Morgunblaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. AFGERANDI SIGUR George W. Bush sigraði með yfir-burðum í forsetakosningunum íBandaríkjunum í fyrradag eftir óvenjuharða og illvíga kosningabar- áttu. Bush sýndi hins vegar sáttfýsi þegar hann flutti sigurræðu sína í Washington í gær og kvaðst einnig þurfa hjálp þeirra, sem greitt hefðu andstæðingi sínum, John F. Kerry, at- kvæði til þess að styrkja bandarísku þjóðina fyrir komandi ár. „Ég mun þurfa stuðning ykkar og ég mun leggja hart að mér til að verðskulda hann,“ sagði forsetinn. „Ég mun gera allt sem ég get til þess að verðskulda traust ykkar.“ Bush sagði að nýtt kjörtímabil væri tækifæri til þess að ná til þjóð- arinnar allrar: „Við höfum eitt land, eina stjórnarskrá og sameiginlega framtíð, sem bindur okkur böndum og þegar við snúum bökum saman og vinnum saman eru engin takmörk fyrir mikilfengleika Bandaríkjanna.“ Þessi afgerandi sigur kemur mörg- um á óvart og hann hlýtur að vera for- setanum mikill léttir. Í kosningunum árið 2000 fékk hann minnihluta at- kvæða, en úrslitum réð að hann fékk fleiri kjörmenn en andstæðingurinn. Í fjögur ár hefur hann þurft að sitja und- ir því að hann væri forseti án umboðs. Að þessu sinni fékk hann 51% atkvæða en Kerry 48% og fékk rúmlega þremur og hálfri milljón atkvæða meira en and- stæðingurinn. Fyrir fjórum árum bar Bush sigur úr býtum í nokkrum ríkjum vegna þess að þriðji frambjóðandinn, Ralph Nader, tók atkvæði frá andstæð- ingi hans. Í þessum kosningum skipti framboð Naders engu máli. Ekki er nóg með að repúblikanar hafi í þingkosningunum, sem fram fóru samhliða forsetakosningum, aukið meirihluta sinn í öldungadeild þingsins, heldur tókst þeim að fella leiðtoga demókrata í deildinni. Þá var allt útlit fyrir að þeir myndu bæta við meirihluta sinn í fulltrúadeild þingsins. Fréttaskýrendur í Bandaríkjunum tala um að þjóðin sé klofin og andstæð- ingar Bush sitji hnípnir eftir þessi úr- slit. Rudy Giuliani, fyrrverandi borg- arstjóri New York, sagði í kosninga- sjónvarpi bandarísku sjónvarpsstöðv- arinnar CBS í fyrrinótt að Bush þyrfti að byggja brýr á næsta kjörtímabili og sameina Bandaríkjamenn. Ein leið til þess væri að skipa einn eða tvo ráð- herra úr röðum demókrata í stjórn sína. Bush sýndi í þessari kosningabar- áttu hvers hann er megnugur og eftir fyrsta kjörtímabil hans má ef til vill segja að hann sé betri frambjóðandi en forseti. En þótt sigurinn sé sætur tekur nú raunveruleikinn við. Bush hefur skapað ýmis vandamál í stjórnartíð sinni og nú þarf hann að taka á þeim. Hann þarf að koma böndum á vaxandi fjárlagahalla og finna leið til þess að takast á við ástandið, sem nú ríkir í Írak. Stjórnarhættir Bush hafa ekki að- eins orðið til þess að valda sundrungu í Bandaríkjunum. Mikil andstaða við forsetann ríkir víða um heim. Bush þarf að gera sér grein fyrir því að þótt Bandaríkin séu voldugasta ríki heims geta þau ekki hegðað sér eins og þau séu ein í heiminum. Að sama skapi verða ríki heims að gera sér grein fyrir því að Bush verður forseti næstu fjögur ár og haga sér í samræmi við það. Bush getur gengið með öðru hugar- fari til verks á nýju kjörtímabili. Hon- um hefur tekist það, sem föður hans tókst ekki, og náð endurkjöri. Að vissu leyti getur hann nú hafið sig yfir það að taka tillit til þröngra hagsmunahópa vegna þess að hann hefur háð sína síð- ustu kosningabaráttu og gefur það hon- um ýmsa möguleika. Oft er sagt að á seinna kjörtímabili sínu fari forsetar í auknum mæli að hugsa um arfleifð sína. Ekki aðeins Bandaríkjamenn heldur allur heimurinn mun fylgjast með því hvernig George W. Bush hyggst fylgja eftir orðum sínum í sigurræðunni í gær. SMEKKLEYSI Helgi Hjörvar, alþingismaður Sam-fylkingar, hafði orð á því í um- ræðuþætti Egils Helgasonar