Morgunblaðið - 04.11.2004, Side 19

Morgunblaðið - 04.11.2004, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 19 MINNSTAÐUR AKUREYRI AUSTURLAND Glæpasögur | Katrín Jakobsdóttir ís- lenskufræðingur heldur námskeið um glæpa- sögur í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 6. nóvember nk. en það er á vegum kennslu- gagnadeildar Bókasafns háskólans og kenn- aradeildar. Námskeiðið fjallar um glæpasög- ur, en Katrín hefur í nokkur ár rannsakað glæpasöguna og haldið marga áhugaverða fyrirlestra um efnið. Fjallað verður almennt um glæpasöguna sem bókmenntagrein, uppruna hennar á 19. öld, farið í gamlar íslenskar sakamálasögur sem og nýjar og stöðuna bæði hér á landi og á Norðurlöndum en sérstaklega verður fjallað um sögur Arnaldar Indriðasonar. Nám- skeiðið stendur frá kl. 10 til 13.30 og eru allir velkomnir en aðgangur er ókeypis.    Aukasýning| Vodkakúrinn verður sýndur í Sjallanum á Akureyri um helgina, föstudags- og laugardagskvöld, 5. og 6. nóvember. Þar sem uppselt er á báðar sýningar verður auka- sýning á sunnudag, 7. nóvember. Vodkakúrinn hefur hlotið einróma lof gagn- rýnenda en handrit er eftir Kristlaugu Sig- urðardóttur og unnið í samvinnu við leikarana Helgu Brögu Jónsdóttur og Stein Ármann Magnússon, sem fara með öll hlutverk í sýn- ingunni. Leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson.    Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju | Eyþór Ingi Jónsson organisti heldur hádeg- istónleika í Akureyrarkirkju laugardaginn 6. nóvember kl. 12. Á efnisskránni eru verk eftir François Couperin og ensk tónskáld frá end- urreisnartímabilinu. Lesari er Arnbjörg Jónsdóttir. Kynning á verkunum sem flutt verða, verð- ur 10 mínútum fyrir tónleika. NEYTENDASAMTÖKIN gerðu verðkönnun í sex matvöruversl- unum á Akureyri í byrjun vik- unnar, í samvinnu við verkalýðs- félögin í bænum. Um er að ræða Bónus, Nettó, Úrval, Hagkaup, 10–11 og Strax. Bónus reyndist alltaf vera með lægsta verðið en þar fengust 20 af 23 vöruflokkum í könnuninni. Verslunin 10–11 reyndist oftast með hæsta verðið en þar fengust allar 23 vörurnar. Ef sett er saman karfa úr þeim 16 vörum sem fengust í öllum verslununum er munurinn á hæstu og lægstu körfu 26%. Bónus er með ódýrustu körfuna og 10–11 þá dýrustu. Karfan í Nettó er næstódýrust, eða 5,4% dýrari en í Bónus. Verslunin Strax er næstdýrust og munar 3,2% á Strax og 10–11. Minnsti verðmunur er á mjólk í tveggja lítra umbúðum. Munar þar 7,5% á Bónus og 10–11. Ef verslað er í Bónus eða Nettó er ódýrara að kaupa tvær eins lítra mjólkurfernur en tveggja lítra fernu. Í Bónus munar 13 krónum. Mestur verðmunur er á Ora- baunum í dós, eða 87%. Verðmun- ur er meiri en 60% á tveimur öðr- um vörutegundum, Brazza og þurrgeri í poka, segir í frétta- tilkynningu Neytendasamtak- anna. Bónus með lægsta verðið Jólabækurnar Verðlaunabókin Leyndardómur ljónsinsLjóðheimur Steinunnar SigurðardótturForn ævintýri og íslenskur nútímiTvær nýjar unglingabækurHvað viltu lesa? Hvað segja gagnrýnendur?Ertu fyrir barnabækur, ljóð, skáldsögur, ævisögur, spennusögur, ástarsögur?  