Morgunblaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sæunn Pálsdóttirfæddist í Reykja- vík 7. febrúar 1979. Hún lést á heimili sínu, Hamraborg 38 í Kópavogi, aðfaranótt mánudagsins 1. nóv- ember síðastliðins. Foreldrar hennar eru hjónin Sólveig Boga- dóttir, f. 30. ágúst 1955, starfskona í Pottagöldrum, og Páll Einarsson, f. 15. nóvember 1952, versl- unarmaður í Nettó í Mjódd. Þau eru búsett í Hrauntungu 13 í Kópavogi. For- eldrar Sólveigar: Hrafnhildur Margrét Viggósdóttir, húsfrú í Kópavogi, f. 9. október 1928 á Stokkseyri, d. 29. mars 1987, og Bogi Þórir Guðjónsson, vélvirki og hjálpartækjasmiður í Kópavogi, f. 30. september 1926 á Siglufirði. Foreldrar Páls: Valdís Viktoría Pálsdóttir, húsfrú í Grindavík, f. 14. september 1929 á Fáskrúðfirði, og Einar Guðmundsson, stýrimað- ur í Vestmannaeyjum, f. 29. mars 1930 í Reykjavík, d. 25. desember 1985. Systkini Sæunnar eru: Vign- ir, f. 19. júní 1969, skrifstofumaður hjá Kópavogsbæ; Eyrún, f. 31. ágúst 1972, rit- ari hjá Símanum, hennar sambýlismað- ur er Andri Snædal Aðalsteinsson sölu- maður, börn þeirra eru Sandra, f. 1993, og Páll Snædal, f. 1994. Sæunn giftist Magnúsi Einarssyni 7. apríl 2001. Börn þeirra eru Sóley Sara, f. 3. apríl 2000, og Hlynur Freyr, f. 13. ágúst 2003. Sæunn ólst upp í Kópavogi, var í Kópavogsskóla og lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Kópa- vogi vorið 2000. Ári síðar lauk hún námi við skrifstofubraut í sama skóla. Hún stundaði verslunar- störf, var launafulltrúi á Droplaug- arstöðum, starfaði á leikskólanum Arnarsmára og hjá Hreint. Hún tók þátt í sjálfboðastarfi Rauða krossins, m.a. Hjálparsímanum. Útför Sæunnar verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku Sæunn systir okkar. Þú manst ekki þegar mamma kom með þig heim af fæðingardeildinni. Þú lást á rúminu og Magga amma sagði við okkur: „Hugsa sér að svona lítil manneskja skuli kannski eiga eftir að eignast annað lítið barn.“ Og nú ertu farin en skilur eftir handa okkur tvö yndisleg börn. Söknuðurinn er óbæri- legur, minningarnar óteljandi, hjörtu okkar eru að springa. Ljósu lokkarnir þínir, fallega brosið þitt. Útgeislun þín var oft notuð á pabba og mömmu til að fá okkar vilja framgengt. Ákveð- in, forvitin, sjálfstæð. Við munum þegar ykkur vinkonurnar vantaði einu sinni pening. Þá skorti þig ekki úrræðin, fórst inn í blaðakörfu, náðir í gömul krossgátublöð og glansmynda- tímarit. Svo fóruð þið út og selduð blöð. Allir nágrannarnir keyptu enda feimnislega brosið ómótstæðilegt. Peningaskorturinn var úr sögunni! Umhyggjusemin var ekki lítil. Kötturinn Jói var klæddur í dúkkuföt, settir á hann plasteyrnalokkar og húfa. Jói lét sér vel líka enda var ekki hægt að standast ákveðni þína og blíðu, sem fóru svo vel saman. Svona gætum við haldið áfram endalaust. Ljúfu minningarnar lifa með okkur. Það er víst hluti af eilífa lífinu. Þessir eiginleikar þínir komu svo enn betur í ljós þegar þú eltist, kláraðir menntaskólann, fórst að vinna og fórst að starfa sem sjálfboða- liði hjá Rauða krossinum. Þótt þú tal- aðir stundum fullmikið að okkur fannst, varstu líka svo góð að hlusta, hafðir alltaf tíma fyrir okkur og við vissum að við gátum trúað þér fyrir öllu. Þessir eiginleikar þínir nýttust öðrum vel. En best af öllum börnun- um þínum yndislegu. Minningarnar