24 stundir - 16.11.2007, Blaðsíða 5
Just4Kids var oftast með
lægsta verðið í verðkönnun
Fréttablaðsins á leikföng-
um. Toys „R“ Us var oftast
með hæsta verðið. Fátt
af þeim leikföngum sem
kanna átti voru til í Leik-
bæ, sem er í sömu eigu og
Just4Kids.
Mestu munar á verði á Barbie Island Princess-dúkku, sem kallast Rosella, af þeim leikföngum sem Fréttablaðið kannaði verðið á í fjórum verslunum sem selja leik-föng. Í Hagkaupum kostaði hún 3.999 krónur, en 2.980 krónur í Just4Kids. Munurinn er því 1.019 krónur. Á öðrum vörum munaði mun minna, allt niður í níu króna verðmun á Öskubusku Barbie Disney-prinsessu. Í Toys „R“ Us og Hagkaupum kostaði Öskubuska 1.999 krónur en 1.990 krónur í Just4Kids.
Hvorug dúkkan var til í verslun-um Leikbæjar, en bæði var farið í Leikbæ í Kringlunni og Leikbæ í Smáralind. Af sex leikföngum var reyndar aðeins til eitt í Leikbæ í Smáralind, Lego Bionicle Barraki, en í Leikbæ í Kringlunni var einnig til Playmobil-sjóræningjaeyja. Úrval af leikföngum í Leikbæ var mun minna en í öðrum verslunum sem farið var í og voru bæði leik-föngin með hæsta verðið.
Fjögur leikföng af sex voru ódýrust í Just4Kids, sem var opnuð um síðustu helgi í Garðabæ. Lego Bionicle Barraki var ódýrari í Hag-kaupum og ekki var til Littlest Pet Shop-dreki, eða annað sambærilegt Littlest Pet Shop-leikfang, en þau eru vinsæl meðal ungra stúlkna. Einungis var hægt að kaupa slík leikföng í stærri pakkningum. Þá var í einu tilfelli, Rosella Barbie Island Princess, dýrara þegar kom að kassa en auglýst var í hillu og munaði þar um 300 krónur.
Vöruúrvalið er mikið í Just4Kids, þar má meðal annars finna veru-
legt magn af sælgæti sem stillt er upp við afgreiðslukassana.
Í fjórum tilfellum var hæsta verðið í Toys „R“ Us í Kópavogi. Þá var Playmobil-sjóræningjaeyja ekki til í versluninni. Af þeim leik-föngum sem verðið var kannað á var það aðeins Rosella Barbie Island Princess sem ekki var dýrust í Toys „R“ Us. Á strimlinum kemur þó fram að verð á dúkkunni eigi að vera 3.999 krónur en gefinn er 1.000 króna afsláttur. Nokkur misbrestur var á í versluninni að upplýsingar um verð væru auglýstar í hillum. Fimm leikföng af sex voru til í Hagkaupum. Þar af voru tvö leik-föng dýrust og tvö ódýrust. Auglýst hilluverð á Lego Bionicle Barraki var 1.499 krónur, en rukkað var um 1.149 krónur.
Farið var í allar verslanir um hádegi á þriðjudag. Tekið var niður hilluverð, þar sem það sást, og einnig fenginn útskriftarstrimill. Allt verð í greininni miðast við útskriftarstrimil.
Bara fyrir börn oftast
með lægsta verðið
!"
# $% " & "' ()""
* +
,
( ! "#$$% # "#$&& # ! '( # ) (#(&& # (#(&* # (#(&& # (#($& # '* #+!
, -#'(* # -#$&% # ! -#$&& # (" # .
+)
/
! "#&%* # "#&&& # -#&&& # (#*(& #
+)
0 ! (#&&* # (#&&& # (#&&& # & #
+ 1! ! ! 2$& # 2"& # "* 3 4 5
5 6
+)!
7
#
1 # 68
(-# "**9
:
# ; < =
,
,#
6/>??@@A.AB+C4?D/
8
# EF
#
5 ,
!
5
!
Just4Kids var oftast
með lægsta verðið í
verðkönnun Frétta-
blaðsins á leikföngum.
Toys ‘R’ Us var oftast
með hæsta verðið.
Verðkönnun Fréttablaðsins 15. nóvember 2007
Hr
ing
br
ot
...við brúna hjá IKEA!
Við þökkum frábærar
móttökur og heitum því
að standa okkur áfram!
REYK JAVÍK
HAFNARFJÖ
RÐU