Sunnudagsblaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 7

Sunnudagsblaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 7
SUNNUDAGSBLAÐIÐ 55 flytja búslóð sína. Búslóðin var gamall dívan og borð, auk stór hluta upplags af rityerki skálds- ins, sem seldist treglega. Svo ó- heppilega vildi til að einn fótur dívansins brotnaði í flutningnum og varð ónothæfur til síns brúks í nýju íbúðinni. Flutningsmenn- irnir voru að fjasa yfir þessu, og hvað þeir ættu til bragðs að taka til þess að kippa þessu í lag. Skáld ið þreyttist á fjasinu, og' sagði þeim að nota sem þyrfti af bók- unum sem fjórðu löpp dívansins, því þær seldust ekki hvort eð væri. í dag berjast íslendingar um þessa dívanlöpp og telja sig ekki hólpna nema þeim takist að eignast hluta af henni, og greiða stórfé fyrir, ef tækifæri býðst. Ýmsum stærri ritverkum er ejnnig ákaflega erfitt að ná sam- an, og liggja einnig til þess marg- víslegar orsakir. Kirkjusaga Finns biskups Jónssonar kom út á árunum 1772—78 { fjórum bind- um. Upplagið af fjórða bindinu glataðist að miklu leyti í eidsvoða, svo að ógerlegt hefur verið að fá nema þrjú fyrstu bindin. Nokkru fyrir stríð var hægt að fá „com- plett“ eintak af kirkjusögunni hjá Munksgaard fyrir 250 danskar krónur, en þrjú fyrstu bindin kostuðu aðeins 75 krónur. Erlendis eru íslenzkar bækur í háu verði, og margar eldri bækur mjög eftirsóttar, enda segja bók- saiar í Kaupmannahöfn, að ber- ist þeim í hendur gamlar íslenzk- ar bækur, séu þær oftast fyrir- fram seldar. Ég minnist þess sér- staklega að í janúar 1947 var ég staddur í Kaupmannahöfn og var að snuðra þar á gömlum slóðum eftir íslenzkum bókum. í glugga einnar fornbókaverzlunarinnar sá ég fágæta íslenzka bók. Vatt ég mér straks inn í búðina og spurð- ist fyrir um verð bókarinnar. Bók- sá'linn sagði mér að þókin væri eltki til sölu, og hefði af místök- um verið stillt út í gluggann. Mér þótti þettá kynlegt og innti hann nánar eftir því, hvernig á þessu stæði. Hann sagði að allar gamlar íslenzkar bækur væru dollara vara, sem ekki mætti selja í dönsk um krónum. Stafaði það af því, að mikil eftirspurn væri eftir gömlum íslenzkum bókum frá Bandaríkjunum. Á seinni árum hefur eftirspurn eftir íslenzkum bókum aukizt mjög mikið. Til þess eru margar ástæður. Mörg rit skálda og rithöfunda seldust lítið. Upplag bóka lítið og eftir- stöðvar þess glötuðust á einn og annan hátt. Eftir að fólk fór að flytjast í betri híbýli var venja, er flutt var, að losa sig við allt bókarusl, sem talið var að ekki væri í húsum hæft, og í mörgum slíkum tilfellum var margri „perl- unni“ kastað á haugana. Er það af eðlilegum ástæðum, því fólk sem er ekkert inni í þessum hlut- um gerir sér ekki grein fyrir því, hvaða bækur eru fágætar og hverjar ekki. Fyrir mörgum árum rýmdi gamall maður íbúð sína fyrir dóttur sinni og tengdasyni og flutti sig í kjallarann. Átti hann mikið af eldri bókum og voru margar þeirra ekki í góðu standi. Þegar gamli maðurinn dó voru tíndar úr bækurnar, sem fallegar voru útlits og gylltar á kjöl, þeim raðað upp í hillur en hinu fleygt. í því sem fleygt var lágu margar þúsundir króna, því vitað var, að meðal þess voru fá- gætir árgangar úr ýmsum elztu tímaritum og ýmsar fágætar bæk- ur. Eftir að efnahagur fólks fór að rýmkast, og það að hafa meira en rétt til hnífs og skeiðar, fór bóka- löngunin strax að segja til sín. Þrátt fyrir allt umtalið um eftir- sókn æskulýðsins í lestur alls kon- ar glæparita, þá hafa aldrei verið fleiri bókasafnarar á íslandi en í dag. Hinn taumlausi áróður, sem rekinn er í sambandi við sölu þessará rita, glepur fólki sýn. Haldið þið' virkilega, að á öllum þessum áróðri þyrfti áð halda, ef ritin seldust eins mikið og fólk heldur. Það er dýrt að auglýsa, og það gerir enginn einungis sér til gamans. Eftirsókn unglinga í lestur slíkra rita er aðeins um stundarsakir. Efni þeirra er að mestu hvert öðru líkt, og ungling- arnir þreytast á þessu fyrr en var- ir og hætta lestrinum. En ef fara á að banna slík rit, kemur fram löngunin í eitthvað spennandi, og við þekkjum öll söguna um for- boðna ávöxtinn. Haldið þið ef til vill að við hin eldri höfum verið eitthvað betri? síður en svo. Það var farið þetur með það vegna þess að það var eltki móðins í þá daga, auk þess sem framboð slíkra rita var ekki nema hluti þess sem það er í dag. En það get ég sagt ykkur, að margar ferðirnar fór- um við félagarnir upp á Lands- bókasafn og lásum þar rit, sem ábyggilega hefði verið fortekið fyrir heima, að við hefðum séð eða lesið. Bókasafnarar eru fólk á öllum aldri. Um fjölda þeirra má til sönnunar meðal annars benda á hina miklu bókaútgáfu á ári hverju. Út hafa komið mörg ný og stórmerkileg rit í vönduðum útgáfum, auk þess sem endur- prentuð hafa verið eldri rit. Jafn- hliða mikilli sölu þessara bóka eykst hröðum skrefum eftirspurn in eftir frumútgáfunum, því nýja útgáfan er um leið vísbending um það, að torvelt sé að fá eldri út- gáfuna. Það sama gildir um bæk- ur og málverk „gömlu meistar- anna“, að eldri útgáfunni fylgir einhver „slagæð höfundarins“, sem vantar í þá síðari, þrátt fyrir það að hún sé með fallegan kjöi og pökkuð inn í „cellophane“. Gunnar Hall.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.