á Stöð 2 sl. sunnudag, að viðleitni sem hann hefði orðið var við síðustu daga til þess að draga Sólveigu Pétursdóttur, al- þingismann Sjálfstæðisflokks og fyrr- verandi dómsmálaráðherra, inn í um- ræður um málefni olíufélaganna væru að hans mati ósmekklegar. Þetta er alveg rétt hjá þingmann- inum. Sólveig Pétursdóttir hefur skap- að sér sjálfstæðan starfsferil, sem al- þingismaður, ráðherra og nú formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Hún hefur aldrei komið nálægt rekstri olíu- félaganna á Íslandi, þótt eiginmaður hennar, Kristinn Björnsson, hafi verið forstjóri Skeljungs á annan áratug. Það er rangt, sem haldið hefur verið fram opinberlega, að einhver þeirra stofnana, sem undir dómsmálaráðu- neytið heyra hafi í hennar ráðherratíð efnt til útboðs á eldsneyti. Þetta kem- ur glögglega fram í skýrslu Sam- keppnisstofnunar um verðsamráð olíu- félaganna. Það er líka rangt, sem haldið hefur verið fram, að fundur fulltrúa Sam- keppnisstofnunar og Ríkislögreglu- stjóra um olíumálið á síðasta ári hafi verið haldinn í ráðherratíð Sólveigar Pétursdóttur. Hann var haldinn eftir að Björn Bjarnason hafði tekið við embætti dómsmálaráðherra að lokn- um þingkosningum vorið 2003. Það er í litlu samræmi við jafnrétt- ishugmyndir nútímans að gera eigin- mann eða eiginkonu ábyrga fyrir gerð- um maka síns á allt öðrum vettvangi. Hvor aðili um sig í hjúskap er ábyrgur fyrir sínum verkum úti á vinnumark- aðnum eða í opinberu lífi. Þótt fólk hafi gengið í hjónaband er ekki hægt að binda saman ábyrgð þess í starfi með þeim hætti, sem reynt hefur verið að gera. Hið sama á við um Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, varaformann Sam- fylkingar. Í kosningabaráttu fyrir nokkrum misserum var það hvað eftir annað dregið fram í umræðum, sem tengdust henni, að eiginmaður hennar starfaði hjá Norðurljósum. Starfsferill hans var að sjálfsögðu óviðkomandi stjórnmálaferli eiginkonu hans. Óskandi væri, að þeir sem fjalla um málefni líðandi stundar á opinberum vettvangi veittu ábendingum Helga Hjörvar um þetta efni athygli og létu af smekklausum tilraunum til að gera nafngreinda einstaklinga ábyrga fyrir verkum annarra, jafnvel þótt um hjón sé að ræða. Stjórn Samtaka iðnaðarins ákvað í byrjunseptember að setja á laggirnar vinnuhóptil að fjalla um nokkra þætti í íslenskuviðskiptaumhverfi. Tilefnið er skýrsla IVR um íslenskt viðskiptaumhverfi sem gefin var út í september s.l. Vinnuhópinn skipuðu: Víglund- ur Þorsteinsson BM Vallá ehf., formaður, Helgi Magnússon Hörpu-Sjöfn hf., Hreinn Jakobsson Skýrr hf., Jón Diðrik Jónsson Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni ehf. og Þorgeir Baldursson Prentsmiðjunni Odda hf. Greinargerð vinnuhópsins fer hér á eftir í heild. Við höfum farið yfir og rætt skýrslu nefndar IVR um íslenskt viðskiptaumhverfi. Umfjöllun vinnuhópsins tekur mið af efnistökum og tillögum skýrsluhöfunda en ber ekki að skoða sem tæm- andi svör eða viðbrögð við efni hennar. Við teljum að Samtök iðnaðarins eigi að leggja áherslu á eft- irgreind atriði í málflutningi sínum um íslenskt viðskiptaumhverfi, skýrsluna og þau lagafrum- vörp sem fylgja í kjölfarið. Breytingar í kjölfar EES-samningsins Gjörbreytt starfsumhverfi: Fyrr á þessu ári voru liðin tíu ár frá því að Ísland varð hluti innri mark- aðar Evrópu með gildistöku EES-samningsins. Aðgangur íslenskra fyrirtækja að innri markaðn- um og þær bættu reglur og stöðugleiki, sem hon- um hefur fylgt, hefur gjörbreytt aðstæðum ís- lenskra fyrirtækja til hins betra. Samkeppnislög að evrópskri fyrirmynd: Um sama leyti voru fyrstu samkeppnislögin sett hér- lendis og þau hafa frá upphafi byggst á reglum sem mótast hafa á ESB-vettvangi. Snúa þær fyrst og fremst að banni gegn ólögmætu samráði fyr- irtækja