Morgunblaðið - 04.11.2004, Síða 24

Morgunblaðið - 04.11.2004, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞÆR BREYTINGAR sem und- anfarið hafa orðið á húsnæðislánamark- aðnum eru tvímæla- laust til hagsbóta fyr- ir allan almenning. Með hagstæðari fjár- mögnun geta eig- endur fasteigna spar- að sér tugi þúsunda í mánaðarlegar afborg- anir og aukið eigna- myndun. En áður en ákvörðun er tekin er í ýmis horn að líta. Horfum á heildina, ekki hluta hennar Lán til húsnæðiskaupa eru hag- stæðustu lán sem almenningi bjóð- ast. Þótt aukin veðsetning og lengri lán hægi á eignamyndun í húsnæðinu getur hún lækkað heildarvaxtakostnað sé svigrúmið notað til að greiða niður óhag- stæðari lán eða til fjárfestinga. Þegar horft er á eignamyndun er líka nauðsynlegt að taka með í reikninginn væntanlega hækkun fasteignaverðs á tímabilinu. Grundvallaratriðið er að horfa á heildarmyndina, t.d. með því að meta hreina eignamyndun yfir lengra tímabil og horfa þá á eft- irfarandi þætti:  Verðmæti húsnæðis í lok tímabilsins miðað við vænta verðþróun.  Verðmæti annarra fjárfestinga sem lægri greiðslubyrði gerir mögulegar.  Greidda vexti og verðbætur af öllum lánum (ekki aðeins veð- lánum).  Kostnað við endurfjármögnun á tímabilinu.  Væntanlegar vaxtabætur á tíma- bilinu.  Eignaskatta og möguleg áhrif eigna- myndunar á jaðar- skatta og bætur.  Fjármagns- tekjuskatt vegna verðmætaaukningar. Sé horft til allra þess- ara þátta við ákvörð- un um fjármögnun og skuldsetningu er auð- velt að taka yfirveg- aða ákvörðun sem há- markar hreina eignamyndun. Leggjum raunsætt mat á aðstæður Þegar ákvörðun um skuldsetningu er tekin þarf að gera sér skýra grein fyrir raunverulegri greiðslu- getu. Séu tekjur sveiflukenndar þarf að taka með í reikninginn vaxtakostnað sem fallið getur til þegar tekjur eru lágar. Í öðru lagi þarf að meta vænt- anlega tekjuþróun þegar tegund fasteignaláns er valin. Fari tekjur hækkandi getur verið skynsamlegt að leggja áherslu á lægri greiðslu- byrði í byrjun, en öfugt séu starfs- lok til dæmis í nánd. Í þriðja lagi er mikilvægt að hafa í huga til hversu langs tíma er horft. Sé líklegt að húsnæðið verði selt aftur fljótlega geta lán- töku- og uppgreiðslugjöld haft talsvert vægi, sem minnkar eftir því sem horft er til lengri tíma. Á móti má hafa í huga að hagstæð fjármögnun getur hækkað sölu- verðmæti eignar, enda þarf þá kaupandinn ekki að leggja í kostn- að og fyrirhöfn sem henni fylgir. Verðleggjum áhættuna Allar ákvarðanir í fjármálum eiga það sameiginlegt að þeim fylgir áhætta. Áhættan liggur óvissu um verðbólgu og þróun gengis, vaxta, tekna og fasteignaverðs. Mismun- andi tegundir lána fela í sér mis- munandi áhættu, en mikilvægt er að hafa í huga að þótt einn kostur sé áhættusamari en annar fer því fjarri að hann sé þá sjálfkrafa verri. Því er nauðsynlegt að verð- leggja áhættuna. Þetta kemur til dæmis vel í ljós þegar verðtryggð innlend lán og gengistryggð er- lend lán eru borin saman. Innlendu lánin bera oftast vísi- tölutryggingu og því jafngilda 4,2% vextir í raun 7,6% í 3,1% verðbólgu. Algeng erlend lán bera 2,5–4,5% vexti. Gengisáhætta vegna erlendra lána getur valdið því að höfuðstóll sveiflist mikið, sem ekki er heppilegt ef selja þarf á óhagstæðum tíma. Hins vegar mætti halda höfuðstólnum jafnari en taka á sig sveiflur í afborg- unum í staðinn. Að öðru jöfnu ætti vaxtamunur á virkum markaði að skýrast af aukinni áhættu við lán- töku í erlendum myntum og kost- irnir því að vera jafngildir. Sé hins vegar litið til sögulegrar þró- unar gengis og verðbólgu síðustu 10 ár virðist samt talsvert hag- stæðara að taka erlent lán og spara á móti í