um þig munum við geyma í hjörtum okkar. Hjálpsem- inni, viðhorfum þínum og umhyggju þinni fyrir öðrum og því sem þú stóðst fyrir munum við miðla til gullmolanna þinna. Börnin verða vel geymd hjá ömmu sinni og afa, fjölskyldan ætlar öll að standa saman og gera vel við börnin. Og leiða þau í framtíðina eins og þú mundir vilja. Elsku dýrlingurinn okkar, þín verður sárt saknað. Þín systkini Vignir og Eyrún. Það var frost og kuldi, snjór yfir öllu, svo mikill að varla var hægt að komast frá húsinu heima. Tvær for- vitnar frænkur horfðu á þegar Palli mágur bar Sollu systur í fanginu yfir skaflana til að koma henni á fæðing- ardeildina. Litla fjölskyldan heima í kjallaranum var að stækka og mikil eftirvænting var í loftinu. Þetta var morguninn 7. febrúar 1979 þegar Sæ- unn frænka okkar fæddist. Lítill sól- argeisli sem bar með sér hlýju og birtu, og þannig var allt hennar líf. Þar til nú 25 árum síðar er eins og vetrarkuldinn nísti allt þegar hún er hrifin á brott frá okkur öllum með voveiflegum hætti. Það sem gerst hef- ur er óskiljanlegt. Það verður aldrei hægt að sætta sig við það sem gerðist en með Guðs hjálp getum við vonað að sárin sem í dag svíða svo sárt muni gróa. Við systurnar á efri hæðinni vorum heppnar að Solla systir og Palli mág- ur bjuggu í kjallaranum hjá mömmu og pabba með börnin sín þrjú. Mjög mikill samgangur var á milli hæða þar sem við krakkarnir vorum öll á svip- uðum aldri. Sæunn var okkur sem litla systir. Hún óx úr grasi í faðmi stórfjölskyldunnar með eldri systkin- um sínum í samfloti með okkur móð- ursystrunum. Sæunn var einstaklega vel af Guði gerð. Naut þess að gleðja aðra og gera öðrum gott. Hún hafði stórt hjarta og var alltaf tilbúin að hjálpa öllum sem á þurftu að halda. Sæunn skilur eftir hjá okkur tvo gull- mola, Sóleyju Söru og Hlyn Frey, yndisleg börn, lifandi eftirmynd móð- ur sinnar. Hún var einstaklega natin móðir og bar velferð þeirra fyrir brjósti og hlúði vel að þeim eins og best má sjá á Sóleyju Söru sem er skýr og glaðlynd fjögurra ára stúlka, alin upp með ástúð og hlýlegri festu. Hlynur Freyr mun njóta þess að eiga hana fyrir stóru systur og læra af henni þegar fram líða stundir. Börnin þín, elsku Sæunn, munu veita okkur huggun og í þeim sjáum við þig. Þann- ig munt þú lifa áfram með okkur. Við lofum þér því að hugsa vel um fallegu börnin þín um alla framtíð. Megi Guð gefa öllum ástvinunum styrk í sorg- inni. Hvíldu í friði, elsku frænka. Heba og Linda Lea. Að setjast niður og rita eftirmæli um unga og glæsilega konu, finnst manni ekki vera eðlilegur þáttur í líf- inu. Hvað sem því líður, þá er það staðreynd, að í dag er verið að bera til hinstu hvílu elskulega frænku mína. Blíð og tær rödd hennar, sem end- urspeglaði hennar frábæru sál, hefur klingt í höfði mínu síðastliðna daga. Í hennar fallega brosi mátti lesa enda- lausa hlýju og væntumþykju. Þessa eiginleika hennar fengu margir skjól- stæðingar vinalínu R.