og banni gegn misnotkun á markaðsráð- andi stöðu, sbr. IV. hluta laga nr. 2/1993 um Evr- ópska efnahagssvæðið. Framkvæmd Eftirlits- stofnunar EFTA og EFTA-dómstólsins auk dómstóla ESB og framkvæmdastjórnar ESB eru leiðbeinandi við framkvæmd íslenskra samkeppn- islaga. Jafnframt er ljóst að íslensk fyrirtæki á al- þjóðlegum markaði sæta og eiga fyrst og fremst að sæta samkeppniseftirliti hinna evrópsku stofn- ana og þar með samevrópskum samkeppnis- reglum. Íslensk fyrirtæki starfa á alþjóðlegum markaði: Frjálst flæði fjármagns milli landa, frelsi á inn- lendum fjármagnsmarkaði og uppbygging sam- keppnishæfra alþjóðlegra fyrirtækja á íslenskum grunni þýðir að markaðssvæði fyrirtækja í ís- lensku atvinnulífi takmarkast ekki lengur af ís- lenskum markaði. Þau keppa á alþjóðlegum mörk- uðum og eiga að lúta þeim lögmálum sem þar gilda. Þeir þættir í íslensku viðskiptaumhverfi, sem innlend stjórnvöld hafa yfir að ráða, verða að taka mið af þessum breytta heimi. Íslenskum fyrirtækjum hafa verið gefin tækifæri sem stjórnmálamenn verða að leyfa þeim að nýta. Möguleikar til vaxtar eru forsenda útrásar: Fyr- irtæki verða að hafa svigrúm til að stækka á ís- lenskum heimamarkaði til að geta hafið útrás og keppt á alþjóðlegum markaði. Markaðurinn held- ur ekki uppi nema örfáum fyrirtækjum í mörgum greinum og þar að auki eiga þau fyrirtæki jafn- framt í samkeppni við innflutning og/eða á útflutn- ingsmörkuðum. Þetta þýðir að áherslur í sam- keppnisstefnu og samkeppniseftirliti eiga að vera aðrar og taka mið af þessum aðstæðum. Láta á skipulag fyrirtækja afskiptalaust: Þegar réttmæti samruna er metið við okkar aðstæður ber að taka meira tillit til samlegðaráhrifa og hag- kvæmni. Af sömu ástæðum eru inngrip í skipulag fyrirtækja (structural remedies) sérstaklega var- hugaverð því að sundrung fyrirtækis eða tak- markanir á fjárfestingum geta einfaldlega grafið undan markaðnum á því tiltekna sviði í stað þess að efla hann með því að opna fyrir samkeppni. Þess í stað ber við okkar aðstæður að beina kröft- um samkeppnisyfirvalda að reglum og eftirliti með atferli fyrirtækja (behavioural remedies) svo sem ólögmætu samráði, tilraunum til útilokunar frá markaði og misbeitingar ráðandi stöðu. Ekki dæma til smæðar: Það væri til óbætanlegs skaða fyrir lífskjör íslensku þjóðarinnar ef hér verður búið svo um hnúta að íslensk fyrirtæki verði dæmd til þess að búa við óhagkvæmni stærð- ar sinnar og svipt raunhæfum möguleikum til vaxtar og útrásar á alþjóðamarkaði. Það er hættu- legur misskilningur að fjöldi veikburða fyrirtækja á innanlandsmarkaði sé lykillinn að virkri sam- keppni. Starfsumhverfi í fremstu röð er sameiginlegt markmið: Það þarf að vera keppikefli okkar að starfskilyrði og allar leikreglur og umgjörð ís- lensks atvinnulífs séu til þess fallin að skipa ís- lensku atvinnulífi í fremstu röð. Sé þessa gætt er ekkert því til fyrirstöðu að lífskjör á Íslandi verði með því besta sem þekkist. Samkeppnisyfirvöld Virkt og traust eftirlit: Það er mikilvægt að sam- keppniseftirlit sé virkt og traust og fáist við þau verkefni sem mestu máli skipta til þess að tryggja heilbrigt og kröftugt íslenskt atvinnulíf, jafnt á heimamarkaði sem á alþjóðavettvangi, sem er til þess fallið að tryggja góð lífskjör. Skipting Samkeppnisstofnunar er jákvæð: Mik- i e S k f s u s T b i k s v r S s þ v f a s v d h v d s á u f á v l þ f Álit vinnu Möguleika H M ikilvægasta verkefni mitt er að berjast gegn hvers konar mismunun sem byggð er á kynferði eða trúarbrögðum,“ sagði dr. Shirin Ebadi í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég hef sérstakan áhuga á réttindum kvenna í þessu sambandi. Konum er mis- munað um nær allan heim. Sums staðar mikið og annars staðar minna, en því mið- ur ríkir hvergi algjör jöfnuður á milli karla og kvenna.