Morgunblaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 44
SIR Paul McCartney er nýjasta viðbótin við þann fríða flokk stjarna sem leggja ætla sitt af mörkum til nýrrar útgáfu á góðgerðar- söngnum „Do They Know It’s Christmas?“ Gamli Bítillinn ætlar að spila á bassa í lag- inu, sem upphaflega var hljóðritað af Band Aid-stjörnuflokknum 1984. McCartney ætlar ekki að syngja í lagi Band Aid III-flokksins heldur lætur það eftir Chris Martin úr Coldplay og öðrum stjörnum af yngri kynslóðum. Martin mun syngja upphafs- línurnar og leika á píanó. Justin Hawkins úr The Darkness leikur á gítar í laginu, sem og Fran Healy úr Travis en á trommum verður Danny Goffey úr Supergrass. Meðal annarra söngvara sem Midge Ure, höfundur lagsins, hefur fengið til að syngja lín- ur eru Robbie Williams og Dido. Þau sjá sér hinsvegar ekki kleift að vera með þegar lagið verður hljóðritað í Lundúnum 14. nóvember og hafa því nú þegar sungið allt lagið inn á band en það mun svo koma í hlut upptökustjórans Nigel Godrich, sem unnið hefur með Beck, Travis og Radiohead, að velja hvaða línur þau verða með. Þá hefur höfundurinn Ure fengið nýstirnin Keane, Snow Patrol og Natöshu Bedingfield til að vera með og Bono úr U2 hef- ur samþykkt að syngja sömu línu og hann söng í upprunalegu útgáfunni frá ’84. Veðbankar í Bretlandi neita að taka við veð- málum um það hvaða lag verður á toppnum um jólin – svo víst þykir að þetta stjörnum prýdda lag muni slá í gegn. Tónlist | Nýja Band Aid-lagið McCartney á bassa Sir McCartney ætlar að plokka fyrir bágstadda. Reuters Stóra stundin okkar í Smáralind í nóvember Söngvararnir á plötunni munu koma fram í Smáralind þann 13., 14., 20. og 21. nóvember. Tónleikarnir eru sam- starfsverkefni Skífunnar og Concert. Fram koma: Birgitta, Jónsi, Nylon, Sveppi, Selma, Anna Katrín, Jón Sig- urðsson, Felix Bergsson og Sverrir Bergmann. Birta og Bárður úr Stund- inni okkar munu einnig koma fram. Tónleikarnir fara fram á stóra svið- inu í Vetrargarðinum í Smáralind og verða fjórar sýningar í nóvember og hefjast þær allar klukkan 16.00. Miðasala fer fram í verslunum Skíf- unnar og hefst laugardaginn 30. októ- ber kl. 12.00. Fyrirtæki, hópar og fé- lagasamtök geta leitað til Concert vegna tilboða fyrir stærri hópa. 44 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á MORGUN kemur út hljóm- platan Stóra stundin okkar. Á ferðinni er óbeint framhald plöt- unnar Uppáhaldslögin okkar sem út kom í fyrra og hefur notið mikilla vinsælda og er búin að seljast í sjö þúsund eintökum. Kunnir söngvarar renna sér í gegnum sígild barnalög en þeir eru Sveppi, Selma Björnsdóttir, Jónsi, Birgitta Haukdal, Nylon, Anna Katrín Guðbrandsdóttir, Felix Bergsson, Hera, Jón Sig- urðsson, Einar Ágúst og Sverrir Bergmann. Plötunni fylgir aukreitis mynd- diskur með myndböndum við öll lögin og á hljómdisknum eru einnig ósungnar útgáfur af lög- unum. Vignir Snær Vigfússon, gítarleikari og lagasmiður Íra- fárs, stýrði upptökum. Söngvararnir fengu að velja sér uppáhaldslögin sín og hér fara skýringar nokkurra þeirra á því af hverju tiltekið lag varð fyrir valinu. Sveppi Syngur „Söngur dýranna í Týról“ sem Stuðmenn fluttu upp- runalega á Sumar á Sýrlandi. „Ég er í fyrsta lagi gríðarlegur áhugamaður um Stuðmenn en svo söng ég þetta lag þegar ég tók þátt í sýningu á vegum FB sem kallaðist Sumar á Sýrlandi. Þetta var u.