Morgunblaðið - 04.11.2004, Side 28

Morgunblaðið - 04.11.2004, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN É g var svo reið þegar ég gerði mér ljóst að Bush myndi vinna,“ sagði kona í áhrifa- stöðu á vettvangi utanríkismála við mig í gær. „Mér leið eins og þegar Selma [Björns- dóttir] var svikin um sigur í Júró- visjón um árið. Næstum farin að taka upp kampavínið en svo bara snerist þetta allt við.“ Ég leyfi mér að fullyrða að þessi ummæli lýsi ágætlega skoðunum margra hér á Íslandi og víðar. En það er auðvitað Bandaríkjamanna einna að velja sinn forseta og eng- inn vafi virðist leika á því hver vilji þeirra er í þeim efnum. Hið lýð- ræðislega ferli hefur skilað nið- urstöðu. Þetta var annars merkileg kosn- inganótt. Lengi framan af virtist sem John Kerry væri að hafa betur, t.d. sýndu útgönguspár sem vefritið Slate.com birti að hann væri yfir í nánast öllum mik- ilvægustu ríkjunum. Þegar til kom var það þó greini- lega skynsamleg afstaða hjá sjón- varpsstöðvunum að fara varlega. Líklega verður bloggurum (sem byggðu á útgönguspám sem lekið var til þeirra) aldrei almennilega treystandi, þó að margir lumi samt oft á áhugaverðum og áreið- anlegum upplýsingum. Nú er spurningin þessi: Hvað gerist næst? Hvernig forseti mun George W. Bush verða á seinna kjörtímabili sínu og hvað gerist eftir fjögur ár? Það virðist ekkert benda til þess að Bush finni hjá sér þörf til að stefna inn að miðju, þ.e. rétta hönd sína út til þeirra rúmlega fimmtíu milljóna Bandaríkjamanna sem kusu Kerry að þessu sinni (og sem margir hata Bush eins og pestina). Bush er búinn að skilgreina ræki- lega kjarnafylgi Repúblik- anaflokksins og kjósendur hans hljóta að teljast býsna íhaldssamir. Þeir hafa engan áhuga á málamiðl- unum í málum eins og þeim er varða fóstureyðingar eða giftingar samkynhneigðra. Þessir fylgismenn, sem fyrst og fremst kusu Bush vegna þeirra mórölsku gilda sem þeir telja hann standa fyrir, skiluðu sér á kjörstað. Það var lykillinn að sigri Bush og því er eðlilegt að hann stjórni eins og til hefur verið efnt (hversu ósáttir sem aðrir jarðarbúar kunna að vera við þá stefnu). Hann hefur jú áunnið sér umboð til þess, raun- ar mun betra umboð en hann fékk síðast. Athyglisvert er að velta fyrir sér hverjir séu líklegir til að verða í framboði fyrir stóru flokkana tvo eftir fjögur ár. Nokkuð ljóst er að varaforsetinn, Dick Cheney, mun ekki sækjast eftir því að taka við af Bush. Þetta telst eilítið óvenjulegt en gerir það að verkum að margir töldu tímabært á flokksþingi repúblikana, sem ég sótti í byrjun september í New York, að kanna möguleika sína á að hljóta útnefn- ingu vegna kosninga 2008. George Pataki, ríkisstjóri í New York, taldi t.a.m. augljóslega að hann myndi aldrei fá eins gott tækifæri til að kynna sig fyrir bandarískum almenningi en Pataki flutti ræðu næstsíðastur manna, á undan forsetanum sjálf- um, allt í beinni útsendingu um gervöll Bandaríkin. Rudy Giuliani, fyrrverandi borg- arstjóri í New York, var einnig að reyna að láta ljós sitt skína á flokksþinginu og sömuleiðis öld- ungadeildarþingmaðurinn John McCain. Þessir þrír yrðu fyrirfram taldir vænlegir til sigurs í forseta- kosningum – vandi þeirra er hins vegar sá að í Repúblikana- flokknum þykja þeir helst til frjáls- lyndir. Í raun myndu þeir njóta meiri stuðnings utan Repúblik- anaflokksins en innan (jafnvel þó að Giuliani og McCain njóti mik- illar virðingar meðal repúblikana). Þetta á einnig við um stórstjörn- una Arnold Schwarzenegger en