Í. að njóta, sem og vistmenn elliheimila. Sjálfboða- vinnu þessa vann hún í hljóði, og laun- in voru að geta hjálpað þeim sem van- máttugir voru. Þessi góðverk sín bar hún ekki á torg, Úr þeirri fjarlægð sem ég fylgdist með Sæunni blasti við glæsileg fram- tíð. Hún eignaðist tvö yndisleg börn, Sóleyju Söru og Hlyn Frey. Hún lauk stúdentsprófi frá MK með glæsibrag. Þó uppeldi barnanna hefði allan for- gang tókst henni samt að halda áfram að mennta sig, og hjálpa til við að afla fjölskyldunni tekna við ýmis störf. Við bjuggum í nágrenni við Palla og fjölskyldu þegar Sæunn var lítil stelpa. Urðu þá eldri dóttir okkar Elva Dóra og hún góðar vinkonur. Þessir tímar hafa nú öðlast allt annað gildi, og verða hluti af þeim minning- arbrotum sem við ætlum að eiga sem okkar mestu gersemi meðan lífið var- ir. Sem barn var Sæunn ákveðin og fjörug stelpa. Hún lét skoðanir sínar ljós og stóð við þær. Þessum eiginleika bjó hún yfir og þroskaði með sér á meðan lífið entist henni. Það er svo að oft áttar fólk sig ekki á verðmætum fyrr en þau renna því úr greipum. Hefði einhvers staðar verið ritað að ævi Sæunnar yrði svo stutt sem raun varð, þá hefðum ég og mín fjölskylda lagt okkur í líma við að umgangast hana meir síðastliðin ár. Iðulega, þegar við komum í heimsókn til Palla bróður og Sollu, var Sæunn og fjölskylda hjá þeim, ellegar þau nýfarin eða væntanleg. Það var frá- bært hversu náin fjölskyldan var. All- ar stundir sem gáfu tækifæri á voru börn og barnabörn Palla og Sollu hjá þeim, og sýnir það hversu miklir kær- leikar voru milli þeirra. Nú hefur dimmt yfir og skelfileg sorg ríkir. Það er ólíkindum hvílíkum styrk fjölskyldan í Hrauntungu 13 býr yfir. Litlu börnin hennar Sæunn- ar eru nú í faðmi fjölskyldu afa og ömmu, og veita þau hvert öðru mikla huggun. Heimili þeirra er blómun skrýtt, og allar hillur fullar af falleg- um samúðarkortum. Margur svignar í ágjöf, ef ekki er stutt við! Það er það sem okkur ber að gera sem að þessari samheldnu fjölskyldu stöndum, að styðja þau á allan þann veg sem við erum fær um. Það er með votum augum og mikl- um söknuði sem þessi fátæklegu og máttlausu orð eru skrifuð, en með mikilli samúð með fjölskyldunni í Hrauntungunni. Við vottum ykkur öllum okkar dýpstu samúð, Palli, Solla, Vignir, Eyrún, Andri og aðrir sem nú syrgja, og vitum að börnin hennar Sæunnar gætu ekki verið í betri höndum Guðmundur, Hafdís og Ólöf Anna. Elsku Sæunn. Á jólum fyrir tæpum níu árum komst þú inn í líf fjölskyld- urnar. Ung og falleg stúlka sem öllum líkaði vel við og þú varst mjög listræn. Fallegu kortin sem þú sendir og myndirnar sem þú saumaðir út. Hugsaðir vel börnin þín og fólkið í kringum þig. Þú varst yndisleg og alltaf varstu boðin og búin að veita hjálp þína við pössun og slíkt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs eru að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Nú kveð ég þig í hinsta sinn með þökk fyrir allt. Þín tengdamóðir. Anna. Faðir vor, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunaut- um. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Elsku Sæunn. Takk fyrir alla pöss- unina. Við elskum þig. Ragnar og Guðný. Elsku besta frænka okkar. Okkur langar svo til að kveðja þig með nokkrum orðum. Það var svo gott að eiga þig að. Þú varst alltaf svo dugleg að passa okkur. Þakka þér fyrir það. Nú er komið að okkur að passa litlu snúllurnar þínar. Þú átt það inni hjá okkur. Guð blessi þig. Sandra og Páll. Ekki syrgja mig því nú er ég frjáls. Ég held þá leið sem Guð lagði, tek í hönd hans þegar ég heyri hann kalla og skil allt eftir. Ég fékk ekki að staldra við lengur til að hlæja, elska og leika, svo margt er