- frúi í utnríldsráðúneytinu, fyrstu opinberu förina vestur um haf tii smaninga við amerísk yfirvöld um Hannevig-miljónirnar. Eftir margra ára viðræður heppnapist norskum yfirvöldum það svo ioks ár;3 1940 að fá máiið dómtekið, ef samkomulag næðist ekki um það innan sex mánaða. Síðari heimsstyrjöldin stöðvaði svo allar frekari framkvæmdir í rnálinu, og það var ekki fyrr en 1949 að máliö var tekið upp á ný. Arið 1950 höfðu Norðmenn sín sjónarmið í mábnu reiðubúin, og nokrum tíma síðar tiáðu ame- íkumenn sig reiðubúna að leggja sínar skýrslur og málsskjöl fram. En þó hefur þetta dregist svona á langinn, að það er ekki fvrr en 2. októbsr næstkomandi sem málið kemur loks fyrir réttinn. Norska utanríkisráðuneytið hef ur aldrei viljað gefa opinberar upplýsingar um hversu háar skaða bótakröfur Hannevigs sáluga voru. En upphaflega var krafa Norð- manna. 25 milliónir króna ásamt vöxtum og vaxtavöxtum, og er á- ætlað að upphæðin nemi því nú orðið um 80 milljónum norskra króna. Sjálfur mun Hannevig hins vegar upphaflega hafa frið fram á 50 milljónir króna. F’yrir nokkr- um árum buðu Bandaríkin fram 1,5 milljónir dollara og að málið væri þar msð úr sögunni, en því tilboði var hafnað og þess óskað að dómstólarnir skærp úr. Christoffer Hannevig var mikill fursti í norsku viðskiptalífi um margra ára skeið. Honum grædd- ist mikið fé fyrir og eftir fyrri heimsstyrjöldina, en hafði einnig hæfileika til þess að eyða fjár- munum sínum. Eitt sinn bauðst hann til þess að reisa ópsruhús í Oslo, en aldrai varð þó úr þeim framkvæmdum. Á myndinni sjáuni við þýzka lúðrasvejt, seni hefur tekið sér hermannlcga stöðu. — Hvað skyldu annars vera margir í lúðrasveitinni? Reynið að telja skóna.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.