Sammála eða ósammála? Lestu bókina fyrst og gagn- rýnina á eftir? Lestu Les- bókina fyrst og bókina svo? á laugardag + TÆPLEGA fjögur þúsund grunnskólabörn í Eyja- firði fá í dag afhent endurskinsmerki, sem sjáv- arútvegsfyrirtækið Samherji hf. hefur gefið. Þor- steinn Pétursson lögreglumaður á Akureyri, sem sér m.a. um forvarnir og fræðslu, leitaði til Samherja og tók Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri honum vel. Þetta er fjórða árið í röð sem grunnskólabörn á Ak- ureyri fá afhent endurskinsmerki, sem fyrirtæki gefa. Samherji Þorsteinn lögreglumaður sagði að það skipti gríðarlegu máli að börnin notuðu merkin. Þannig sjást þau fimm sinnum betur en það er ábyrgð foreldranna að börnin noti merkin. Þorsteinn hefur óskað eftir því að kennarar taki merki fyrir sinn bekk og afhendi þau í dag, á sérstökum end- urskinsmerkjadegi í öllum skólum í firðinum, eins og hann orðaði það. Þorsteinn sagði jafnframt mik- ilvægt að eldri bekkingar notuðu merkin, þar sem þeir væru fyrirmynd þeirra yngri. Morgunblaðið/Kristján Endurskinsmerki Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja afhenti Ólafi Ásgeirssyni aðstoðaryfir- lögregluþjóni og Þorsteini Péturssyni forvarnar- og fræðslufulltrúa merkin en þeir komu til skólanna. Samherji gefur endurskinsmerki Eskifjörður | Framkvæmdum við lagningu hitaveitu á Eskifirði miðar vel áfram og eru starfsmenn frá GV-gröfum á Akureyri önnum kafnir þessa dagana við að leggja dreifikerfið um miðbæinn ásamt aðveituæð frá borholum að miðlunartanki. Byrjað var á lagningu aðalstofnæðarinnar frá húsinu Bergen og verður hún síðan lögð inn eftir Strandgötunni og inn í miðl- unartank sem verður staðsettur ofan býlisins Eskifjarðar. Það- an liggur aðveitulögn að borholu við Þverárnar í Eskifjarðar- dal. Guðmundur H. Sigfússon, forstöðumaður umhverfissviðs Fjarðabyggðar, sagði að boraðar hefðu verið tvær borholur, til- raunadæling fór fram úr annarri í ársbyrjun 2003 en dæla var sett niður í þá síðari í október síðastliðnum. „Sú hola mun anna Eskifirði en hin verður til vara,“ sagði Guðmundur. Alls eru 100 hús í fyrsta áfanga dreifikerfisins, lagt verður í u.þ.b. helming þeirra nú fyrir áramót og stefnt að því að 15. júní næstkomandi verði lokið við að leggja í þau 50 sem eftir verða. Að því loknu er eftir að leggja í um 250 hús á Eskifirði og sagði Guðmundur að gert væri ráð fyrir að lokið yrði við að tengja þau í lok næsta árs, um áramót 2005 til 2006. Allir stærstu notendurnir eru inni í fyrsta áfanga, s.s. skóli, félagsheimili, íþróttahús og fyrirtæki, en í þeim áfanga er tvö- falt kerfi, bakrásarvatnið er tekið til baka aftur. Síðari áfanginn er aftur á móti með einföldu kerfi, þannig að vatnið fer í fráveit- una eftir notkun. Hitaveitan á Eskifirði er sú fyrsta sem lögð er á fjörðunum, en fyrir er hitaveita á Héraði. „Þetta er auðvitað heilmikill áfangi og ekki síður er mikilsvert að geta með þessu sýnt fram á að það er hægt að finna heitt vatn á þessum köldu svæðum. Það er töluverður áfangi að finna hér nóg af 80 gráða heitu vatni,“ sagði Guðmundur, en það er tekið af um þúsund metra dýpi. Áfram verður haldið á sömu braut, því nánast er búið að stað- setja vinnsluholu á Reyðarfirði. Neskaupstaður er svo síðastur í röðinni en þar má segja að lokaáfangi í hitaleitinni sé eftir. „Þetta er mikil fjárfesting, bæði í holunum og eins í dreifi- kerfinu,“ sagði Guðmundur, en kostnaðurinn við verkefnið er rúmlega 500 milljónir króna. Fyrstu 50 húsin tengd fyrir áramót Morgunblaðið/Helgi Garðarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.