ógert sem liggur eftir. Degi mínum lauk allt of fljótt. Ykkur sýnist eðlilega að ævin mín hafi verið of stutt, en reynið ekki að lengja hana með sökn- uði. Brosið gegnum tárin og leyfið mér að brosa með ykkur. Guð kallaði mig og ég er frjáls. Þínar frænkur í Ameríku Heiða og Þórunn. Elsku Sæunn frænka. Langt er síð- an ég sá þig síðast, ætli það hafi ekki verið í Smáralind fyrir nokkru, og þú varst svo kát og hress. Ég var að taka til í skápunum hjá mér fyrir skömmu og fann ég þá mynd af okkur saman sem tekin var í Tívolíinu í Hveragerði fyrir mörgum árum, ég ellefu ára og þú níu ára. Á þessum árum vorum við mikið saman, þú varst ekki bara frænka mín heldur líka besta vinkona. Ég man sumarið sem við fengum báðar alveg eins hjól, bleik á litinn, hvað við vorum montn- ar. Ég man næturnar sem við fengum að gista saman og sögðum hvor ann- arri sögur fyrir svefninn. Svo komu unglingsárin og leiðir okkar skildu eins og oft vill verða. Fylgdist ég þó alltaf með þér og fjöl- skyldunni og var ánægð með hve allt gekk vel hjá ykkur. Framtíðin virtist svo björt hjá þér. Þú og Fjóla vinkona mín hittust oft og rædduð þið um hve gaman væri að hittast allar saman. Fljótt skipast veður í lofti. Örlögin tóku völdin, og þú dáin. Mér þykir svo sárt að skrifa þessi orð, en það kemur að því að við hittumst allar aftur, þótt það verði einhver bið á því. Blessuð sé minning þín. Þú sæla heimsins svalalind, ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, en drottinn telur tárin mín – ég trúi og huggast læt. (Kristján Jónsson.) Elsku Sóley Sara, Hlynur Freyr, Palli, Solla, Eyrún og Vignir. Megi guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Elva Dóra Guðmundsdóttir. Elsku Sæunn mín. Ég kveð þig nú hinstu kveðju eftir alltof stutt ferða- lag sem við áttum saman. Það verður erfitt að horfa á eftir svo ástkærum, trúum vin. Þú varst alltaf til staðar og erfitt er að ímynda sér lífið án þín. Ég veit að þú hefðir viljað vera með okk- ur mun lengur, þróa vináttuna enn frekar og sjá börnin þín vaxa úr grasi. Það hefðum við hin líka viljað og ég held því fram að hinn 1. nóvember hafi heimurinn orðið fátækari svo um munar. Ég vil nýta þessa hinstu kveðju mína til að þakka þér fyrir þær stund- ir, góðu og slæmu, sem við gengum í gegnum saman. Takk fyrir að vera sú fyrsta sem tók vel á móti mér þegar ég flutti í Kópavoginn. Takk fyrir at- hvarfið sem þú gafst mér og öxlina til að gráta á þegar mér leið illa. Takk fyrir að sjá allt sem var gott við mig þegar ég sá það ekki sjálf. Takk fyrir að sýna mér leiðina út úr hremmingum þegar ég rataði ekki sjálf. Takk fyrir þær góðu minningar sem þú gafst mér á meðan þú varst enn á meðal okkar og umfram allt, takk fyrir að elska mig eins og ég er og að smita mig af kærleik, trausti og umhyggju. Þú varst ómetanlegur vin- ur í raun og ég á eftir að sakna þín með mikilli sorg og trega, allt þar til við hittumst á ný. Ég bið að þú hafir það gott og að Guð gæti þín á góðum stað, þar sem þú vakir yfir okkur hin- um þar til sá dagur kemur að við er- um öll sameinuð á ný. Takk fyrir allt. Sigrún Katrín Kristjánsdóttir. Okkur langar að minnast Sæunnar vinkonu okkar í nokkrum orðum. Sæ- unni kynntumst við fyrir um 19 árum, þannig að hægt er að segja með nokk- urri vissu að við erum æskuvinkonur