Morgunblaðið - 04.11.2004, Side 22

Morgunblaðið - 04.11.2004, Side 22
Hér mætast heimsálfurnar ímatarkúltúrnum,“ segirBjörgvin Halldórsson,tónlistarmaður og mat- gæðingur, þar sem hann hallar sér yf- ir afgreiðsluborðið í versluninni Fylgifiskum við Suðurlandsbraut og virðir fyrir sér úrvalið. „Hérna sérðu til dæmis indverska ýsu, fiskbollur með taílensku ívafi, kola í karríi, salt- fisk af öllum gerðum, krabbasalat og smokkfisksalat í antipasti-stíl, svo nokkur dæmi séu nefnd. Þetta er bara eins og þú sérð í fínu fiskiborð- unum í Harvey Nichols og Harrods og Fortnum and Mason í London, þetta er svo flott. Þú borgar að vísu aðeins meira fyrir þennan fisk en í venjulegri fiskbúð, en það er þess virði,“ segir Björgvin ennfremur. Hann kveðst hafa byrjað að venja komur sínar í Fylgifiska fljótlega eft- ir að verslunin var opnuð sumarið 2002. „Þetta er allt tilbúið hér í borð- inu og þægilegt að grípa þetta með sér á leiðinni heim. Maður velur svo einhverja samsetningu og skellir því síðan í ofninn eða á pönnuna. Hérna er líka hægt að fá lífrænt pasta, alls konar krydd, flottar olíur og gott grænmeti,“ segir Björgvin og greini- legt að Fylgifiskar eru í miklu uppá- haldi hjá honum. „Það sem ég ætla að taka hérna núna er humar í forrétt og lúðuflak í aðalrétt. Humarhalarnir eru mat- reiddir í skelinni með hvítlauk og sítrónu og lúðan verður með basil og parmesanosti. Þetta er einfalt og æð- islega gott.“ Ekki hægt að stoppa Það er í nógu að snúast hjá Bjögga og félögum þessa dagana. Nýja plat- an með Brimkló komin út og virðist heldur betur ætla að „gera sig“ eins og það er orðað í bransanum. „Við er- um sjálfir mjög ánægðir með útkom- una. Þetta er í beinu framhaldi af því sem við vorum að gera þegar við hættum þarna einhvern tíma eftir 1980, eða eins og Kaninn segir: „Pick up were we left off.“ Lögin eru dálítið í anda plötunnar Undir nálinni og því má segja að við leitum upprunans í anda þess þegar Brimkló var að slíta barnsskónum. En þetta er að sjálfs- öðgu nýtt efni, ný lög og nýjar hug- myndir, en byggðar á þessum gamla grunni.“ Bjöggi segir að þegar Brimkló kom aftur saman í fyrra hafi upphaflega ekki verið gert ráð fyrir að fara út í plötugerð. „Við ætluðum bara að taka þennan túr og láta þar við sitja. En viðtökurnar voru svo æðislegar að það var bara ekki hægt að stoppa. En við gerðum okkur grein fyrir því að ef við ætluðum okkur að halda áfram yrðum við að gera nýja plötu, til þess að koma með nýtt blóð inn í músíkina okkar, og það varð úr. Við verðum lík- lega að spila þangað til við dettum niður.“ Björgvin hefur um nokkurt skeið haft mikinn áhuga á matargerðarlist. „Í gamla daga, þegar ég var um tví- tugt, borðaði maður bara það sem hreyfðist og að manni var rétt. Það var alltaf mikill og góður matur heima þegar ég var að alast upp. Eft- ir að ég komst á fullorðinsár fór ég smám saman að fá áhuga á mat- artilbúningi og að elda sjálfur. Núna á ég það til að fara með matreiðslubæk- ur upp í rúm og lesa,“ segir Björgvin og hlær. „Ég á mikið safn af mat- reiðslubókum og skoða þær til að fá hugmyndir. Fer ekki bókstaflega eftir uppskriftunum heldur útset þetta sjálfur, bæti svona fiðlum og röddum inn í, svo maður taki líkingu úr tónlist- arbransanum. Ég hef lengi haft áhuga á ítölskum mat og matargerð í Mið- jarðarhafslöndunum og nú er ég líka farinn að útbúa þennan mat með ís- lensku ívafi. Reyndar er ég hrifinn af allri matargerð nú orðið, hvaðan sem hún kemur. Þetta er orðin eins konar „fusion“ hjá mér, bræðingur þar