þ.b. árið ’95 og var verkið m.a. sett upp í Loftkastalanum. Ég kunni það því ágætlega fyrir. Ég er nú ekki oft beðinn um að syngja inn á plötur en þegar það er gert þá stekk ég á tækifærið!“ Birgitta Haukdal Syngur „Söngur súkku- laðiprinsessunnar“ sem er að finna á plötu Gláms og Skráms, Í sjöunda himni. „Ég hlustaði mikið á Glám og Skrám þegar ég var lítil og horfði líka á þá lenda í ævintýr- um í Stundinni okkar. Ég öfund- aði þá rosalega fyrir það að kom- ast til Sælgætislands og langaði til að vera Súkkulaðiprinsessan. Þetta er frábært lag og ekki skemmir góður boðskapurinn.“ Jónsi Syngur „Lagið um það sem er bannað“ („Það má ekki pissa bak við hurð/og ekki henda grjóti oní skurð“ og svo frv.). „Þetta lag er baráttusöngur prakkara og textinn lýsir nánast öllu sem ég gerði af mér þegar ég var lítill – fyrir utan að ég hef aldrei pissað á bakvið hurð! Það er mikil kátína í þessu lagi og sonur minn, þriggja og hálfs árs, kann lagið utan að.“ Sverrir Bergmann Syngur þjóðlagið „Krummi svaf í klettagjá“. „Mér finnst þetta bara flott lag og laglínan er mér mjög eft- irminnileg úr æsku. Við erum með flottar íslenskar raddanir í laginu. Dýpri eru ástæðurnar fyr- ir valinu nú ekki! En það er ekki verra að krakkarnir fái að kynn- ast þessari tónlist líka.“ Selma Syngur „Komdu niður („Komdu niður, kvað hún amma. Komdu niður, sögðu pabbi og mamma …). „Þetta er hresst og skemmti- legt lag og einhvern tíma söng ég þetta í Óskalögunum í Sjónvarp- inu. Það hafa margir reynt sig við þetta enda gamalt lag og sí- gilt. Við settum smá salsasveiflu í þetta.“ Felix Bergsson Syngur „Fiskurinn hennar Stínu“ (Fiskinn minn, nammi, nammi, namm) sem upprunalega var flutt af Haukum. „Mikið stuðlag. Mér hefur per- sónulega alltaf fundist þetta vera mikið barnalag þótt það sé það ekki upprunalega. Þegar ég heyrði þetta lag sem barn fór ég samstundis að syngja með og heimtaði fiskinn minn!“ Tónlist | Ný barnaplata komin út Barnaglingur hið besta ÖRN Elías Guðmundsson sýnir það með annarri plötu sinni að hann er eitthvert mesta músíkefni sem fram hefur á sjón- arsviðið komið. Klár teikn um þessa snilli- gáfu var að finna á fyrstu plötu hans Lonely Mountain. Plata sem dúkkaði upp eins og snjóslydda á Sahara fyrir tveimur árum. Önnur platan Mugimama – Is this Monk- eymusic? festir mann enn í trúnni á að þar fari einstakur hæfileikamaður. Hér eru viðhöfð stór orð – oflof myndu kannski einhverjir segja – en sjaldan hef ég verið eins staðfastur og vel í stakk búinn til að verja og rökstyðja þessa vel ígrunduðu sannfæringu. Mugison hefur einfaldlega bú- ið til bestu plötu ársins 2004, það sem af er, og verður að telja harla hæpið að betri plata eigi eftir að koma út úr þessu. Einhvers staðar sagði að það væri hrein firra að reyna að skrifa um tónlist, lýsa henni með orðum. Oftast hefur maður þó reynt og staðið bara nokkuð rogginn upp frá því verki. En að þessu sinni ætla ég ekki einu sinni að reyna; að öðru leyti en því að lýsa tónlist Mugison sem tilfinningu, sem tónrænni birtingarmynd, mælistiku á tilfinningalíf Arnar, beintengd hans innstu hjartarótum. Af algjörri einlægni tekur hann mann með sér í rennireið um landslag tilfinninga sinna. Sýnir manni hamingjuna í sinni tærustu mynd, heiftina, sturlunina og stuðið. Þegar Mugison fílósóferar og verður „artífartí“ eins