Sunnudagsblaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 10
50.
Sagði hann að ekki þyrfti minna
en fimm ár til þess að verða snill-
irigur í abakusreikningi. Ekki færi
nséfri því svo langur tími til að
verða mjög fær í meðferð sam-
lagningarvélar.
Kwa Tak Ming segir svo í ritl-
ingi sínum Bead Aritmetic (Kúlna
tölúvísi): „Þegar um flókin við-
íangséfni er að ræða, ætti hiklaust
fremur að viðhafa skriflegar
reikningsaðferðir, en við öll venju
lég viðskipti er kúlnareikningur-
iiin miklu hentugri. Stærsti kost-
ur hans fram yfir ritandi reikni-
tæki er sá, að hann sparar tíma ..
. .. Hann er. að minnsta kosti
helmingi fljótlegri en vélin sem
ritar tölur. Maðurinn með vélina
myndi naumast vera búinn að
taka niður á hana tölur þær sem
um v.æri að ræða, þegar hinn, sem
abakusinn notaði, væri kominn
méð niðurstöðuna á kúlnagrind
sína“. Þetta staðhæfði herra Ming.
Tilípátur um uppruna abakusins.
Kaupmaður nokkur í Kína-
hvcrfinú hugði að kúlnakerfið
hefði byrjað með því, að einhverj-
um hefði dottið í hug að binda
hnút á snúru til þess að minna
sig á éitt eða annað. Taldi hann
víst, að ástæðan til þess, að svo
litlar sögur hafa farið af áhaldi
þessu, væri sú, að það hafi mest-
megnis verið notað í verzlunar-
búðum. „En hvaða greinarmun
ætti það að gera?“ spurði ég. Hann
skýrði mér frá því, að börn í Kína
lærðu mjög sneinma að reikna
me& abakus. Yrðu þau þaulæfð í
þeirri íþrótt við verzlun feðra
sinna, þegar á barnsaldri. Þegar
þau svp fœru að ganga í skóla,
Igsrðy þay að lesa 0g skrifa, «n
ekki að reikna, í því -væru þau
þegar orðip leikin. Af því leiddi,
að engar sögulegar heinaildir væru
til um þróun kúlnareikningsins.
Ai'tur á móti herma ýmsar
heimildir að fyrstu drögin að ab-
8UNNUDAGSBLAÐID
akus hafi verið spjald, er smá-
gervu ryki hafi verið stráð á og
dæmið síðan rispað í rykið. Hind-
úar notuðu og þess konar tré-
spjöld. Stráðu þeir purpurarauð-
um sandi á spjöldin og notuðu að
penna áhald, er nefndist stylus.
Var það oddhvasst í annan enda
til að rita með, en flatt í hinn,
sem notaður var til að þurrka út
hið skrifaða mál. Einnig virðast
Forn-Grikkir hafa notað þessa
frumtegund abakusins.
Á vorum dögum er abakusinn
yfirvættis vinsælt verkfæri. Sam-
kvæmt nýafstöðnum athugunum,
fara 90 hundraðshlutar allra út-
reikninga í Japan fram á abakus
eða soroban. Víðs vegar um allar
Japanseyjar eru skólar, sem hafa
það að markmiði að þjálfa nem-
endur sína í list kúlnareiknings-
ins. Segjast þeir, sem snjallir eru
í notkun sorobans, eiga hægra
með að fá vinnu en hinir. Það
eru nú mörg ár síðan. kínverskir
kaupmenn settu það sem nauðsyn
legt og sjálfsagt skilyrði, að vænt-
anlegir starfsmenn jæirra kynnu
að fara með abakus, svo mikils
hafa þeir metið hann.
Þegar þeir auglýstu eftir verzí-
unarfólki, létu þeir aldrei hjá líða
að bæta þessari klausu við: „Þeim
einum, sem æfðir eru í að nota
abakus, þýðir að sækja um starf-
ið“. Að minnsta kosti eitt stórt
vöruhús á Rauða torginu í Moskvu
notar kúlnagrindur að staðaldri.
í kínverskum borgarhverfum um
Ameríku þvera og endilanga er og
fullt af kúlnagrindum, og eru þær
frábærlega vinsælar.
Abakus í amerískum skólum.
Þetta ævaforna reikningstæki
hefur reynzt afbragðs áhald til að
kenna börnum að reikna á. Er
það nú notað í nokkrum skólum
í Bandaríkiunum. A. F. Schott há-
skólákennari, sem er uppeldis-
fræðilegur ráðunautur, getur
þess, að „hartnær tvær þúsundir
barna noti abakusinn og samlagn-
ingargrindina". Hann segir svo:
„Þegar afköst þeirra í reikningi
og stærðfræði eru borin saraan
við dugnað jafnaldra þeirra með
venjulegum aðferðum, hljóta þau
að teljast allt að því með ólíkind-
um. Börnum þykir gamart að
reikningi þegar þau læra hann á
þennan hátt. Þau eru fljótari að
læra hann og leysa hann betur af
hendi,“ segir prófessorinn.
Kennarar segja, að þegar börn-
in séu að vinna með abakus, séu
þau að fara með hluti, sem eigi
við þau. Tölurnar verða eins og
lifandi. Kostunum við það, að
nota abakusinn fyrir kennslu-
tæki, lýsir Marvin Schwarts eitt-
hvað á þessa leið: „í stað þess að
.spyrja barnið: „Hversu mikið er
2 og 2?“ getur nú kennarinn
sagt: „Flyttu tvo svarta kettlinga
að þverlistanum, — og svo aðra
tvo. Hve margir svartir kettling-
ar standa þá við listann?“ Gert
er ráð fyrir að kúlurnar á aþ-
akusnum séu orðnar að kettling-
um og hvert barn veit að nú eru
fjórir kettlingar hjá þverlistan-
um. Með því að gera tölurnar að
dýrum, vonast kennararnir eftir
að börnunum verði reikningurinn ,
auðskildari og skemmtilegri,
enda finnst nemendunum það“.
Schott prófessor segir að börn-
um, sem nota abakus, lærist að
þykja vænt um reikning ,því þau
geri annað og meira en einungis
að skrifa niður tölur. Þau grípa
tölurnar með fingrunum, láta þær
renna eftir talnateinunum og raða
þeim saman í áþreifanlegar upp-
hæðir. Jafnframt hefur barnið sí
og æ fyrir augunum fyrirkomu-
lag tugakerfisins. Fyrst lærir
barnið að fara með smáar upp-
hæðir, en fljótlega hverfur það
til annari'a stærri. Barni í öðrum
bekk verður ekki hið minnsta
hverft við, þó kennarinn segi til