hennar. Í þessari grein langar okkur að rifja upp skemmtilegar minningar frá æsku okkar. Okkar fyrstu kynni af Sæunni voru nokkuð skondin. Þannig var að við vorum að reyna að finna okkur eitt- hvað skemmtilegt að gera og sáum þetta gullfallega vegasalt í garði ein- um ekki langt frá. Við ákváðum að skella okkur á það og reynsluaka því. Nokkrum mínútum síðar sáum við stelpu í glugganum í því húsi sem garðurinn tilheyrði, við héldum ótrauðar áfram að vega og létum okk- ur fátt um finnast. Nokkru síðar kom stelpan út. Hún tjáði okkur að við mættum ekki nota vegasaltið, og að það væri líka bannað að fara inn í ann- arra manna garða. En stuttu síðar skemmtum við okkur konunglega við að hlaupa í gegnum garða hjá ná- grönnum okkar allar þrjár. Þetta voru okkar fyrstu kynni af Sæunni en hún var einmitt eigandi vegasaltsins. Á næstu árum lékum við þrjár okkur mikið saman og brölluðum margt. Eina sögu hefur oftast borið á góma þegar við hittumst og gamlar minningar rifjaðar upp. Þannig var að við vorum í apaleik í trjám sem voru miðja vegu milli heimila okkar þriggja. Allir völdu sér tré sem voru með nokkuð traustum greinum þann- ig að einn api gæti setið uppi í því. Þar sem trén voru mishentug til búsetu ákvað ein okkar að stilla sér upp á næsta bílþak og gera að sínu apa- heimili, ekkert óeðlilegt við það þegar maður er lítill. Síðan hófust heim- sóknir á milli apafjölskyldna og eng- inn kom til apans sem bjó á bílþakinu og til þess að bæta úr því ákvað öll apaættin að kíkja í heimsókn til þess sem bjó á bílnum. Þegar raunveruleg- ur eigandi bílsins sá fjögur börn hoppa á þakinu á bílnum sínum varð hann ekki sáttur og hringdi á lögregl- una, sem kom innan stundar. Við hlupum sín í hverja áttina og lögregl- an á eftir. Foreldrum okkar fannst þetta ekki eins fyndið og okkur finnst það núna. Þótt sambandið hafi ekki verið eins mikið í seinni tíð gætti Sæunn þess að við hittumst reglulega, sem lýsir hennar persónu ágætlega, passasöm og skipulögð. Við áttum það til að hitt- ast og spila saman, föndruðum saman fyrir jól og gerðum okkur oft glaðan dag. Við kveðjum kæra vinkonu sem var tekin frá okkur í blóma lífsins. Hún gaf okkur og kenndi svo margt og var ávallt til staðar þegar við þurftum á hennar vináttu að halda. Vinur er sá er í kulda kemur og kalið hjarta þiðið fær. Vinur er sá er tregann temur og tekur þig að hjarta nær. (Ágúst Vernharðsson.) Elsku Sóley Sara og Hlynur Freyr, þið voruð blómin hennar mömmu ykkar og munuð vera það áfram, hún vakir yfir ykkur um alla tíð. Solla, Palli, Eyrún, Vignir og fjöl- skylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Hamingja er ekki eitthvað sem þú upplifir. Hún er eitthvað sem þú minnist. Sæunn, kæra vinkona, við söknum þín sárt. Guðrún (Dúna) og Sandra. SÆUNN PÁLSDÓTTIR Í rökkur-ró hún sefur, með rós við hjartastað. Sjá haustið andað hefur í hljóði á liljublað. (Guðm. Guðm. skólaskáld.) Ég kveð þig, elsku Sæunn mín, með þakklæti fyrir öll jólakortin þín. Góður guð geymi þig. Börnum þínum, foreldrum og systkinum sendi ég sam- úðarkveðjur. Rannveig Leifsdóttir. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Sæunni Pálsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Erla Heiðrún Benediktsdóttir og Gunnvör Braga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.