Morgunblaðið - 04.11.2004, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 33
MINNINGAR
✝ Þóra HalldóraJónsdóttir fædd-
ist á Svalbarðseyri í
Fáskrúðsfirði 4. nóv-
ember 1919. Hún lést
á hjartadeild Land-
spítalans við Hring-
braut 14. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Jón Sigurðsson og
Ingibjörg Benja-
mínsdóttir. Systkini
Þóru voru Óskar og
Sigríður, þau eru
bæði látin. Fóstur-
foreldrar Þóru frá
þriggja ára aldri voru Halldór
Sveinsson og Guðný Þorsteins-
dóttir sem bjuggu á Sævarenda í
Fáskrúðsfirði. Fóstursystur
hennar eru Valdís og Hjördís.
Dóttir Þóru er Sonja Berg hús-
móðir í Reykjavík, f. í Reykjavík
1. 7. 1943, gift Sverri Sigurðs-
syni, pípulagningameistara og
meðhjálpara í Grensáskirkju, f. í
Reykjavík 23.5. 1942. Foreldrar
hans voru hjónin Sigurður Guð-
mundsson og Guðrún Sigurlín
Eggertsdóttir. Börn Sonju og
Sverris eru: 1) Sigurður pípu-
lagningamaður í Reykjavík, f.
11.6. 1963, var kvæntur Áslaugu
Halldórsdóttur. Börn þeirra eru
Sonja Berg og Sverrir. Kona Sig-
urðar er Helga Lilja Pálsdóttir.
Dóttir þeirra er Sig-
ríður Sóley. Helga
Lilja á soninn Óttar.
2) Þóra Halldóra
dagmóðir í Reykja-
vík, f. 4.7. 1967, var
gift Ólafi Guðjóni
Reynissyni. Börn
þeirra eru: Guðrún
Sigurlín, sambýlis-
maður Lárus Ragn-
ar Grétarsson, dótt-
ir þeirra Sunneva
Embla, Rúnar Sig-
urður og Guðjón Ár-
sæll. Maður Þóru er
Sævar Árnason,
dóttir þeirra er Telma Björk.
Sævar á soninn Arnar frá fyrra
hjónabandi. 3) Oddný Ósk há-
skólanemi, f. 10.1. 1973. Dóttir
hennar er Ísold Erla Gunnars-
dóttir.
Þóra ólst upp frá þriggja ára
aldri hjá fósturforeldrum sínum á
Sævarenda. Hún lauk prófi frá
Gagnfræðaskóla Neskaupstaðar.
Þóra var kaupakona á Bjarna-
stöðum í Grímsnesi og starfaði
sem saumakona hjá Fatagerð Ara
og Co sem seinna varð Faco. Hún
var til heimilis hjá Sonju dóttur
sinni og tengdasyni þar til hún
flutti á Hrafnistu fyrir sjö árum
síðan.
Útför Þóru var gerð frá Grens-
áskirkju 24. ágúst.
Elsku amma, í dag hefðir þú
orðið 85 ára. Löng ævi og ekki
alltaf blómum stráð.
Við systkinin nutum oft hér áður
fyrr mikillar gæsku þinnar og fjöl-
skyldu þinnar. Sérstaklega þegar
báðar fjölskyldurnar voru búsettar
í Árbænum.
Þegar illa stóð á eins og þegar
móðir okkar fór á spítala í lítils-
háttar aðgerð sem endaði í illileg-
um veikindum í töluvert langan
tíma þá var gott að eiga ykkur að
og þið stóðuð ykkur með prýði og
hugguðuð okkur þegar á þurfti að
halda.
Alltaf varstu til staðar fyrir okk-
ur þegar við leituðum eftir aðstoð.
Þegar afi okkar var jarðaður úti í
sveit þegar við yngstu systkinin
Arnar og Arndís vorum frekar ung
fyrir svoleiðis athafnir, fengum við
að gista hjá ykkur fjölskyldunni í
Krummahólunum.
