Morgunblaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri nýtur ekki trausts Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs í Reykjavík til áframhaldandi starfa sem borgar- stjóri vegna atriða sem fram koma í skýrslu samkeppnisráðs um verð- samráð olíufélaganna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ein- hugur um þessa afstöðu innan raða VG nú þegar niðurstaða samkeppn- isyfirvalda liggur fyrir Líta fulltrúar og trúnaðarmenn innan VG svo á að skýrslan leiði í ljós að Þórólfur Árnason hafi tekið þátt í ólögmætu samráði olíufélaganna og beri að segja af sér. Stormasamur fundur „Hann ætti að hafa vit á því. Það eina sem getur haldið R-listanum á lífi er að hann segi af sér,“ segir heimild- armaður innan VG. Borgarfulltrúar R-listans ræddu málið á stormasömum fundi í gær- morgun, skv. upplýsingum Morgun- blaðsins. Í hádeginu var svo fundur í baklandi R-listans þar sem saman komu sjö forystumenn Reykjavíkur- félaga VG, Samfylkingar og Fram- sóknarflokksins. Þar gerðu fulltrúar VG samstarfsflokkunum grein fyrir þeim sjónarmiðum sem fram komu á samráðsfundi trúnaðarmanna VG í Reykjavík sl. þriðjudagskvöld. Ákveðið var að halda áfram sam- ráðinu og auka það á þessum vett- vangi á næstunni. Síðdegis í gær funduðu fulltrúar samstarfsflokkanna hver í sínu lagi og í gærkvöldi var aftur boðað til fundar borgarfulltrúa R-listans vegna máls- ins. Þar náðist samkomulag um að borgarstjóri fái tíma til að útskýra sín sjónarmið fyrir borgarbúum. Haft var eftir Önnu Kristinsdóttur borgarfulltrúa eftir fund borgarfull- trúa R-listans í fyrradag að meirihluti borgarstjórnar bæri fullt traust til borgarstjóra. Þetta er ekki rétt að mati heimildarmanna innan VG. Anna Kristinsdóttir hafi ekki haft umboð samstarfsaðila úr VG til að halda þessu fram. „Þetta mál lítur þannig út frá sjón- arhóli okkar Vinstri grænna að Þór- ólfur dugar okkur ekki sem fánaberi R-listans með þennan skugga yfir sér, sem mun fylgja honum enn um hríð. Við lítum svo á að hann og hans nán- ustu ráðgjafar ættu að hafa vit á því að hann stígi til hliðar, þannig að R-listinn fái frið til að vinna að sínum málefnum,“ sagði viðmælandi úr röð- um VG í gær. Af samtölum við VG-fólk í gær má ráða að menn hafi áhyggjur af því að einhverjir innan borgarstjórnar- meirihlutans muni halda því fram að vantraust gagnvart borgarstjóra þýði í reynd slit meirihlutasamstarfsins. Munu fulltrúar VG hins vegar hafa ítrekað í viðræðum við samstarfs- flokkana í R-listanum að það væri ekki vilji VG að slíta samstarfinu, heldur vilji vinstri grænir að því verði haldið áfram til næstu kosninga á grundvelli málefnasamnings R-lista. Grímur Atlason, stjórnarmaður í VG í Reykjavík, skrifar pistil sem birtur er á vefsíðunni Morgunpóstur VG undir fyrirsögninni „Sól til viðar er gengin“. Þar segir hann að borgarstjórinn í Reykjavík sé samkvæmt því sem birst hafi í skýrslu samkeppnisstofn- unar einn af höfuðpaurunum í stóra samráðinu. „Borgarstjórinn verður væntanlega kallaður til yfirheyrslu þegar Reykjavíkurborg fer í mál við olíufélögin sem hlunnfóru borgina með verðsamráði í útboðum. Hann verður þannig vitni, gerandi og yfir- maður þess sem kærir. Þetta er ómöguleg staða. Þetta er óásættanleg staða og Reykvíkingar eiga betra skilið,“ segir m.a. í pistlinum. „Hvernig getur Þórólfur Árnason átt trúnað samstarfsmanna sinna í borgarstjórn?