og hann orðar það sjálfur þá gerir hann það af slíkum innileika, er svo sannfærandi, snjall og sniðugur – „The Chicken Song“ og „Sad Like A Truck“ – að maður getur ekki annað en laðast að. Og þegar hann fær eitthvað að láni, þá gerir hann hann það svo vel og svo „frum- lega“ – bítlandi upphafslagið „I Want You“ (vantar bara „She’s So Heavy“) og Bonnie Prince Billy-andi „2 birds“. Tregafullir „I Want You“-söngvar eiga sér reyndar um- fangsmeiri sögu því þeir eiga einn slíkan til í fórum sínum nokkrir af helstu meisturum rokksins, söngur Lennons á Abbey Road, Dylan söng sinn inn á Blonde on Blonde og Elvis Costello á trúlega þann allra trega- fyllsta, sem kom fram á Blood & Chocolate. Og nú hefur sá ísfirski bætt sínum í sarpinn og smellur vel inn í hópinn. Það sem er líka svo heillandi við tón- smíðar Mugisons er að sama hversu óvenju- legar þær eru, framandlegar og málamiðl- unarlausar þá má alltaf greina þar lúmskar og nánast háskalega ánetjandi melódíur hvíla undir og fyrir neðan alla geggjunina. Nokkuð sem segir manni á einhvern óræðan hátt hvaða gæðing hann Mugison hefur að geyma, hversu mikið honum er í mun, þrátt fyrir alla hina meintu ringlulreið, að rétta fram höndina og toga mann til sín og tón- listarinnar. „I Want You“, „2 birds“ og „I’d Ask“ eru einhver fallegustu lög sem ég hef heyrt og textarnir í „Salt“ og „What I Would Say In Your Funeral“ lifa stöðugt með mér, sorg- arsagan af Saltinu sem drekkt var af móður sinni og hinar eilífu elskhugaerjur. Flutningurinn (allt það sem Mugison ger- ir, söngur Rúnu og Röggu Gísla, gítarleikur Péturs Þórs), upptakan og ytri ásýnd útgáf- unnar; allt er þetta svo innilegt og nákvæm- lega eins og það á að vera, jafnvel þótt ég skilji varla orð af því sem skrifað er í kápu- bæklingnum. Of langt mál væri þó að ætla sér að tala sig út um alla þá snilld sem platan hefur að geyma, hvert og eitt einasta lag er á sinn hátt það besta sem maður hefur heyrt að manni finnst nokkru sinni. Lesbókin öll dygði vart til þess að gefa hér tæmandi rök- stuðning, en mun þó vonandi einn góðan veðurdag verða helguð þessum mikla mús- íkanti. Vonandi leiðarar líka og Reykjavík- urbréf, stefnuræða forsætisráðherra og ný- ársávarp forseta. Mugison á hreinlega allt gott skilið og það eitt er víst að lýsingarorðin sem hér hafa – af veikum mætti – verið notuð, allt það hrós sem ég á, dugir ekki til að lýsa hvers konar yfirburðaplata er hér á ferð. Og það kemur frá mínum innstu hjartarót- um. TÓNLIST Íslenskar plötur Mugison er Örn Elías Guðmundsson. Hann á öll lög og texta utan eitt lag. Pétur Þór Ben á í tveimur lög- um. Rúna Esradóttir á eitt lag. Afi í einu. Mugison stjórnaði upptökum og tók upp í Súðavíkurkirkju, Brekkustíg og í Sundlauginni. Mugison leikur á flest hljóðfæri. Pétur Þór leikur á gítar, Rúna, Ragga Gísla og Helga Guðmunds ljá söng og rödd. Rúna leikur á píanó. Önni Páls trommur, Óttar bassi, Ólöf Arnalds fiðla og Grímur Helga. Útgefandi 12 tónar. Mugison – Mugimama – Is This Monkeymusic?  Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Mugison tekur mann með sér í „rennireið um landslag tilfinninga sinna. Sýnir manni hamingjuna í sinni tærustu mynd, heiftina, sturlunina og stuðið“ á sinni annarri plötu – „bestu plötu ársins“. Frá innstu hjartarótum Skarphéðinn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.