Þið gerðuð allt til þess að draga
athygli okkar frá þeirri sorg sem
þá vofði yfir okkur og við fengum
alla þá huggun sem á þurfti að
halda. Viljum við kveðja þig núna
og þakka fyrir alla elsku þína okk-
ur til handa.
Helga, Guðjón, Bragi,
Arnar og Arndís.
Elsku amma, nú ertu búin að fá
hvíldina og á þann hátt sem þú
hefur eflaust kosið sjálf, snöggt og
í faðmi fjölskyldunnar.
Upp í huga minn koma minn-
ingar þegar ég fyrir rúmum þrátíu
árum kynntist þér, Þóra amma. Þá
var ég lítil hnáta sem læddist upp
á efri hæðina í Hraunbænum þar
sem fyrir var hún nafna þín, vin-
kona mín sem góðfúslega leyfði
mér að eiga ömmu sína með sér
þar sem ég átti enga ömmu á lífi
en hún átti þrjár.
Þegar ég var fjögurra ára fór
mamma mín á spítala og var þar í
nokkurn tíma vegna veikinda. Þá
var nú gott að eiga þig og fjöl-
skyldu þína að því oft var litla sál-
in viðkvæm á þeim tíma. Þú pass-
aðir upp á að fötin mín væru ekki
rifin og ekki vantaði á þau tölur.
Fylgdist alltaf með að allt væri í
lagi með mig. Oftar en ekki í þá tíð
læddist ég upp á loft þegar ég
fann góða matarlykt af efri hæð-
inni sérstaklega þegar heima var
bara fisk að fá eða eitthvað annað
sem mér líkaði ekki. Þegar þú
spurðir mig svo hvort ég væri
svöng þá sagði ég alltaf að ég
fengi ekkert að borða heima hjá
mér og væri því mjög svöng. Auð-
vitað vissir þú að það var ekki all-
ur sannleikurinn en þú spilaðir
með í leiknum og lést sem ég væri
að segja heilagan sannleika.
Ég man eftir kjólunum og öðr-
um flíkum sem þú saumaðir á
dúkkurnar mínar, mínar dúkkur
urðu að vera alveg eins flottar og
dúkkurnar hennar nöfnu þinnar
enda var hún búin að gefa mér að-
gang að elsku þinni.
Tímarnir liðu og svo kom að því
að þið fluttuð úr Árbænum. Í
fyrstu var það mjög erfitt fyrir
mig að geta ekki bara labbað upp
á efri hæðina til að heimsækja
ykkur. En þið voruð svo sem ekki
langt undan því þið fóruð bara hin-
um megin við Elliðaárnar upp í
Breiðholt og oft fékk ég að heim-
sækja ykkur þangað og oftar en
ekki fékk ég að gista hjá ykkur
nótt og nótt.
Þið stoppuðuð svo sem ekki
lengi þar heldur fluttuð ykkur um
set niður á Dragaveg. Þar líkaði
þér vel en þú vildir fá að vera svo-
lítið út af fyrir þig og fluttir á
Hrafnistu fyrir nokkrum árum.
Oft áttir þú erfitt og ýmis veik-
indi herjuðu á þig. Þú lást oft inni
á sjúkrahúsum en það virtist alveg
sama hvað herjaði á þig, þú stóðst
alltaf upp aftur og hélst áfram líf-
inu eins og ekkert hefði í skorist.
Ég reyndi að heimsækja þig
reglulega en eftir að börnin fóru
að koma hjá mér og annir urðu
meiri þá fækkaði því miður heim-
sóknunum. Síðustu tvö árin hafa
verið sérstaklega erfið vegna veik-
inda barna minna og anna við nám
og vinnu. Alltaf var ég á leiðinni í
heimsókn en einhvernveginn varð
ekkert úr þeirri heimsókn, alltaf
var eitthvað sem tafði fyrir því
miður en ég fylgdist þó með þér í
gegnum nöfnu þína og Oddu.
