Morgunblaðið - 04.11.2004, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.11.2004, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Reykjavík | Vinnubrögð borgarinn- ar í tengslum við útboð á járn- steyptum brunnlokum og niðurföll- um til þriggja ára, frá 2004 út árið 2006, eru í hæsta máta óeðlileg, og væri rétt að rifta samningnum sem gerður var við lægstbjóðanda vegna vanefnda og kostnaðar og bjóða verkið aftur út, að mati aðila sem bauð í verkið. Málmsteypa Þorgríms Jónssonar ehf. var meðal þeirra fjögurra aðila sem buðu í verkið, sem felur í sér að steypa öll brunnlok og niðurföll fyrir Reykjavíkurborg næstu þrjú árin. Jón Þór Þorgrímsson, tals- maður Málmsteypu Þorgríms, segir að fyrirtækið hafi haft þetta verk- efni með höndum undanfarin ár í kjölfar árlegra útboða, og þekki því vel til málsins. „Það er mjög óeðlilega staðið að þessu, það var ljóst frá upphafi að lægstbjóðandi gat ekki staðið við afhendingartíma,“ segir Jón Þór. Þrátt fyrir að gengið hafi verið til samninga við lægstbjóðanda, Brunnlok ehf., í lok apríl hefur Málmsteypa Þorgríms haldið áfram að útvega borginni þessar vörur vegna þess að lægstbjóðandi hafi ekki getað staðið við gerða samn- inga. Jón Þór segir að nú sé svo komið að Málmsteypa Þorgríms hafi afhent ríflega 37% af því heild- armagni sem áætlað var að nota ár- ið 2004, í raun sé Reykjavíkurborg að nota innlend fyrirtæki sem vara- skeifu. Vörur uppfylltu ekki skilyrði Af fjórum aðilum sem gerðu til- boð í þetta verk voru tveir innlendir framleiðendur og tveir innflytjend- ur. Jón Þór segir að samið hafi ver- ið við lægstbjóðanda sem hafi flutt inn vörur frá Indlandi. Þær vörur uppfylltu ekki kröfur Reykjavíkur- borgar um merkingar á lokunum eins og farið var fram á í útboðs- gögnum, en fóru engu að síður í notkun. Mörgum mánuðum eftir fyrsta skiladag, síðla sumars, komu fyrstu niðurföllin ásamt brunnlokum og þá frá Kína. Á síðasta skiladegi um miðjan september var lægstbjóð- andi ekki enn búinn að afhenda alla vöruflokka sem óskað var eftir í út- boðsgögnum. Tilboð Brunnloks ehf. hljómaði upp á um 70% af kostnaðarverði, 22 milljónir króna, en tilboð Málm- steypu Þorgríms Jónssonar ehf. var um 95% af kostnaðaráætlun, um 30 milljónir króna. Aðspurður segir Jón Þór þetta mál ekki til komið einfaldlega vegna þess að Málmsteypa Þor- gríms hafi orðið undir í eðlilegri samkeppni. „Við erum alls ekki mótfallnir útboðum og við virðum þær leikreglur sem þar eru settar fram. En við óskum jafnframt eftir því að sá sem gefur spilin virði einnig þær leikreglur og það er kjarni málsins að viðkomandi samn- ingur er í raun ekki sá hagkvæm- asti fyrir skattgreiðendur Reykja- víkurborgar. Með það fyrir augum sem orðið er er það skýlaus krafa að þessum samningi verði rift.“ Jón Þór segir margt við fram- kvæmdina að athuga, t.d. það að Reykjavíkurborg hafi í framhaldi þess að tilboði lægstbjóðanda var tekið ákveðið að taka vörur inn í fá- einum stórum sendingum á ári og geyma á eigin lager, en áður voru vörur afhentar jafnóðum og borgin hafði því enga þörf fyrir að halda lager. Ekkert í útboðsgögnum gaf þessa breytingu til kynna, og segir Jón Þór þetta ganga þvert á stefnu borgarinnar. Kostnaður borgarinnar vegna lagerhalds 9 milljónir króna Kostnaður við lagerinn er að mati Jóns Þórs að minnsta kosti 3 milljónir króna á ári, eða 9 milljónir yfir allt samningstímabilið. Sé þessi kostnaður lagður við tilboð lægst- bjóðanda verður kostnaður borg- arinnar því að lágmarki 31 milljón króna. Jón Þór segir að Málm- steypan hafi boðið í verkið sam- kvæmt útboðsgögnum og ekkert í þeim hafi gefið til kynna að borgin óskaði eftir lægra þjónustustigi en í útboðum undanfarinna ára. „Málmsteypa Þorgríms hefur oft afgreitt Reykjavíkurborg með