stjórnarskrá Bandaríkjanna heim- ilar auðvitað ekki að bandarískur ríkisborgari, sem ekki er fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum, fari í forsetaframboð. Allt er að vísu breytingum háð, líka lög og reglur mannanna, en margir telja hins vegar að jafnvel þó að Schwarzen- egger væri líklegur til að ná kjöri sem forseti þá séu hverfandi líkur á því að hann næði í gegnum forval Repúblikanaflokksins; það er ein- faldlega of mikill munur á skoð- unum hans og þess kjarna sem fylgir Bush að málum og telst hjarta Repúblikanaflokksins. Aðrir sem nefndir hafa verið til sögunnar eru öldungadeildar- þingmennirnir Chuck Hagel og George Allen og Mitt Romney, rík- isstjóri í Massachusetts. Hér skal hins vegar tekið undir þann spá- dóm að Bill Frist, leiðtogi repúbl- ikana í öldungadeild Bandaríkja- þings, sé líklegastur til að hljóta útnefninguna eftir fjögur ár. Hann þykir meira á flokkslínunni, yrði kandídat í anda Bush. Hann er að vísu ekki eins þekktur og hinir sem áður voru nefndir og þótti auk- inheldur takast illa upp á flokks- þinginu í New York. En þá er skemmst að minnast þess að Bill Clinton stóð sig með eindæmum illa á flokksþingi demókrata 1988 en tryggði sér engu að síður út- nefningu flokksins fjórum árum seinna. Hvað um demókrata? Tvö nöfn standa þar upp úr (ef maður gefur sér að „tapararnir“ John Kerry og Al Gore verði alveg út úr mynd- inni): John Edwards, sem var varaforsetaefni Kerrys nú, og svo auðvitað Hillary Clinton. Það er spurning hversu laskaður Edwards verður eftir fjögur ár vegna tapsins nú. En um Hillary má það segja að áður en hún getur farið að leiða hugann að forseta- framboði þá þarf hún að verja þingsæti sitt í kosningum sem fara fram eftir tvö ár. Og það er alveg 100% öruggt að repúblikanar munu beina spjótum sínum mjög að henni haustið 2006, í þeirri von að þeim takist að fella hana út af þingi eins og þeim tókst að fella sjálfan leiðtoga demókrata í öld- ungadeildinni, Tom Daschle, í kosningunum nú. Fróðlegt verður að fylgjast með þeirri baráttu, án nokkurs vafa verður það býsna ljótur leikur. Hvað ger- ist næst? […] það er auðvitað Bandaríkja- manna einna að velja sinn forseta og enginn vafi virðist leika á því hver vilji þeirra er í þeim efnum. Hið lýðræðis- lega ferli hefur skilað niðurstöðu. VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is FLEST eigum við eftir að verða gömul og lífaldur Íslendinga er með því hæsta sem gerist í heiminum. Fólk er enn ungt 70 ára þegar það þarf að hætta að vinna og margir eiga heilmikla orku inni og vilja gjarnan geta komist leiðar sinnar og sótt þá þjónustu sem er í boði. Eftir því sem árin líða verður erfiðara að komast um, sjón og heyrn versna, allar hreyfingar verða erf- iðari og hægari og það fer t.d. að taka lengri og lengri tíma að klæða sig. Fólk hættir að geta ekið bíl og þarf þá að treysta á almennings- samgöngur. Þunglyndi gerir jafnvel vart við sig á þessum árum og fólk dregur sig þess vegna inn í skel. Félagsstarf eldri borgara? Það var fyrir tæpum tveimur árum að við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í félagsmálaráði gagnrýndum harð- lega stefnu R-listans í málefnum fé- lagsstarfs eldri borgara. Við gagn- rýndum ákvörðun R-listans um að leggja niður 5 af 14 félagsmið- stöðvum. Þær ákvarðanir voru dregnar til baka eftir mikinn þrýst- ing. Það þarf að sinna félagsstarfinu betur og það er nauðsynlegt að alls staðar sé einhver sem haldi utan um starfið, annars verður það hvorki fugl né