Sennilega taldi ég þig ódauðlega
og þú myndir bara bíða eftir að ég
kæmi. Núna ertu samt sem áður
búin að fá hvíldina og verður þín
sárt saknað.
Ég og fjölskylda mín sendum
ykkur Sonju, Sverri, Þóru og öll-
um öðrum aðstandendum innilegar
samúðarkveðjur og við ömmu segj-
um við
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Arndís og fjölskylda.
ÞÓRA H.
JÓNSDÓTTIR
Sonur okkar, bróðir og mágur,
JÓNMUNDUR VALGEIR PÁLSSON,
Mið-Mó í Fljótum,
er andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
föstudaginn 29. október, verður jarðsunginn
laugardaginn 6. nóvember. Athöfnin hefst
kl. 11.00 í Sauðárkrókskirkju, en jarðsett
verður að Barði í Fljótum.
Björg Sigurrós Jóhannsdóttir, Páll Ragnar Guðmundsson,
Sigríður Pálsdóttir,
Guðmundur Óli Pálsson, Guðrún Kristín Kristófersdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
LÍNA ÞÓRA GESTSDÓTTIR,
Fjarðargötu 64,
Þingeyri,
verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugar-
daginn 6. nóvember kl. 14.00.
Jarðsett verður á Þingeyri.
Ásgeir Haraldur Kristinsson, Julie Kristinsson,
Ingibjörg L. Kristinsdóttir, Per Kristinsson,
Ásta G. Kristinsdóttir, Friðbert J. Kristjánsson,
Kristinn Þór Kristinsson, Hafrún Ebba Gestsdóttir,
Páll Þór Kristinsson, Ólafía Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐNÝ ÁSDÍS HILMARSDÓTTIR,
Hvassaleiti 58,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudag-
inn 5. nóvember kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast Guðnýjar, er bent á
Samtök sykursjúkra, Hátúni 10b, 105 Reykjavík, kt. 681174-0609,
reikningsnúmer 303 26 33354.
Sveinn S. Pálmason,
Hilmar M. Gunnarsson,
Guðný S. Gunnarsdóttir,
Þórður Gunnarsson,
tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær systir mín og frænka okkar,
KATRÍN ANDRÉSDÓTTIR,
Árskógum 6,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 5. nóvember kl. 13.00.
Kristín Andrésdóttir,
Þóra Stefánsdóttir,
Valdimar Stefánsson
og Bryndís Stefánsdóttir.
Okkar ástkæra,
KRISTÍN ÞORBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR,
Fljótstungu,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
þriðjudaginn 2. nóvember.
Útförin verður gerð frá Hallgrímskirkju mið-
vikudaginn 10. nóvember kl. 15.00.
Bjarni Heiðar Johansen,
Anna Björk Bjarnadóttir, Tómas Holton,
Guðrún Harpa Bjarnadóttir, Erlendur Pálsson,
Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, Axel Aðalgeirsson,
Halldór Heiðar Bjarnason,
Tómas Heiðar og Bergþóra,
Kristín María og Bjarni Magnús,
Aðalgeir og Katrín,
Guðrún Bergþórsdóttir,
Halldór Bjarnason, Antonía Bjarnadóttir,
Sigurlaug Halldórsdóttir,
Helga Halldórsdóttir, Magnús Guðjónsson.
Okkar hjartkæra,
FRÍÐA BJÖRK ÁSGEIRSDÓTTIR
frá Hrísey,
Þorfinnsgötu 8,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi
sunnudaginn 31. október.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mið-
vikudaginn 10. nóvember kl. 13.30.
Sigurður K. Láursson,
foreldrar, systkini
og aðrir vandamenn.
Uppeldissystir mín,
RAGNHILDUR ANNA KRISTJÁNSDÓTTIR,
áður til heimilis
á Hallveigarstíg 10a,
Reykjavík,
lést á dvalarheimilinu Grund mánudaginn
1. nóvember.
Fyrir hönd ástvina,
Agnar Jónsson.