fá- einar afgreiðslur á dag. Lægstbjóð- andi virðist geta komist upp með að afhenda fáeinar afhendingar á ári þegar honum hentar og jafnframt sleppa við að afgreiða einstaka vörur sem farið er fram á í útboðs- gögnum. Ef Reykjavíkurborg er að óska eftir ámóta þjónustustigi og lægstbjóðandi býður upp á þá á það að vera skýrt tekið fram í útboðs- gögnum,“ segir Jón Þór. Segir vinnubrögð borgarinnar vegna útboðs á á brunnlokum og niðurföllum óeðlileg Ætti að rifta samningi og bjóða verkið aftur út Morgunblaðið/Golli Geyma brunnlokin Reykjavíkurborg heldur nú eigin lager þar sem brunnlok og niðurföll eru geymd þar til þau fara í notkun, þrátt fyrir að innflutningsaðili sé tilbúinn til að geyma vörurnar á sínum lager í Mosfellsbæ. EKKERT er óeðlilegt við hvernig framkvæmdin á kaupum borg- arinnar á brunnlokum og nið- urföllum hefur verið að mati gatnamálastjóra, og þvertekur hann fyrir að borgin hafi af því mikinn kostnað að geyma brunn- lokin á eigin lager. Sigurður I. Skarphéðinsson gatnamálastjóri segir að afhend- ingar á vörum frá Brunnlokum ehf. hafi að því er hann best viti gengið snurðulaust fyrir sig. Var- an frá þeim uppfylli strangar gæðakröfur og hafi verið rann- sakaðar hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Hann segir vissulega rétt að fyrstu lokin sem hafi komið frá Indlandi hafi ekki verið með skjaldarmerki Reykja- víkurborgar, og hafi Brunnlok því þurft að skipta þeim út á eigin kostnað þegar lok með merkinu voru komin til landsins. Brunnlok buðu Reykjavík- urborg að sjá um allt lagerhald vegna brunnloka o.fl. sem var inni í útboðinu í húsnæði í Mos- fellsbæ, en Sigurður segir að borgin hafi tekið þá ákvörðun að vera frekar með vörurnar á eigin lager við Stórhöfða. „Útboðsgögn gera ráð fyrir því að það séu til ákveðnar birgðir á ákveðnum tímum og í stað þess að við getum sótt þær, lok fyrir lok, í Mos- fellsbæ er þetta keyrt beint úr skipi á okkar lager uppi í Stór- höfða,“ segir Sigurður. Aðstaða og tæki til taks Á lager borgarinnar voru áður geymd gömul brunnlok og aðrir hlutir sem tengjast þessari vinnu, og því var starfsmaður, lyftari og aðstaða fyrir hendi. Sigurður seg- ir að vissulega hljótist einhver kostnaður af þessu, en segir hann hverfandi. Mestu muni þó um að starfsmaðurinn þurfi að vinna meira í þessum verkefnum í stað þess að sinna öðrum verkum, það sé aðal kostnaðurinn. Sigurður segir að borginni standi það til boða að hætta að hafa eigin lager og láta Brunnlok sjá um það, en kjósi að gera það ekki eins og mál standa í dag. Spurður um hvers vegna haldið hafi verið áfram að kaupa frá Málmsteypu Þorgríms Jónssonar segir Sigurður borgina vera með því að uppfylla samkomulag sem gert var um að kaupa brunnlok og niðurföll fyrir nýtt hverfi í Norðlingaholti. Upphaflega hafi það átt að klárast fyrir árið 2004, en þegar það dróst fram á þetta ár hafi verið staðið við áform um að kaupa af Málmsteypu Þor- gríms þar sem þar hafi verið búið að framleiða í þá. „Ég veit ekki til þess að við höf- um tekið meira frá þeim en sem nemur því sem þeir gátu reiknað með að afhenda okkur í fyrra,“ segir Sigurður. Hann segir sam- starfið við Málmsteypu Þorgríms Jónssonar hafa verið langt og far- sælt, og vissulega sé eftirsjá í því að framleiðslan fari úr landi. „En ég get hins vegar ekki með góðu móti séð að ég geti sagt að þetta skuli vera íslensk framleiðsla.“ Ekki mikill kostnaður við lager Síðustu dagar Hitlers Missagnir| Hannes Hólmsteinn Gissurarson svarar Sigurði Gylfa Í upphafi var Dreyer | Oddný Sen skrifar um kvikmyndagerð- armanninn Mikill maður, mikill vinur| Guðrún Þórhallsdóttir skrifar um kynbundið málfar Getgátur | Ólafur Ragnarsson ræðir við Oswald Dreyer-Einbcke

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.