Morgunblaðið - 04.11.2004, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 21
Rými ehf
Háteigsvegi 7
Reykjavík
Sími 511 1100
Bréfsími 511 1110
ÚTS
ALA
N
Í FU
LLU
M G
AN
GI
Ef þú ert mikill aðdá-
andi hreingerninga þá
biðjumst við velvirðing-
ar á því að valda þér
vonbrigðum.
Með Pergo gólfefni
verður þú að finna þér
eitthvað annað að gera
í frítímanum þínum.
Stórútsala á
Pergo parketi
Ótrúlegt verð
Ekki missa
af gólfefnaútsölu
ársins
Aðeins
í nokkra daga
KONUR sem eiga mæður sem þjást
af þvagleka eiga 30% frekar á
hættu að þurfa að kljást við sama
vandamál en aðrar, að því er ný
könnun gerð á vegum Háskólans í
Bergen gefur til kynna. Greint er
frá því á vef Berlingske Tidende að
6.000 konur og 7.500 dætur þeirra
hafi verið rannsakaðar og í fyrsta
skipti verið sýnt fram á að vanda-
málið erfist. Könnunin leiðir einnig
í ljós að konur sem eiga eldri systur
sem eiga við þvagleka að stríða eru
60% líklegri til að etja við sama
vandamál.
Þvagleki
arfgengur
HEILSA
LEIRLISTAKONAN Ólöf Erla
Bjarnadóttir hefur undanfarin ár ver-
ið að búa til handrenndar jólakúlur og
þá var engin jólakúla eins. Hún segist
fljótt hafa fundið að það væri mark-
aður fyrir handgerðar jólakúlur og
ákvað í fyrra að hefja framleiðslu á
sérstakri jólakúlulínu og setja þá nýja
jólakúlu á markað fyrir hver jól.
„Viðbrögðin í fyrra voru alveg frá-
bær og ég sinnti bókstaflega engu
öðru en að framleiða jólakúlur og var
að setja frá mér síðustu jólakúluna á
hádegi á aðfangadag.“
Ólöf Erla segist strax í byrjun
sumars fara að huga að jólakúlunni.
„Ég byrja á því að skoða nokkrar
hugmyndir og ákveða hvernig jóla-
kúlan á að vera og svo takmarka ég
mig þangað til ég er komin með kúl-
una sem mig langar til að framleiða.
Þá fer ég í að búa til mörg gifsmót,
prufusteypa og svo hefst framleiðslan
í lok sumars.“
Ólöf Erla segist hafa mjög gaman
af því að hanna jólakúlurnar, finna
hugmyndina og takmarka hana svo í
endanlega jólakúlu.
„Svo vakna fleiri hugmyndir í
framhaldinu. Nú er ég t.d. farin að
hanna línu af staupum í tengslum við
jólakúlurnar og eins alls kyns jóla-
skraut eins og hjörtu og stjörnur.“
Ólöf Erla er mikil jólakona, segir
að skammdegið og stemningin í
kringum jólin höfði til sín.
En skreytti hún sitt jólatré með
eigin kúlum í fyrra?
„Þegar aðfangadagur rann upp í
fyrra átti ég ekki eina einustu kúlu
eftir og gat meira að segja ekki einu
sinni gefið börnunum mínu jólakúlu.“
Jólakúlurnar fást m.a. í Kirsu-
berjatrénu og um borð í flugvélum
Iceland Express.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leirlistakonan Ólöf Erla Bjarnadóttir: Með jólakúluna síðan í fyrra og þá
sem hún hannaði fyrir komandi jól.
Átti ekki eina
jólakúlu eftir
á aðfangadag
HÖNNUN | Hannar nýja jólakúlu fyrir hver jól
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
DAGLEGT LÍF
SYKUR og fita getur haft áhrif á
námsgetu og minni, að því er banda-
rísk rannsókn gefur til kynna.
Í Dagens
Nyheter segir frá
því að sykur og
fita sé ekki bara
slæmt fyrir lín-
urnar og heils-
una, heldur gefi
dýratilraunir til kynna að minnið
versni við mikla neyslu á sykur- og
fituríkum mat.
Um var að ræða áhrif kólesteróls
og hertrar fitu en hana er m.a. að
finna í kökum, brauði og ís, þar sem
mjúk fita hefur verið hert og þannig
gerð gagnslaus og næringarsnauð.
Sykur hefur
áhrif á minni
Úrslitin úr
ítalska boltanum
beint í
símann þinn