sem ég tek eitt úr þessum matarkúltúr og annað einhvers staðar annars staðar frá. Ég gæti átt það til að matreiða þorsk með lakkrískúlí, eða steiktan sil- ung með sveskjum. Ég hef gaman af að bræða saman alls konar hug- myndir. Þess vegna er ég svo hrifinn af borðinu í þessari búð, þar sem heimsálfurnar mætast. En ég tek það fram að ég er bara amatör í þessu og eldamennskan er eins konar þerapía hjá mér, sem ég nota til að slappa af. Eldamennskan er í rauninni vísindi, en það er líka gaman fyrir ófaglærða að fást við hana,“ segir Björgvin og snýr sér aftur að fjölbreyttu borðinu í Fylgifiskum. Guðbjörg Glóð, eigandi verslunar- innar, aðstoðar Björgvin við að velja hráefnið í „bræðinginn“. Hún segir að um helgar sé skipt um rétti í borðinu og meira lagt í, og þá er traffíkin gjarnan meiri en á virkum dögum. „Við bjóðum hérna upp á hálftilbúna fiskirétti sem einungis þarf að steikja á pönnu eða hita í ofni. Með þessu auðveldum við viðskiptavinum okkar matreiðsluna með því að spara þeim tíma og fyrirhöfn,“ segir Guðbjörg Glóð og Björgvin bætir við: „Já, hratt flýgur stund og á þessum síðustu tím- um má enginn vera að neinu. Þá er þægilegt að koma hingað og ganga að matnum nánast matreiddum. Það eina sem maður þarf að gera er að bræða þetta saman.“ Tilbúnu réttirnir í afgreiðsluborð- inu eru matreiddir af lærðum mat- reiðslumeisturum, en í Fylgifiskum er einnig starfrækt veisluþjónusta, og í hádeginu er boðið upp á heitan mat sem hægt er að snæða á staðnum. „Ég held að ég halli ekki á neina þótt ég fullyrði að þetta sé besta fiskbúðin í bænum í dag,“ segir Björgvin Hall- dórsson og stenst ekki mátið að bæta í matarkörfuna sína ýsu í indversku karríi, mexíkóskum tortillum með reyktum laxi, osti og grænmeti og kartöflusalati.  HVAÐ ER Í MATINN? | Björgvin Halldórsson Heimsálfurn- ar mætast í fiskborðinu Björgvin Halldórsson: Með humarinn sem hann notar í forréttinn. Morgunblaðið/Kristinn Fiskborðið í Fylgifiskum: Guðbjörg Glóð og Björgvin velja saman hráefnið í aðalréttinn. „Eldamennskan er eins konar þerapía hjá mér, sem ég nota til að slappa af,“ segir Björgvin Halldórsson sem hefur gaman af því að blanda saman ólíkum hráefnum í matargerðinni. 22 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR OSTABÚÐIN ÞAÐ ER HREIN UPPLIFUN BARA AÐ KOMA OG SKOÐA! Ostabúðin er opin: mánud.–fimmtud. kl. 9.00–18.00, föstud. kl. 9.00–19.00 og laugard. kl. 10.00–14.00. Bitruhálsi 2 Sími: 569 1616 sími: 566 6103 isfugl@isfugl.is • www.isfugl.is Björgvin ákvað að elda humar- hala í forrétt og bjóða upp á lúðu með basil og parmesanosti í aðalrétt. Humarhalar í skel með hvítlauk og sítrónu 4 humarhalar á mann 100 g hvítlauksolía 1 stk sítróna 1 msk ítölsk steinselja Sjávarsalt og pipar Humarhalarnir eru klofnir í tvennt og opnaðir eins og fiðr- ildi. Leggið humarinn í hvítlauks- olíu ásamt saxaðri steinselju og steikið á heitri pönnu í 1–2 mín. Sítrónusafi kreistur yfir ásamt örlitlu af berkinum. Saltið og piprið eftir smekk. Lúða með basil og parmesanosti 1 stk lúðusteik 4 stk basilíkublöð 1/4 hvítlauksgeiri 100 g rifinn parmesanostur 3–4 msk ólífuolía 2 msk sýrður rjómi 18% sjávarsalt og pipar Maukið í mortéli hvítlauk og basil, setjið olíuna út í, smyrjið á lúðuna og saltið og piprið. Veltið steikinni upp úr rifnum parmes- anostinum og steikið á heitri pönnu í 2–3 mín. á hvorri hlið. Blandið saman sýrða rjóman- um og restinni af olíunni. Má hella á pönnuna í lokin eða bera fram kalt. svg@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.