“ Shirin Ebadi segir að hún beini kröftum sínum fyrst og fremst að Íran og íslamska heiminum. „Vandamálin sem íslamski heimurinn horfist í augu við eru hin sömu og Íran á við að etja. Þau eru aðallega rangtúlkun á íslam. Þar á eftir hef ég áhuga á mannréttindamálum á heimsvísu.“ Hvað áttu við með rangtúlkun á íslam? „Það eru mörg lög sem koma niður á réttindum kvenna. Þegar konur mótmæla þessum lögum er þeim sagt að þetta séu íslömsk lög og því óumbreytanleg. Það er rangtúlkun á íslam. Sú staðreynd að konur njóta mismunandi stöðu í íslömskum ríkj- um undirstrikar það. Indónesía er t.d. eitt fjölmennasta músl- ímaríki í heimi og búa þar 200 milljónir múslíma. Þar sat kona á forsetastóli þar til fyrir fáeinum mánuðum. Á sama tíma er konum í öðrum íslömskum ríkum bannað að aka bílum, eins og í Saudi-Arabíu. Fjöl- kvæni hefur verið bannað í sumum ísl- ömskum löndum, en það er enn leyft í öðr- um. Við stöndum því frammi fyrir þeirri spurningu hvað íslam, sem tekur mið af samtímanum (dynamic Islam), kennir okk- ur? Með réttri túlkun á íslam getum við vissulega viðurkennt og virt réttindi kvenna.“ Shirin segir að íslam bjóði upp á túlkun, rétt eins og öll önnur trúarbrögð og hug- myndafræði. „Við verðum að samþykkja þá túlkun ísl- am sem mætir kröfum og þörfum tímans. Sama gildir um kristindóm, sem býður upp á margþætta túlkun. Til dæmis viðurkenna sumar kirkjur hjónabönd samkynhneigðra en aðrar eru þeim algjörlega mótfallnar.“ Er það trúin eða feðraveldið sem er aðalhindrunin fyrir auknum réttindum kvenna? „Menningin sem byggist á feðraveldi er aðalhindrunin og feðraveldið veldur kúgun kvenna öðru fremur. Feðraveldismenn- ingin túlkar allt á sinn hátt. Þegar kemur t.d. að sálfræði ákveður þessi menning að konur séu tilfinningaríkari en karlar. Í læknisfræði er kennt að heilar karla hafi meiri getu en heilar kvenna. En þetta eru bara kenningar. Feðraveldismenningin skilgreinir einnig og tjáir trúna eins og henni kemur best.“ Shirin Ebadi nefnir dæmi um hvernig íslam hefur verið túlkað á karllægan hátt: „Fyrir byltinguna voru meira en 100 kven- kyns dómarar starfandi í Íran. Ég var dómsforseti. Eftir sigur íslömsku bylting- arinnar sögðu byltingarmenn, sem flestir voru bókstafstrúarmenn, að samkvæmt íslam gætu konur ekki kveðið upp dóma. Við vorum allar þvingaðar til að taka að okkur önnur störf í dómskerfinu og ég var gerð að ritara við dómstólinn sem ég hafði áður stýrt. Ég gat ekki samþykkt það og hætti. Kvendómararnir og margir prófess- orar í lögum mótmæltu og fóru að berjast gegn þessum skilgreiningum. Við héldum mörg málþing, skrifuðum fjölda greina og bóka. Ég get sagt með ánægju að þrettán árum síðar kvað dómskerfið upp úr um að þetta hefði verið ert í íslam mein og aftur var fari arastöður. Um t konur gætu ekk þannig að þær g þörfnumst túlku ist samtíma okk Þú hefur ekk indum kvenna, „Feðraveldis réttindi barna. H tilheyri föðuræt stæður einstakl ingin bendir á a arnafn föðurins synir taki við af réttindum stúlk geta þess að þeg ismenningu þá v karlmanna. Ég sem almennt við eskjunnar. Þett Hún kúgar konu getur hvorki þjó málalega meðte byggist á gildi e trúir ekki á gild því ekki meðtek og lýðræði eru t Séu kvenréttind dráttar. Feðrav kvenréttindum Þú hefur ekk feðraveldismen Vesturlönd. Er að færa til betr „Ég er andvíg aðar til að bera Ég er einnig á m aðar til að taka „Verð að vera bjart Íranski mannréttindafrömuðurinn dr. Shirin Ebadi tekur við heið nafnbót félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri næst laugardag. Hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2003. Guðni Ein ræddi við Shirin Ebadi sem er nú í fyrstu heimsókn sinni til Íslan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.