Morgunblaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 45
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.50 og 6.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8.15 og 10.20.
HIÐ ILLA ÁTTI SÉR UPPHAF
KRINGLAN
Sýnd kl. 10.10. B.i. 16 ára.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8.
KRINGLAN
Sýnd kl. 8.10.
Shall we Dance?
Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon
Það er aldrei of seint að setja
tónlist í lífið aftur
Frábær rómantísk gamanmynd með Richard
Gere, Jennifer Lopez og Susan Sarandon í
aðalhlutverki.
AKUREYRI
Sýnd kl. 6 og 8.
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10.
AKUREYRI
Sýnd kl. 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 6.
LAND
LEIKSTJÓRN FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON
Ó.
H.
T.
Rá
s
2
Einu sinni
var...
Getur gerst
hvenær
sem er.
HILARY DUFF CHAD MICHAEL MURRRAY
Einu sinni
var...
Getur gerst
hvenær
sem er.
HILARY DUFF CHAD MICHAEL MURRRAY
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.15.
VÍSINDAFANTASÍAN Flugfor-
inginn og veröld morgundagsins er
sannkölluð samsuða upp úr sögu af-
þreyingarkvikmynda. Myndin er í
senn nostalgísk og nútímaleg að því
leyti að þar er skapaður sögu-
heimur í anda kvikmynda 3., 4. og 5
áratugarins, en unnið með „nýjustu
tækni“, svokallaða bláskjártækni,
þar sem stærstur hluti umhverf-
isins sem leikararnir athafna sig
innan er útfærður síðar í þrívídd-
artölvugrafík. Mikil alúð er lögð í
þá vinnu og nást fram mjög
skemmtileg sjónræn áhrif í þeim
stíl sem notaður er til að fella sam-
an fantasíuheiminn og leikarana
sem eru af holdi og blóði. Reyndar
eru ekki allir leikararnir af holdi og
blóði því „tölvumixuðum“ Laurence
heitunum Olivier bregður fyrir í
einu hlutverkanna og má þar sjá
skref í átt sem e.t.v. á eftir að sjást
meira af í framtíðinni. Það er að
farið verði að notast við kvikmynd-
aðar eftirmyndir lifandi eða liðinna
leikara og þessar eftirmyndir
gæddar lífi með tölvutækni.
Flugforinginn og veröld morgun-
dagsins fjallar sem sagt um harð-
snúnu blaðakonuna Polly Perkins
og flughetjuna Joe „Sky Captain“
Sullivan sem send eru út af örkinni
til að kanna rætur dularfullra árása
alls kyns vél-lífvera á siðmenningu
heimsins. Skemmtilegur stíll og
söguheimur, auk traustrar frammi-
stöðu leikaranna er það sem heldur
skemmtuninni uppi framan af, en
oftrú leikstjórans og handritshöf-
undarins Kerrys Conrans á gildi
þessarar stíltilraunar sinnar verður
myndinni að falli.
Eftir því sem teygist á framvind-
unni verður hún rýrari og formúlu-
kenndari, og vantar innihaldið til að
standa undir umbúnaðinum.
Löng stíltilraun
KVIKMYNDIR
Laugarásbíó og Sambíóin
Kringlunni og Akureyri
Leikstjórn: Kerry Conran. Aðalhlutverk:
Jude Law, Gwyneth Paltrow, Angelina Jol-
ie og Giovanni Ribisi. Bandaríkin, 107
mín.
Flugforinginn og veröld morgundagsins
(Sky Captain and the World of Tomorrow
Heiða Jóhannsdóttir
NEMENDUR í Hagaskóla
í Reykjavík tóku sig til og
héldu hæfileikakeppnina
Litla Skrekk í Austurbæ í
gærkvöldi. Á hverju ári í
nóvember hafa grunnskólar
Reykjavíkur í samstarfi við
Íþrótta- og tómstunda-
miðstöð Reykjavíkur (ÍTR)
haldið hæfileikakeppnina
Skrekk, en keppninni var
frestað fram yfir áramót vegna verkfalls kennara. „Við bara ákváðum að
redda þessu sjálf,“ sagði Nína Hjördís Þorkelsdóttir, 15 ára og ein af skipu-
leggjendum keppninnar. Hún segir undirbúninginn hafa gengið vel en
krakkarnir seldu nærri alla miða á keppnina á 500 krónur, og mun allur ágóði
renna til Umhyggju sem er félag til stuðnings langveikum börnum.
Þrjú atriði voru í keppninni og bar atriðið „Málbræði“ sigur úr býtum og
kemur það til með að verða framlag Hagaskóla á Skrekk.
„Við bara ákváðum að
redda þessu sjálf“
Nemendur Hagaskóla í hæfileikakeppninni
Litla Skrekk.
Morgunblaðið/Sverrir
HEIMILDAMYNDIN Pönkið og Fræbbblarnir var frumsýnd á fimmtu-
daginn var í Regnboganum. Um er að ræða heimildamynd í fullri lengd og
hefur gagnrýnandi Morgunblaðsins gefið myndinni þrjár stjörnur. Höf-
undar myndarinnar eru þeir Örn Marinó Arnarson og Þorkell Sigurður
Harðarson sem saman reka framleiðslufyrirtækið Markel. Þeir eiga að
baki stuttmyndir eins og Fullt hús og Vín hússins og leikstýrðu heim-
ildamyndinnar um Ham, Ham – Lifandi dauðir ásamt Þorgeiri Guðmunds-
syni.
Þeir Örn og Þorkell segja að efnistök í myndinni hæfi innihaldinu vel,
því myndin sé dálítið hrá og pönkuð líkt og viðfangsefnið. Fræbbblarnir
eru taldir vera fyrsta íslenska pönkhljómsveitin og vindur myndinni fram
frá sjónarhóli hennar.
Frumsýning | Heimildamynd í fullri lengd
Pönkið og Fræbbblarnir
Morgunblaðið/Sverrir
Hjörtur Jónsson og Mike Pollock.
Örn Marínó og Þorkell, höfundar myndarinnar, ásamt Brynju,
Karli Jóhanni og barnahópi.