gjaldmiðli lánsins. Samkvæmt athugun minni sem Húsnæðislán – hvað skiptir máli? Þorsteinn Siglaugsson fjallar um breytingar á húsnæðis- markaðinum Þorsteinn Siglaugsson ÞAÐ KOM að því að andskotinn hitti ömmu sína! Svei mér þá! Blaða- mönnum DV hefur ver- ið hótað því að þeir skuli gjalda fyrir gjörð- ir sínar. Fulltrúi DV er aumur, fjölskyldu- meðlimir eru áreittir. En, halló! Þetta er nákvæmlega það sem þeir hjá DV leyfa sér að gera hvenær sem þeim þóknast, við hvern sem þeim sýnist. Vísvitandi birta þeir meiðyrði, upplognar sögur um heiðvirt fólk og ráðast þannig á fjölskyldur þess. Þeir hafa notfært sér illa gert og/eða vanheilt fólk til að spinna upp sögur sem þeir síðan hafa skreytt með upplognum staðhæf- ingum. Þannig veitast þeir að æru fólks og stofna jafnvel starfsheiðri þess og þar með lífsviðurværi fjöl- skyldu þess í hættu. Æra náungans virðist ganga kaupum og sölum. Ef þér er uppsigað við einhvern, ert í fýlu eða ásælist auðfengið fé þá hótar þú bara náunganum að ef hann láti ekki að óskum þínum spinnir þú upp um hann svæsnar sögu og fáir hana birta í DV. Og það klikkar ekki, ef sagan er ekki nógu djúsí þá sjá þeir um að redda því. Venjulegar fjöl- skyldur þar sem enginn hefur neitt til saka unnið verða fyrir barðinu á sið- blindu þeirra. Þessir náungar sem tæpast hafa verið vandir á kopp skríða bleiulausir upp í til manns í skjóli nætur og ekki er að spyrja að óþrifnaðinum. Slíkan óþrifnað er ekki svo létt að þrífa upp. Við sem byggj- um þetta land höfum ekki vanist slík- um árásum á heimili okkar og kunn- um ekki að verjast. Við undrumst, reiðumst, okkur sárnar en okkur fall- ast hendur sem kemur okkur víst að litlu gagni, eftir sitja sárin. Þó að það sé kannski daglegt brauð hjá stjörn- unum í Hollywood að fást við svona sorapressu þá á þetta ekki heima meðal okkar. Hundruð þúsunda í lög- fræðikostnað er illkyngjanlegur biti í heimilisbókhaldi flestra okkar og jafnvel þó lög- fræðingar segi málið svo ljótt að það vinnist örugglega finnst okkur ekki á það hættandi að fara þá leið því maður upplifir sig svo lítinn andspænis hverskonar bákni. Vilji maður verja sig er því e.t.v. freist- andi að sökkva niður á sama plan og þeir hjá DV, beita ofbeldi; skrif- legu – andlegu – lík- amlegu, allt er þetta af sama meiði. Þegar ég las greinina þar sem samskiptum handrukkarans og DV var lýst rifjaðist upp fyrir mér vafa- söm vísa um andskotann og ömmu hans sem endar á þann veg: „Amma hans var slungin og sleit af honum p…“ Og svei mér ef það flaug ekki í gegnum huga minn að ef það þyrfti til að stöðva þessa plágu væri freistandi að styðja þess konar aðgerð. En það sem litli engilinn á annarri öxl manns hvíslar ætíð af meiri sannfæring- arkrafti en púkinn á hinni fellur mað- ur ekki í þá freistni, frekar en fyrri daginn og býður þessum mann- leysum þannig hina kinnina, þó sárt sé. Og því stöndum við sem höfum ekki vanist hörðum heimi handrukk- ana áfram ráðþrota gagnvart árásum á heimili okkar. Er ekki kominn tími til að þessu linni. Þetta er rangt gagnvart okkur öllum, ekki bara fjöl- skyldunum sem lenda í kjaftinum á þeim, börnunum sem lesa lygar og ærumeiðingar um mömmu, pabba, afa, ömmu…eða heyra kjamsað á þeim – því þótt fólk virðist almennt álíta að ekkert sé að marka DV þá vega salt heillyndi landans og land- læg forvitni um náungann og fólk les þessar sögur og við trúum því innst inni að í þessu leynist sannleikskorn (annað er bara svo fáránlegt) og það er nóg til að dreifa fræjum lyginnar. Þetta er rangt gagnvart okkur sem lesendum sem höfum ekki vanist því að láta ljúga að okkur í fjölmiðlum og eyða dýrmætum tíma okkar í vitleysu og oft rangt