Morgunblaðið - 04.11.2004, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.11.2004, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í vikunni hófust æfingar á jóla-verkefnum beggja leikhús-anna í borginni og eiga það sameiginlegt að báðar sýningar eru leikgerðir eftir bókum. Í Þjóð- leikhúsinu er það leikgerð Hilm- ars Jónssonar á verðlauna- skáldsögu Ólafs Gunnarssonar Öxinni og jörðinni og í Borg- arleikhúsinu á Bjarni Jónsson heiðurinn af leikgerð Híbýla vind- anna eftir Böðvar Guðmundsson. Hilmar Jónsson leikstýrir og Arnar Jónsson fer með hlutverk Jóns biskups Arasonar og þá Björn og Ara, syni hans, leika Ingvar E. Sigurðsson og Hilmir Snær Guðna- son. „Efni verks- ins er eitt mesta átaka- tímabil í sögu íslensku þjóð- arinnar, siðaskiptin, sem voru vettvangur ógnvænlegra atburða,“ segir í tilkynningu frá Þjóðleik- húsinu sem bætir um betur og segir: „Stórbrotnar persónur stíga fram á sjónarsviðið; hinn vígreifi trúmaður Jón Arason Hólabiskup, Björn og Ari synir hans sem háls- höggnir voru með honum í Skál- holti 1550, fjölskyldur þeirra, ver- aldlegir sem andlegir höfðingjar, kvenskörungar, almúgafólk... Magnað verk um trú og efa, sjálf- stæði og kúgun, þar sem saga þjóðar er samofin grimmum ör- lögum.“ Aðrir leikendur eru Anna Krist- ín Arngrímsdóttir, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Björgvin Franz Gíslason, Elva Ósk Ólafsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Hjalti Rögnvaldsson, Ívar Örn Sverrisson, Jóhann Sigurðarson, Kjartan Guðjónsson, Kristján Franklín Magnússon, Nanna Krist- ín Magnúsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Sólveig Arnarsdóttir, Þórhallur Sigurðsson og Þórunn Lárusdóttir. Höfundur tónlistar í Öxin og jörðin er Hjálmar H. Ragnarsson, um sviðshreyfingar sér Sveinbjörg Þórhallsdóttir, lýsingu hannar Björn Bergsteinn Guðmundsson, búningar eru í höndum Þórunnar Maríu Jónsdóttur og höfundur leikmyndar er Gretar Reynisson. Frumsýning verður 2. jóladag.    Í Borgarleikhúsinu er veriðstíga fyrstu skrefin eftir bók- um Böðvars Guðmundssonar, Hí- býli vindanna og Lífsins tré. Þar er rakin saga Ólafs Jenssonar og ættmenna hans og um leið saga lífsbaráttu Íslendinga austan hafs og vestan á ofanverðri 19. öld og í upphafi þeirrar 20. „Híbýli vind- anna er leikrit um drauma, brostnar vonir og söknuð, en fjallar síðast en ekki síst um þrautseigju og fórnir fólks í leit að nýjum samastað í tilverunni,“ segir Borgarleikhúsið um sitt jóla- verk og í báðum tilfellum kemur lýsingin á efniviðnum ekki beinlín- is á óvart enda bækurnar mörgum kunnar og hráefnið verið marg- hnoðað í ýmsum myndum. Með báðum þessum sýningum er fylgt þeirri ágætu uppskrift að áhugi almennings fyrir að sjá sögu- persónur lifna á leiksviðinu hefur löngum verið mikill. Í hlutverki Ólafs Jenssonar að- alpersónu Híbýla vindanna er Björn Ingi Hilmarsson, Katla Mar- grét Þorgeirsdóttir er fyrri kona hans, Sæunn, og Halldóra Geir- harðsdóttir er seinni kona hans, Elsabet. Aðrir leikendur eru Bergur Þór Ingólfsson, Birna Haf- stein, Guðmundur Ólafsson, Gunn- ar Hansson, Halldór Gylfason, Hanna María Karlsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Pétur Ein- arsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sveinn Geirsson, Theodór Júl- íusson. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifs- dóttir, leikmynd hannar Vitas Narbutas, búninga gerir Filippía Elíasdóttir, tónlistin er eftir Pétur Grétarsson og Lárus Björnsson lýsir. Frumsýnt verður 7. janúar á Stóra sviðinu. Siðaskipti og Vestur-Íslendingar ’Áhugi almennings fyr-ir að sjá sögupersónur lifna á leiksviðinu hefur löngum verið mikill.‘ AF LISTUM Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Morgunblaðið/Golli Hluti leikhóps Þjóðleikhússins í Öxinni og jörðinni sem frumsýnt verður á Stóra sviðinu annan jóladag. Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson og Halldóra Geir- harðsdóttir leika aðalhlutverkin í Híbýlum vindanna í Borgarleikhúsinu. TVEIR íslenskir myndlistarmenn, Gísli Bergmann og Birgir Snæbjörn Birgisson, sýna um þessar mundir í galleríi í London sem nefnist Seven Seven undir heitinu Silent Reading. Eru þeir hluti af hópi fimm mynd- listarmanna sem kallar sig then og hefur sýnt saman sex sinnum áður. „Við sýndum meðal annars á Kjar- valsstöðum og í Listasafni ASÍ í jan- úar í fyrra,“ segir Birgir Snæbjörn í samtali við Morgunblaðið. „then er hópur listamanna sem er starfandi í London og varð þannig til að við hittumst oft á opnunum og deildum skoðunum okkar á myndlist. Við höldum hópinn vegna sameiginlegra skoðana okkar og virðingar á verk- um hvert annars.