fiskur. Háleitar hugmyndir R-listans ganga út á það að íbúarnir sjálfir, sem búa á stöðunum, sjái um að finna upp á einhverju og koma því í framkvæmd. Þetta hljómar vel, en annað er hvernig það er síðan í fram- kvæmd. Félagsstarf er ekki síst hugsað sem liður í því að koma í veg fyrir að fólk einangrist, því er svo mikilvægt að einhver haldi utan um fé- lagsstarfið og fái fólkið til að taka þátt og jafnvel nái í þá sem ekki koma af eigin rammleik. Við viljum að fólk geti búið heima sem allra lengst, en það er skylda okkar að reyna að koma í veg fyrir að fólk ein- angrist. Lengra í strætó Samgöngumál í Reykjavík hafa tekið hverri breytingunni af annarri og nú er enn á ný verið að breyta leiðakerfi strætó. Þar sem áður var miðað við að ekki þyrfti að ganga lengra en 400 m að næstu stoppistöð er nú orðið 700 m. Það auðveldar ekki eldri borgurum að komast leiðar sinnar með strætisvögnunum ef leiðin að næstu stoppistöð er orðin svo löng að fólk treystir sér ekki til að komast þangað. Mikilvægi hreyfingar Sund og sundleikfimi hefur hjálpað mörgum og það eru ófáir eldri borg- arar sem hafa stundað sundleikfimi í laugum borgarinnar. Í sparnaðar- skyni var fyrir stuttu ákveðið að fækka leikfimitímum í sundlaug- unum í Laugardal úr 4 í 2 á viku. Hvers konar sparnaður er það? Ekki vantar fjöldann sem tekur þátt. Það þurfti mótmæli og undirskriftir til að sú breyting yrði dregin til baka. Ef strax hefði verið haft samráð og mál- ið skoðað gaumgæfilega áður en ákvörðun var tekin, hefði ekki þurft að valda öllum þeim áhyggjum og því veseni sem raun varð á. „Þjónustuna heim“ Félagsþjónustan í Reykjavík hafði uppi háleit markmið í þá átt að auka þjónustu við eldri borgara heima hjá þeim, „þjónustuna heim“ var það kallað. Svokölluð liðveisla og heimahjúkrun komin undir sama hatt og nú var þema síðasta árs að auka þjónustuna heim, m.a. til þess að minnka þörf fyrir hjúkr- unarrými og gera fólki kleift að vera sem lengst heima. Þetta eru eins og svo margt hjá R-listanum afar góð markmið og virkilega þess vert að láta á það reyna, en hvernig hefur þetta gengið. Það er afgangur af þessum lið á fjár- hagsáætlun nú vegna þess að ekki hefur tekist að manna í þær stöður sem fyrir hendi eru. Ekki hefur tek- ist að manna! Sé það einlægur vilji að efla þessa þjónustu þá þarf að finna út úr því hvernig best er að manna hana, hvenær er best að veita þjón- ustuna og hvernig. Það ætti einfald- lega að bjóða þessa þjónustu út ef borgin er ekki fær um að reka hana. Nú hefur R-listinn samþykkt að hækka gjaldskrár í heimaþjónustu og félagsstarfi. Við fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í félagsmálaráði vor- um því með svohljóðandi bókun á fundi ráðsins hinn 21. október síðast- liðinn. ,,Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í félagsmálaráði gagnrýna harðlega hækkanir R-listans á gjaldskrám í heimaþjónustu og félagsstarfi. Enn á ný er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur en ljóst er að það eru fyrst og fremst aldraðir og öryrkjar sem verða fyrir barðinu á þessum hækkunum.“ Það er afskaplega auðvelt að tala alltaf eins og einhver fagurkeri, hafa uppi háleit markmið og láta allt hljóma eins og um einhverja stór- kostlega hluti sé að ræða. Það sem hins vegar skiptir máli er hvernig staðið er að hlutunum í raun, hvað er gert og hvernig. Samræðustjórnmál! Eru það kannski bara fagurgali og umbúðir utan um ekki neitt? Ég er sannfærð um að borgarbúar eru farnir að opna augun og sjá í gegnum skrumið. „Fögur“ fyrirheit R-listans Jórunn Frímannsdóttir fjallar um stefnu R-listans ’Samræðustjórnmál!Eru það kannski bara fagurgali og umbúðir utan um ekki neitt?