Sunnudagsblaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 6

Sunnudagsblaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 6
54 SUNNUDAGS'BLAÐIÐ Um bókasöfnun BóIŒNEIGÐ íslendinga er þeim í blóð borin. Bókahillan í gömlu baðstofunni var eins konar undraljós í öllu myrkrinu. Bæk- urnar voru töfragripir. Það þurfti ekki annað en taka Heimskringlu ofan af hillunni, þá kom sjálfur Snórri Sturluson og sagði fólkinu sögur frá löngu liðnum öldum. Bókunum fylgir alltaf einhver töfrakraftur. Þegar talað er um bókasöfnun þá má skipta henni í flokka eins og ég hef gert f bókaskrá minni. Flestir bókasafnarar safna ein- hverjum hinna 7 flokka, sem þar eru taldir, en fæstir öllum flokk- unum. Þess vegna samdi ég skrána á sinni tíð með það fyrir augum, að hún geti verið mönnum að- gengileg og hjálpleg í hverjum flokki, sem þeir safna. Allur þorri manna safnar helzt ljóðmælum og ýmiss konar sög- um, aðrir safna leikritum, rímum, riddara- og fornaldarsögum eða þjóðsögum og æviminningum. Hvað er það helzt, sem gerir bæk- ur fágætar og eftirsóttar. Til þess eru margvíslegar orsakir. Á tíma- bilinu 1584—1756 var mestmegn- is aðeins um útgáfur guðsorða- rita að ræða. Árið 1756 kom út fyrsta skáldsagan þýdd úr dönsku. Heitir hún „Þess svenzka Gustav Landkrons og þess engelska Bert- holds eður lífs og ævisögur úr dönsku útlagðar af séra Þorsteini Ketilssyni prófasti í Vaðlaþingi“. Árið 1771 hófst útgáfa fyrstu rím- unnar. Viðbrigði fólksins að fá þessi rit í hendur eftir allan guðs- orðalesturinn í nærri tvær aldir, leiddi til þess, að segja má að þessi rit væru gleypt með húð og hári. Skáldsagan hvarf svo með 'öllu, að hún er talin öllu fágætari en sjálf Guðbrandarbiblía, sem þó kom út árið 1584. Um rímur er það að segja, að í þau rúm þrjátíu ár, sem ég hef fengizt við söfnun bóka, er það hreinasta tilviljun, ef ríma berst upp í hendurnar á mér. Enda er nú svo komið, að tæplega finnst sá safnari, sem leggur það fyrir sig að safna rím- um. Meirihluti allra eldri rita ís- lendinga er orðinn mjög fágætur og í háu verði vegna mikillar eft- irspurnar og má í því sambandi vísa til bókauppboða Sigurðar Benediktssonar, sem orðin eru mjög vinsæl. Tímaritin eru ávallt mjög eftir- sótt. Skírnir mun elzta eða með elztu tímaritum á Norðurlöndum, sem enn koma út, og er enginn barnaleikur að ná honum saman. Þrátt fyrir það eru alltaf að koma nýir og nýir menn í ljós, sem keppast við að reyna það. Oft eru það smávægilegustu atriði, sem gera mönnum næstum óldeift að ná tímaritum saman. Iðunn Björns Jónssonar eins og hún venjulega er kölluð í daglegu tali til að- greiningar frá hinum ritunum með sama nafni, kom út í 7 ár. Þriðja ár hennar, sem út kom 1886 var orðið svo nauða fágætt 1898, að Bjöm lét endurprenta það, til þess að gera mönnum kleift að „complettera“ Iðunni. Nú er svo komið, að þessi endur- prenturi hefur í mörg ár verið svo fágæt, að hún hefur torveldað mörgum að geta komið ritinu saman. Skýringin á þessu er sú, að í þriðja árgangi Iðunnar birt- ist smásaga eftir Mark Tjircain i þýðingu Jóns Ólafssonar ritstjóra, sem varð svo eftirsótt, að húri var bóksiaflega lesin upp til agna. Sama gildir um Almanökin 1890, 1891 og 1906. í þeim birtust mynd ir af helztu keisurum, kónungum og forsetum stórveldanna. Fólkið tók þéssar myndir úr bókunum, innrammaði þær og hengdi upp á vegg, og fleygði síðan rifrildinu áf almanökunum. Þetta ér nærtæk- asta dæmið um erfiðleika á því að geta „completterað“ Almanök- in, sem ávallt hafá verið með vin- sælustu og eftirsóttustu ritum, er allir hafa viljað eignast, enda þótt þeir væru ekki taldir neinir bóka- safnarar! Þjóðsögur, ævintýri og sagna- þættír hafa lengi verið uppáhalds söffnun margra bókasafnara, og margt kverið í þeirri grein er eft- irsótt og erfitt að komast yfir. Auk fyrstu útgáfu af Þjóðsögum Jóns Árnasonar hafa íslenzk Æv- intýri Magnúsar Grímssonar og Vestfirzkar þjóðsögur Árngríms Fr. Bjamasonar orðið mörgum erfitt viðfangsefni í söfnuninni. Sama máli gildir einnig um Ijóðabækur, sögur og önnur rit. íslendingar eru mjög ljóðelskir og Ijóðabækur, sérstáklega margra eldri ljóðskáidanna, eru í • háu verði. Fassíusálmar Hallgríms Péturssonar hafa bókstaflega fylgt íslendingum gegnum ald- irnar frá vöggu til grafar, og eng- in íslenzk bók verið jafn oft gefin út sem þeir. Ljóð og sögur margra vestur-íslenzku skáldanna hafa einnig verið mjög eftirsótt og erfitt að safna þeim, og nú orðið vart mögulegt fyrir vestan, og mörg þeirra því komin í geypi verð. Mörg ljóðabókin og sagan, sem höfundinum í byrjun tókst ekki að ná eyrum samtíð- armanna sinna með, er nú orðin „perla“, sem slegizt er um að ná í, og pft og tíðum greitt offjár fýTjr. | þyí aairibandi feenjur mér í hug sagap um gihtn &er£g?ta rithöfund ísiendinga, sem var að i

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.