“ segir Grímur einnig. „Er ekki kominn tími til þess að borg- arstjóri Reykjavíkur geri hreint fyrir sínum dyrum gagnvart borgarbúum? Það er líklegt að sól borgarstjóra á vettvangi stjórnmálanna í Reykjavík sé gengin til viðar. Það verður einnig að teljast líklegt að vandræðagangur R-listans hafi enn á ný náð nýjum hæðum – ætli það sé ekki bara komið kvöld þar líka?“ spyr hann í lok pist- ilsins. Mjög alvarlegt mál Borgarstjóri mætti á samráðsfund trúnaðarmanna VG á þriðjudags- kvöldið og gerði fundarmönnum grein fyrir sjónarmiðum sínum og svaraði spurningum. Einn fundarmanna seg- ir að eftir þann fund hafi þó verið enn meiri eindrægni í hópnum en áður um að borgarstjóri nyti ekki trausts. Ekkert eitt atriði öðrum fremur í skýrslu samkeppnisráðs virðist ráða úrslitum um afstöðu VG. Einn við- mælenda sagði að nú lægi fyrir nið- urstaða samkeppnisráðs og þar væri ekkert hrakið af því sem fram kom í frumskýrslunni á sínum tíma. Málið virtist allt vera stærra að vöxtum en menn hefðu áður gert sér grein fyrir, auk þess sem fram kæmu ný atriði í skýrslunni sem vörðuðu borgarstjóra. Málið væri allt mjög alvarlegt. Félagsfundur VG í Reykjavík verð- ur væntanleg haldinn eftir næstu helgi. Sá fundur er ályktunarbær og getur tekið afstöðu í málinu. Árni Þór Sigurðsson, forseti borg- arstjórnar, vildi í gær lítið tjá sig um málið. Spurður hvort R-listasamstarf- ið væri í hættu sagðist Árni Þór vona að svo væri ekki. Það byggðist á mál- efnasamningnum sem var gerður fyr- ir síðustu kosningar og hann hafi ekk- ert breyst. Mikill titringur er innan R-listans vegna ágreinings um áframhaldandi störf Þórólfs Árnasonar VG vill að borgar- stjóri láti af embætti Morgunblaðið/Brynjar Gauti Borgarfulltrúar koma af fundi borgarstjórnar Reykjavíkur síðastliðinn þriðjudag. Sama kvöld komu fulltrúar og trúnaðarmenn vinstri grænna í Reykjavík að þeirri niðurstöðu að borgarstjóri nyti ekki fulls trausts VG. Á myndinni má sjá Árna Þór Sigurðsson, forseta borgarstjórnar, og Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Borgarstjóri nýtur ekki trausts félaga í VG í Reykjavík til áframhaldandi starfa sem borgarstjóri í kjölfar skýrslu samkeppnisráðs. Ómar Friðriksson komst að því að vinstri grænir hafa sett fram þá afstöðu að borgarstjóri eigi að taka þá ákvörðun að víkja. Samkomulag varð á fundi borgarfulltrúa R-listans í gærkvöldi um að borgarstjóri fái ráðrúm næstu daga til að útskýra sín sjónarmið fyrir borgarbúum. omfr@mbl.is BJÖRN Bjarnason, dómsmálaráðherra og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í Kastljósþætti Ríkissjónvarps- ins í gærkvöldi að ef hann væri í sporum Þórólfs Árnason- ar borgarstjóra myndi hann segja af sér embætti. Fjallað var skýrslu samkeppnisráðs um samráð olíufé- laganna og um stöðu borgarstjóra í þættinum. Björn sagði að stjórnleysi ríkti innan borgarinnar og ástandið núna væri enn ein sönnun þess. Var hann spurður hvort hann teldi að borgarstjóri ætti að sitja áfram „Ég get sagt að ef ég sæti undir þessu sem þarna er að koma fram og væri í þeirri stöðu að vera borgarstjóri í Reykja- vík, þá myndi ég fara úr því embætti,“ sagði Björn. Myndi segja af mér embætti ÍSLENSKUM starfsmönnum varnarliðsins fækkaði úr 905 í 712 frá 1. janúar 2003 til 1. október 2004, að því er fram kom í svari Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar, þingmanni Samfylkingar- innar, á Alþingi í gær. Á sama tíma fækkaði bandarískum her- mönnum á Keflavíkurflugvelli úr 1.907 í 1.554 og fjöldi erlendra starfsmanna, annarra en her- manna fækkaði úr 111 í 104. Mestu munar um 300 manna liðsflutning