Morgunblaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2004 45 Suðurlandsbraut 32 Sími 577 5775 Veislu- bakkar Fyrir 10-2000 manns Er kominn á DVD í verslanir BT um land allt www.bt.is Með ísle nsku tali                                                                                                !  "  "  # $  &!   ' # )*  " "  $ + ,  ÁSTRALIR eru sérfræðingar í því að gera léttgeggjaðar og ljúfsárar gam- anmyndir. P.J. Hogan og Baz Luhr- man komust til metorða fyrir slík- ar myndir (Mur- iel’s Wedding og Strictly Ballroom) og enn er Eyði- merkurdrottn- ingin Pricilla of- arlega í huga margra. Danny sólstóll sver sig svolítið í ætt við þær myndir, þótt hún standi þeim þó ekki á sporði. Þetta er mynd um flugþrá, draum- inn um betra og innihaldsríkara líf. Rhys Ifans leikur listavel Danny, lífs- leiðan og ofurbældan mann sem á í vonlausu sambandi við hina yfir- borðskenndu Trudy. Fyrir tilviljun – eða ekki – svífur hann út í buskann á sólstól sem hann hafði bundið ótal blöðrur fastar við og brotlendir fjarri heimaslóðum í garði hjá ungri ein- hleypri konu (Otto) sem hann fellur fyrir. Hvarf hans kemst í fréttirnar á meðan þessi ókunnugi náungi sem féll ofan úr himnum slær í gegn í nýju heimkynnum sínum. Hún er vissilega svolítið vemmileg og á köflum full farsakennd en Ifans og Otto eru sjarmerandi og sagan sæt. Flugþrá KVIKMYNDIR Myndbönd Leikstjórn og handrit Jeff Balsmeyer. Að- alhlutverk Rhys Ifans, Miranda Otto. Ástralía 2003. Myndform. VHS. Danny sólstóll (Danny Deck Chair)  Skarphéðinn Guðmundsson VINSÆLASTA mynd ársins, teiknimyndin Shrek 2, kemur út á mynddiski og -bandi í dag, fer bæði á leigurnar og í verslanir. Mynddiskurinn er lögum sam- kvæmt uppfullur af aukaefni. Þar er t.d. að finna nýjan og óvæntan endi á myndinni. M.ö.o. þá er hægt að velja hvernig myndin á að enda. Þá var sérstaklega efnt til hressilegrar Idol-söngkeppni milli aðalpersónanna í myndinni; Skrekks, Asna, Fíónu, Stígvélaða- kattarins o.fl. Alls syngja þau 11 lög í keppninni sem er æsispenn- andi og það sem meira er þá er áhorfandinn sjálfur í hlutverki Þorvaldar, Bubba og Siggu og fær að velja sigurvegara. Þar fyrir utan er hið hefð- bundna aukaefni; myndir um gerð Shrek 2 og alla hina flóknu tæknivinnu sem býr að baki, við- töl við talsetjarana Mike Myers, Eddie Murphy, Cameron Diaz, Antonio Banderas o.fl. Sýnd eru tæknileg mistök sem áttu sér stað við gerð myndarinnar og margt fleira. Búast má við því að Shrek 2 skipi sér fljótt í röð söluhæstu mynddiska, allavega ef tekið sé mið af velgengni myndarinnar í bíó. Hér á Íslandi hefur engin mynd sem frumsýnd var á árinu fengið eins mikla aðsókn það sem af er, en u.þ.b. 53 þús- und hafa séð hana. Í Banda- ríkjunum er hún einnig vinsæl- asta mynd ársins, búin að hala inn 436 milljónir dala og orðin þriðja tekjuhæsta kvikmynd í bandarískri bíósögu og á heimsvísu er hún sem stendur í 10. sæti yfir tekjuhæstu mynd- ir sögunnar. Shrek 2 á mynddiski ætti því að geta reynst hin besta dægrastytting þar til þriðja myndin kemur í bíó. Mynddiskar | Shrek 2 kominn út Shrek keppir í Idol Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.