gagnvart heimildamönn- unum og fjölskyldum þeirra því þeir ganga ekki alltaf heilir til skógar og /eða eru í tímabundnu uppnámi sem við lendum öll í og hættir þá til að sjá hlutina í öðru ljósi en þegar reiðin er runnin og við höfum fengið tíma til að hugsa málin og fyrst þá erum við hugsanlega í aðstöðu til að meta hvort rétt sé að bera tilfinningar okk- ar á torg. Nú er kominn tími til að fulltrúar DV hysji upp um sig buxurnar og biðjist afsökunar á þeim sárum sem þeir hafa veitt fjölskyldum í landinu með ábyrgðarlausum skrifum sínum. Annars þætti mér ekkert skrítið að þeir þurfi að fara að passa uppá sínar þótt ég voni að ekki fyrirfinnist margir sem sökkva á þeirra plan þá eru þeir alltaf einhverjir og ekki allt- af gott að treysta ráðvilltum brotnum sálum en þannig líður þeim sem þeir hafa opinberlega lítilsvirt að ósekju. Þar hitti andskotinn ömmu sína Guðrún Kristín Steingríms- dóttir fjallar um hugrenningar vegna greinar sem birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 9. október þar sem talað er um samskipti ritstjóra DV og manns sem þeir segja hand- rukkara ’Vísvitandi birta þeirmeiðyrði, upplognar sögur um heiðvirt fólk og ráðast þannig á fjöl- skyldur þess.‘ Höfundur er tannlæknir. Guðrún Kristín Steingrímsdóttir Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Gunnlaugur Jónsson: „Sú stað- reynd að stúlkan á um sárt að binda má ekki valda því að rangar fullyrðingar hennar verði að við- teknum sannindum.“ Ólafur F. Magnússon: „Sigurinn í Eyjabakkamálinu sýnir að um- hverfisverndarsinnar á Íslandi geta náð miklum árangri með hug- rekki og þverpólitískri samstöðu.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluaðferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerðarmenn til að lesa sjómannalögin, vinnulög- gjöfina og kjarasamningana.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýjasta útspil Landsvirkjunar og Alcoa, er að lýsa því yfir að Kárahnjúka- virkjun, álbræðslan í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landa- kröfumenn hafa engar heimildir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eign- arland, eða eignarland Biskups- tungna- og Svínavatnshreppa.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nemendur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar ALLTAF er nú gaman þegar prest- ar þjóðkirkjunnar stíga niður úr stein- steyputurnunum sínum og boða trúna milliliða- laust. Vil ég þakka Erni Bárði, sóknarpresti í Neskirkju, hlýjar óskir í garð barnanna minna og jafnframt leyfi hans til að trúa hverju því sem ég vil. Áður en lengra er haldið vil ég biðja Örn Bárð afsök- unar á því að hafa sagt um ónefndan prest í Neskirkju að hann héldi fram þeirri firru að trú- in væri drottning vís- indanna! Einhverjir sleggjudómar hafa þarna augljóslega glap- ið mér sýn, en vænt þykir mér samt um að Örn Bárður skuli vera sammála mér í því að það eru hrein ódæmi að halda slíku fram. Mér er því bæði ljúft og skylt að draga til baka þann misskilning minn að ónefndur prestur í Neskirkju sé trúaður. Það undrar mig að Örn Bárður prestur skuli ekki sjá neina ástæðu til að gagnrýna neitt það, sem ég ber kirkju hans á brýn í nýlegri grein í Morgunblaðinu. Ekki vil ég sýna presti sömu óvirðingu og hann sýnir mér í óumbeðinni og harla skringilegri (svar)grein sinni, þar sem hann gerir mér upp fáfræði, sértrúarhyggju og aðra mannvonsku. Þess vegna ætla ég að beita ýtrustu rökfestu og sanngirni, auðvitað með opnum huga og kærleik í hjarta, til að afhjúpa drambið og oflát- ungsháttinn í greininni hans. Auðvelt er að afgreiða þau ummæli að ég sé haldinn fordómum í garð kristinnar trúar. Ég