‘ Jórunn Frímannsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins. SÁ ÁGÆTI maður, Þórólfur Árnason, virðist hafa lag á því að lenda í óheppilegum félagsskap. Fyrst lenti hann í slagtogi með olíuforstjórum sem gerðu sig seka um milljarðasamsæri gegn neyt- endum, ríki, sveitarfélögum og flestum fyrirtækjum landsins. Hann var markaðsstjóri stærsta fé- lagsins, en áttaði sig ekki á því að starf markaðsstjóra hjá olíufélagi fólst ekki í því að stýra sókn á markaði heldur að stýra markaðn- um. Óumdeilt er að um stórfelld lög- brot olíufélaganna var að ræða. Þórólfur var í besta falli það sem kallað er í refsirétti „hlutdeildar- maður“ því sem markaðsstjóra hlýtur honum að hafa verið ljóst hvað gekk á. Síðar lenti hann í því að verða kosinn borgarstjóri R-listans, að lokinni pólitískri smásjárskoðun fyrirrennara síns hvar hann lagði öll spil á borð. Upplýst var þar að hluti brotastarfsemi olíufélaganna hefði beinst gegn Reykjavíkur- borg, sem fyrir vikið borgaði tug- um milljónum meira í eldsneytis- kostnað og að hann hefði sjálfur séð um samninga við annað olíufélag um „skiptingu“ framlegðar vegna gervitilboða í útboði Reykjavíkur- borgar. Þrátt fyrir þetta sá Ingi- björg Sólrún enga meinbugi, enda með puttann á hinum pólitíska púlsi. Hlutdeildarmönnum er refsað í sakamálum, þó oft séu þeir nytsam- ir sakleysingar. Staða borgarstjóra snýst hins vegar ekki um refsi- ábyrgð, heldur um siðferðilegar viðmiðanir í stjórnmálum. Borgar- stjóri með eðlilega siðferðisvitund víkur þegar uppvíst hefur orðið um hlutdeild hans í brotum gegn Reykjavíkurborg og borgarbúum. Borgarstjóri sem vill láta taka sig alvarlega getur síðan ekki borið því að hann hafi verið nytsamur sak- leysingi. Flóknara er þetta ekki. Prestssonurinn úr Kópavogi hefði betur áttað sig á því sjálfur að hann var að brjóta lög þegar hann var markaðsstjóri ESSO og fundið sér annað starf. En það er auðvelt að vera vitur eftir á. Nú á hann að læra af reynslunni og treysta á eig- in dómgreind og pólitíska ábyrgð- artilfinningu. Að láta dómgreind og pólitíska ábyrgðartilfinningu R-listans ráða för er eins og setjast upp í bifreið hjá dauðadrukknum bílstjóra. Sveinn Andri Sveinsson Hlutdeild í olíusvikum Höfundur er hæstaréttar- lögmaður. HÆSTARÉTTARDÓMARI okkar lands, formleg spurning hér í þinn garð. Mér er spurn … Samkyn- hneigt fólk getur nú gengið í hjónaband, sem ég samþykki og þykir nútímaleg ákvörðun. En þannig er mál með vexti að mig langar að eignast maka sem verð- ur mér trúr, maka sem hlustar á mig og maka sem lætur vanlíð- unartilfinninguna mína hverfa á brott. En það er engin hér í þess- um veraldarlega heimi sem hefur þessa eiginleika gagnvart mér. Ég á reyndar vin sem er kominn yfir móðuna miklu og ekki er nú hægt að giftast þeim sem aðrir sjá ekki, því er nú verr og miður annars myndi ég láta til skarar skríða. Nú kem ég mér að efninu. Það eina sem kemur mér að brosa út í annað og sjá lífsgleðina á ný, sá eini sem á mig hlustar á annrík- isdögum er bjórinn. Ég elska hann og vil giftast honum. Er með ein- hverjum mögulegum hætti hægt að fá að giftast honum þótt ekki væri nema í heimahúsi eða hvað sem dómari og presti hentar. Með von um skjót svör. KARÓLÍNA EYJÓLFSDÓTTIR, Askalind 12, 201 Kópavogi. Hjónaband Frá Karólínu Eyjólfsdóttur: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.