“ Að sögn Birgis vinna einstakling- arnir innan hópsins á nokkuð líkan hátt í myndlistarsköpun sinni. „Með titlinum á sýningunni, Silent Read- ing, vildum við benda á að við aðhyll- umst næmi fyrir efni og aðferðum. Við höfum verið orðuð við að vinna á svolítið mjúkum og rólegum nótum, og viljum gjarnan benda á að það er viðurkennd leið í myndlist. Það þarf ekki að kasta sprengju eða hrópa hátt.“ Birgir segist telja að þessi nálgun í myndlist hljóti að teljast nokkur sérstaða um þessar mundir. „Það að ná í gegn með hljóðlátri aðferð, sem að okkar mati virkar jafnvel enn bet- ur. Eins og ég hef sjálfur sagt um verkin mín, kýs ég frekar að hvísla en hrópa vegna þess að hvíslið er persónulegri og sterkari sam- skiptamáti.“ Sýningin í Seven Seven stendur til 14. nóvember. Myndlist | Íslenskir myndlistarmenn sýna í galleríi Seven Seven í London Hvíslað frekar en hrópað Úr seríunni Ljóshærðar starfsstéttir eftir Birgi Snæbjörn Birgisson. Verk Gísla Bergmann, Protagonist, á sýningunni í Seven Seven. HÖFUNDUR bókar þessarar er aldurhniginn, fæddur 1919, Borg- firðingur að uppruna, íslenskufræð- ingur að mennt, alinn upp í sveit en var lengst af kennari í Reykjavík. Spuni er fjórða ljóðasafn hans. Efn- ið er hvort tveggja, hversdagslegt og kunnuglegt, tengist öðru fremur mannlegum samskiptum í blíðu og stríðu sem þá eru skoðuð og skyggnd út frá sjónarhorni alþýð- legrar lífspeki, oftar en ekki með góðlátlega glettinni afstöðu til manna og málefna sem stöku sinn- um jaðrar við kaldhæðni. Reynsla frá náms- og starfsárum er ekki mikið á dagskrá, bernsku- minningarnar úr sveitinni þeim mun meira. Barnaskólinn heima verður skólamanninum ofar í huga en lærdómssetrin í þéttbýlinu. Gömlu konurnar, sem rauluðu við rokkinn sinn meðan snáðinn framdi sínar fyrstu kveðskapartilraunir, mega skoðast sem táknmyndir gömlu góðu daganna. Með því að lesa »upphátt aldnar skræður« lögðu þær grunninn að bókmenn- ingunni sem byggt var á síðar. Réttirnar á Rauðsgili leiða hugann að kvæðum Jóns Helgasonar sem þar var fæddur. Harðgerðum mos- anum, sem býr í haginn fyrir við- kvæmari en þroskameiri gróður, líkir Ívar við mannlega samhjálp. Vinátta hundsins yljar í endurminn- ingunni. Og ekki gleymir Ívar sauð- kindinni sem hélt lífinu í þjóðinni aldirnar í gegnum. Sonnettu yrkir hann sem hann nefnir slétt og fellt: Til Borgarfjarðar. Annað kvæði hans ber yfirskriftina Borgfirsk ljóðagerð. Þar nefnir hann goð- sagnapersónuna Braga en skír- skotar jafnframt til Egils og Snorra. Það er með öðrum orðum hið einfalda og tilgerðarlausa líf í sveitinni ásamt sögufrægð héraðs- ins sem kalla má leiðarljós í kveð- skap Ívars. Álit hans og reynsla af þéttbýlinu bendir í raun til gagnstæðrar nið- urstöðu. Sá sundurleiti að ekki sé sagt sundurtætti veruleiki, sem þar blasir við, birtist honum gjarnan sem andstæða gömlu góðu gild- anna. »Sællífið er svikum blandið […] en happdrætti ginna marga og lokka.« Börnin nema ekki lengur málið af móður og ömmu heldur hið gagnstæða, þær skulu nú gera svo vel að læra barnamálið! Þar af leið- ir að íslenskan er slaklega rækt og báglega á vegi stödd. Er þá síst að furða að Ívar skuli sjálfur halda í heiðri forna kveð- skaparhefð og yrkja með ljóð- stöfum, rími og reglubundinni hrynjandi. Skal það síst lasta. Ljóst er eigi að síður að viðureign hans við formið – einkum rímið – þrengir mjög svigrúm hans til frjálslegrar tjáningar. Þeim vanda sínum lýsir hann einkar vel í kvæði sem hann nefnir Bið skáldsins: Ég sat inni allan daginn úti þó að skini sól. Mér gekk eitthvað ekki í haginn, andlit mitt í höndum fól. Einhver kom loks inn og spurði af hverju ég sæti hér, segir að sig og fleiri furði hver fjárinn gangi nú að mér. Óræð hugsun andsvar heftir, enda gefst mér trauðla hrós. Ég var bara að bíða eftir birtu ef kvikna vildi ljós. Að bíða þess að andinn komi yfir mann getur sem sé kostað dálag- legt námskeið í þolinmæði! Allt um það má kvæði þetta, sem hlýtur að teljast með hinum betri í þessari bók Ívars, fela í sér þaðan af víð- tækari lífsannindi. Bókin er offsetfjölrituð. Umbrot og prentun hefur tekist nokkuð vel. Nema hvað titilsíðan hlýtur að telj- ast fátækleg svo ekki sé meira sagt. BÆKUR Kvæði eftir Ívar Björnsson frá Steðja. 114 bls. Útg. höf. Reykjavík, 2004. Spuni Erlendur Jónsson Sjá einnig menningar- umfjöllun á bls. 42–49

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.