er kristinn vel, bæði skírður og fermdur og las mínar biblíusögur af kappi í skóla. Mér er því ómögulegt að fordæma það sem ég þekki til hlítar, því fordæming felur jú í sér vanþekkingu. Það er augljóst að prestur telur að þeir sem gagnrýna þjóðkirkjuna geri svo af vanþekkingu og af illkvittni gagnvart kristinni trú. Þjóðkirkjan hefur engan einkarétt á kristni hér á landi líkt og Örn Bárður lætur liggja að. Gagnrýni á apparatið kirkja felur á engan hátt í sér geng- isfellingu sanntrúaðra. Lúter kallinn, hetjan hans Arnar Bárðar, var nú heldur súr eftir sólarlandaferð til Róms fyrir margt löngu og deildi hart á kaþólska kirkju þegar hann kom aft- ur heim. Ekki vegna boðskapar kaþ- ólskra, heldur vegna sukks og sérgæð- ingsháttar embættismanna kaþólsku kirkjunnar. Þetta var fyrir fimm- hundruð árum og var kallað siðbót. Hérlendis hófst siðbótin með morði Jóns Arasonar biskups og lauk form- lega með Þjóðkirkjuhátíðinni, sem þjóðin hafnaði á Þingvöllum árið tvö- þúsund. Það er löngu kominn tími til að Þjóðkirkjan standi óstudd í lapp- irnar og hætti þeim hvimleiða ávana að drepa alla úr leiðindum með stagli, aft- urhaldssemi og sjálftöku almannafjár. Ekki líka mér betur aðrar þær kenndir er Örn Bárður gerir mér upp, sér- staklega ekki þær að ég sé að útmála kirkjuna hans hættulegan óvin. Ekki er ég sá aulabárð- ur. Kirkjan hans er alveg sauðmeinlaust grey. Það er hins vegar svo und- arlegt að það vilja ekki allir þiggja gottgjörelsi kirkjunar, sem hún býð- ur svo rausnarlega fram. Örfáir leyfa sér þá ósvinnu að segja þetta upphátt. Enn aðrir hræsnarar trúa meira að segja ekki á guð! Örn Bárður ber mér á brýn bókstafstrú. Nú væri voða freistandi að koma með grjótið-og-gler- húsið-klisjuna, en það geri ég auðvitað ekki. Ég ætla í staðinn að fræða Örn Bárð um kirkjuna, sem hann tilheyrir og þjónar af trúmennsku. Hún er hin evangelísk-lúterska þjóðkirkja, sem krefst þess af fylgjendum sínum að þeir trúi því sem stendur í biblíunni. Bókstaflega. Þetta er kallað bók- stafstrú, presti til fróðleiks. Evang- elíumið í nafni kirjunar þýðir trúboð og ef Örn Bárður er ekki að boða trúna, t.d. í Melaskóla, þá er hann ekki að vinna verkin sín. Hann þarf þó engu að kvíða því börnin í Melaskóla læra Þjóðkirkjukristinfræði, Þjóðkirkju- trúarbragðafræði og Þjóðkirkjusið- fræði eins og mælt er fyrir um í lögum okkar vel siðaða lands. Örn Bárður kennir þetta ekki sjálfur, en bæna- kvakið, biblíulesturinn, trúarjátning- arnar og kirkjuheimsóknir Melaskóla- barna á skólatíma eru trúboð klárt og kvitt, með fulltingi Arnar Bárðar í krafti kirkju hans. Örn Bárður fer aftur villur vegar þegar hann segir að mér beri að virða lífsskoðanir og trú annarra. Aldrei skal það verða að ég sýni formælendum skoðanakúgunar og hræsni virðingu þótt það sé þeirra lífsskoðun og trú. Ef prestur trúir því og framfylgir, sem stendur í Bókinni hans, eins og gera verður ráð fyrir, þá skal ég fúslega við- urkenna algert og ótakmarkað virð- ingarleysi fyrir þeirri lífsskoðun og trú hans. Þjóðkirkjan með Örn Bárð inn- anborðs er holdgervingur fáfræði og sérhagsmuna og á meðan svo er ber mér skylda til að opna augu prests fyr- ir því sem hann vill ekki sjá. Ég ætla að gerast svo dyggðugur í lokin að gefa presti leyfi til að trúa því og á það, sem honum sýnist. Ef það verður sami grautur í sömu skál ætti hann að setja á sig smekk, því grautarslettur fara ekki vel á fína kjólnum hans. Kristinfræði fyrir byrjendur Guðmundur Guðmundsson svarar Erni Bárði Jónssyni Neskirkjupresti Guðmundur Guðmundsson ’Auðvelt er aðafgreiða þau ummæli.‘ Höfundur er líffræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.