í tengslum við brott- flutning P-3 kafbátaleitarflugvéla flotans frá Íslandi. „Þær [tölurnar] sýna svart á hvítu að þrátt fyrir þau orð fyrrverandi utanríkisráðherra að engar tilkynningar hafi borist um verulegan samdrátt á vellinum á næstu árum, þá fer sá samdráttur fram,“ sagði Mörður og sagði það benda til að íslensk stjórnvöld hefðu enga hug- mynd um hvert stefndi með rekstur varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli, né hefðu ráðamenn áætlanir um það sjálfir hvert stefndi. Mörður beindi þeim tilmælum til núverandi utanríkisráðherra, Davíðs Oddssonar, að skil- greina bæri varnarhagsmuni Íslands og skapa um „einingu og sátt“ og um þann þátt þeirra sem Íslendingar ættu að taka að sér sjálfir og þær skuldbindingar sem fylgja ættu varnar- samningi við Bandaríkin og hvernig samstarfi við aðra bandamenn landsins skyldi háttað um varnar- og öryggismál Íslands. Málinu fylgt fast eftir „Það er alveg ljóst að við höfum fylgt því mjög fast fram gagnvart Bandaríkjamönnum og bandamönnum NATO að gildi varnarsamn- og þeirrar gerðar að þau eru ekki rædd op- inberlega með sama hætti og önnur þau dæg- urmál sem uppi eru. Þetta er viðurkennt á Ís- landi með sérstakri sérstöðu utanríkis- málanefndar umfram allar aðrar nefndir,“ sagði Davíð og mótmælti því að sjónarmiðum Íslands hefði ekki verið fylgt eftir. ings verði í heiðri haft,“ sagði utanríkisráð- herra og sagðist tala fyrir hönd fyrrverandi ut- anríkisráðherra og núverandi forsætisráðherra í þeim efnum. „Þessu höfum við fylgt fram af mikilli einurð og eindrægni. [...] Auðvitað er það þannig, og það þekkja menn, að þessi mál eru þannig vaxin Mörður Árnason alþingismaður um fækkun hermanna varnarliðsins Stjórnvöld hafa enga hug- mynd um hvert stefnir Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Bandarískum hermönnum á Keflavíkurflugvelli hefur það sem af er árinu fækkað um 353. NÝR yfirmaður mun brátt taka við stjórn varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, í stað að- míráls frá sjóhernum kemur ofursti úr flug- hernum. Utanríkisráðuneytið hefur komið því á framfæri við bandarísk stjórnvöld að þau telji að þetta hljóti að vera bráðabirgða- ráðstöfun en því hafa Bandaríkjamenn hvorki játað né neitað. Þetta sagði Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utan- ríkisráðuneytinu, í samtali við Morgunblaðið í gær. Frá árinu 1961 hefur aðmíráll stjórnað varnarliðinu en nú verða þær breytingar að lægra settur foringi í flughernum tekur við. Ofurstatignin er einni gráðu lægri en aðmír- álstign. Gunnar Snorri sagði að staða nýja yfirmannsins innan stjórnkerfis Bandaríkja- hers yrði sú sama og forvera hans jafnvel þótt hann bæri ekki sömu tignargráðu. Að- spurður hvað þetta þýði fyrir starfsemi flot- ans hér á landi sagðist Gunnar Snorri aðeins vilja svara því með þeim hætti að flotinn hefði a.m.k. ekki jafnháttsettan flotaforingja hér á landi og að málefni tengd varnarliðinu væru öll í athugun um þessar mundir. Núverandi yfirmaður varnarliðsins Noel G. Preston aðmíráll tók við starfinu í mars sl. af John J. Waickwicz sem hafði verið yfir- maður varnarliðsins í tæp þrjú ár. Að sögn Gunnars Snorra fer Waickwicz til starfa í Napólí á Ítalíu. Yfirmannaskiptin munu fara fram 12. nóvember. Hinn nýi yfirmaður heitir Robert Mc- Cormick og hefur hann verið næstráðandi varnarliðsins um hríð. Ofursti úr flughernum í stað aðmíráls Yfirmannaskipti hjá varnarliðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.